Morgunblaðið - 28.10.1967, Side 14

Morgunblaðið - 28.10.1967, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. IMT Útgefandi: Hf. Áryakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónssen. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. VIÐRÆÐ URNAR CJtrax þegar umræður hófust ^ á Alþingi um tillögur ríkis stjórnarinnar í efnahagsmál- um, lýsti forsætisráðherra því yfir, að ríkisstjórnin væri fús til viðræðna við hvern sem væri um þessar tillögur og mundi hlýða á öll sjónarmið. Ríkisstjórnin bauð þannig upp á þær viðræður, sem nú eiga sér stað milli hennar og forustumanna launþegasam- takanna, og setti það eitt skil- yrði fyrir viðræðunum, að menn gerðu sér grein fyrir grundvallarvandanum, þ. e. a. s. að ekki yrði undan því skotist að afla fjár til ríkis- sjóðs, svo að unnt yrði að halda áfram þeirri aðstoð við atvinnuvegina, sem ríkis- valdið hefur veitt, og mæta þeim mikla vanda, sem þjóð- in stendur nú frammi fyrir áf raunsæi. Viðræðurnar snúast þess vegna um það, hvort aðrar leiðir séu léttbærari til tekju öflunar en þær, sem ríkis- stjórnin hefur bent á. Hefur í því sambandi einkum verið um það rætt að gera breyt- ingar á fjölskyldubótunum, t. d. þannig að hætta fjöl- skyldubótum með fyrsta barni, auka eitthvað bætur til barnmargra fjölskyldna eða nota það fé, sem sparað- ist með afnámi fjölskyldu- bóta með fyrsta bami, til þess að auka niðurgreiðslur að nýju og lækka t. d. verð mjólkurafurða. Allar slíkar tillögur munu verða vand- lega ræddar og athugaðar, og vel má vera, að niðurstaðan verði sú, að einhverjar slíkar breytingar á tilhögun ríkis- stjórnarinnar verði talið eðli- legt að gera. Hitt er fjarstæða, sem kommúnistamálgagnið held- ur fram, að einhver mögu- leiki sé til að hindra kjara- skerðingu, sem þegar er orð- in. Kjör þjóðarinnar í heild hafa verið skert af utanað- komandi og óviðráðanlegum ástæðum, og enginn mannleg- ur máttur fær því breytt að þjóðin öll axli þær byrðar. Raunar fer varla á milli mála, að sú klíka, sem „Þjóðvilj- anum“ ræður, er ákveðin í að reyna að hindra að árang- ur verði af samningaviðræð- um ríkisstjórnarinnar og laun þegasamtakanna. En vonandi eru áhrif hennar ekki meiri en þau vom er júní-sam- komulagið, sem þessir sömu öfl reyndu að hindra, var gert. Vonandi fá þeir menn í launþegasamtökunum ráðið stefnunni, sem vilja hag laun þega sem beztan og meta þarfir þjóðarheildarinnar, en ekki hinir, sem hafa það æðsta takmark að spilla sem mest fyrir, vegna þess að þannig geti þeir styrkt stöðu kommúnismans á íslandi. NIÐUR- GREIÐSLURNAR TVTiðurgreiðslur á landbúnað- 1 ^ arafurðum hafa nú tíðkast hér á landi um langt skeið, en þó verið misjafnlega mikl- ar. Venjulega hefur verið gripið til niðurgreiðslna í þeim tilgangi að halda vísi- tölunni í skefjum og koma þannig í veg fyrir aukna verð bólguþróun. Jafnan hefur því verið haldið fram af laun- þegasamtökunum, þegar nið- urgreiðslur hafa verið aukn- ar, að á þann veg væri ver- ið að falsa vísitöluna og hindra kauphækkanir, sem launþegasamtökin ættu rétt á. Víst er það rétt, að allar ríkisstjórnir hafa leitazt við að greiða niður þær vörur, sem mest áhrif höfðu á vísi- töluna. Þær hafa reynt að nota sem minnst fjármagn til að lækka vísitöluna sem mest. Þess vegna er heldur ekki óeðlilegt að launþegasamtök- in hafi haft ímugust á mikl- um niðurgreiðslum. Þess vegna hefði líka mátt ætla, að allalmennur stuðn- ingur hefði getið fengizt við það að lækka nokkuð niður- greiðslur nú, þegar óhjá- kvæmilegt er að gera ráð- stafanir til að bægja frá þeim vanda, sem íslenzka þjóðin stendur frammi fyrir, enda má segja að t. d. verð á smjöri hafi verið orðið óvenjulega lágt, og niðurgreiðslumar óeðlilega háar. Á sama hátt hefur verið deilt mjög á niðurgreiðslur á kartöflum, og lítill vafi á því, að svo stórfelldar niður- greiðslur, sem voru á þeirri vörutegund, buðu heim mis- ferli, auk þess sem þær drógu úr viðleitni manna til að rækta sjálfir sína garðávexti í frístundum. Meginatriði málsins er það, að niðurgreiðslur eru tvíeggjaðar, einkum ef þær eru orðnar jafnháar og raun var á orðin hér á landi. Þess vegna em líka margir, sem telja að stefna eigi í þá átt að draga úr niðurgreiðslum fremur en hið gagnstæða. Hitt er svo annað mál, að menn kann að greina á um það, hvort það stökk, sem nú hefur verið tekið, hafi verið of stórt og eðlilegra sé að afla tekna eða spara útgjöld að einhverju leyti með öðrum hætti en ríkisstjórnin hefur lagt til, og einmitt það er ver- ið að ræða þessa daga og skýr ist áður en langt um líður. neyðarskeyti kom íyrst á vettvang bandarisk flugvél. Vörpuðu flug-mennimir björg unarbátum og beltum niður til skipverja og jafnframt var þessi mynd tekin. Vind- hraðinn var þarna 50 mílur á klukkustund og ölduhæð u.þ. b. sjö metrar. Skipið sökk á örskammri stundu, áður en björgunarskip næðu á vett- vang. „Panoceanic Faith“ var 23 ára, í eigu skipafé- lags í Panama en sigldi und- ir Líberíufána. Skipverjar voru grískir. FRA því var skýrt í Morgun- blaðinu fyrir skömmu, að flutningaskip að nafni „Pano ceanic Faith hefði farizt í ó- veðri skammt undan strönd Alaska. Með skipinu fórust 35 menn af 40 manna áhöfn Þegar skipið sendi frá sér Stjórnin í Hanoi þakkar stuðn- ing í Bandaríkjunum — Þakkar einnig Rússum og Kínverjum og gerir ekki upp á milli þeirra FORSÆTISRÁÐHERRA Norður- Vietnam, Pham Van Dong, hefur sagd;, að hann sé sannfærður um, að barátta bandarísku þjóðarinn ar fyrir því að neyða stjómina til að hætta við styrjöldina í Vetnam mun heppnazt, að sögn norður-vetnömsku fréttastofunn ar. Forsætisráðherrann mun hafa sagt þetta við bandaríska friðar- nefnd undir forsæti manns, að nafni Tom Hayden, er hefur ver ið í heimsókn í Hanoi. — Vietnamska þjóðin þakkar vinum sínum i Bandaríkjunum, sem styðja baráttu hennar, og við óskum þess að hin vaxandi hreyfing í Bandaríkjunum gegn styrjöldinni í Vietnam eigi eftir að eflast, sagði hann. Að sögn fréttastofunnar sagði Pham Van Dong, að norðurviet- namska þjóðin mundi halda styrjöldinni áfram og hún tryði því statt og stöðugt að hún mundi sigra að lokum. Hlutlaus afstaða Vararmálaráðiherra Norður- Vietnam, Vo Ng.uyen Giap, hers höfðingi, sagði í grein í mál- gagni sovézka heraflans, Rauðu stjörnunni, í dag, að Norður- Vietnammenn stæðu í eilífri þakkarskuld við Rússa og Kín- verja fyrir aðstoð þá er þeir hefðu veitt þeim í styrjöldinni. Hann gerði ekki uipp á milli þeirra og þalkkaði báðum jafn- mikið fyrir hjálpina, sem hann sagði að veitt væri af heilum hug. Greinin virðist staðfesta hlut- lausa afstöðu Norður-Vietnam- manna í deilu Rússa og Kín- verja, en þessi deila Ihef.ur tor- veldað vopnasendingar Rússa til Norður-Vietnam. Giap, 'hershöfðingi, segiri að loftárásir Bandaríkjamanna muni aildrei neyða Norður-Viet- nammienn til að hætta aðstoðinni við Þjóðfrelsisfylkinguna í Suð- ur-Vietnam og árásirnar muni heldur ekki veikja baráttuvilja Norður-Vietnammanna. Hann hél't því fram, að 2.300 bandarískar flugvélar hefðu ver ið skotnar niður yfir Norður- Vietnam og að 114.000 óvina'her- menn — bandarískir, suðux-viet namskir o,g hermenn banda- manna — hefðu verið felldir á árunum 1065—66 og 175.000 1066—67, þar af 75.000 Banda- ríkjamenn. Álitsgerð Farmanna- og fiskimannasambandsins MBL. hefur borizt svohljóðandi álitsgerð Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands: Varðandi ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar um efnahagsmál vill stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands benda á þá staðreynd, að ekkí er hægt, og verður ekki hægt, að skipta fleiri fiskum en á bátinn koma. Hagskýrslur undanfarinna ára sýna, að útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur verið frá 90— 94%. Eftir 12 ára síldarleysi og mjög lág kjör sjómanna, kom til ný veiðitækni ásamt verðhækkun á útfluttar sjávarafurðir, sem lyfti sjómönnum við fiskveiðar í mannsæmandi launakjör, jafn- framt því, sem í ríkum mæli sköpuðust auknar tekjur vinnslu stöðva og milliliða. í háspennu þessarar velgengni, sem þó mætti telja tímabundna, knúðu einstakir starfshópar og stéttir fram launahækkanir í viðmiðun við laun síldarsjómanna. Þessa viðmiðun höfum við frá fyrtsu tíð talið óraunhæfa, þar sem laun fiskimanna byggjast að mestiu leyti á prósentu úr afla, Iþess afla, sem veitir mannsæm- andj líf hér á landi. Það er því í fyllsta máta ó- eðlilegt, ag getur ekki staðizt að tala um niðurgreiðslu eða meðlög á þann fisk, sem á að skipta. Hinar fyrirhuguðu álögur rík- isstjórnarinnar koma til með að hækka framfærslukostnað sjó- manna, og það bæði á sjó og landi, fyrir þá, sem hafa fjöl- skyldu fram að færa. Nú er það vitað, að með ört lækkandi út- flutningsverðmæti á sjávarafurð um hafa tekjur fiskimanna lækk að allt að 30%. Verði skattar í ýmsu formi hækkaðir, verður ekki komizt hjá því að auka til muna skattfrádrátt sjómanna, eða mæta lækkun á tekjum Iþeirra með öðrum hætti. Farmenn hafa sýnt mikinn þegnskap í sambandi við sín kjaraimál, þar sem mikið vant- ar á, að þeir hafi á undanförnum árum fengið samsvarandi launa- hækkanir og aðrar stéttir þjóð- félagsins. Til að fiá lagfæTingu á launa- málum sínum, hófu þeir vinnu- stöðvun á síðasta vori, en því var mætt með lögum um gerð- ardóm, er á að hafa lokið störf- um fyrir 1. nóvember 1967. Á sameiginlegum fuadi yfir- manna á farskipaflotaæum, er Ihaldinn var strax eftir úppkvaðn ingu bráðabirgðalaganna, var Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.