Morgunblaðið - 28.10.1967, Side 18

Morgunblaðið - 28.10.1967, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967 Halldóra Guðrún ívars- dóttir — Minning Fædd 12. mairz 1887. Dáin 19. október 1967. Ég færi þér Halldóra í hinzta sinn, hjartfólgna kveðju mína. Nú horfir til baka hugur mánn, ég hef aldrei launað þína umhyggju við mig ungan dreng, sem ástvina-laus kom til þín. Þú veittir mér gleði og stilltir minn streng, sem stundum var trega klökkur. Þá varstu blíð eins og móðir mín, þú máðir burt hugans rökkur. Þú reyndir sjálf trega og misstir margt, sem móðir og kona í vanda, en hjartað var sterkt og brosið var bjart og bænin í kristnum anda. Ég geymi hið liðna og þakka þér og þar liggur óskráð saga, en góðlyndi þitt hefur mótast hjá mér, ég minnist þín alla daga. Lárus SalómonsBon. í DAG er til moldar borin að Þingeyrum í Húnaþingi, Hall- dóra Guðrún ívarsdóttir, fyrr- um húsfreyja í Þingeyraseli. Kveðjuathöfn um hana fór fram í Fossvogskirkju s.l. fimmfudag. Hún lézt á sjúkradeild Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, fimmtudaginn 19. þ.m., eftir um það btl fjögurra mánaða veru þar. Hún hafði verið rúmliggj- andd síðustu vikurnar. Halldóra var fædd á Skeggja- stöðum í Vindhælishreppi í Austur Húnavatnssýslu 12. marz 1887 og var því rúmdega 80 ára að aldri, er hún lézt. Foreldrar hennar voru fvar Jóhannesson og Ingibjörg Krist- naundsdóttir, þá til heknilis á Skeggjastöðum. Að Halldóru sfcóðu traustar bændaættir úr Húnavatnssýslum. fvar, faðir hennar, var sonur Jóhannesar, Guðleif Jónsdóttir frá Hvoli í Fljótshverfi, andaðist í Landakotsspítala að morgni þess 27. okt. Fyrir hönd aðstandenda. Jóel Sigurðsson. bónda á Kötlustöðum í Vatns- dal, Jónssonar, bónda á Hofi, Jónssonar. Móðir ívars var Rósa Jóhannesdóttir, ættuð úr Eyja- firði. Ingibjörg, móðir Halldóru, var dóttir Kristmundar Bjarna- sonar á Almenningi á Vatns- nesi, Þorvaldssonar. Móðir Ingi- bjargar var Una Þorleifsdóttir á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi, Þor''.elssonar, sama staðar, Þor- leifssonar. ívar og Ingibjörg áttu saman tvær dætur, Halldóru, sem hér er minnst og Rósu, sem gift er Guðjóni Hallgrímssyni á Marðarnúpi í Vatnsdal. Ingibjörg átti síðar Jón Bald- vinsson, ættaðan í föðurætt í Húnaþingi, en í móðurætt úr Þingeyjarsýslu. Bjuggu þau lengi á Kötlustöðum í Vatnsdal. Dóttir þeirra er Jenný, sem gift er Bjarna G. Jónssyni á Eyjólfs stöðum í Vatnsdal. Ingibjörg og Jón tóku oft börn til fósturs yfir lengri eða skemmri tíma. M.a. ólu þau upp Aðalheiði Björnsdóttur, sem . gift er Krisfni Lýðssyni í Reykjavík. Eftir lát föður síns, eða fjögurra ára gömul, var Hall- dóra tekin í fóstur af föðursy&t- ur sinni, Jóhönnu, sem þá og lengi síðar var í Hnausum í Þingi. Bjó þá í Hnausum Magn- ús Bj. Steindórsson, einn af stórbændum sýslunnar, búmað- ur góður og auðugur. Búið var stórt, og oft munu hafa verið um 30 manns í heimili. Á þessum árum var haft i seli í Hnausum. í fjölda mörg ár, var Jóhanna selráðskona í Hnausaseli á Sauðadal bak Vatnsdalsfjalli. Var Halldóra þar í selinu hjá fóstru sinni á sumrin. Var þetta langt frá mannabyggðum. Farið var þang að snemma á vorin, fyrir sauð- burð, og efcki komið heim, fyrr en rétt fyrir jól. Um 200 ær voru þar í kvíum, en skyr, ost- ur og smjör var flutt heim í skrínum á hestum tvisvar í viku. Var flutt á 5—6 hestum. Ofurlítið var heyjað kringum selið. Yfir sumarið voru í sel- inu selráðskona, selráðsmaður, stúlka fram eftir sumri, smali og Halldóra litla. Langur var vinnudagur í selinu. Þurfti að fara á fætur klukkan fimm á morgnana, því að margt þurfti að gera í sveitinni á þeim ár- um. f Sunnudagsblaði Alþýðu- blaðsins birtust fyrir nokkrum árum endurmdnninigar mannsi, sem dvaldist í Hnausum á þess- um árum, barn að aldri. Jó- hönniu mi.nnist hann þannig: „Ég man enn, hve augun í Jó- hönnu voru falleg, og hve hlý- lega hún brosti til allra. Ég held að öllum hafi þótt vænt um Jóhönnu. Hún var frekar Árni Pétursson verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 30. þ. m. kl. 13,30. Fyrir hönd vanda manna. Anna SigurSardóttir. Hjartanlega þökkum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför Önnu Magnúsdóttur Vopnafirði, sem andaðist 17. okt. s.l. Bjöm Jóhannsson, synir, tengdadætur og barnabörn. lítil vex.ti og grönn, en fótur- inn var þverkrepptur um hnéð, líklega eftir berkla“. Og að lokum segir hann: „Það er <frf- itt að vera engill að jarðlífinu loknu, ef Jóhanna hefur ekki orðið það þegar“. Þetta eru fögur eftirmæli. Þessi góða og vandaða kona mótaði hina ungu barnssál og ól hana upp í guðs ótta og góðum siðum, enda dáði Halldóra og elskaði fóstru sína og minntist hennar ætíð, sem einhverrar hinnar mætustu manneskju, sem hún hafði nokkru sinni verið með. Síðar lét hún elztu dóttur sína bera nafn hennar, og ein af síðustu óskum Halldóru var sú, að mynd af fóstru hennar, sém hún hafði alltaf látið standa á náttborði sínu, skyldi lögð í hinzfcu hvílu sína. Halldóra var heimilisföst í Hnausum, og vann hún því heimili allt til þess tíma, að hún giftist, 20 ára að aldri, og stofnaði sitt eigið heimili. Hinn 15. júni 1907 giftist hún Níelsi Hafstein Sveinssyni, sem þá bjó á Þingeyrum með móð- ur sinni og yngri bróður, Ólafi Pétri. Níels var sonur Sveins Guðmundssonar formanns á Læk á Skagaströnd og konu hans, Maríu Ólafsdóttur. Sveinn var sonur Guðmundar Jónsson- ar, bónda á Vatnsskarði í Holta- staðasókn og konu hans, Sigríð- ar Þorsteinsdóttur frá Hnjúki í Vatnsdal. María, móðir Níelsar, var dóttir Ólafs Pálssonar, bónda á Leifsstöðum í Svartár- dal og konu hans Ingibjargar Gísladóttur. María hafði ung orðið ekkja. Hún var myndar og dugnaðarkona. Bjó hún um nokkur ár á Hólabaki og síðan á Þingeyrum með einkasonum sínum, Níelsi Hafstein og Ólafj Pétri, eins og fyrr greinir. NíeJs og Halldóra hótfu bú- skap sinn í Þingeyraseli undir Víðidalsfjalli, langt úr alfara leið. Lýsir það þreki og kjarki hinna ungu hjóna, en þau litu full bjartsýni á lífsbraut þá, sem framundan lá. Um tveggja ára skeið bjuggu þau á Þing- eyrum í tvíbýli við mæðginin Ólaf Pétur og Maríu. Árið 1914 festi Níels kaup á jörðinni Ytri- Kóngsbakka í Helgafellssveit. Fluittu þau vestur þangað og bjuggu þar til ársins 1918. Síð- an bjuggu þau í Stykkishólmi um fjögurra ára skeið. Þá flutt ust þau norður aftur og bjuggu síðustu árin í Þingeyraseli, þar sem þau höfðu byrjað búskap sinn. Níels var góður bóndi, annálað þrek- og hraustmenni og afrendur af afli. Sarwbúð þeirra var hin bezta, enda bæði samhent um framgang og far- sæld heimilis. Eignuðust þau hjón 10 börn. Tveir eiztu synir þeirra, Marínó Sveinn og Ivar, dóu í æsku. Elztu dótturina, Jóhönnu, misstu þau aðeins 25 ára að aldri. Á lffi eru: ívar, bóndi á Flögu í Vatnsdal, kvæntur Guð- rúnu Sigfúsdóttur frá Forsælu- dal í Vatnsdal. María, gifit Sig- urði Gunnarssyni, bifreiðastjóra í Reykjavík. Ingibjörg, gift Gisla Gíslasyni, verzlunarmanni í Reykjavík. Rósa, ógift í Rvík. | Ingunn, gift Hlyn Júlíussyni, ! verkstjóra í Reykjavík. Helga, 1 gift Sigurði Kristinssyni, skrif- | stotfustjóra, búsett í Garða- i hreppi og Elsa, gift Henmanni Ól. Guðnasyni, verkstjóra í Reykjavík. Barna- og barna- 1 börnin eru 29 talsins. Þrjár dætur þeirra hjóna ól- ust að miklu leyti upp annars- i staðar. Jóhanna ólst upp hjá i mer.kisihjónunum Huldu Á. Stefánsdóttur og Jóni S. Pálma- syni á Þingeyrum. Ingibjörg hjá , ömmu sinni og nöfnu og manni ; hennar Jóni Baldvinssyni og j Helga hjá sæmdarhjónunum Steinunni Jósefsdóttur og Jóni Hallgrímssyni á Hnjúki, en hann lézt á s.l. vori. Halldóra var ætíð þakklát hinu góða uppeldi, j er þessar dætur hennar urðu , aðnjótandi. Mann sinn missti Halldóra árið 1930. Hinn 22. október ] hafði Níels farið til kinda. Senni lega hetfur honum litizt ískyggi- lega á útli-tið, enda ekki að ástæðulausu, því veður var að gariga upp og nokkru seinna gerði bliridbil. Bendir þetta til þess, að Níels hafi verið maður veðurglöggur og séð fyrir veðra brigðin, enda var tekið að dimma í lotfti og nokkurn veg- inn auðsætt að hverju stefndi, þegar Níels lagði af stað í leit- ina. Að kunnugra manna sögn var þykkskýjað og blindað, þegar Níels lagði af stað heim- anað frá sér og mun þá ekki hafa séð til lotfts, auk þess lítt mögulegt að átta sig á kenni- leitum. Var allt á kafi í snjó. Þegar Níeis kom ekki heim á tilsettum tíma, var gerð alls- herjarleit að honum. Fannst hann ekki fyrr en 25. október, og hafði hann þá hrapað til dauða í Dalsdal í Víðidalstfjalli. Var hann grafinn á Þingeyrum. Nokkrum dögum seinna fluttist Halldóra alfarin úr Þingeyra- seli með börn sín, og þar með er sögu Þingeyrarsels, sem byggðs býlis, lokið. Næstu árin dvaldist Halldóra á nokkrum stöðum í Húnaþingi, en árið 1936 gerðist hún ráðs- kona hjá Ólafi Jónssyni, ætt- ingja manns hennar sálaða (þeir voru systr.asynir), er þá hótf búskap á Leysingjastöðum í Þingi, og var hún ráðskona hjá honum, bæði er hann bjó í Húna/vatns- og Skagafj.arðar- sýslum, síðast að Kárastöðum í Hegranesi. Árið 1947 fluttist Halldóra til Reykjavíkur og hefur síðan verið hér hjá dætrum sínum. Lengist af hetfur hún áfct heimili hjá yngstu dóttur sinni, Elsu, Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarð- arför Jóns Helgasonar, Bergi, Eyrarbakka. Jóhanna Helgadóttir, Guðriður Vigfúsdóttir. Þökkum innilega samúðar- kveðjur og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar móður minnar og tengdamóður, Guðrúnar Bjarnadóttur. Einnig þökkum við öllum sem léttu henni sjúkdómsleg- una á einn eða annan hátt. Guðbjörg Gísladóttir, Skúli Magnússon, Miðtúni 2, Selfossi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Vilborgar Brynhildar Magnúsdóttur. Rósa Jafetsdóttir, Jón Kristjánsson, Jóhanna Ólafsdóttir Croak, Tómas Croak, Eisa Ólafsdóttir Nielsen, Róbert Nieisen, Theódór Rósantsson, Helga Pétursdóttir, Pétur Þór Ólafsson, og barnabörn. og manni hennar, Hermanni ÓL Guðnasyni. Halldóra var lengst af æfinni heilsuhraust. Á s.l. vori hrak- aði hieilsu hennar mjög. Dvald- ist hún þá í Landakotsspítala um nokkurn tíma, en lézt í sjúkradeild Elli- og hjúikrunar- heimilisins Grundar. Etf öll liíssaga Halldóru heit- innar væri skráð, mundi hún vera þjóðlííslýsing þesisara ára, saga um baráttu og strit liðinna kynslóða í blíðu og í stríðu, sigra þeirra og ósigra. Halldóra vandist snemma öll- um algengum sveitastörfum, bæðí meðan hún bjó sjálf og eins sem ráðskona hjá öðrum, af myndarskap og rausn, þótt efnin væru ekki alltaf mikil. Um nám og skólagöngu var ekki að ræða fyrir unga al- þýðustúlku á þessum tíima, ut- an hims nauðsynlegasta barna- lærdómis. Skóli lífsins varð að duga, og otft var hann bezti skólinn, þegar til lengdar lét. Lífsskóli Halldóru var harður skóli og strangur, oft miiskunn- arlaus eða þá miskunnarlítilE. En þrátt fyrir það, sá hún marga sólskinsblettina á lífs- j braut sinni. Stærstir voru þar j börnin hennar og síðar barna- I börnin. Vakti hún ætíð yfir vel- ! ferð þeirra og miðlaði þeim, sem hún mátti. Á búskaparárum þeirra hjóna j tóku þau oft á heimili sitt bæði börn og gam'lmenni til lengri eða sfcemmri dvalar. Var ætíð gert vel til þessa fólks og ver- ið gott við það, enda var Hall- dóra sérstaklega nærgætin og brjóstgóð. Er þau bjuggu á Ytri-Kóngsbakka, dvaldi Lárus Salómonsson, nú lögregluþjónn, hjá þeim hjónum. Kom hann til þeirra 8 ára gamall og var hjá þeim í tvö ár. Minnist hann vferu sdnnar þar alltaf með blýju og þakklæti. Sýndi hann Halldóru æ síðan hina mestu ræktar- semi, bæði í orðum og gjörðum'. Halldóra var fríð kona, yfir- bragðið bjart og svipurinn hreinn .Hún var lág vexti, grönn og fímgerð, en þreknaðist nokk- uð með aldrinum. Á seinni ár- um bagaði hana nokkuð gigt. Dýravimur var Haildóra. Allt- af mun hún hafa átt góðan reiðhest, á meðan hún bjó. Hest ar etóðu alla tíð hjarta hennar nærrL Aldrei lét hún aflskipta- laust, etf hún sá illa farið með skepnur. Skapstór var Halldóra, og auðmýkt átti hún litla gagn- vart mönnurn, nema Lítilmagn- anum. Hún var glaðlynd. f vina hópi var hún hrókur alls fagn- aðar. Minnist ég margra ánægju stunda á heimili okkar hjóna, er við áfctum saman með henni. Halldóra var greind kona og minmug. Bókhneigð var hún, en ekki mun hún hafa látið eftir lestrarlöngun sinni, fyrr en á efri árum, því tímanum frá bú- störfunum mátti ekki eyða í slíkan munað. Ég átti marga á- nægjustund með henni, er hún rifjaði upp endurminningar frá fyrri döguim, og sótti ég marg- an fróðleik til hennar. Það sem einkenndi Halldóru mest var hið mikla þrek henn- ar og æðruleysi. Mun það bezt hafa komið í ljós við lát ást- vinanna, bæði eiginimanns o>g barna. Minnti hún þá helzt á stynkan stotfn í skógi í stórviðrL Hún skali og bognaði en brast ekki ag reisti sig aítur £ull trúar á forsjón guðs. Frá mér og mínu fólki fylgja þér yfir móðuna miklu innileg- ar þakkir fyrir allt ag allt. S. K. Hjartanlegustu þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu, með skeytum, gjöfum og vin- arkveðjum. — Guð bjessi ykkur ölL Helga Sigtryggsdóttir, Ási, Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.