Morgunblaðið - 02.12.1967, Side 3

Morgunblaðið - 02.12.1967, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DES. 19R7 3 Ánægjulegt að finna live fólk af íslenzkum ættum vestra hugsar hlýtt til gamla landsins - Spjallað við Pétur Thorsteinsson, sendiherra Islands i Washington PÉTUR Thorsteinsson, sendi- \ herra islands í Washington, hefur veriS hér heima sl. 10— 12 daga, en í kvöld heldur hann aftur vestur um haf. — MorgunblaSið átti í gær stutt samtal viS sendiherrann, aSal- lega um ferS hans nýlega til vesturstrandar B-aidaríkjanna og Kanada. •Pétur Thorsteinsson sagði: — Tilefni komu minnar hingað nú er það, að mér finnst nauðsynlegt fyrir hvern sendiherra að koma heim a. m. k. einu sinni á ári. í þetta sinn er ég einnig nýkominn úr ferð til Suður-Ameríku, vesturstrandar Bandaríkjanna og Kanada og alltaf er auð- veldara að tala um hlutina en skrifa. — Á svona ferðalögum koma upp alls konar málefni, sem nauðsynlegt er að tala um við hlutaðeigandi aðila á íslandi, sérstaklega viðvíkj- andi viðskiptamálum. — Það var gamalt loforð við stjórn Varðbergs að tala einhverntíma á fundi í félag- inu og þótti mér rétt að efna það loforð nú. Ég taiaði um störf sendiherra fyrr og nú. Þótti mér ánægjulegt að sjá, hversu margir höfðu áhuga á þessum málum og spurning- arnar á eftir sýndu það einnig. — Eftir ferðalag mitt til Suður-Ameríku heimsótti ég 5 borgir á vesturströnd Banda ríkjanna og Kanada og konan mín kom frá Washington til að vera með mér. Erindið var að tala við ræðismenn okkar í þessum borgum. Auk þess hafði ég oft fengið boð frá ís- lendingafélögunum um óskir að koma á fundi hjá þeim. — Ein ástæðan var sú, að Leifs Eiríkssonar-félögin á San Fransisco-svæðinu höfðu óskað eftir þvi að ég talaði á Leifs Eiríkssonar-deginum, en það hefur verið venja undan- farin ár að hafa útisamkomu á þeim degi í Golden Gate Park og koma þangað venju- lega 2—3 þúsund manns. — Þetta var í fyrsta skipti sem íslendingur var þarna aðalræðumaður. Þegar ég tal- aði þarna komu einnig yfir tvö þúsund manns og var þessi samkoma mjög ánægju- leg. Þess má geta, að ræðis- maður okkar í San Fransisco, séra Steingrímur Thorláksson, er framarlega í Leifs Eiríks- sonar-hreyfingunni á þessum slóðum. — Ferð okkar hjóna um vesturströndina hófst raunar sunnar, í Los Angeles, þar sem við heimsóttum m.a. ræðismanninn. Þar var einnig haldin samkoma í íslendinga- félaginu til heiðurs okkur hjónum og voru gestir þar um 80 manns. Svipaðar samkom- ur voru haldnar í íslendinga- félögunum í hinum borgunum sem við heimsóttum og voru þær allar jafn skeonmtiiegar. í þessum þorgum kom ég einnig á fund borgarstjóra og stundum annarra opinberra aðila, t.d. fylkisstjórans í Ore- gon. — Heimsóknir sem þessar hafa landkynningarmarkmið, því það vekur ætíð athygli þegar sendiherra kemur til borga og bæja utan Washing- ton. Birtast þá greinar og myndir í blöðum og viðtöl eru í sjónvarpi og útvarpi. — Frá San Fransisco fórum við til Portland í Oregon, þar sem ísland hefur ræðismann, sem jafnframt er umboðsmað- ur dótturfélags SH. Hann lét vel af sölu á íslenzkum fiski í Oregon- og Wáshington-ríki, sem er umdæmi hans. — f Portland eru fáir ís- lendingar, en hins vegar er mikill fjöldi þeirra í Seattle. Meðal íslendinga, sem við hittum þar, var Jakobína Pétur Thorsteinsson, sendiherra. Johnson, skáldkona. Gaman vaa- að eiga við hana við- ræður, en hún er enn ern og hress. Eitt af erindunum í Seattle var að leita að nýjum ræðismanni þar, þvi eftir að Barði heitinn Skúlason lézt, hefur enginn verið skipaður. — Eitt af því skemmtilega, sem gerðist í Seattle var að ég hitti 85 ára gamlan ís- lending, sem talinn er meðal augugustu íslendinga vestan hafs, margfaldur milljónamær ingur. Hann heitir Mr. Thur- ston, en er hann fór frá íslandi 4 ára að aldri hét hann Sigurð ur Þorsteinsson. Hann er aðal- stofnandi og eigandi hótel- samsteypunnar Western Inter national Hotels, sem á gisti- hús víða um heim. Það var af tilviljun, að ég átti viðtal við Mr. Thurston, því ég frétti að hann væri staddur i gistihús- inu, sem við hjónin bjuggum í í Seattle, en það er eitt af gistihúsum fyrrnefndrar sam- steypu. — Frá Seattle fórum við til Vancouver á vesturströnd Kanada, en á leiðinni komum við í íslenzka elliheimilið í Blaine, sem nefnist Stafholt. Ræddum við þar við gamla fólkið. í Vancouver heimsótt- um við einnig íslenzka elli- heimiUð þar og áttum einnig ánægjulega samverustund með íslenzku vistmönnunum. — Mikill fjöldi fólks af ís- lenzkum ættum er á Vancouv- er-svæðinu. íslendingar eru að flytjast meir og meir frá miðhéruðum Kanada til vest- urstrandarinnar. Er talið, að 20% af kanadískum Vestur- íslendingum búi á svæðinu í kringum Vancouver. — Svo vildi til, að áður en við hjónin höfðum ákveðið að fara frá Voncouver hafði ís- lendingafél. þar efnt til kvöld verðarboðs í tilefni 100 ára afmælis Kanada. Vorum við hjónin heiðursgestir í því sam kvæmi, en þar voru um 140 manns, þar á meðal fulltrúar borgarstjórans, háskólans og félags ræðismanna á staðnum. — Vancouver er -stærsta borgin í British Columbia- fylkinu. Því miður höfðum við ekki tíma til að skreppa til höfuðborgar fylkisins, Victor- ia, en meðal íslendinga þar í ' borg eru dr Richard Beck, fyrrum ræðismaður íslands, og kona hans. — Frá Vancouver fórum við til Washington, en ég kom við einn dag í Denver í Colorado, m.a. af því, að komið hefur til tals að stofna þar ræðis- mannsskrifstofu. f háskóla- bænum Boulder, þar skammt frá, býr dr. Áskell Löve og kona hans, sem bæði kenna við háskóiann þar. — Mjög skemmtileigt var fyr ir okkur hjónin að hitta svo margt fólk af íslenzkum ætt- um í ferðinni og finna hve hlýtt það hugsar til gamla iandsins. — Starf íslendingafélag- anna er víðast hvar með blóma og hefur það að sjálf- sögðu mikla þýðingu, ekki ein ungis fyrir félagsmenn heldur einnig fyrir ísland vegna land kynningar. Eiga forstöðumenn þessara félaga miklár þakkir skibð fyrir störf þeirra. Umrœddasta bók ársins 7967; Bók Svetlönu komin út á íslenzku Þykir hvarvetna mikill bókmenntaviðburður ÞÁ ER komin út í íslenzkri þýðingu bók, sem margur hefur beðið eftir, endurminn- ingar Svetlönu, dóttur Sta- líns — 20 bréf til vinar. Ekki þarf að kynna efni bókar þéssarar hér, hún hefur vakið heimsathygli og á áreið- anlega eftir að standa sem ein helzta varðan á leið okkar til skilnings á Stalínisma og því timabili í sögu rússnesku þjóð- arinnar sem við hann er kennt. Einnig varpar bókin sterku ljósi á kommúnismann og kerfi það, sem óhjákvæmilega hleðst upp í kringum hann. En fyrst og síð- ast verður Jaókin óbrotgjarn minnisvarði um Svetlönu sjálfa, þessa gáfuðu og hugrökku dótt- ur Stalíns, harðstjórans mikla, sem í frásögn hennar fær á sig manneskjulegt svipmót. Hér í Morgunbiaðimu hefur áð ur verið fjallað um bók þessa. diktsson hefur hrósað henni á hvert reipi í ÞjóðviJjanum. Það er bókaútgáfufélagið Fíf 01 sem gefur út minningar Svet- lönu, en forlagið hefur gefið út nú í haust ahnað merkt rit þó ungt sé að árurn, Síðusfcu orrust- una eftir Ryan, sem áður hefur verið getið hér í blaðinu. í Svet lönu-bók Fífils eru myndir, en það hefur ekki tíðkazt i erlend um útgá.fum bókarinnar, t.d. eru engar myndir í þeirri ensku. Arnheiður Sigurðardóttir hef ur snarað Jx>k Svefclömu á ís- Jenzku. Hún hefur fengið lofsamlega dóma víða um heim. Og þess mó geta að hér heima hefur það bor- ið til tiðinda að Gunnar Ben'e- Verðlags- nefnd skipuð í GÆR kom saman til fundar nýskipuð verðlagsnefnd, sem samþykkt vaT að stofna á Al- þingi hinn 28. nóvember síðast- liðinn. í fréttatilkynhingu, sem Mbl. barst i gær segir: ,.Viðskiptamálaráðherra hefur í dag skipað eftirtalda menn í verðlagsnefnd samkvæmt lögum nr. 72/1987 um breytingu á lög- um um verðlagsmál mr. 54/1960, sem samþykkt voru á Alþingi 28. nóvember. sl.: Eftir tilnefningu Alþýðusam- bands íslands: Björn Jónsson, alþingismann, formann Verka- lýðsfél. Einingar, Hjalta Krist- geirsson, hagfræðing, Jón Sig- urðsson, formann Sjómanna sambands íslands. Eftir tilnefningu Bandalags startfsmanna ríkis og bæja: Svav ar Heigason, kennara. Eftir tilnefningu Sambands ísl samvinnufélaga: Stefán Jónsson framkvæmdastjóra. Eftir tilnefning.u Verzlunar ráðs Is'lands: Svein Snorrason hæstaréttarlögmann. Eftir tilnefningu Vinnuveit endasambands íslands: Björgvin Sigurðsson, hæstaréttarlögmann Þorvarð Alfonsson, framkvæmda stjóra. Formaður netfndarinnar er ráðuneytisstjórinn í viðskipta málaráðuneytinu, Þórhallur Ás geirsson. Nefndin kem.ur saman til fyrsta fundar í dag“. STAKSTEIMR MacNamara og Johnson Það hefur nú loksins verið staðfest í Washington, að Robert MacNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna muni láta af því embætti á næsta ári og verða að- albankastjóri Alþjóðabankans. Jafnframt hefur verið skýrt frá því að Johnson, Bandaríkjafor- seti hafi beðið MacNamara að til nefna eftirmann sinn. Allt er þetta mál, aðdragandi þess og orsakir hið furðulegasta. Eftir að fregnin um afsögn MacNam- ara var búin að vera á kreiki í tvo til þrjá sólarhringa vestan hafs, fæst hún loks staðfest í Hvíta húsinu og þá jafnframt undirstrikað rækilega að afsögn hans þýði enga brevtingu á stefnu Bandarikjanna í Víetnam. Slíkum yfirlýsingum ber að trúa varlega og það mun reyndar koma í ljós fljótlega á næsta ári, hvort þær hafa við rök að styðj- ast. Ráðherrann og herforingjarnir Það er engum efa bundið að miklar erjur hafa verið með MacNamara og ýmsum æðstu hershöfðingjum Bandaríkjanna um langt skeið. Þessar erjur hafa greinilega magnazt eftir því sem liðið hefur á Víetnam- styrjöldina og greinilegar hefur komið í ljós, að MacNamara hef ur stefnt að þvi að halda í við hernaðaraðgerðir i Vietnam fremur en að auka þær. Hers- höfðingjar eru hins vegar alltaf hershöfðingjar og þeirra sjónar- mið er það eitt að vinna það strið, sem þeir eiga í með öllum tiltækum ráðum. Ástæðan fyrir því að afsögn MacNamara vek- ur ugg meðal manna er sú að Johnson Bandarikjaforseti á nú í verulegum erfiðleikum heima fyrir. Kjör hans í nóvember 1968 erengan veginn tryggt og Víet- nam er megin ástæðan fyrir því. Ljóst er að Johnson mun ekki takast að koma á friðarsamning- um á því eina ári, sem eftir er til kosninga og honum er held- ur ekki kleift að kalla banda- ríska heri heim frá Vietnam vegna þess að allar hinar helztu þjóðir í Asíu, sem ekki lúta kommúnistum, hafa slegið skjald borg um stefnu hans þar. Þess vegna er alveg hugsanlegt að Johnson hyggist stórauka hern- aðaraðgerðir á næsta ári í til- raun til þess að vinna skjótan sig ur og að MacNamara hafi ekki getað sætt sig við slíka fyrir- ætlan. Af þessum ástæðum mun eftir því tekið hverjum breyting- um stefna forsetans í Víetnam tekur á næsta ári. Orð Eisenhowers Fregnin um að Johnson hafi óskað eftir þvi við MacNamara að hann tilnefni eftirmann sinn er auðvitað ekkert annað en ómerkilegt áróðursbragð af hendi Johnsons til þess að láta líta svo út, sem hin bezta vin- átta ríki með honum og fráfar- andi varnarmálaráðherra hans. Þegar Eisenhower Bandaríkja- forseti lét af því embætti var það eitt hans síðasta verk að að- vara þjóð sína við hættunum af náinni samvinnu iðnaðar og hers ins. Slíkur maður hefði ekki viðhaft þau ummæli að ástæðu- lausu. Þess vegna ekki sízt er eftirsjá af þeim manni í Penta- gon sem miskunnarlaust hefur barið hershöfðingjana til hlýðni við hið borgaralega vald.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.