Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES. 1967
17
Jóhann Hjólmarsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
UÓÐ UM TÍMAMÓT
Erlendur Jónsson:
SKUGGAR Á TORGI.
Helgafell. Reykjavík 1967.
í LJÓÐABÓK Erlendar Jónsson-
ar, Skuggar á torgi, er bálkur
sem nefnist Vinnumannskvæði.
Ljóð þetta fjallar um vinnu-
manninn, smáða og lítils metna,
sem verður að láta sér nægja
tvö hundruð krónur í peningum
á ári að launum ásamt lélegu
fæði og rúmbæli. Þessi vinnu-
maður er hvorki ungur né gam-
all; við kynnumst ýmsum
raunum hans „í þessari svoköll-
uðu kreppu.“ En í fjórða og
seinasta kafla hefur eitthvað
gerst:
Og þó gerist allt í einu þetta
undarlega,
eins og ókunnur þytur fari um
loft,
lævi blandið. Herlúður framandi
veraldar
gellur í afdalnum.
Ár: nítján hundruð og fjörutíu.
Ég hrekk upp af löngum og
höfgum dvala,
sparka emileraða koppnum út í
horn;
fúlsa við skyrhræringi, heimta
rjómakaffi;
segi húsbónda mínum til synd-
anna;
mælist til, að bóndasonur sjái
sjálfur
um lappirnar á truntum sínum;
klappa heimasætunni á sitjand-
ann;
treð lörfum mínum í strigapoka;
kasta kveðju á hyskið
og held mína leið, suður,
frjáls maður í hernumdu landi.
Ljóð Erlendar fjallar um tíma-
mót; honum eru tímamót jafnan
ofarlega í huga. í öðru ljóði,
einnig það langt og yrkisefnið
hinn fátæki og umkomulausi,
stendur til dæmis þetta:
Ég er staddur á krossgötum, þar
sem allur vegur
byrjar og endar; þar sem áfangi
hefst og áfanga
lýkur; þar sem dagur og nótt
renna saman eins og
línur, sem skerast á fleti. Og
rúnir dags og
nætur les ég í Jónsmessunætur-
dögg.
En hverfum aftur til Vinnu-
mannskvæðis. Það er ljóst, að
Erlendur er hér að segja mikla
sögu. Ekkert minna en hið nýja
velferðarþjóðfélag er framund-
an hjá þeim manni, sem áður
lét skipa sér fyrir verkum og
mátti ekki óhlýðnast, því þá var
honum hætta búin; smælinginn
er risinn upp til vitneskju um
afl sitt; ef hann getur unnið,
og hefur einhvern kjark til þess
að fara suður, er aldrei að vita
hvað tíminn ber í skauti.
Bæði Vinnumannskvæði Er-
lendar, og Jónsmessa, ásamt öðr-
um ljóðum bókarinnar lýsa sögu
legu viðhorfi, þau eru epísk á
sinn hátt og prósaísk. Að þessu
leyti minnir Erlendur á Jón úr
Vör, einkum Þorpsljóðin og
margt annað sem Jón hefur sent
frá sér seinustu árin. Það verð-
ur samt ekki sagt með sanngirni,
að Erlendur sé lærisveinn Jóns,
eða undir of sterkum áhrifum
frá honum, þannig að það veiki
meiningar hans. Erlendur er á
sama hátt tengdur Þorpi Jóns
úr Vör, og Jón sjálfur sver sig
í ætt við Stein í fyrstu bókum
sínum eða Örn Arnarson.
Vinnumannskvæði Erlendar
Jónssonar er fróðlegur skáld-
skapur, sennilega best heppnaða,
eða með bestu ljóðum bókarinn-
ar, þeirra sem höfundurinn ætl-
ar mestan hlut. Erlendur ræðst
ekki til atlögu við svo lítið í
þessu ljóði eins og ég hef bent
á, og ætla mér ekki að fjölyrða
um. Aftur á móti sýnast hinar
djörfu tilraunir hans eins og
Horfinn skógur, Kjalvegur,
Goðafoss og Stekkjarlækur, ekki
þess umkomnar að tjá eftir-
minnilega það sem fyrir höfund-
inum vakir. Það er eins og höf-
undurinn hafi ekki í þessum
ljóðum náð þeirri leikni í með-
ferð bæði máls og myndar, sem
nauðsynlegt verður að teljast
skáldum. En ekki skal ég bera
á móti því, að ýmislegt er at-
hyglisvert í ljóðunum og sumt
vel mælt:
Að Fljótinu ég kom.
Þá var kvöld.
Sól var sigin til fjalla,
svalt yfir dimmgrænum dölum.
Þá var kvöld,
— þá var kvöld, og
skuggi bergsins féll um stund
á fossins bláa hyl
og huldi sérhvert andartak,
sem áður var.
(Goðafoss)
°g: /
Frá bakka þessa lækjar
lagðir þú forðum út í heiminn,
snauður og heimskur
eins og yrðlingur,
sem skríður fyrsta sinn út úr
greni
og sér, að það er heimur,
að það er jörð og vatn.
Þú þráðir ekki frægð,
heldur yl.
En kaldir vindar blésu
að vitum vér.
(Stekkj arlækur ).
Erlendi verður að virða það
til vorkunnar, hve geist hann
ríður um velli liðinnar sögu og
minninga; honum sést ekki fyr-
ir.
Erlendur Jónsson er vitsmuna-
skáld fremur er lýrískt. Hann
er ekki skáld hins leiftrandi
andartaks, hugljómunar sem op-
inberar á dularfullan hátt áður
þokukennd sannindi, og býr
þeim hljóm og lit við hæfi róm-
antískrar lífsmyndar. Hann er
raunsæisskáld, hversdagsskáld
eins og Jón úr Vör. Og hann á
það til að yrkja gaman og ádeilu
ljóð ekki í ósvipuðum stíl og
Jón, og með furðu líkum and-
blæ, eins og til dæmis Framlag
til íslenzkra fræða, og Fagrar
bókmenntir. Eg verð að gangast
við þeim veikleika mínum, að
hafa smáskemmtun af þessum
fyndnu og skorinorðu ljóðmæl-
um. En öllu alvarlegra er gam-
anið í Heilræði móður, sem ég
ætla að birta hér í þeirri von
að það verði lesið af ungum
heimasætum, og þær læri eitt-
hvað af því, ef þær þá þurfa
þess með:
Dóttir mín,
kræktu þér í hægan,
hversdagsgæfan mann,
sem ekki er haldinn neinum
óheimilislegum tilhneigingum,
en kann að meta góðar
smákökur;
situr heima á kvöldin
og reykir pípu
og les blöðin
og horfir á sjónvarpið;
spilar brids
við kunningjana
tvisvar í mánuði;
fer út með börnin
sparibúin
á sunnudagsmorgnum;
og heilsar tengdamóður sinni
með kossi,
þegar hún kemur
í heimsókn.
Dóttir mín,
kræktu þér í
svoleiðis mann.
Ef til vill sýnir þetta heil-
ræði aðeins, að Erlendur hefur
gluggað í Pound; einnig er það
ljóst af fyrsta kvæði bókarinn-
ar, Litverpar minningar, að T.
S. Eliot er honum ekki heldur
framandi. Hefðbudnu gaman-
kvæðin finnst mér skorta þá
beinskeyttu, en um leið yfirveg-
uðu gagnrýni, sem órímuðu ljóð-
in búa yfir.
f Skuggum á torgi, er að finna
þýðingar á ljóðum eftir enskt
skáld, Charles Tomlinson. Öll
sækja ljóð þessi yrkisefni sín
til bandarískra lífshátta, og gott
dæmi um aðferð skáldsins er
Gamall maður í Valdez:
Engar bækur, engir söngvar
teljast til hins
áttræða minnis:
Hann veit, hvar
Indíánagrafirnar eru
í skóginum, minnist
dagsins, sem Apakkar
læddust inn í Valdez
og námu á brott
Erlendur Jónsson
dreng, sem
fjörutíu árum síðar
kom til baka,
einhentur, og sagði:
Ég heyrði ykkur alla
leita, en ég
þorð’ ekki hrópa
af ótta við þeir mundu.
Indíánarnir
höfðu þjálfað herfang sitt
sem einhentan þjóf.
Og enginn þjófur, sagði gamli
maðurinn,
jafnaðist á við hann
í Valdez.
Þessi Ijóð Tomlinsons eru
nýstárleg, og virðast vel þýdd.
Það er frekar að bók Erlendar
hafi af þeim ávinning en að þau
veiki hana. Hér áður fyrr tíðk-
aðist það að hafa þýðingar og
eigin ljóð saman í bókum, þessu
hafa nokkrir íslenzkir höfund-
ar haldið fram á þennan dag.
Hins vegar tel ég að þýðingar,
sem unnið er að markvíst, græði
á því að koma sér í bók. En
nú er ég að fara út í aðra
sálma.
Skuggar á torgi, fyrsta ljóða-
bók Erlendar Jónssonar, er ein
af þeim bókum sem sýna og
| sanna, að það er hreyfing og
töluvert líf í islenskri ljóðagerð
um þessar mundir, ekki síður
en í skáldsagnagerðinni. Eflaust
geldur Erlendur þess fremur en
nýtur í mati ljóðaunnenda á hon
um, að hann er einn af mikil-
hæfari bókmenntagagnrýnend-
um okkar; viðhorf hans eru um-
deild, en vekja alltaf athygli.
Fólk er nú einu sinni þannig
gert, að hafa tilhneigingu til
að gera meiri kröfur til þeirra,
sem telja sig geta leiðbeint öðr-
um, en hinna sem láta sér nægja
að vera misskilin „formbylting-
arskáld“, eða áhangendur
„fornra þjóðlegra verðmæta“,
svo gripið sé til hátíðlegs orða-
lags ættaðs annars staðar frá.
Erlendur kemur varla til með
að hafa áhrif á mótun íslenskr-
ar ljóðagerðar í framtíðinni með
þessari ljóðabók, en hann hef-
ur kvatt sér hljóðs, svo að eftir
verður tekið.
Jóhann Hjálmarsson.
Bætt verður lýsing barna-
heimilanna við Dalbraut
BORGARSTJORN samþykkti á
fimmtudag að fela Borgarráði
að koma upp nú þegar nauð-
synlegri lýsingu á leiksvæðum
barnaheimilanna við Dalbraut.
Einnig að bæta lýsingu við að-
komu barnaheimilanna.
Guðmundur Vigfússon mælti
fyrir tillögunni, og sagði, að
lýsingarskortur við barnaheim-
ilin væri mjög bagalegur fyrir
starfsstúlkur svo og þá, er kæmu
til heimiíanna.
Einnig tók til máls Birgir Isl.
Gunnarsson (S) og kvaðst vera
sammála tillögunni í öllum meg-
inatrfðum, en hins vegar væru
í henni smáatriði, er rétt væri að
orða á annan veg. Gerði hann
tillögu þar um og var tillagan
samþykkt samhljóða í því formi.
Sú ást brennur heitast“
— skáldsaga eftir Benzoni
KOMIN F.R ÚT skáldsagan „Sú
ást brennur heitastM eftir frönsku
skáldkonuna Juliette Benzoni.
Benzoni er fædd og uppalin í
Paris, tók B.A. próf í heim-
speki og embættispróf í lögum,
en lagði síðan stund á ritstörf.
Aðalpersóna sögunnar er Cat-
herine Legoix, dóttir gullsmiðs í
París. Ung kynmtist hún skelf-
ingurn og griimmd IMsins í Frakk
landi, meðan á 100 ára stríðinu
stóð. Catherine óx upp og varð
óvenjiulega fögur og eftirsótt.
Samt tókst henni ekki að vinna
ástir þess manns, sem hún þarfn-
aðÍ9t öLlu öðru fremur.
Þetta er fyrsta sagan um Cat-
herine, en þær eru nú orðnar
fleiri og hafa aflað höfundi sín-
um mikillar frægðar víða um
heim.
„Sú ást brennur heitast“ er 298
blaðsíður að stærð. Útgefandi er
Hilmir h.f., en þýðandi Sigurður
Hreiðar.
Þýzk stúlka, búsett á Islandi
- hlýtur verðlaun fyrir Ijóðlist
UNG, þýzk skáldkona. Helga
M. Novak, sem búsett er á
Islandi og gift íslenzkum
manni, hefur verið sæmd bók
menntaverðlaunum fyrir ljóð
list sína úr sjóði, sem kennd
ur er við Rudolf Alexander
Schröder. Nema verðlaunin
10.000 þýzkum mörkum og
verða afhent í Ráðhúsinu í
Bremen 26. janúar 1868 á 90
ára afmælisdegi Schröders.
Að því er Morgunblaðið hef
ur frétt. fær Helga þessi verð
laun fyrir nýjustu ljóðabók
sina, „Colloquium mit vier
Háuten“, sem kom út á þessu
ári hjá bókaforlaginu Her-
mann Luchterhand. er áður
hafði gefið út fyrstu ljóðabók
hennar „Ballade von der
Reisenda Anna“. Einnig hafa
ljóð hennar birzt í þýzkum
tímaritum og verið lesin í út
varpi þar í landi.
Helga M. Novak fæddist ár
ið 1935 í Berlín .Hún stund-
aði nám í heimspeki og blaða
mennsku við háskólann í
Leipzig, en vann síðan ýmis
störf, milli þess sem hún ferð
aðist. m.a. til Frakklands,
Spánar og Bandaríkjanna.
Til fslands kom Helga ár-
ið 1961. í viðtali við Morgun-
blaðið sagðist hún hafa
kynnzt manni sínum, Þór Vig
fússyni, í háskólanum í Leip
zig. Hann hefði verið þar við
hagfræðinám. Þau giftu sig í
Þýzkalandi árið 1960 og eiga
nú heima á Laugarvatni, en
Þór er kennari við mennt.a-
skólann þar. Helga stairfar
öðru hverju við verksmiðj-
una Álafoss, en undanfarin
ár kvaðst hún haifa ferðast.
þegar hún hefði getað, m.a.
um Grikkland og ftalíu.
Hún kvaðst svo til nýkom-
in heim frá Þýzkalandi, hún
hefði farið þang.að í október
til þess að lesa uipp Ijóð sín
í rithöfundafélaginu „Gruppe
47“ sem helztu ungu rithöf-
undar og skáld Þjóðverja
eiga aðild að, þeirra á meðal
rithöfundurinn Gúntfher
Gr.ass og Ijóðskáldið Hans
Magnus Enzensberger. sem
hún sagði standa einna fremst
í bókmenntum yngrí kynslóð
arinnar í V-tÞýzkalandi í dag.
„Við vorum í haust eitthvað
um 70 talsins í „Gruppe 47“,
sagði Helga. „við komum sam
an og lesum upp verk okk-
ar sem síðan eru rökrædd og
gagnrýnd".
Helga sagðist auðvitað
mjög ánægð með verðlaunin
— en hún hefði síður viljað
fara aftur utan í 'janúar,
vegna vinnunar, en hún hefði
fengið bréf um, að hún yrði
að fara, svo því yrði víst
ekki breytt.
Hvað hún ætlaði að gera
við peningana?
— Það veit ég ekki, svar-
Helga. M. Novak.
aði Helga. Ég kem strax atft- ý
ur að vinna eftir afhending-
una, en fer sennilega í ferðalag
í vor, verð eitthvað í Berlín
fer svq ef til vill eittihvað
fleira.