Morgunblaðið - 17.01.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MTÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1&68
3
Barnard
svarar
gagnrýni
París, 16. jan. NTB.
S-AFRÍSKI skurðlæknirinn,
Chris Barnard, hefur svarað ým-
is konar gagnrýni, sem fram
hefur komið á hjartagræðslu-
starfsemi hans að undanförnu.
Kemur svar hans fram í viðtali
við vikublaðið „Paris Match“.
Þar segir hann að gagnrýnin,
sem fram hefur komið, byggist
á heimsku, fávizku og illgirni.
Heimsku og illgirni segir hann
orsök þeirra ummæla ýmissa að-
ila, að hann hafi ekki gert allt,
sem hægt var, til þess að bjarga
lífi þeirra tveggja, sem hjörtun
voru tekin úr, — Denise Dar-
vall í fyrra sinnið og Clive
Haupt í síðara skiptið — en þau
voru bæði ungar manneskjur.
Staðhæfir Barnard, að bæði hafi
þau hlotið slíka heilaskaða, a’ð
þau hefðu aldrei getað lifað
nema í fáeinar klukkustundir
til viðbótar, hvað sem fyrir þau
hefði verið gert.
Þá ræddi hann þær raddir,
sem fram hafa komið um, að
hann hafi ekki haft neina heim-
ild til þess að framkvæma hjarta
græðsluna, fyrr en úr því væri
skorið, að líkaminn myndaði
ekki mótefni gegn framandi
hjarta. Þetta sag*ði hann sagt af
fávizku. „í hvert sinn, sem lækn
ar hafa tekið áhættur, hefur
læknisfræðin sem vísindi sigrað
hleypidóma,“ sagði hann og
bætti við, að hjartaflutningur
hefði minni aukaverkanir en
flutningur riýrna, en menn hefðu
sveipað hjartað allskyns tilfinn-
ingasemi og tekið til þess
ákveðna afstöðu, sem einstöku
aðilar létu svo hafa áhrif á dóm-
greind sína.
Þegar rætt var um þá forystu,
sem Suður-Afríka hefði nú í
framkvæmd hjartagræ’ðsluað-
gerða, sagði Chris Barnard, að
hún væri til komin vegna þess,
að læknar í Suður-Afríku hefðu
leyfi til að taka áhættu. í Evr-
ópu hefði enginn læknir leyfi
til þess að gera neitt slíkt og
þess vegna væru skurðlækning-
ar í Evrópu „deyjandi sérgrein“,
eins og hann komst að orði
Nýr sendiherro
Rússn ú Kúbu
Washngton, 16. jan. AP.
• SOVÉTSTJÓRNIN hefur nú
loks skipað nýjan sendiherra
á Kúbu. Er það Aievander A.
Soldatov, 53 ára að aldri og
mjög reyndur diplomat, hefur
meðal annars verið sendiherra
lands síns í London.
Talið er, að skipan þessa
m.anns í embættið sé til komin
af óánægju Sovétstjórnarinnar
með það, hvernig Fidel Castro.
forsætisráðherra, hefur höndlað
efnahagsmál landsins og hversu
skæruliðastarfsemi hans í Mið-
og Suður Ameríku hefur lítinn
árangur borið. Hefur stjórnin í
Kreml lengi efast iim, að hún
sé til þess faliin að efla gengi
kommúnismans þar um slóðir
og með þeim efasemdum bakað
sér reiði og andúð Castros.
Haft er eftir góðum heimild-
uim í Havana, að Sovétstjórnin
hafi í nóvember sl. sent nokkra
efnahagsshérfræðinga til Kúbu,
að beiðni Castros sjálils. Hafi
þeir tilkynnt, er heilm kom, að
stefna Castros í landbúnaðar-
málum væri tóm vitleysa
Caronia seld
til Júgóslavíu
ar niður í nóvember sl. Skip-
inu var h-leypt af stokkunum
í Clydetoank skipasmíðas.töðv-
unum í Skotlandi árið 1947 og
gaf Elizabeth II Englands-
drottning, sem þá var Eliza-
beth, prinsesisa, skipinu nafn.
London, 16. janúar — AP
• BREZKA farþegaskipiö
„Caronia“ hefur verið selt til
Júgóslavíu, að því er Cun-
ard-skipafélagið hefur til-
kynnt og er ætlunin, að nota
skipið þar sem fljótandi hótel.
Söluverð skipsins var
1040.000 sterlingspund.
Ferðir „Caroniu“ voru lagð
Skemmtiferðaskipið hefur
oft komið til ísiands um dag-
ana. Meðfylgjandi mynd var
tekin á Ytri höfninni í Reykja
vík.
Allir viðstaddlr
fögnuðu dómunum
— segir Izvestija og kallar þá
Cinsburg og Calanskov sníkjudýr
og siðlausa iðjuleysingja...
Moskvu, 16. jan. NTB.
Moskvu, 16. jan. NTB.
• STJÓRNARBLAÐIÐ „Izvest-
ija“ í Moskvu birdr í dag
langa grein um ungmennin
fjögur, sem hlutu þunga fang-
elsisdóma í síðustu viku. Segir
þar meðal annars að rithöfund-
arnir hafi ekki verið neinir rit-
höfundar heldur launaðir um-
boðsmenn rússnesku útflytjenda
samtakanna, NTS. Þar segir og,
að Galanskov, einn fjórmenn-
inganna hafi verið sníkjudýr á
þjóðfélaginu og hvað eftir annað
fengið orð í eyra fyrir andþjóð-
félagslega hegðun sína. En hann
með NTS“ segði Solokov, að því
er Izvestija henmir.
Izvestija gefur heldux ófagra
mynd af fjórmenningunum og
lýsir þeim sem siðlausum iðju-
leysingjum og vesalingum. Gins
burg til dæmis hafi fengizt við
mörg störf, segir blaðið honum
til hnjóðs og annaðhrvKxrt hætt
af sjálfsdáðum eða verið rekinn
fyiiir leti og sleifarlag.
Hann hafi verið dæmdur fyrir
svik árið 1960 og aftur verið
dreginn fyrir rétt fjórum árum
síðar, en verið látinn laus til
þess að gefa honum tækifæri tii
, að verða heiðarlegur verkamað-
hafi aldrei látið sér segjast. ur. ;jEn Ginsburg er ekki só
Ginsburg segir blaðið að sé sið- maðuir, að hann gæti orðið það,
laus iðjuleysingi. | hann lenti á villugötum á ný
Blaðið skýrir ýtarlega frá og komst loks í samband við
vitnisburði Aleksanders Brox
Solokovs, sem handtekinn var í
desember og á enn eftiir að mæta
fyrir rétti. Hann bar fyrir rétt-
inum í máli fjórmenninganna,
að hann hefði verið sendur sem
fuflltrúi NTS til Moskvu með;
peninga og skjöl, sem ætluð j
hefðu verið til að hjálpa Alex- j
ander Ginsburg. Við handtöku |
hans fundust m. a. myndir ef |
þeim fjórmenningunum Aleks- ■
ander Ginsburg, Jurí Galanskov, j
Aleksei Dobrovolski og Veru
Lasjkovu. Sokolov sagði, að,
ráðamenn NTS, sem hefðu sent ;
hatnn, hefðu sagt honum, að af-
henda ákveðnum manni umslag
er hann fékk með sér
og mundi þá fjórmenningunum
bjargað. Ennfremur bar hann,
að hann hefði fengið þær upplýs
ingar, að þeÍT Ginsburg,
Dobrovolskí og Galanskov væm
rithöfundar, og það hefðu
frönsku blöðin sagt, „þess vegna
vildi ég gjarna hjálpa þeim. Ég
héit þetta væru rithöfundar sem
sætu í fangelsi og beittir væru
ranglæti. En nú sé ég, að ég hef
verið gabbaður tvívegis. Ég sé
hér enga rithöfunda heldur af-
brotamenn, sem dæmdir eru
fyrir að hafa verið í slagtogi
andsovézku samtök n NTS“ segir
blaðið.
Galanskov er, sem fyrr segir
lýst sem „sníkudýri“, og sagt,
að hann hafi hvað eftir annað
verið ávítaður fyrir andþjóðfé-
lagslega hegðun sína, en ekki
látið af henni.
Dobrovolskí segir Izvestija, að
hafi tvívegis staðið fyrir rétti,
en stúlkan Lasjkova hafi haft
ákveðnu hlutverki að gegna, —
sem sé ,að vélrita og fjölrita
skjöl andsavézk að innihaldi og
að útbreiða bókmennir NTS:
Ekki segir blaðið hvaða bók-
menntir hafi verið þar á ferð,
en talið er víst, að átti sé við
hið forboðna bókmenntatímarif
„Fönix 66“ og „hvítu bókina“
um réttarhöldin i máli Daniels
og Sinayvskis.
• Loks segir blaðið, að dóm-
unum yfir fjórmenningunum
hafi verið fagnað mjög af þeim,
sem viðstaddir voru réttarhöldin,
enda hafi við uppkvaðningu
dómanna verið höfð hliðsjón af
persónuleikum hinna ákærðu,
framkomu og öðrum atriðum.
Svíar taka enn
við liðhlaupum
Stokkhólmi. 13. jan. AP
ÞRÍR bandarískir hermenn hafa
bætzt í liðhlaupahóp þann, sem
biðst hælis í Svíþjóð sem póli-
tískir flóttamenn. Hin sænska
„Vietnam nefnd“ hefur tekið lið
hlaupana upp á sína arma og
talsmaður nefndarinnar hefur
neitað að upplýsa nánar um
hvar í landinu og hvers vegna
þeir struku úr hernum banda-
ríska.
STAKSTEIIVAR
Áhyggjur skáldsins
Guðmundur Böðvarsson skáld
tekur stundum til máls í Þjóð-
viljanum, þegar honum er mikið
niðri fyrir. f gær skrifar hann
grein í Þjóðviljann, skömmu
eftir að dómarnir yfir sovézku
rithöfundunum voru felldir og
felmri sló á állt hugsandi fólk
í heiminum, ekki sízt skáld og rit
höfunda, sem þótti nærri sér
liöggvið. En fjallaði grein Guð-
i mundar Böðvarssonar þá ekki
um dómana í Sovétríkjunum,
um starfsbræður hans þar, sem
sendir hafa verið í þrælkunar-
vinnu? Nei, greinin fjallaði
ekki um örlög þeirra, sem gert
hafa sig seka um það eitt að
láta skoðun sína í ljós. Hún
fjallaði um Víetnam. Dómarnir
yfir rithöfundunum í Sovét eru
greinilega of lítilfjörlegt mál til
þess, að Guðmundur Böðvars-
son láti sig það skipta. Ef það
er misskilningur hjá Mbl. mun
það væntanlega koma í ljós í
Þjóðviljanum innan tíðar.
Atvinnuleysi
Það kemur raunar engum á
óvart, að Framsóknarblaðið
gerir tilraun til þess í gær að
láta líta svo út, sem atvinnu-
leysi það, sem gert hefur vart
við sig að undanfömu sé sök
ríkisstjórnarinnar og stefnu
Oennar. Það þarf engan að
undra á slíkum fullyrðingum
Framsóknarblaðsins. Það blað
og þeir sem að því standa hafa
sýnt það glögglega síðustu vikur
og mánuði að augn þeirra eru
ekki enn farin að opnast fyrir
þeirrí staðreynd, að þjóðarbúið
hefur orðið fyrir gífurlegum
áföllum vegna verðfalls, afla-
brests og söluerfiðleika á fram-
leiðsluvörum þjóðarinnar. Ahrif
þessara áfalla hafa smátt og
smátt verið að koma fram í
þjóðarbúinu. Atvinnuleysið sem
gert hefur vart við sig að und-
anförnu er enn ekki á þvi stigi
að hægt sé að gera sér grein
fyrir hvort hér er um varan-
legt ástand að ræða eða ein-
ungis tímabundið en hvort sem
væri er það að sjálfsögðu mjög
ískyggilegt að nokkuð á annað
hundrað manns hafa látið skrá
sig atvinnulausa. Því böli verð-
ur að bægja frá með öllum til-
tækum ráðum. En það er líkt
Framsóknarmönnum að reyna að
nota slíkt böl til pólitískra árása
á ríkisstjórnina — þótt öllum
sé ljóst að hún hefur ekki búið
til verðfallið, aflabrestinn og
söluerfiðleikana.
Críska herliðið
farið frá Kýpur
Nicosia, 16. jan. AP.
AREIÐANLEGAR heimildir á
Kýpur herma. að í dag hafi
farið þaðan siðustu grísku her-
mennirnir, af þeim 12.000, sem
flytja átti burt samkvæmt sam-
komulaginu við stjórn Tyrk-
lands. Á hinn bóginn hefur
gríska stjórnin kvartað yfir því,
að tyrkneska stjórnin hafi lítt
eða ekkert gert fyrir sitt leyti til
að halda sinn hluta samkomu-
lagsins. Hefur aðalfulltrúi Grikk
lands lijá Sameinuðu þjóðun-
um afltent IJ Thant, fram-
kvæmdastjóra samtaknnna orð-
sendingu stjórnar sinnar um
þetta mál.
Síðustu viku hafa skip stiöðugt
verið að fara frá Famagusta
með gríska hermenn og her-
gögn, en yfirvöldin á Kýpur hafa
ekki viljað gefa upp neinar töl-
ur, hvork um magn hergagna né
fjölda hermanna. Brottflutning-
ur liðsms hófst 8. desember, en
fór hægt af stað. í gær er sagt
að um þrjú þúsund hermenn
hafi verið flutt burt.
í orðsendingu grísku stjórnar-
innar til U Thants, framkv.stj.
segir, að tyrkneska stjórnin hafi
látið hjá líða að flytja það tyrk-
neska herlið aif eyjunni, sem um
hafi verið samið.
Vörugæði
1 danska blaðinu „Dansk
Fiskeri Tidende“ ritar danskur
fiskimálaráðunautur í New
York grein, þar sem hann f jaHar
m. a. um íslenzka fiskinn á
Bandaríkjamarkaði og sagir „Ís-
lenzka framleiðslan er merkt
með hinu fræga „Good House-
keeping" merki sem í augum
bandarískrar húsmóður esr trygg-
ing fyrir hinni beztu vöru. Verð
íslenzku framleiðslunnar er
yfirleitt nokkru hærra en verð
samsvarandi vöru frá öðrum.
Það er ekki alltaf auðvelt að
gera sér grein fyrir þvi, hvort
íslenzka framleiðslan er í raun
og veru svo miklu betri em aðrar
vörur eins og fullyrt er. En hús-
mæður eru a.m.k. vegna áhrifa-
ríkra auglýsinga, sannfærðar
um að íslcnzki fiskurinn sé
betri og þess vegna sé hægt að
greiða fyrir hann hærra verð."