Morgunblaðið - 14.12.1967, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES. 1967
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías J.ohannessen,
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaístræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
VERÐLA GSÁKVÆÐIN
IVforgunblaðið hefur marg-
sinnis lýst þeirri skoð-
un sinnl, að verðlagshöft séu
við venjulegar kringumstæð-
ur síður eri svo til þess fallin
að bæta hag neytenda og
koma á heilbrigðum verzlun-
arháttum. Frjáls verzlun og
öflug samkeppni er bezta
tryggingin fyrir því, að vöru-
gæði og vöruverð sé neyt-
endum hagkvæmt.
Þessar skoðanir eru einnig
ríkjandi í nágrannalöndun-
um, sem búa við frjáls efna-
hagskerfi, og það eru ekki
einungis þeir, sem verzlun
stunda, heldur engu síður
fulltrúar neytenda, sem
leggja áherzlu á, að almenn-
ingur fái notið þeirrar hag-
kvæmni, sem samfara er
frjálsri samkeppni. Og hér á
landi virðist nú votta fyrir
því meðal fulltrúa launþega
að þeir geri sér rétta grein
fyrir samhengi þessara mála.
Þannig segir Björn Jónsson í
viðtali við Morgunblaðið í
gær vera skoðun sína „að
verðlagsákvæði komi ekki til
að leysa öll vandamál í við-
skiptum verzlunar og neyt-
enda, þar þarf margt annað
að koma til og jafnvel frekar
en prósentuákvæði. Á ég þar
við að í nokkru þarf að
breyta verzlunarháttum okk-
ar í grundvallaratriðum,
þannig að það geti betur sam-
ræmst því þjóðfélagi, sem við
búum við. Ég tel að við höf-
um í ýmsu orðið á eftir öðr-
um þjóðum í þróun þessara
mála t. d. á Norðurlöndum
eru verðlagsákvæði ekki
mjög víðtæk, en þar er margt
annað, sem kemur til og
tryggir hagsmuni neytand-
ans betur.“
En þótt verðlagshömlur
séu undir venjulegum kring-
umstæðum sízt til þess falln-
ar að bæta hag neytenda,
hafa flestar þjóðir gripið til
þeirra Um stundarsakir, þegar
miklir umbreytingatímar eru,
til að hindra, að skyndilegar
verðhækkanir settu úr skorð-
um allt verðmyndunarkerfi.
Og nú hagar þannig til hér
hjá okkur íslendingum, að
brýna nauðsyn ber til að
tryggja, að gengisfellingin
beri tilætlaðan árangur, en
það gerir hún því aðeins, að
unnt verði að koma í veg fyr-
ir miklar hækkanir kaup-
gjalds og verðlags. Erfiðleik-
ar þeir, sem íslenzka þjóðin
hefur átt við að etja nú á
þessu ári, eru þess eðlis, að
óhjákvæmilegt er að þjóðar-
heildin, allir landsmenn,
verði fyrir nokkurri kjara-
skerðingu, og þess vegna hafa
verið ákveðin mjög ströng
verðlagshöft nú til bráða-
birgða og verðlagningareglur,
sem vissulega þýða stórfelda
kjaraskerðingu fyrir verzlun-
ina um nokkurra vikna skeið.
En um þessa verðlags-
ákvörðun segir oddamaður
verðlagsnefndar í bókun
sinni:
„Mér er fyllilega ljóst, að
heilbrigð verzlun getur ekki
til lengdar búið við þessi
verðlagsákvæði, og hef ég því
aðeins getað samþykkt þau,
að fyrir liggur yfirlýsing
flutningsmanna um, að þetta
séu bráðabirgðaákvæði, sem
verði endurskoðuð, m.a. með
hliðsjón af fyrirhuguðum
tollalækkunum eigi síðar en
í febrúarbyrjun 1968“.
Brýna nauðsyn bar til að
setja einhverjar verðlags-
reglur til bráðabirgða til þess
að eðlileg viðskipti gætu kom
izt á fyrir hátíðarnar. Verð-
lagsmálin voru komin í hnút
í verðlagsnefndinni, og á
þann hnút varð að höggva.
Er það öllum til hagsbóta,
einnig verzluninni, þótt bráða
birgðaákvæði séu á þann veg,
sem raun ber vitni.
En þess er einnig að gæta í
þessu sambandi, að fyrirhug-
aðar eru allviðamiklar tolla-
lagabreytingar, og einnig þær
breytingar kalla á endurskoð-
un verðlagningarreglna, þann
ig að bráðabirgðareglurnar
skípta ekki meginmáli, held-
ur sú lausn, sem fundin verð-
ur eftir áramótin og á að
vara þetta árið.
AÐ FINNA
LAUSN
¥jegar óhjákvæmilegt er að
* hafa ströng verðlags-
lagsákvæði um stundarsakir,
vegna breytinga eins og
þeirra, sem leiðir af gengis-
fellingunni og hinu erfiða
árferði, má um það deila,
hvernig heppilegast sé að
koma þessum málum fyrir.
Sumir telja að þau eigi að
vera í höndum óháðra em-
bættismanna eða fulltrúa
kosinna af stjórnmálaflokk-
unum. Þessi háttur hefur
verið reyndur hér á landi um
langt skeið og vissulega gef-
ist misjafnlega.
Nú var hins vegar ákveðið
að gera tilraun með allt aðra
skipun mála, þannig að verzl-
unarmenn og vinnuveitendur
annars vegar og hins vegar
fulltrúar launþega fengju
aðild að verðlagningarmál-
um, en fram til þessa hefur
verzlunin ekki getað komiJ
sjónarmiðum sínum á fram-
Hveitibrauðsdagar
á Jómfrúeyjum
Caneel Bay, St. John, Jómfrú-
eyjum, 11. de,s. — AP—NTB —
LYNDA BIRD, dóttir Lyndons
B. Johnsons, forseta Bandaríkj-
anna og eigrinmaðar hennar,
Charies S. Robb höfuðsmaður,
komu í gærkveldi til Caneel Bay
á Jómfrúeyjum, þar sem þau
hyggrjast dveljast hveitibrauðs-
dagana. Verða þau þar á lúxus-
setri, sem Laurence Rockefell-
er, bróðir Nelsons, ríkisstjóra, á
þar.
BrúSkaup þeirra Lyndu og
Oharles S. Robb fór fram sl.
laugardag í Hvíta húsinu — og
var það í fyrsta sinn 1 53 ár,
sem forsetadótitir giftir sig þar.
Athöfnin tók ekki nema tólf mín
útur, en að henni lokinni var
haldin móttaka fyrir 500 gesti.
Ekki var sjónvarpað frá hjóna
vígslunni, en að henni lokinni
fiutti NBC sjónvarpssitöðin dag
skrá, þar sem skýrt var frá
helztu atriðum í undirbúningi
gígslunnar og sýndar myndir af
gestunum er þeir komu til
Hvíta hússins.
Forsetinn var hinn kátasti
meðan á brúðkaupinu stóð, fékk
sér myndarlega af brúðkaups-
tertunni, að því er NTB eegir og
setlaði að gerast svo djarfur að
hleypa hundinium „Yuka“ inn til
gesitanna. En þá koun fiorseta-
frúin tiíl skjalanna og bannaði
honum það.
St. John-eyja er einn þeirra
staða, sem Columbus kom til á
annarri Ameríkuferð sinni, ár-
ið 1943. Hún er tæpa 5 km aust-
ur af St. Thomas og 64 km norð-
ur af St. Cnoix.
Ekki er vitað, hve lengi þau
Lynda og Charles E, Robb
hyggjaat dveljast þar og yfirleitt
hafa þau ekkert látið uppskátt
um fyrirætlanir sínar. Það eitt
er vitað, að Robb verður send-
ur til Vietnam með voriniu.
Oiíuskort-
ur í USA?
New York *.
Laurence Stuntz.
ROBERT Kennedy, öldung-
ardeildarþingmaður frá New
York, hefur lýst þeirri skoð-
un sinni, að verði veturinm
harður þar í liandi, megi bú-
ast við, að ekki verði naeg
olíu til húsakyndingar. Fleiri
hafa látið uppi þetta sarna |
álit, og spá heimiliskuldum í
norðausturríkjunum Banda-
ríkjanna.
Miklir kuldar hafa gengið
yfir Bandaríkin síðustu vik-
urnar og nóvember varð kald_
asti nóvembermánuður í átba
ár. Allt þetta hefur orðið til-
efni til barkalegra árása á nú-
gildandi kvóta á innfluttri
olíu.
Ýmsir forsvarsmenn olíu-
félaganna segja á hinn bóg-
inn, að enginn ástæða sé til
að búast við olíuskorti. En
eitt bandarískt olíufélag hef-
ur þó sagt, að birgðir þess
séu 3 milljónum tonnum
minni en í fyrra.
Nú má ekki flytja meira
olíumagn inn en því sem
nemur 12.2% af notbuin.
Væri kvótinn hækkaður er
álit manna, að þá ykizt inn-
flutningur frá Venuzuela og
Austurlöndum nær verulega.
í STUTTll M\
STÓRSMYGL
Stokkhólmi, 12. des. (NTB)
Sænska tollgæzlan áætlar
að um einni milljón lítra af
áfengi hafi í ár verið s«nygl-
að til Svíþjóðar og Finnlands
frá Austur-Þýzkalandi. í
hvoru landi fyrir sig hafa toll
gæzlumenn lagt hald á um 59
þúsund lítra af áfengi, sem
smygla átti frá Austur-Þýzka
landi, en yfirvöldin telja það
ekki nema smáræði miðað
við það magn, siem komst
óáreitt á leiðarenda.
7
1
færi í verðlagsnefnd. Odda-
maður var síðan skipaður,
enda fyrirfram vitað, að erfitt
mundi, a.m. k. fyrst í stað að
ná samkomulagi milli þessara
tveggja hópa.
Hér er að vissu leyti um
að ræða svipað fyrirkomulag
og nú hefur um alllangt skeið
verið við ákvörðun verðs
sjávarafurða og gefizt hefur
allvel. Þar hafa umboðsmenn
hinna ýmsu hagsmunahópa
haft beina aðild, en síðan
verið tilkvaddur oddamaður
til að skera úr ágreiningi, og
hefur hann ýmist greitt at-
kvæði með fiskkaupendum
eða fiskseljendum og jafnvel
kveðið einn upp úrskurð.
Kaupmenn una því illa, að
oddamaður í verðlagsnefnd
skyldi að þessu sinni greiða
atkvæði með fulltrúum laun-
þega, en þótt svo færi ættu
kaupmenn að hugleiða,
að þeir hafa fengið
beina aðild að verðlagning-
unni og geta haft áhrif í
verðlagsnefndinni sjálfri. Og
ákvæði þau er ríkja eiga nær
allt næsta ár, eru meira
virði en þau bráðabirgða
ákvæði, sem nú varð að setja
til að eðlileg viðskipti gætu
hafizt.
Meginatriðið er þó hitt, að
ekki er hugmyndin að sú
skipun verðlagsnefndar, sem
nú hefur verið ákveðin,
gildi nema til eins árs, og
vissulega ber að vinna að því,
að á þeim tíma komist á slíkt
jafnvægi í viðskiptum, að.
ekki þurfi lengur á verðlags-
höftum að halda. Það á að
vera meginbaráttumál, ekki
einungis verzlunarmanna,
heldur allra þeirra, sem skilja
nauðsyn frjálsrar verzlunar
og hvert hagræði hún er
fyrir neytendur. Tímabundið
ástand getur vissulega verið
erfitt, en landslýður allur býr
nú við erfiðleika af utanað-
komandi ástæðum og þær
byrðar verða allir að axla.
Hitt er meginatriðið, að fram
búðarskipun mála verði með
heilbrigðum hætti. Og vissu-
lega ber að vona og treysta,
að menn séu nú að gera sér
grein fyrir því, að frjáls sam-
keppni er hagkvæmari en
opinber afskipti.