Morgunblaðið - 29.11.1967, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1967
3
EINS og áður hefur verið get-
ið um í Morgunblaðinu, hefur
undanfarið verið unnið að
opnun nýrrar þjálfunarstöðv-
ar á vegum Judo-deildar Ár-
manns. Hefur deildin lengi
verið í húsnæðishraki. Fyrir
þremur mánuðum hættu fé-
lagsmenn æfingum til að geta
einbeitt sér að því að inn-
rétta húsnæði það, er þeir
tóku fokhelt á leigu, þá til
a.m.k. þriggja ára. Húsnæðið
er nú fullgert, teppalagt og
Reimar, Jónas, Jóhanna, Ragnar.
KONUM GEFINN KOSTUR
Á JUDÖ-ÆFINGUM
fullbúið húsgögnum og hefst
þjálfun 6. des nk.
Þjálfun þessi er ætluð jafnt
fyrir unga sem eldri, jafnt
kvenfólk sem karlmenn, og á-
litin aðgengiieg fyrir íþrótta-
fólk, sem ekki er lengur í
keppni, og aðra, sem áhuga
hafa á því að halda líkama
sínum í þjálfun. Ráðgert er
að hafa tíma fyrir húsmæður
seinni hluta dags. Sú nýjung
mun verða tekin upp, að gefa
fólki í viðskiptaheiminum,
eða fólki, sem ekki hefur
annan tíma á daginn eða á
kvöldin, tækifæri til að koma
í hádeginu, fá þjálfun, gufu-
bað, hvíld og léttan, grenn-
andi hádegisverð fyrir þá sem
vilja grenna sig. Þrekþjálfun
verður á laugardögum eftir
hádegi og á sunnudagsmorgn-
Undirbúningsnámskeið verða
fram að nýári, og verður
hver fiokkur þjálfaður tvisvar
í viku, klukkutíma í senn, og
eru æfingar hafnar af fullum
krafti. Unnið hefur verið af
mikilli bjartsýni og dugnaði
við að koma stöðinni upp og
er hún algjör nýjung hér á
landi. Húsrými þjálfunar-
stöðvarinnar er mjög rúmgott,
330 fermetrar að stærð og þar
eru tveir þjálfunarsalir, þann
ig að hjón geti til dæmis mætt
á sama tíma til æfinga. Þar
eru einnig tvær gufubaðstof-
ur, tveir steypibaðklefar,
tvær nuddstofur og hvíldar-
stofa, eldhús og stórglæsileg
setustofa búin húsgögnum,
sem Gunnar Magnússon, arki-
tekt, hefur teiknað ásamt öðr-
um innréttingum.
Innan skamms, eða 9. des.,
mun Evrópufulltrúi frá Kodo-
kan (aðalbækistöðvum Judo-
þjálfunarinnar) í Tókió í Jap-
an, heimsfrægur þjálfari í
þessari íþróttagrein, og svo-
nefndur „sjöundi DAN“ eða
leiðtogi af sjöundu gráðu,
sem táknar framúrskarandi
árangur í íþróttinni, koma til
iandsins til að hjáipa félags-
mönnum ti) að skipuleggja
starfsemi deildarinnar og leið
beina í þjálfun.
Nafn hans er stórviðburður
á sviði íþróttar þessarar hér-
lendis, en hún er íþrótt, sem
samhæfir endlega og líkam-
lega hæfni og eykur við-
bragðsflýti.
Yngsti drengurinn, sem
gráðu hefur, er J.ónas Jónas-
son, 11 ára, sonur frú Jóhönnu
Tryggvadóttur og Jónasar
Bjarnasonar yfirlæknis. —
Helztu hvatamenn eru Reim-
ar Stefánsson, Ragnar Jóns-
son, frú Jóhanna Tryggva-
dóttir, Þorkell Magnússon og
Sigurður Kárason.
Innritun stendur nú yfir og
fer fram milli kl. 19 og 21. —
Allar upplýsingar fást á staðn
um, en það er að Ármúla 14,
3. hæð.
Jónas leggur Ragnar.
Glímumenn í hvíldarstöðu.
Leiðrétting
í FRÉTT í blaðinu í gær mis-
ritaðist, að Björn Bjarnason
væri formaður Stúdentafélags
íslands. Hann er formaður stú-
dentaráðs Háskóla íslands.
Prestkosningin
MISSÖGN varð í biaðinu í gær
varðandi prestskosningu í Hail-
grímsprestakalli. Sr. Óskar Þor-
láksson, dómkirkjuprestur, á
sæti í yfirkjörstjórn, en ekki
dómprófastur eins og þar segir.
Vegna missagnar í Vísi 27.
þ.m. óskast tekið fram, að kæru-
frestur yfir kosningu er 3 dagar
samkv. lögum um veitingu
prestakaíla en ekki hefð, eins og
komizt var að orði i fréttinni.
Þess vegna er ekki hægt að teija
atkvæði fyrr en á fimmtudag.
OSíubíEI ók ekki
á þotuna
í FRÉTT í blaðinu í gær var
sagt, að bifreið, sem var að af-
greiða þotu með eldsneyti á
Kefla vikurflugvelli, hafi ekið
utan í hana og rispað. Hér er
um misskilning að ræða, ekk-
ert liggur fyrir um það, hvaða
farartæki rispaði þotuna, og
þeir, sem unnu við eldsneytis-
afgreiðsluna fullyrða, að þeirra
milli hafa hvergi komið þar
nærri. Einnig sagði fréttaritari
blaðsins á Keflavíkurflugvelli í
gær, að vel geti hugsazt að rispa
þessi væri eldri, þótt fyrst hafi
verið tekið eftir henni hér.
ma
STAKSTEII\IAR
Gleði
DIQOVIUINNi
tmétlm íét «ro oi trflftir mri' Imft-
káám 1 kiim umtwkmm.
Allsheriorverkfalí 1. des. ]
t'il oí inýio trom t*c rrmeiitéröfu at /oumtl/or Mditl 6tl*c
- hoti okki nóiit aomtomu/og im Momo/i/ro/ur aornfoAonno '. *
«i
stefna «ð allshcr|ar vlnnustóðvun 1. dMsmbsr:
Stjórnin valdi verkfölt?
HotnaAI tllboAi vorhlýAohroyflnsarinnor um 4.4 f, K|ora>horAlnsu!
Þegar ráffstefna ASf mælti
meff því viff mefflimafélög sán
að efnt yrffi til verkfalla hinn
1. des. n.k. ríkti mikil gleffi í
herbúffum stjórnarandstæðinga
og málgögn þeirra endurspegl-
uffu þessa kæti í fréttaflutningi
sínum um þessa ákvörffun ráff-
stefnu ASÍ. Fréttin um það, að
ASÍ „mælti meff“ verkföllum var
birt 5 dálka efsrt á forsíffu Tím-
ans og 6 dálka efst á forsiðu
Þjóffviljans. Bæði þessi blöð
veittust mjög að MbL vegna
þess, að það taldi ekki ástæðu
til að birta fregn þess á for-
síffu.
Sorg
VlSITÖLUUPPBÓT A LAUN:
VERKFOLLUM
Pjófur í paradísj AFLYSTÍ
,.... .. ____ ■
I Rlkisstjórnin atlar ai afnema öR
iaflaákvanii um veritrygthfn kanps
Þessar myndir eru svo af for-
síffu Þjóffviljans ©g baksiðu
Tímans daginn eftir aff miðstjórn
ASÍ ákvað aff mæla meff því við
meðlimafélög sín að aflýsa boð-
uðum verkföllum, Að þessu sinni
sér Timinn ekki ástæðu til að
birta fregnina á forsíðu sinni
heidur er henni valinn staður á
baksíðu og mun minna úr henni
gert en hinni fyrri. Þjóðviljinn
birti ályktun miðstjórnar ASf í
3ja dálka klausu neðst á forsíðu.
Þannig ríkti augljós sorg á rit-
stjórnarskrifstofum Timans og
Þjóðviljans, þegar verkföllum
var aflýst, á sama tíma og aðrir
landsmenn og ekki sizt þeir, sem
tekið hefðu þátt í verkföllunum,
fögnuðu því að vinnufriður var
enn einu sinni tryggður, um sinn
a.m.k.
V erðlagsuppbót
Það vakti jafnframt athygli að
Þjóðviljinn sá ekki ástæffu til
þess að geta þess t. d. í fyrir-
sögn að ríkisstjórnin befði talið
sér fært að verða við þeirri meg-
inkröfu verkalýðssamtakanna að
greidd yrði verðlagsuppþót 1. des
og Títninn skýrði frá þeirri frétt
með litlum myndarbrag. Ef til
vill er hér af hálfu Þjóðviljans
vísvitandi stefnt að því að
blekkja launamenn og gera
ákvörðun miðstjórnar ASÍ tor-
frygg'lega í þeirra augum með
þvi að leggja litla áherzlu á
kjarna málsins. En hvað sem
þvi líður, sýnir fréttaflutningur
Þjóðviljans og Timans þessa dag
ana að hvorugt þessara blaða get
ur leynt geðvonzku sinni vegna
þess að vinnufriður hefur verið
tryggður um sinn. l’m leið sýnir
fréttaflutningur þessara blaða
siðustu daga að þau ættu að gera
sem minnst af því að saka aðra
um að fela fréttir. Maður líttu
þér nær.