Morgunblaðið - 14.12.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES. 1967
Jónína Tómasdóttir
Siglufirði — Minning
NÚ fækkar óðum þeim körlum
og konum, sem fæddust á síð-
asta fjórðungi 19. aldarinnar og
lifðu hin merkilegustu tímamót
í íslenzku þjóðlífi. Vissulega meg
um við minnast þessa fólks með
þakklæti og virðingu fyrir hið
merkilega brautryðendastarf,
sem það vann, oft við hinar erfið
ustu aðstæður á afskekktum
stöðum landsins.
í dag verður kvödd frá Há-
teigskirkju í Reykjavík, frú
Jónina Tómasdóttir frá Siglu-
firði, er lézt hér í Reykjavík 5.
des. s.l. Með henni er horfin á
braut merk kona og mikilhæf,
er setti svip sinn á Siglufjörð
um áratugi, og þeir, sem kynnt-
ust henni munu seint gleyma
þessari mildu og lífsreyndu
konu.
Frú Jónína var fædd að
Hvanneyri í Siglufirði 31. des.
1875. Hún var dóttir prestshjón-
anna þar, sr. Tómasar Bjarnar-
sonar, er fékk veitingu fyrir
Hvanneyrarprestakalli í ársbyrj
un 1867. Sr. Tómas var ættaður
úr Þingeyjarsýslu, fæddur að
Þverá í Fnjóskadal, sonur Björns
Kristjánssonar, bónda þar og
síðar umboðsmanns að Höfða-
brekku í Mýrdal, en Björn var
albróðir sr. Benedikts Kristjáns-
sonar í Múla.
Móðir frú Jónínu var Ingi-
björg Jafetsdóttir, gullsmiðs í
Reykjavík Einarssonar, en Einar
var föðurbróðir Jóns Sigurðsson-
ar, forseta. Börn prestshjónanna
voru 10 og er frú Jónina síðust
að kveðja.
Á fyrstu prestsskaparárum sr.
Tómasar þótti Siglufjörður ekki
eftirsóknarvert prestakall og fór
svo, að sr. Tómas sótti um Barð
í Fljótum og var veitt það 1877,
var Jónína þá á öðru ári, er
foreldrar hennar fluttu að Barði.
Sr. Tómas var prestur á Barði
til 1902, er hann lét af prest-
skap og flluttist til Siglufjarð-
ar, og lézt þar 1929, en frú Ingi-
björg kona hans lézt 1918.
Þegar Jónína var 7 ára var
hún tekin til fósturs af hinum
alkunnu merkishjónum Helga
Guðmundssyni, héraðslækni, og
Kristínu Jóhannsdóttur Kröyers,
hreppstjóra í Höfn.
Var hin bezta vinátta með
læknishjónunum og prestshjón-
unum, meðan sr. Tómas var
prestur í Siglufirði, en mestu
mun þó hafa ráðið, að læknis-
hjónin voru barnlaus, en hins
vegar mikil ómegð hjá prests-
hjónunum. Oft minntist frú
Jónína þess með nokkrum sárs-
auka, er hún yfirgaf systkini
sín og foreldra 1882 til þess að
dvelja á hinu nýja heimili fóst-
urforeldranna í Neðri-Höfn í
Siglufirði. En læknishjónin tóku
henni opnum örmum og leið
ekki á löngu, áður en þau höfðu
unnið að fullu hug litlu stúlk-
unnar, er þau höfðu gengið í
foreldra stað. í Neðri-Höfn fékk
Jónína hið bezta uppeldi. Þar
vandist hún snyrtimennsku og
myndarskap, sem fylgdi henni
jafnan síðan og hún minntist
alltaf fósturforeldra sinna með
þakklæti og virðingu, og þegar
þau voru orðin aldurhnigin og
ellihrum, gerði hún allt sem
hún mátti, að létta þeim byrð-
arnar. Um tvítugsaldur gekk
hún á kvennaskólann að Ytri-
Ey, og stundaði einnig nám í
Reykjavík.
Það var árið 1904 að Jónína
giftist Kjartani Jónssyni, tré-
smiðameistara, frá Hofi í Vopna-
firði, syni sr. Jóns prófasts Jóns-
sonar. Hafði hún farið þangað
austur til vistar með frænku
sinni, og kynntist hún þá manni
sínum. Bjuggu þau fyrst um
skeið á Akureyri og Blönduósi,
en settust síðar að í Siglufirði,
þar sem Kjartan stundaði smíð-
ar til dauðadags, en hann lézt
1927. Var hann ljúfmenni hið
mesta, vinsæll og vel látinn.
Þau hjónin eignuðust 6 börn
en fjögur þeirra létust á ungum
aldri. Tveir synir komust til
fulltíðaaldurs, Helgi, símritari,
er lézt á bezta aldri 1931 og
Jón, forstjóri Áfengis- og tóbaks
verzlunar ríkisins. Frú Jónína
tók ástvinamissi og vonbrigðum
lífsins með hinni mestu still-
ingu. Jón sonur hennar bætti
henni upp ástvinamissinn frá
fyrri árum, eftir því sem verða
mátti. Þeir, sem til þekkja vita,
að Jón var móður sinni frábær
sonur, enda jafnan mjög kært
með þeim. Og eftir að Jón gift-
ist dvaldi hún öðrum þræði á
heimili hans og frú Þórnýjar
konu hans og naut ástríkis
þeirra og barnanna. Þá má einn-
ig minnast hins góða sambands
við systkini hennar, mágkonur
og tengdafólk.
Frú Jónína hugsaði jafnan um
heimili sitt af miklum myndar-
skap og hafði sérstakt lag á því,
að gera heimili sitt vistlegt og
aðlaðandi. Viðmót hennar bar
allt vott um stillingu, virðuleik
og hjartahlýju. Þá var hún
óvenjulega hjálpsöm og greið-
vikin, hún hugsaði fyrst og
fremst um þörf þeirra, sem hún
var að hjálpa, en ekki um hitt,
hvort hún hefði af því óþæg-
indi eða ekki. Margir voru henni
þakklátir og enginn vildi bregð-
ast trausti hennar. í mörg ár rak
hún verzlun í Siglufirði með
vefnaðarvöru og margskonar
smávörur. Þótti jafnan gott að
verzla við frú Jónínu og svo var
hún lipur og lagin sölukona, að
fáir munu hafa komið í verzl-
un hennar, án þess að kaupa þar
eitthvað. Þó að margir fengju
lán í verzluninni um stundar
sakir, varð þess ekki vart, að
hún yrði fyrir neinu tapi af
hálfu viðskiptamanna sinna, það
þótti öllum alveg sjálfsagt að
standa í skilum við verzlun
hennar.
Frú Jónína starfaði nokkuð að
félagsmálum í Siglufirði, bæði í
kvenfélaginu „Von“ og einnig
var hún í nokkur ár í skóla-
nefnd barnaskólans, var hún
jafanan tillögugóð, sanngjörn og
réttsýn.
Frú Jónína Tómasdóttir naut
mjög almennra vinsælda í
Siglufirði í fjölda ára. Matsölu
hafði hún í allmörg ár, og voru
þeir ekki fáir aðkomumennirnir,
er þar voru í fæði, og ekki taldi
hún fæðisdaga þeirra unglinga,
sem borðuðu hjá henni lengur
eða skemur eða nutu gestrisni
og góðvildar á heimili hennar.
Frú Jónína var bundin sterk-
um böndum við Siglufjörð. Þar
hafði hún átt heima mestan
hluta ævi sinnar, og fylgdist með
þróun bæjarins frá fyrstu tíð.
Aldrei mátti hún heyra Siglu-
firði hallmælt og aldrei missti
hún trú á framtíð bæjarins. Og
þegar minnst var á hina gömlu
góðu daga færðist jafnan milt
bros yfir andlit hennar.
Frú Jónína var frábærlega
gestrisin, og hafði sérstakt' lag
á því að láta gestum sínum líða
vel. Gamlaársdagur var afmælis-
dagurinn hennar, og var það
föst venja að vinir hennar heim
sæktu hana þann dag. Þá var
glatt á hjalla, því að húsfreyjan
var bæði fróð og skemmtileg,
og gædd saklausri kímnigáfu og
kom vel fyrir sig orði.
En þó var alvaran viðkvæm-
asti strengurinn í sál hennar.
Trúartraust hennar brást aldrei,
þrátt fyrir erfiðleika og ástvina-
missi sem á veginum varð.
Hingað til Reykjavíkur flutt-
ist hún 1958, er Jón sonur henn-
ar flutti suður, en þá var hún
komin á níræðisaldur.
Fyrstu árin hér syðra var hún
hjá Jóni syni sínum og konu
hans, en eftir að heilsu hennar
hrakaði og hún þurfti sérstakr-
ar hjúkrunar við dvaldi hún á
hjúkrunar og ellheimilinu
Grund. Þar einkenndi hana hin
sama mildi og hlýja, sem fylgt
hafði henni á löngum ævidegi.
Smám saman fjarlægðist hún
þennan heim, en þegar rofaði til
komu fram í huga hennar minn
ingar um bjartar stundir liðinna
ævidaga, og þegar minnst var á
Siglufjörð lék jafnan milt bros
um varir hennar.
í dag, á útfarardegi hennar,
er hugsað til hennar með kær-
leika og þökk.
Óskar J. Þorláksson.
ÉG man ekki svo langt aftur í
tímann, að ég sem drengur, þeg-
ar ég var að alast upp á Siglu-
firði, ætti ekki eins og annað
heimili á heimili frú Jónínu
Tómasdóttur.
Við vorum oft æði margir
drengirnir, sem söfnuðumst þar
saman til leiks við Jón, son
hennar. Sjálfsagt höfum við oft
verið baldnir og hávaðasamir,
en í endurminningunni finnst
mér við aldrei hafa verið það.
Einhvern veginn er ómögulegt
að hugsa sér, að í návist frú
Jónínu væri hægt að vera með
hávaða og læti. Hún var svo
ljúf og góð. Sem fullorðinn mað
ur eignaðist ég frú Jónínu fyrir
vin, einn þann vin, er ég hefi
beztan átt.
Ég get ekki hugsað um líf frú
Jónínu, nema sem líf endalausr-
ar fegurðar. Þó veit ég, að líf
hennar var ekki eilífur dans á
rósum. Hún átti jafnvel á sinni
löngu æfi við meiri erfiðleika að
stríða en algengt er. Eitt sinn,
er frú Jónína var komin á efri
ár, lét ég í samtali við hana að
því liggja, að hún hefði átt við
mikla erfiðleika að stríða á
langri æfi. Frú Jónína svaraði
mér ofur einfaldlega: „Það var
aldrei það kvöld, að ég gæti
ekki, áður en ég fór að sofa,
fundið eitthvað til að hlakka til
næsta dags.“ Fólk, sem getur sagt
slíkt, þegar lífsskeiðið er að
renna á enda, er fólk, sem þótt
það sjálft hafi ekki alltaf dans-
að á rósum, stráir á veg sam-
ferðamannanna blómum, sem
aldrei fölna eða missa ilm. Feg-
urð þeirra og ilmur lifa í minn-
ingunni.
Þorsteinn Hannesson.
Gæðavara
Max liarðplast
Glæsilegir litir. Verð mjög hagstætt.
LITAVER, Grensásvegi 22—24.
Sími 30280, 32262.
DALAPRINSINN
Ný rómantísk skáldsaga eftir
INGIBJÖRGU
SIGURÐARDÓTTUR
vinsælasta rithöfund almennings-
bókasafnanna.
D ALAPRIN SIN N er ástarsaga
þeirra Lindu i Dalsmynni og
Hlynar í Fagradal.
DALAPRINSINN er líka saga
brúarsmiðanna, sem dvelja sum-
arlangt við brúarsmíði hjá Dals-
mynni.
DALAPRINSINN segir frá því,
Verð kr. 180.00
án sölusk.
hvernig Drífa, matráðskona, og
Siggi og Geiri, brúarsmiðir, beita
öllum ráðum til þess að kenna
hinu saklausa og fallega sveita-
barni, Lindu litlu í Dalsmynni,
miður hollar lífsvenjur og lokka
hana að lokum til Reykjavíkur,
þár sem allt sígur á ógæfuhlið.
DALAPRINSINN segir frá því,
hvernig æskuástin ber að lokura
sigur úr býtum, og bjargar Lindu
heim í dalinn til sannrar ham-
ingju með Hlyni, æskuvini sín-
Kærkomin gjöf handa hinum fjölmörgu að-
dáendum Ingibjargar Sigurðardóttur.
B/'ð/7ð bóksalann yöar að sýna ybur BÓKAFORLAGSBÆKURNAR
BÓKAFORLAG OODS BJÓRNSSONAR . AKUREYRI
Ford Mercury 1955
Til sölu er Ford 1955, fólksbifreið 2ja dyra hardtop.
Bifreiðin er í góðu standi, nýsprautuð, 8 cyl. sjálf-
skipt. Verður til sýnis hjá bifreiðastöð okkar
Sólvallagötu 79, næstu daga.
Bifreiðastöft STEINDÓRS, Sími 11588.
Auglýsing
varðandi gin- og klaufaveiki
Vegna þess að gin- og klaufaveikifaraldur gengur
nú á Bretlandseyjum, vill landbúnaðarráðuneytið
vekja athygli yfirvalda og almennings á því, að
stranglega ber að fylgja reglum laga nr. 11/1928,
um varnir gegn gin- og klaufaveitó.
Tekið skal fram, að samkvæmt téðum lögum og
auglýsingu þessari er:
Bannaður með öllu innflutningur á heyi, hálmi,
alidýraáburði, sláturafurðum hvers konar, húðum,
mjólk og mjólkurafurðum sem og eggjum.
Stórgripahúðir, sem nota þarf við togveiðar hér
við land, má þó flytja inn, enda séu þær sótthreins-
aðar erlendis og einnig þegar þær koma hingað
til lands.
Frá Bretlandseyjum er ennfremur bannaður inn-
flutningur á lifandi jurtum, trjám, trjágreinum og
könglum, grænmeti og hvers konar garðávöxtum.
Farþegar og áhafnir farartækja skulu gefa yfir-
lýsingum samkvæmt 4. gr. laganna um dvöl sína
á Bretlandseyjum, strax og þau koma til íslands.
Brot á lögum nr. 11/1928 og auglýsingum, sem
settar eru samkvæmt þeim, varða sektum.
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
12. desember 1967.