Morgunblaðið - 14.12.1967, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. E>ES. 1967
Kennedyhöfð-a, 13. des. NTB.
TVEIMUR g-ervihnöttum, sem
eiga að undirbúa geimferðir, var
skotið á braut umhverfis jörðu
frá Kennedyhöfða í dag.
Annar gerfihnötturinn, .,Pion-
eer 8“, á síðar að fara á braut
umhverfis sólu og hringsóla um-
hverfis hana í um það bil sömu
fjarlægð og jörðin, í 1.490 til
1.630 milljón kílómetra sólfirð.
„Pioneer 8“ líkist trumbu í lag-
inu og vegur 65 kíló.
Hinn gervihnötturinn vegur 18
kíló og er ætlað að framkvæma
vísindaathuganir. Þessi gervi-
hnöttur verður á braut sem er
í 306 til 600 kílómetra fjarlægð
frá jörðu. Gervihnötturinn á að
reyna fjarskiptakerfi það sem
notað verður í Apollo-geim-
förum á ferðum þeirra til tungls-
ins.
Gervihnöttunum var skotið
með Thor-Delta-eldflaug. Tveir
aðrir .,Pioneer“-gervihnettir eru
þegar á braut umhverfis jörðu
Saltað á
Akranesi
Akranesi, 13. desember.
f MORGUN komu síldveiðiskip
hingað með síld úr Jökuldjúp-
inu. Sólfari AK með 40 lestir,
Haraldur AK með 40, Ólafur Sig-
urðsson AK með 92 og Sigur-
fari AK með 120 lestir.
Síldin er góð Faxasíld og fer
mest megnis í söltun, en nokkuð
af henni fer til frystingar.
Togarinn Víkingur kom hing-
að síðdegis í gær með 250 lestir
af síld af miðunum fyrir austan.
Selfoss er að lesta hér 70 lestir
af hvalkjöti til útflutnings frá
Heimaskaga hf. — H.J.Þ.
Seoul, 13. des. NTB.
ÞEKKT snður-kóreskt tón-
skáld, I-Sang Yun, var í dag
dæmdur í ævilangt fangelsi. —
Tveir vinir hans voru dæmdir
til dauða fyrir njósnir í þágu
Norður-Kóreu. Sækjandi hafði
krafizt þess, að tónskáldið yrði
dæmt til dauða.
Þeir tveir, sem dæmdir voru
til dauða, voru Kyu-Myujg, 39
ára gamall eðlisfræðingur, sem
síarfað hefur við háskólann í
Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi,
og hafa safnað mikilvægri vitn-
eskju um sólina og véðurfar. „Pi-
oneer-6“ er þannig staðsettur að
hann getur fylgzt nákvæmlega
með veðurfari á sólinni og varað
með 15 til 18 daga fyrirvara við
banvænum geislum, sem stund-
um berast frá sólinni og gætu
orðið geimförum að aldurtila.
Þriggja ára
drevtgur fyrir
bíl
ÞRIGGJA ára drengur varð fyr-
ir bíl á Hverfisgötu rétt innan
við Rauðararsftíg síðdegis í gær.
Var drengurinn á leið yfir Hverf
isgötuna, þegar óhappið viidi
til. Hann hlaut áverka á höfði
og var fluttur í Slysaivarðstof-
una.
og Yung-Su Cho, fyrrverandi
prófessor.
I-Sang Yun og Kyu-Myujg
Chung var á sínum tíma rænt í
Vestur-Þýzkalandi og fluttir
nauðugir til Suður-Kóreu af
starfsmönnum öryggisþjónustu
Suður-Kóreu. Þessi atburður hef
ur valdið alvarlegum deilum
milli stjórnanna í Bonn og Seo-
ul. í dag lýsti vestur-býzka
stjórnin yfir hneyksluri sinni á
dópiunum yfir sakborningum,
segir í AP-frétt frá Bonn.
verkamanna í Liverpool eru
helztu orsakir hallans, að því er
talið er.
Útflutriingur Breta í nóvem-
ber nam 354 milljónum punda
miðað við 353 milljón pund í
október. Innflutningurinn á sama
tíma nam 570 milljónum p<unda
að frádregnum kaupum á banda
rískum flugvélumn miðað við
515 milljónir punda í október.
Bilið milli innflutnings og út-
flutnings var því 216 milljónir
punda miðað við 162 milljónir
punda í október, en ©f tilliit er
tekið til vissra „ósýnilegra“
tekna, m;a: af siglingu og trygg
ingum, er hallinn í nóvember
163 mílljónir punda.
KOMIN er út „Saga í sendibréf-
um“, þættir úr ævisögu séra Sig-
tryggs á Núpi, tekin saman af
Finni Sigmundssyni.
Finnur fylgir bókinni úr hlaði
og segir þar m.a.: „Þetta er sag-
an af Tryggva frá Þremi, piltin-
um úr Garðsárdalnum, sem ung-
ur að árum gerðist menntafröm-
uður í sveit sinni, hóf langskóla-
nám 26 ára að aldri og varð þjóð
kunnur fyrir giftudrjúgt ævi-
starf. — Lærisveinar séra Sig-
tryggs á Núpi hafa með ýmsum
hætti sýnt minningu hans fá-
gæta ræktarsemi, meðal annars
skráð og gefið út myndarlega
ævisögu hans. í þessari bók er
aðeins lýst fyrri hluta ævi hans,
að mestu með hans eigin orðum,
menningarviðleitni í heimáhús-
um, skólanámi í Reykjavík og
prestsstarfi í Þingeyjarsýsíu, unz
hann flyzt vestur í Dýráfjörð
til bróður síns einhleypur ekkju-
maður, 43 ára að aldri. Saga
þeirra bræðra á Núpi ér niörg-
um kunn og verður ekki rakin
hér. Faerri þekkja sögu Tryggva
frá Þremi, sem geymzt hefur í
sendibréfum hans sjálfs og öðr-
um samtímaheimildum. — Sendi
bréf til vina og vandamanna eru
í senn mannlýsing og saga. Þau
sýna eigi aðeins hugarfar bréf-
ritarans og viðhorf til lífsins á
þeim tíma, sem þau eru skráð.
Þau spegla lífskjör þeirrár kyn-
slóðar, sem hann á samleið með,
gleðistundir og áhyggjuefni".
Bókin er 230 bls. að staérð ,auk
nokkurra myndasíða. Útgefandi
er ísafold. ...
Cervihnöttur á
braut um sólu
Alþ j óðaskdkmótið
d Mallorca:
Larsen hefur
8 vinn. nf 9
BENT LARSEN hefur enn bætt
stöðu sina á skákmótinu í Mall-
orca. Larsen hefur 8 vinninga
eftir 9 umferðir, en Rússarnir
Botvinnik og Smyslov hafa 614
vinnig hvor.
I 9. umferð vann Larsen Jim-
enez fra Kúbu, Botvinniik vann
Gligorie, Smyslov vann Damjan-
ovic og Calvo vann Donner.
Bednarski og Toran, Matulov
ic og Ivkov og Portisch og Tatai
gerðu jafntefli. Biðskákir urðu
hjá Lehmann og del Corral og
O’Keliy og Medina.
Ivkov er nú í fjórða sæti með
6 vinninga, Gligoric fimmti með
5% vinning og del Corral er
sjötti með 5 vinninga og bið-
skák. Portisch og Matulovic
hafa 5 vinninga hvor.
Hlaut 420.000 kr. sekt
- afli og veiðarfæri gerð upptæk
DÓMUR var kveðinn upp í máli
David O’Connor, skipstjórans á
brezka togaranum Boston Typ-
hoon frá Fletwood, á ísafirði í
gær. Hlaut hann 420.000 króna
sekt, en vararefsing var ákveð-
in 10 mánaða varðhald, og afli
og veiðarfæri voru gerð upp-
tæk. Jóhann Gunnar Ólafsson,
bæjarfógeti, stjórnaði rannsókn-
inni í máli skipstjórans, en með
dómendur hans voru Símon
Helgason og Guðmundur Guð-
mundsson, fyrrverandi skip-
stjórar. Brezki skipstjórinn
áfrýjaði málinu til Hæstarétt-
ar, en verjandi hans var Ragn-
ar Aðalsteinsson.
Við rannsóknina kom fram,
Harður
árekstur
HARÐUR árekstur varð á mót-
um Háaleitisbrautar og Fells-
múla síðdegis í gær. Lítið barn
í öðrum bílnum kastaðist á
framrúðuna og hlaut áverka, en
önnur slys urðu ekki á fólki.
Litla barnið var flutt í Slysa-
varðstofuna, . þar sem gért var
að sári þess, sem reyndist ekki
alvarlegt.
Þess má geta, að Hááleitis-
braut nýtur forgangsréttar gagn-
vart Fellsmúla.
að togarinn var með öll veíðar-
færi úti, þegar varðskipsmenn
sáu hann fyrsit. Togarinn var
þá staddur um eina sjómílu inn-
an fiskveiðitakmarkanna bednt
út af Barða og hélt hann áfram
að toga í átt til lands, unz hann
var kominn 2,35 sjómílur inn fyr
ir takmörkin. Þar sneri togar-
inn við og er varðskipið Óðinn
stöðvaði hann, var staðarákvörð
unin 0,45 sjóimílur innan mark-
anna. Togarinn var þá enn með
vötpuna úti og var töluverður
fiskur í henni.
í Ijós kom, að báðar ratsjár
togarans svo og dýptarmælar
voru biluð og hafði skipstjórinn
því engin siglingartæki til að
fara eftir.
í gærkvöldi var togarinn enn
á ísafirði og voru matsmenn þá
að reikna út verðmæti aflans og
veiðarfæranna, en varðskipið
Óðinn fór frá ísafirði í gær.
Bók Audens
*
um Island í
nýrri útgáfu
NÝLEGA er komin út hjá Faber
& Faber Ltd. í London bókin
„Letters from Iceland", eftir W.
H. Auden og Louis MacNeice, en
þessi bók kom fyrst út 1936, eftir
að höfundarnir höfðu ferðazt um
ísland.
Bók þessi kemur nú út í ó-
dýrri útgáfu, í svokallaðri „pap-
er covered" útgáfu.
Enn umferðaslys
á Keflavíkurvegi
SLYS varð á Keflavíkurvegi á
móts við veginn að Vogum stund
arfjórðungi fyrir kl. 22 í gær-
kvöldi. Fór þar bifreið út af veg-
inum og slasaðist farþegi, sem í
henni var, en þó ekki alvarlega.
Var hann fluttur í sjúkrahúsið í
Keflavík.
Slysið vildi til með þeim
hætti, að bifreiðin tók skyndi-
Mesti greiðsluhalli
Breta á iriðartím um
London, 13. desember.
— NTB—AP —
HALLI er nemur 153 milljónum
punda varð á viðskiptajöfnuði
Breta í síðasta mánuði og er
Tónskáld dæmt
til lífstíðar
þetta mesti halli sem orðið hef-
ur á viðskiptajöfnuðinum á frið
artímum, að þvi er viðskipta-
málaráðunevtið í London til-
kynnti í dag. Gengisfelling
pundsins og verkfall hafnar-
lega að leita út til hliðar. Reyndi
bifreiðarstjórinn þá að rétta bif-
reiðina af, en við það fór stýris-
útbúnaðurinn úr sambandi. Hent
ist bifreiðin út af veginum og er
talin ónýt.
Ökumaður slapp ómeiddur, en
farþegi, sem með honum var,
meiddist á fæti og skrámaðist
bæði á höndum og höfði. Bif-
reiðin var af Chevrolet-gerð frá
árinu 1955.
Íslenzk-sænska félagið hélt |
Lúcíu-hátíð í Leikhúskjallar-
anum í gærkvöldi. — Ræðú
kvöldsins hélt Jón Hnefill
Aðalsteinsson, fil. lic., en
Lúcia var Elísabet Ottósdótt-
ir, sem söng Lúcíusöngva
með meyjum sínum. Lúcíu-
atriðinu stjórnaði frú Birna
Hjaltested.
(Ljósm.: Kr. Ben.)
Óðinsfélagar
FÉLAGAR í Óðni eru vinsam-
lega beðnir að gera skil á happ-
drættismiðuim þeim, sem þeir
hafa fengið senda heim, þar sem
nú eru aðeins þrír dagar þar til
dregið verður. Skrifsbofa ha-pp-
drættisins er í Sjálfstæðishúsinu
við AusturvöU.
Séra Sigtryggur Guðlaugsson.
Saga í sendibréfum
— þœttir úr œvisögu sr. Sigtryggs á Núpi