Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES. 1967 19 ERLENT YFIRLIT Sovézki kommúnistaleiðtoginn S helenin ásamt norður-víetnömsk um ráðherra, La Chang. Sœtta Bretar sig við aukaaðild? ÓBILGIRNI de Gaulles forseta á blaðamannafundinum er hann hélt í nóvemberlok virtist stað- festa, að hann sé staðráðinn í að loka dyrunum að Efnahagsbanda laginu fyrir Bretum öðru sinni og þá um leið fyrir Dönum, Norðmönnum og írum, sem einn ig hafa sótt um aðild að banda- laginu. En þótt mótsagnakennt kunni að virðast, eru enn fyrir hendi talsvert góðir möguleikar á lausn marka'ðsvandamála Evr- ópu. Ástæðan er í fyrsta lagi sú, að á blaðamannafundinum gat hershöfðinginn í fyrsta skipti um aðra möguleika á lausn þess- ara vandamála en fulla aðild og í öðru lagi sú, að helztu tals- menn forsetans hafa túlkað um- mæli hans á jákvæðan hátt. Formaður þingflokks gaullista á þingi Efnahagsbandalagsins, Jean de Lipowski, hefur látið svo um mælt, að reyna beri að De Gaulle koma því til leiðar, að Bretar fái vissan umþóttunartíma áður en þeim vedði veitt full aðild að bandalaginu og á þessum tíma njóti þeir vissra réttinda, sem nánar skuli skilgreind. Aðr- ir ræðumenn gaullista á þingi EBE í Strassborg hafa talað í sama dúr, og auk þess hefur mikilvægasti stuðningsmaður de Gaulle á þingi, Valery Giscard d’Estaing fyrrum fjármálaráð- herra, beitt sér fyrir slíkri lausn. Hann telur, að ákveða skuli ná- kvæmlega þann tíma, er skuli líða þangað til Bretar, Danir, Norðmenn og írar fái fulla að- ild. D’Estaing er sammála de Gaulle um • nauðsyn róttækra breytinga í brezkum efnahags- málum, en vill samningaviðræð- ur um bráðabirgðalausn. Vestur- þýzki utanríkisráðherrann, Willy Brandt, lagði til skömmu eftir blaðamannafund hershöfðingj- ans, að Bretar fengju aðild smátt og smátt, stig af stigi, og fær þessi skoðun sífellt aukið fylgi. Allt er nú komið undir því hvernig brezka stjórnin bregst við þessum möguleikum. Opin- berlega hefur afstaða brezku stjórnarinnar verið sú, að halda fast í umsókn sína um fulla að- ild og ekki sé hægt að fallast á a’ðra lausn. Hins vegar er senni- legt, að breyting eigi sér nú stað á hugsunarhætti Breta í raunsærri átt. Enginn vafi er á því, að áhrifamikil öfl innan EBE, ekki sízt í Vestur-Þýzka- landi, munu reyna að telja brezku stjórnina á að íhuga ástandið og kanna tillögurnar um, að fundin verði „önnur lausn“, er geti náð fram að ganga á næstu vikum eða mán- uðum. Áður en málin taka þessa stefnu má búast við hörðum deil- um innan Efnahagsbandalagsins. Þau ummæli de Gaulles, a’ð Bret- ar séu óhæfir til þess að eiga aðild að bandalaginu, og rök þau sem hann færði máli sínu til stuðnings, hafa vakið almenna reiði og beiskju, og langsam- lega flestir vísa röksemdum hers höfðingjans á bug. Belgískir full- trúar á þingi EBE hafa látið svo um mælt, að de Gaulle hafi troðið á sjálfsákvörðunarrétti aðildarlandanna, að hann reyni að þröngva skoðunum sínum upp á aðra og sé gersamlega rök- heldur. Eins og venjulega er gremjan mest í Hollandi og Belgíu. Ekki verður komizt hjá snörpum orða- skiptum á utanríkisráðherra- fundi bandalagsins í Briissel, ef fulltrúi Frakklands, Couve de Murville, lætur við það sitja að endurtaka orð hershöfðingjans og gerir ekkert til að auka bjart- sni manna á að samkomulag geti tekizt. En sennilegt er, að þessi deila standi aðeins skamma hríð, og hvað svo sem gerist mun Efnahagsbandalagi’ð ekki splundr ast. Ekkert hinna sex aðildar- ríkja getur séð sér hag í því að kljúfa bandalag, sem hefur fært þeim stórkostlegan ávinn- ing. Hótanir de Gaulles um að Efnahagsbandalagið splundrist verði aðild Beta knúin fram, á áreiðanlega að skiljast þannig, að Frakkar muni segja sig úr bandalaginu, en hér er um innan tóma hótun að ræða. Úrsögn Frakka úr bandalaginu mundi koma harðast niður á þeim sjálf- um og valda skakkaföllum í efnahagsmálum og stjórnmálum. Hver ætti t. d. að styrkja fransk- an landbúnað ef framlög frá Vestur-Þýzkalandi, sem nema mörgum milljör'ðum króna, hætta að berast? Deila Crikkja og Tyrkja hjaðnar DEILA Grikkja og Tyrkja út af Kýpur er að hjaðna, í bili. Ljúka á við að framfylgja ákvæðum samnings ríkisstjórna Grikklands og Tyrklands um brottflutning ólöglegra hersveita þessara landa frá eynni fyrir 18. janúar, og þá eiga að vera eftir á eynni 950 grískir og 650 tyrkneskir her- menn samkvæmt samningunum frá 1960 um sjálfstæði Kýpur. Ekki er vitað með vissu um fjölda grískra og tyrkneskra her- manna á Kýpur, þar sem þeir hafa verið sendir þangað á laun í trássi við samningana frá 1960, en talið er að alls verði 8.500 grískir og 1.200 tyrkneskir her- menn fluttir burtu. Fyrsta gríska hersveitin hefur þegar verfð flutt á brott. Enn eru ýmis mál, er valdið hafa ágreiningi, óleyst, ekki sízt deilan um Þjóðarvarðlið Kýpur- Grikkja, sem Tyrkir krefjast að leyst verði upp, þannig að stig- ið verði fyrsta skrefið í átt til af- vopnunar á eynni, en það eru fleiri en Tyrkir sem hafa hvatt til þess, að að þessu verði stefnt. Tyrkir krefjast þess einn- ig, að hinar sérlegu lögreglu- sveitir, sem Makarios forseti hef ur komið á fót, vedði leystar upp. U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Cyrus Vance, hinn sérlegi sendimaður Johnsons Bandaríkjaforseta,-sem hafa manna mest stuðlað að því að samkomulag tókst, munu að öllum likindum leggja þetta mál fyrir Öryggisráð SÞ, sem kemur saman á föstudag, meðal annars til að taka afstöðu til þess hvort dvöl friðargæzlusveita SÞ. á eynni skuli framlengd og hvort víkka skuli út starfssvið gæzlu- liðsins. Um þa'ð er rætt, að nauð- synlegt sé að gæzluliðið fái auk- in völd, fleiri verkefni og að fjölgað verði í liðinu, sem nú er skipað 4.500 mönnum. Fjölgun í liðinu verður óhjákvæmileg, ef Þjóðarvarðliðið verður leyst upp og SÞ eiga a’ð bera ábyrgð á því að halda uppi lögum og reglu. Vietnam fyrir Öryggisráðið? FRAM til þessa hafa stjórnin í Norður-Víetnam, Þjóðfrelsis- fylkingin í Suður-Víetnam (stjórnmálahreyfing Víet Cong), sovétstjórnin og stjórnir annarra kommúnistalanda lagzt gegn þeirri hugmjmd Bandaríkja- manna, að Víetnammálið verði tekið til meðferðar í Öryggis- ráði SÞ. Nú bendir margt til þess að afstaða Rússa og banda- manna þeirra sé að breytast, og er ástæðan sú, að kommúnista- ríkin gera sér vonir um, a’ð ör- yggisráðið bjóði Víet Cong og Norður-Víetnamstjórn að senda áheyrnarfulltrúa á fundi ráðsins. Fái Viet Cong og Norður-Víet- namstjórn að senda fulltrúa til SÞ er ljóst, að þar með býðst. ákjósanlegt tækifæri til að hafa áhrif á almenningsálitið í heim- inum, hefja Víet Cong til skýj- anna og ófrægja Bandaríkin og bandalagsþjóðir þeirra. Þjóð- frelsisfylkingin hefur þegar sýnt fram á, að þetta er það sem fyr- ir henni vakir nú, því að í haust reyndi hreyfingin að fá að senda tvo fulltrúa á Allsherjarþingið og tók fram, að fulltrúarnir hefðu ekki áhuga á því að starfa hjá heimssamtökunum eða fylgj- ast með fundahöldum sem áheyrnarfulltrúar, líkt og full- trúar Suður-Víetnamstjórnar, en hins vegar mundu þeir ekki neita að koma fram í sjónvarpi og út- varpi eða ræða við blaðamenn, ef þess væri óskað. En þótt vera fulltrúa í a'ðal- stöðvunum hefði óneitanlega mik ið áróðursgildi, þykir margt benda til þess, að áhugi Norður- Víetnammanna á að senda full- trúa þangað beri vott um það, að efasemdir geri nú vart við sig í Hanoi og höfuðborgum annarra kommúnistalanda með tilliti til stríðsins, sem gengur síður en svo vel frá þeirra bæj- ardyrum séð þrátt fvrir hina hör’ðu baráttu andstæðinga stríðsins í Bandaríkjunum. Þar sem þannig sé ástatt geti nær- vera sendinefndar víetnamskra kommúnista í aðalstöðvum SÞ aukið á ágreininginn í Banda- ríkjunum á síðustu mánuðunum fyrir forsetakosningarnar fyrir utan það að hafa áhrif á al- menningsálitið í heiminum. Að undanförnu hafa ráðamenn í Hanoi komið á kreik þeim orð- rómi, að þeir geri ekki ráð fyrir því að breyting vertii á stefnu Bandarikjastjórnar eftir forseta- kosningarnar, en sérfræðingar, sem eru síður en svo ánægðir með stefnu Bandaríkjastjórnar, draga þetta mjög í efa. Þeir telja, að Hanoistjórnin geri sér einmitt vonir um breytingu á stefnu Bandaríkjastjórnar og að ein aðferðin til að ná þessu marki sé sú að ala á ágreiningi um styrjöldina í Bandaríkjunum með öllum tiltækum ráðum. Ef þetta er rétt, þá mundi nær- vera harðsnúins og sannfærandi áróðursliðs í New York vera Norður-Víetnammönnum mikill styrkur. Sennilega finnst kommúnistum í Víetnam og verndurum þeirra í Moskvu þetta meira máli skipta en hvernig umræðum í Örygg- isráðinu mundi lykta. Rúmenar breyta skipulaginu ÁKVARÐANIR þær, sem teknar voru á nýafstöðnu þingi rú- menska kommúnistaflokksins, munu valda róttækum breyting- um á uppbyggingu flokksræðis og ríkisvalds í Rúmeníu á fjöl- mörgum svi’ðum. Breytingar þær, sem fyrirhugaðar eru á embætt- ismannastjórninni og stjórn iðn- aðarins og atvinnulífsins, eiga að gera skipulagið sem hagkvæm ast og tryggja að sem mestum árangri verði náð á öllum svið- um. Aðaláherzlan verður á það lögð að koma í veg fyrir a'ð rík- isstofnanir og flokksráð, sem fjalla um lík mál, vinni sama verkið tvisvar sinnum. Binda á enda á slíkan „tvíverknað" jafnt hjá þeim sem eru tiltölulega lágt settir í stjórnum fyrirtækja og í þeim stjórnum og ráðum, sem mestu ráða. Þessar umbæt- ur miða ekki hvað sízt að því Ccusescu að tryggja, að flokkurinn geti haft eftirlit með öllum mikilvæg- ustu störfum, en hingað til hef- ur flokkurinn haft slíkt eftirlit á hendi ásamt ríkisstjórninni, en ekki einn. Þessi sameining flokksræðis og ríkisvalds kemur gleggst fram í þeirri ákvörðun flokksþingsins, að a'ðalritari flokksins, Nicolae Ceusesceu, skuli jafnframt gegna embætti forseta. Sameining þess- ara tveggja embætta á að stuðla að þvi, að umbótaáætlun þeirri, sem Ceusescu sjálfur hefur beitt sér fyrir, verði hrundið í fram- kvæmd á sem skjótastan og tryggastan hátt. Ceusescu hefur verið helzti forvígismaður hinnar sjálfstæðu stefnu Rúmena í utanríkismál- um. Þótt hann sé fylgjandi því, að Rúmenar hafi nána samvinnu við Sovétríkin og önnur kommún istariki á sviðum stjórnmála og efnahagsmála, vill hann ekki vera bundinn við pólitískar kennisetningar, sem samræmast ekki eigin hagsmunum Rúmeníu. Hann vill þvert á móti samlaga stefnu landsins gagnvart Austur- Evrópu og Vestur-Evrópu brýn- ustu þörfum og hagsmunum Framhald á bls. 21 Hluti af innrásarliði Tyrkja, sem nú hefur ver ið tvístrað. Myndin var tekin í hafnarborginni Mersin í Suðaustur-Tyrklandi þegar ófriðarhætt an var sem mest í nóvemberlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.