Morgunblaðið - 14.10.1967, Page 19

Morgunblaðið - 14.10.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1»67 19 100 ára minning: Guðríður Helga Jónsdóttir frá Sveinsstöðum Fædd 14. okt. 1867. Dáin 25. ág. 1957. — 100 ára minning — Þegar árin fjölga, er mörgum gjarnt að líta til baka, og la'ða fram í hugann ljúfar minning- ar. Þannig er mér farið. Þær eru margar og fagrar minningarnar, sem ég á, frá þeim árum, sem ég dvaldi í Ól- afsvík á Snæfellsnesi. Þar átti ég heima í 46 ár. Fyrst var ég þar við nám í þrjú ár. Svo átti ég þar heimili mitt í 43 ár, er ég var þar skólastjóri og sókn- arprestur. Hinar mörgu ljúfu minningar, eru fyrst og fremst bundnar við fólkið, sem lifað var og Starfað með, þó. ljúft sé jafnan að minnast lands og hér- aðs. Til fólksins á utanverðu Snæfellsnesi er jafnan hugsað með þakklátum huga. Meðal hinna mörgu, sem ég minnist me’ð þakklátum huga eru hjónin Guðbjörn Ó. Bjarna- son og Guðríður Helga Jónsdótt- sem lengi bjuggu á Sveinsstöð- um í Neshreppi utan Ennis, næsta bæ við Ólafsvík að utan- verðu. Einkum verður mér hugsað til þeirra og heimilis þeirra í dag, þegar 100 ár eru liðin frá fæðir.gu Helgu sálugu á Sveins- stöðum. Helga var mikilhæf merkis- kona, um það eru allir sam- mála, er hana þekktu. Hún var dugleg við alla búsýslu, bæði úti og inni, en sérstaklega um- hyggjusöm og kærleiksrík. Mér verður ávallt minnisstætt, er ég kom til hennar fyrst og sá hana í fyrsta skipti. Ég var alveg nýkominn til Ólafsvíkur, til náms hjá móður- bróður mínum síra Guðmundi Einarssyni. Hann sendi mig út að Sveinsstöðum til að sækja þangað böggul. Ég átti að flýta mér og mátti ekki tefja. En er ég var að komast heim að bæn- um á Sveinsstöðum skall á blindhríð. Ég gekk heim áð bæn- um og gerði vart við mig. Hús- móðirin kom til dyra. Ég bað hana að afhenta mér böggulinn strax. Hún aftók að ég færi einn og alókunnugur út í hríðina. Hún sagði mér að koma inn og bíða þangað til að rofaði til. Þá fann ég hve henni var annt um mig. En svona var hún. Hún lét sér annt um alla er á heimili hennar dvöldu, eða á heimili hennar komu. Sízt af öllu grun- áði mig þá, að ég ætti oft eftir að koma sem gestur á heimili hennar og njóta gestrisni henn- ar og góðvilja. Og ég átti eftir að vera hjá henni í sorg og gleði, einkum þó á mestu sorgarstund- unum í lífi hennar, svo sem síðar mun sagt verða. Guðríður Helga Jónsdóttir var fædd að Sauðagerði við Reykjavík 14. okt. 1967. Þannig eru í dag 100 ár liðin frá fæð- ingu hennar. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Þorkelsson og Guðrún Sigudðardóttir. Er hún var 8 ára gömul missti hún föður sinn. Frændfólk hennar í Stíflisdal í Þingvallasveit tóku hana þá í fóstur til sín. Hjá þessu frændfólki sínu dvaldi hún þangað til hún var 14 ára. En þá fór hún í vist eins og sjálfsagt þótti þá að allar stúlk- ur færu. Hún réðst sem vinnu- kona til prestshjónanna á Þing- völlum, síra Jens Pálssonar, síð- ar prófasts í Görðum á Álfta- nesi og konu hans Guðrúnar S. Guðjohnsen. Hjú þessara merk- ishjóna var hún svo, þar til hún sjálf stofnar eigið heimili. Hún var ekki að breyta til. Tryggðin og vinfestan einkenndu hana alltaf. Þegar síra Jens Pálsson, flutt- ist frá Þingvöllum að Útskálum, fluttist Helga með honum og konu hans þangað. En é þeim árum, sem Helga átti heima á Útskálum, var þa'ð alsiða, að fólk af Suðurnesjum færi í kaupavinnu út á land. Helga var þá ráðin kaupakona að Hít- ardal í Mýrasýslu. Þar kynnt- ist hún uppeldissyni húsbænd- anna. Hann hét Guðjón Ólafur Bjarnason. Ungu hjónin reistu bú á hinu forna stórbýli Kolbeinsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Sú jörð var og er stór, en þá var hún erfið mjög. Þau bjuggu þar í 8 ár. Árið 1899 flytjast þau að Sveinsstöðum í Neshreppi utan Ennis, sem var miklu minni jörð, en að mörgu leyti hægari og þægilegri. Á Sveinsstöðum gerðu þau Guðbjörn Ó. Bjarnason var fæddur að Hraunholtum í Kol- beinsstaðahreppi í Hnappadals- sýslu hinn 25. jan. 1862. Hann var þannig rúmum 5 árum eldri en Helga. Foreldrar hans hétu Bjarni Jónsson og Guðrún Jóns- dóttir. Hann missti föður sinn er hann var á 9. aldursári. Bæði hjónin voru þannig á sama ald- ursári er þau misstu feður sína. Móðursystir Guðbjörns tók drenginn til sín og ól hann upp. Og hjá henni og manni hennar var hann þangað til hann giftist Helgu hinn 15. ág. 1891 og þau stofnuðu sitt eigfð heimili. garðinn frægan í 39 ár. Guð- björn andaðist 25. sept. 1938. Þeim hjónum var'ð 7 barna auð- ið. Fjögur börn sín varð hún að kveðja hér hinstri kveðju. Hún andaðist í Reykjavík 25. ág 1957 nærri 90 ára gömul. Þá voru þrjú börn hennar á lífi, og eru þau á lífi ennþá, einn sonur og tvær dætur. Auk barna sinna ólu hjónin á Sveinsstöðum upp fimm fóstur- börn. Þrjú þeirra eru enn á lífi Á þessu sést, að verksvið hús- móðurinnar á Sveinsstöðum var stórt. Marga þurfti að hugsa um, elska og annast. Sveinn Björnsson í Bogasalnum AÐ þessu sirum sýnir Sveinn Björnsison tuttugu og þrjár olíu myndir í Bogasainum. Allt eru þetta ný verk og ekki man ég eftir að hafa séð þau áður á sýningu, en um tvö ár eru nú liðin, frá því er Sveinn hélt sína seinustu einkasýningu. Þessi sýning Sveins er án nokkurs efa bezta sýning, et hann hefur haldið hingað til, en samt verð ég að játa, að ekki er ég hrifinn. Það eru nokk uð misjöfn verk á þessari sýn- ingu, en þegar Sveini tekst að hemja litinn, þannig að nokkur mýkt verður í verkum hans, virðist mér hann ná greinileg- um árangri. Því miður verður það ekki sagt með sanni um öll þessi verk. Sveinn sýnir samt nokkra framför, sérstaklega í meðferð lita, og er það sannar- lega ekki lítils virði. Þetta er einkaniega að finna í þeim verk um, er hanga á dyraveggnum í Bogasalnum. Sveinn er nokkuð rómantísk- ur og skáldlegur í verkum sín- um og lætur hugmyndarflugið óbeizlað á léreftið, en eitt er mjög áberandi hjá Sveini, og það er, hve litia alúð hann sýn- ir teikningu í málverkum sín- um. Einmitt þetta atriði stend- ur honum nokkuð fyrir þrifum, og sérstaklega þegar hann fell- ir andlit inn í myndbyggingu sína. Það er engu líkara en að hæfileikar Sveins Björnssonar fái ekki notið sín tii fulls, vegna þess hve litla rækt hann leggur í sjálfa teikninguna. Það er nú einu sinni svo, að litagleðin ein skapar ekki listaverk. Hver ein- asti hlutur góðs málverks verð- ur að vera hnitm ðaður og gerð ur með allri þeirri getu, er við- komandi listamaður hefur yfir að ráða. En þetta virðist ekki, enn sem komið er, hafa orðið ljóst fyrir Sveini Björnssyni. Hann á það sem sagt til að láta vinnugleðina og litskrúð villa sér nokkuð sýn, en hiver veit nema þetta geti lagazt, og ég er ekki frá því, að það sé einmitt dálítil breyting að verða á þessu hjá Sveini. Hann er þjiarkur til vinnú og afkastar miklu, en ég held, að hann mundi mikið Helga naut þess a'ð vera virt, dáð og elskuð af öllum börnum sínum og fósturbörnum. En hún var einnig virt og dáð af öllum konum og körlum í Neshreppi utan Ennis og í Ólafsvík. Flestir í þeim héruðum kynntust hús- freyjunni á Sveinsstöðum. Heim- ilið í þjóðbraut og gestrisni mik- il. Helga lifði og starfaði með fjölskyldu sinni. Við marga erf- iðleika var að etja. Ein dóttir hennar var veik alla ævi. Maður hennar veiktist á góðum aldri. Hann lifði þó þrotinn að heilsu og kröftum í tæp 15 ár. Hún annaðist hann með frábærri ná- kvæmni og umhyggjusemi. Hann og dóttirin veika voru borin uppi af sterkum kærleiksörmum henn ar og fjölskyldunnar allrar. Helga var sterk í stríði lífsins og í sárum sorgum. Elzti sonur henhar duglegur og merkur skip stjóri drukknaði ungur. Hann var kvaddur heim frá stórri fjölskyldu. Ég kynntist því vel hve sterk hún var í hinum sárustu sorg- um. Yngsti sonur hennar, merk- ur myndarbóndi dó einnig ung- ur. Hann tók við búi á Sveins- stöðum eftir foreldra sína. Hann hafði eignazt jörð sína og bætt hana svo, að hún var orðin ein bezta jörð sveitarinnar. Hann reisti þar gott íbúðarhús. í það flutti hann með móður sína og unga konu alveg nýgiftur. Helga og ungu hjónin báðu um það að húsið ýrði vígt með guðsorði og bæn er i það var flutt. Þeirri helgistund gleymi ég eigi. Aðra stund helgari og ógleym- anlegri lifði ég þó i húsinu á Sveinsstöðum með fjölskyldunni. Á þeirri stund fannst mér Helga stærst. Húsbóndinn ungi og dug- legi lá á banabeði. Á helgu jóla- kvöldi færðu ungu hjónin Guði og frelsaranum nýfædda barnið sitt, er það var borið til helgrar skírnar. Allir skyldu alvöru stundarinnar. Ég var í samfélagi fólks, sem voru hugsterkar trú- arhetjur. Enga jólanótt hef ég lifað fegurri. Himinninn bjartur læra á því að flýta sér svolítið hægt og gera sér meiri grein fyrir því, hvað raunverulega gefur málverki þann styrk, sem það þarf til að sannfæra um giidi sitt. Það gætir nokkuð áberandi áhrifa frá Henning Petersen í sumum þessara verka Sveins, en það er mál, sem hann sjálfur verður að gera upp við sig. Ég held, að hann þurfi ekkert á Carl Henning að halda. Hann hefur nægilegt hugmyndaflug sjálfur til að yrkja á léreft, ef hann vill það við hafa. Sem sagt: Það merkilegasta við þessa sýningu Sveins Björns sonar er, að hann sýnir ótví- ræða framför í litameðferð, og ef hann sjálfur gerir sér grein fyrir þeirri framför, hefur þessi sýning hans ekki orðið honum ómerkur viðburður. Valtýr Pétursson. 0 y v *• Alvaldið og fagur; eins fagur og hann getur fegurstur á vetrarnótt ver- ið. Er ég hélt heim til mín þá og horfði á fegurð himinsins, og hugurinn var hjá vini mín- um, er háði baráttu vi'ð dauð- ann, hjá ungri konu hans, ný- skírðu barni þeirra og hjá aldr- aðri móður hans, hljómuðu sí- fellt í huga mér orð skáldsins: „Einn dropa af dýrð, ei dýrðar- hafið, sé dauðlegt auga þoku vafið." En þó enn meir hin helgu orð: „Auga sá ekki, eyra heyrði ekki, og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns allt það, sem Guð hefur fyrirbúið þeim, sem elska hann.“ Síðustu 15 ár ævi sinnar dvaldi Helga sáluga í Reykjavík, hjá börnum sínum og barna- börnum. Afkomendahópurinn er stór og frfður. Hún andaðist, eins og ég sagði áður, hinn 25. ág. 1957. Snæfellingar kvöddu hina merku konu í kirkju henn- ar, kirkjunni að Ingjaldshóli hinn 4. sept. 1957. Og til minn- ingar um 100. afmælisdag Helgu sálugu hafa nú börn hennar og fjölskylda gefið Ingjaldshóls- kirkju góða minningargjöf. En bezta minningargjöfin er þó sú, að börn, afkomendur, ást- vinir og kunningjar allir starfi ávallt að dæmi hennar í trú, von og kærleika. Blessuð sé minning hjónanna Guðríðar Helgu Jónsdóttur og Guðbjörns Ó. Bjarnasonar á Sveinsstöðum. Magnús Guðmundsson. Júgóslovneshuf rithölundur hlýtur dóm Ljubljana, okt. NTB. JÚGÓSLAVNESKUR rithöf- undur, Marjan Roznanc að nafni, var í dag dæmdur til hálfs árs fangelsisvistar, skilorðsbundið, fyrir að hafa breitt út ósannar fregnir um ástandið í Júgó- slaviu. Roznanc, sem er 36 ára Slóv- ani, var upphaflega ákærður fyr ir að hafa dreift áróðri fjand- samlegum stjórninni, en hefði hún verið sek fundin um slíkt, hefði hún átt yfir höfði sér allt að 12 ára fangavist. Hún var sögð hafa skrifað ill- girnislega og ósanna grein um ástandið i stjórnmálum og þjóð- félagsmálum Júgóslavíu og birt í slóvanska bófemenntaritinu „Most", sem gefið er út í Tri- este. Segir í ákærunni, að til- gangurinn hafi verið, að valda ólgu í Júgóslavíu, — hún hafi haldið því fram. að þar væri hvorki að finna réttlæti né jafn- rétti og öll völd væru í hönd- um eins hóps manna. Fiskibútur til sölu 200 rúmlesta fiskibátur í fyllsta ásigkomulagi með lít- illi útborgun og mjög góðum lánakjörum. 140 rúmlesta bát- ur, 170 rúmlesta bátur, 67 rúm lesta bátur, 65 rúmlesta bátur, 64 rúmlesta bátur, 40 rúmlesta bátur, 36 rúmlesta bátur, 35 rúmlesta bátur og 30 rúmlesta bátur svo og margir stærri og minni bátar með nýjum og nýiegium vélum ásamt veiðar- færum til flestra veiða. Leggjum áherzlu á að bát- arnir séu í fullkomnu ríkis- skoðunarástandi með örugg- um haffæraskirteinum. Talið við okkur um kaup, sölu og leigu fiskibáta. Sími 13339. SKIPA- 06 VERÐBRÉFA- SALAN SKIPA- LEIGA VESTURGOTU 5 Sími 13339.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.