Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 22
í 22 MORGUNB LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1967 Ólafur Ágúst Jónsson Ytri-Múla — Kveðja „Þótt vér hljótum hér að kveðja hjartans vini kærstu þrátt, indæl von sú oss má gleðja, aftur heilsum vér þeim brátt“. Þegar ég hyrði þann 6. októ- ber síðastliðinn, að nafni minn eins og ég venjulega kallaði harm, væri dáinn, kom mér of- anskráð sálmavers í hug. Ólafur var fæddur að Ytri- Múla á Barðaströnd 31. ágúst 1896, sonur sæmdarhjónanna Guðbjargar Ólafsdóttur og Jóns Magnússonar, er bjuggu þar um áratuga skeið og komu upp myndarlegum og mannvænleg- um barnahópL í skjóli hinna fögru hlíða Barðastrandar mótaðist hugur hins unga drengs, ásamt sívök- ulli og traustri handleiðslu for- eldra sinna, sem ólu börn sín upp í trúnni á almættið með drenglyndi og kærleika að leið- arljósum. Ólafur var dagfarsprúður mað ur og drengur góður. Stolt hans var að ganga ekki á hlut ann- arra. En gjöfull var hann og svo bónþægur að engan þekkti ég, sem þar gekk lengra. Á þeim étrum sem Ólafur var að alast upp, þekktist það naum- ast á alþýðuheimilum, að menn gengju menntaveginn, enda efn in hjá bammörgu fólki ekki það mikil að slíkt væri hægt. En það mun ekki of sagt, að margur maðurinn frá þeirri tíð, gekk ekki ómenntaður í vissum skilningi. Menn lærðu og lærðu Móðir okkar Anna Þórðardóttir andaðist 13. þ. m. að Hrafn- istu. Kristin Ingvarsdóttir. Steinþór Ingvarsson. Móðir mín Sigríður Magnúsdóttir andaðist að heimili sínu Grett isgötu 36B hinn 11. október sL F. h. vandamanna Guðlaug Sveinsdóttir. Hjartkær eiginkona mín, mó'ðir, tengdamóðir og amma. Kristín Magnea Halldórsdóttir Asvallagötu 3, andaðist að Landakotsspítala fimmtudaginn 12. þessa mán- aðar. Fyrir hönd vandamanna Jóhannes Jóhannsson. Jarðarför bróður míns Árna Ólafssonar cand. phil. sem lézt 8. þ. m. fer fram mánudaginn 16. okt. kl. 10,30 árdegis frá Fossvogskirkju. F. h. ættingja Þórólfur Ólafsson. vel það sem því miður eru sjald- an gefnar fyrir einkunnir. Þeir drukku með móðurmjólkinni manndóminn, heiðarleikann, ætt jarðarástina og það, að bregðast ekki skyldum sínum. Við móðurkné lærðu menn að biðja og fundu að bænin var heyrð, ef hún var fölskvalaus. Nafni minn var það lánsamur að eiga móður, sem gat veitt honum þetta. Enda kunni hann að meta það og vart munu þeir finnast sem betur hafa hugsað um sína foreldra. Ungur fór hann að vinna heim ilisstörfin með föðux sínum, rækta jörðina og tók snemma eftir hvað hún var gjöful, ef að var hlúð. Það veitti heldur ekki af að vinna, því margir voru munn- arnir, sem þurfti að seðja og marga flíkina þurfti á svo stóran systkinahóp. Það var venja á þeim tíma að strax og menn höfðu aldur til fóru þeir að heiman hluta úr árinu til að afla fjár og frama. Ungur lagði nafni leið sína til sjós, á vertíðir til Suðurnesja, Vestmannaeyja og viðar. Hann var aflakló mikil og eft- irsóttur til þeirra starfa, enda traustur, ábyggilegur og ósérhlíf inn í því sem öðru. Vegamestið úr hinni víðfeðmu fögru byggð var notadrjúgt og fyrirbænir móðurinnar skemmdu ekki fyr- ir. Ég man fyrst eftir nafna mín um, þegar hann kom eitt sinn heim til foreldra minna, að af- lokinni vertíð á Suðurlandi. Ég man hans hlýja handtak og fölskvalausa bros. Hann sagði okkur bræðrunum margar sögur af sæfarendum ívöfðum æfintýrablæ, sem við höfðum mjög gaman af og hlust- Þökkum innilega allar sam- úðarkveðjurnar, hlýjan hug og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför, Sigurlínu Aðalsteinsdóttur Læknum og hjúkrunarliði lyf- lækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar færum við beztu þakkir fyrir góða umönnun í langvarandi veikindum henn- ar. Adam Magnússon og börn. uðum hugfangnir á. Hann var barngóður svo að af bar og margt tárið hefur hann þurrkað af vanga lítilmagnans, þótt honum auðnaðist ekki að eignast börn. Foreldrar mínir og hann voru tryggðavinir og hafa þeir alltaf minnst hans sem góðs drengs. Þau bjuggu í nábýli við hann og foreldra hans um margra ára skeið og nutu oft margháttaðrar fyrirgreiðslu og skemmtilegra og góðra stunda. Það mun hafa verið um 1935 að hann og Jóhann bróðir hans ásamt konu Jóhanns, Björgu Sæ mundsdóttur, tóku við búi á Ytri-Múla. Gömlu hjónin, Guðbjörg og Jón, voru þá orðin heilsulítil og slitin af margra ára striti og vildu hætta búskap. Þótt snyrtimennskan á Ytri-Múla væri alltaf sveitinni til sóma, var ekki áhætta að láta búsforráðin í hendur þeirra bræðra ásamt Björgu, þeirri myndar húsmóður. Þeir bræður tóku nú við þar sem gamli máðurinn hætti, við ræktun og byggingar og var ekki af sér dregið því að kappið var í blóð borið. Hjá Ólafi og þeim bræðrum voru oft drengir 1 sveit á sumr- in og minnast þeh hans sem bezta föður, sömuleiðis börn Jó- hanns. Þannig liðu árin og aldrei minnist ég þess að hafa heyrt annað en sambúð þeirra bræðra hafi verið hin ánægjulegasta. Foreldrar Ólafs voru honum allt, og hugsaði hann um þau af stakri prýðL Þau létust laust eftir 1950 með fárra ára millibili. Við nafni áttum margar stund ir saman, við vorum smalar frá hvorum bæ og unnum þau störf oft í félagi. Hann var mikill dýravinur og gerði vel við skepnurnar. Ég sé í huga mér kvöldsól- ina í Hagadalnum, þegar við gengur þar um, stundum þreytt- ir og svangir, en ánægðir yfir fegurð náttúrunnar og sambands ins við saklaus dýrin! Hann hafði yndi af skepnum og það var hans aðall að þær hefðu það sem þær þyrftu og iiði vel. Árið 195*4 fluttist ólafur burt frá Ytri-Múla og þá til Reykja- víkur. Hann vai þá búinn að vera um 58 ár á Ytri-Múla. Heilsan var þá farln að bila og getan til starfa að minna, svo hann taldi þá bezt að hverfa frá starfinu. Heill í starfi sem öðru vildi hann vera, en þegar það var ekki hægt var skipt yfir. En vestur á Barðaströnd standa verk hans. Spor hans standa þar í grænum grundum, spor manndóms og ættjarðarástar, spor sem aldrei munu af mázt og staðfesta hans kjörorð aldrei að bregðast. Horfni vinur, þessi fátæklegu orð mín eru hér rituð í þakk- lætisskyni fyrir þína vináttu og tryggé, sem aldrei brást. Fyrir hönd foreldra minna og systkina vil ég einnig þakka þér allt það sem þú varst þeim. Allir dagar eiga kvöld, eins er um ævi mannsins. En alltaf kemur það manni til að hugsa þegar einhver hverfur af sjónar- sviðinu og söknuður fyllir hug- ann. En bezta huggunin er þá sú, þegar minningin lifir um þann, sem gleymdi ekki starfinu, brást aldrei, var góður drengur. Nánustu ættingjum þinum og vinum votta ég innilega samúð. Ólafur Kr. Þórðarson. Fjóla Gísladóttir Minning „Fótmál dauðans fljótt er stigið“. Enn einu sinni hefur maðux- inn með ljáinn verið á ferðinni og höggvið þar sem manni sízt datt í hug. Fjóla, sem var svo frísk og kraftmi'kil kona og kenndi sér einskis meins, varð að lúta hon- um, aðeins fimmtug að aldri. Það er erfitt að trúa að hún sé að fullu horfin, sem manni fannst eiga svo margt ógert, þó miklu væri lokið. Það er mikið verk að koma mörgum börnum upp. En Fjóla stóð ekki ein, hún átti góðan og sér samhentan mann. Guðný Fjóla Gísladóttir var fædd 4. febrúar 1917 að Gauks- stöðum í Garði, dóttir hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Gisla Einarssonar, er þar bjuggu og bæði eru nú látin. Fjóla var alin upp í stórum systkinahópi og voru þau sjö systkinin, sem upp komust, tvö eru látin og ex Fjóla það þriðja, sem hverfur út hópnum, öll á bezta aldri, Guðrún (systir Stanislaus), fjörutíu og fjögurra ára og Magnús fimmtugur. Árið 1923 fluttist hún með for eldrum sínum til Reykjavíkur og hér liðu bernskuárin. Allir þurftu að vinna hörðum höndum og Fjóla lét ekki sitt eftir liggja. Strax eftir fermingu fór hún að Þrándarstöðum í Kjós þar sem hún dvaldi í þrjú ár. Var síðan alla tíð mikill vinskapur milli hennar og húsbænda þar, með- an öll lifðu. Þar kynntist hún sveitalífinu sem hún unni alla tíð síðan. Fjóla var tvígift. Með fyrri manni sínum, Guðjóni Hjálmars syni, eignaðist hún eina dóttur, Guðbjörgu: Síðari maður henn- Heilsan var farin að bila og getan til starfa að minnka, svo ar var Ingvar Guðfinnsson, bryti, mikill dugnaðarmaður og sérstakt prúðmenni. Áttu þau fallegt heimilL fyrst nokkur ár á Eyrarbakka og síðan í Reykja vík að Hofteigi 20. Þau eignuð- ust fimm börn, þau SteinunnL Gunnar, Guðfinnu, HólmfríðL sem eru öll gift og svo Agnesi sem enn dvelur í foreldrahúsum. Ennfremur dvaldi á heimili þeirra, dótturdóttir þelrra og nafna Fjólu, sem á að fermast í vor og saknar ömmu sinnar mikið. Margs er að minnast að leið- arlokum. Margar gleðistundir áttum við saman. Fjóla var glöð og skemmtileg í sínum hópi, hún var ekki allra, en þeir sem eign- uðust vináttu hennar, áttu þar tryggan vin, sem betur reynd- ist eftir því sem meira á reyndi. Mikill er söknuður barna og tengdabarna og litlu barnabörn- in missa mikið að njóta ekki ömmu sinnar, sem vildi láta öll- um líða svo veL Mikið vildi ég vera þess megnug að segja eitt- hvað fallegt við þig Ingvar minn, sem létti þér söknuðinn, en tím- inn læknar víst öll sár. „Aldrei er svo svart yfir sorgarranni að ekki geti 'birt fyrir eilífa trú“. Anna Árnadóttir. Jónas Sveinsson framkv.stj. — Kveðja Alúðarþakkir til allra er auð- sýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, ömmu, langömmu og systur Jóhönnu Guðlaugsdóttur, Miðtúni 76, Börn, bamabörn, barnabarnabörn og bræður. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa MAGNÚSAR ÞÓKARINSSONAR, kennara, Melgerði 15. Anna Sigurpalsdóttir, synir, tengdadætur, sonarsynir og aðrar vandamenn. SÍÐASTLIÐENN sunnudags- morgun barst sú fregn út í Hafn arfirði, að látizt hefði þá um nóttina, Jónas Sveinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjórL og verður útför hans gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag. Hann átti við vanheilsu að stríða nokkur undanfarin ár og hafði nú legið á Landakotsspítal anum í Reykjavík í mánaðar- tíma, þar sem hann andaðist aðfaranótt sunnudagsins 8. októ- ber. , Jónas Sveinsson var fæddur í Hafnarfirði 30. júní 1903 og átti þar heima alla sína tið. Hann stundaði sjómennsku á sínum unglingsárum.en um tvítugsald- ur hóf hann störf hjá Dverg h.f. og starfaði þar óslitið í nær 40 ár, fjrrst sem afgreiðslu- og skrifstofumaður, en síðar fram- kvæmdastjórL Auk starfa sinna hjá Dverg h.f. tók hann þátt í ýmsum félagsmálum, m.a. vann hann mikið starf fjrrir Fríkirkju söfnuðinn í Hafnarfirði og var í stjórn hans í mörg ár, þar af formaður í 2 ár, en baðst undan endurkosningu vegna veikinda sinna. Jónas var meðlimur í Frí múrarareglunnnL fyrst í Reykja vík, en var síðar meðai stofn- enda deildarinnar í Hafnarfirði. Jónas Sveinsson var afburða starfsmaður að hverju sem hann gekk. Hann var áhugasamur avo að af bar, skyldurækinn og ósér- hlífinn og lagði sig allan fram við hvert það verkefnL sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrir hönd félaga hans í stjórn Dvergs h.f. vil ég færa honum látnum þakkir fyrir hans ágætu störf í þágu félags okkar. Sam- starfsmenn Jónasar hér hjá fyrir tækinu þakka honum að leiðar- lokum ötula forystu og ágætt samstarf og biðja honum ailrar blessunar á nýjum stigum. Hans ágætu konu, Guðrúnu, börnum þeirra og öðrum aðstand endum, sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Trausti Ó. Lárusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.