Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1968
Uppreisnarkonungur leysir frá skjóðunni
Konstantín skýrir frá skilyrðum, sem
hann setti grisku herstfórninni
FRÉTTAMAÐUR banda-
ríska stórblaðsins The
New York Times ræddi
fyrir örfáum dögum við
Konstantín Grikkjakon-
ung um hina misheppnuðu
gagnbyltingu hans í desem
ber og þau skilyrði, sem
hann hefur sett grísku her-
stjórninni fyrir heimkomu
sinni. Konungur er sem
kunnugt er landflótta í
Rómaborg ásamt konu
sinni og hörnum.
í viðtalinu skýrði komung-
ur frá því, að sum þeirra skil
yrða, sem hann setti stjórn-
inni í Aþenu hefðu þegar ver
ið tekin til greina. Hamn
hefur krafizt þess, að stjórnin
verði við ýmsum öðrum til-
mælum hans áður en hann
heldur aftur til Grikklands.
Hann er bjartsýnn á, að það
verði í náinni framtíð.
Konstantín segir, að grísku
vald'hafarnir verði að birta
O'pinberlega við fyrsta tæki,-
færi stjórnarskrá þá, sem
þeir hafa lofað þjóðinni, og
tryggja frjálsar þingkosning-
ar. Verði herstjórnin við þess
um tilmælum, kveðst konung
ur halda heim þegar í stað.
Konstantín lagði áherzlu á,
að ákvörðunin um heimför-
ina yrði tekin af honum ein-
um. Hann er staðráðinn í því,
að framkvæma það með samn
ingum, sem honum mistókst
með hervaldi 13. des.: að
festa lýðræðið í sessi að -nýju
í Grikklandi.
f þessu augnamiði hefur
hann rætt lengi og ýtarlega
við herstjórnina með fulltingi
þriggja sendimanna hennar:
Pipinelis, utanríkisráðherra
og fyrrum forsæ<tisráðherra,
Potamianos, vara-flugmar-
skálks og Hieronymus, erki-
biskups, sem fyrrum var sér-
legur klerkxxr konungsfjöl-
skyldunnar. Þessir sendimenn
hafa fært herstjórninni skil-
yrði Konstantíns fyrir heim-
komunni í sex liðum.
Bersýnilegt er, að konung-
ur hefur þungar áhyggjur af
áhrifum klíku framagjarnra
ungra liðsforingja, sem kall-
aðir eru „kafteinarnir“ í bylt
ingarnefndinni. Þeir ráða
miklu að tjaldahaki í grísk-
um stjórnmálum og foringi
þeirra er öfgafenginn and-
kommúnisti, Ioanonis Ladas,
ofursti.
Papadopoulos, forsætisráð-
herra, hefur opinberlega ’ýst
því yfir, að han voni að Kon-
stantín konungur snúi heim
aftur, en Ladas virðist lítinn
áhuga hafa á að sætta þau
öfl, sem næstum hafa klofið
grísku þjóðina.
í upphafi viðtalsins var
Konstantín beðinn að gera
nákvæma grein fyrir þeim
skilyrðum, sem han.n hefur
sett herstjórninni fyrir heim-
komu sinni; einnig þeim skil-
yrðum, sem herstjórnin hefur
sett honum og loks hvað bæri
á milli í viðTæðum hans
og stjórnarinnar.
Hann svaraði: „Það er auð-
veldara að svara þessari
spurningu með því að gera
grein fyrir hvað gerðist eftir
að ég kom til Rómar 14. des-
ember. Ég kom hingað kl. 5
að morgni, gekk til rekkju og
svaf í tvær klukkustundir.
Sama dag sendi Hieronymus
erkibiskup, líflækni mínum,
Thomas Doxiadis, símskeyti,
þar sem sagði: „Segið kon-
ungi að brenna engar brýr að
baki sér og aðhafast ekkert
það ,sem gæti gert ástand-
ið verra“. Síðar sendi erki-
biskupinn mér skilaboð þar
sem hann bað mig að bíða
unz hann kæmi til Rómar.
Ég ákvað að bíða. Bylting
mín hafði misheppnast hern-
aðarlega og ég ákvað að sjá
til hvort ég gæti framkvæmt
hana með samningum.
Doxiadis kom hingað 15.
des. Þá kom Potamianos, sem
sagði mér, að Papadopoulos
hefði sagt við sig: „Konung-
urinn verður að koma aftur.
Þér hafið fulla heimild mína
til að telja hann á að snúa
heim aftur“.
Mistök erkibiskupsins
Konuugur heldur áfram:
„Mistök erkibiskupsins voru
fólgin í því, að hann kom
ekki til Rómar þegar í stað
með flugvél. Hann sagði, að
sér liði ekki vel og hann gæti
ekki komið íyrr en næsta
dag. En sama kvöld hitti
hann Papadopoulos, sem sagði
við hann: „Þér skuluð ekkert
vera að flýta yður. Konung-
urinn ætti ekki að koma
heim of fljótt. Áður en hann
kemur þarf að koma vissum
hlutum í verk“.
Konstantin konungur
Ég tjáði öllum þremur
sendimönnunum hið sama:
Ég mundi koma heim, ef eft-
irfarandi skilyrðum væri full
nægt:
Ný stjórnarskrá.
Tilkynning um, hvenær
þjóðaratkvæðagreiðsla færi
fram.
Loforð um frjálsar þing-
kosningar.
Einhverskonar nefnd, skip-
uð dómurum, siem mundi
rannsaka ákærur á hendur
pólitískum föngum, hverjir
dveldu í fangabúðum og
hversvegna, og ákvarða
hverjir ættu að dvelja í
fangabúðum og hversvegna.
Meðlimir ríkisotjórnarimn-
ar yrðu skyldaðir til að segja
síg úr hernum — sesn þeir
nú hafa gert — ef þeir ætl-
uðu að halda stöðum sínum í
ríkisstjórninni.
Dagblöðin fengju fullt
frelsi til að ræða um hina
fyrirhuguðu stjórnarskrá.
Ég fékk öllum sendimönn-
unum þessi skilyrði í hendxxr
og allir lögðu þeir þau fyrir
Papadopoulos. Hann sagði:
„Þetta er ákaflega athyglis-
vert. Líklega verðum við við
þessum kröfum. En konung-
urinn aetti ekki að koma heim
strax, vegna þess, að almenn-
ingsálitið er á móti honum
vegna atburðanna 13. desem-
ber og það gæti skaðað krún-
una“.
Mikilvægur sigur
Ég sagði við sendimennina:
Þetta er mikilvægasti sigur
minn vegna þess að hann sýn-
ir, að Papadopoulos hefur
áhyggjur af áhrifum mínum
á stjórnmálasviðinu.
Ég ákvað því, að fullyrða
ekkert um hvenær ég sneri
heim aftur.
Ástandið hefur ekki breytzt
mikið síðan. Vitaskuld hafa
þeir gert ýmislegt það, sem
ég fór fram á, en ekki allt.
Þeir tilkynntu um sakarupp-
gjöf, en yngri liðsforingjarnir
í byltingarnefndinni hafa
greinilega gripið fram fyrir
hendurnar á þeim. Þeir urðu
að sleppa Andreas Papan-
dreou vegna þess að hann var
líka samsærismaður. Ég hefði
einnig sleppt honum — en af
öðrum ástæðum. Svo virðist
sem æðstu mennirnir vilji fá
mig aftur ,en ungu liðsfor-
i.ngjarnir ekki“.
Konungur var að því spurð
ur hversu margir ungu liðsfor
ingjarnir í byltingarnefnd-
inni væru. Hann kvaðst ekki
vita það gjörla, en hefði
heyrt minnst á töluna 38.
Þá spurði fréttamaðurinn:
„Hefur Bandaríkjastjórn gef-
ið yður einhverja vísbend-
ingu um afstöðu sína? Mundu
Bandaríkin slíta stjórnmála-
sambandi við Grikkland, ef
þér snúið ekki heim aftur?“
„Opinberlega hafa Banda-
ríkin stjórnmálatengsl við
mig. Herstjórnin semur lög í
mínu nafni, lög sem stjórnin
og ríkisstjórinn leggja fram.
„Hversvegna völduð þér 13.
des. til byltingartilraunarinn-
a-. Var það vegna þess, að
margir konungshollir aldnir
liðsforingjar voru að draga
sig í hlé og þér álituð, að um
síðasta tækifærið væri að
ræða?“
„Sú var meginástæðan. Ég
vissi, að þeir voru að draga
sig í hlé, en annar mikilvæg-
ur þáttur réði einnig úrslitum
um byltingardaginn. Meðan á
Kýpur-deiluix.ni stóð flutti
herstjórnin flesta herflokka
sína að tyrknesku landamær-
unum. Við hefðum átt að ein-
beita okkur að því að taka
Saloniki á okkar vald. Mér
var tjáð, að Saloniki mundi
verða á okkar valdi kl. 11 að
morgni 13. des. En annað kom
í ljós“.
Sögusagnir
Orðrómur var á kreiki í
apríl í fyrra, að stjórn hers-
höfðingja í samráði við kon-
unginn hefðu verið að bolla-
leggja að taka völdin, þegar
herforingjarnir urðu fyrri til
og gerðu byltinguna 21. apríl.
Konungur var að því spurður
hvort þetta væri rétt. Hann
sagði, að orðrómurinn hefði
við engin rök að styðjast:
„Engir hershöfðingjar voru
að undirbúa byltingu á þess-
um tíma í samráði við mig.
Hitt veit ég ekkert um hvort
þeir hafa verið að bollaleggja
byltingu upp á eigin spýtur".
„Hversu mikil áhrif hafa
ungu „kafteinarnir" í stjórn
Papadopoulosar?"
„í samfleytt sex mánuði
hef ég reynt að telja stjórn-
ina á að endurskipuleggja her
agann, og ef um nefndir væri
að ræða í hernum, ætti þeim
ekki að leyfast að stjórna
stjórninoi.
Ég efast ekki um, að margt
það, sem byltingarstjórnin
hafði í hyggju var réttlætan-
legt, en aðferðirnar voru raog
ar. Tengsl mín og stjórnar-
innar voru formleg. Við höfð-
um nána samvinnu um mál,
sem skiptu þjóðina miklu
máli og pesónulegt samband
mitt og ráðherrana var yfir-
leitt slétt og fellt“.
„Við hvaða stjórnmálaleið-
toga hafið þér rætt eftir kom-
una til Rómair?“
„Ég ræddi við Karamanlis,
fyrrum forsætisráðherra, í
síma sama morguninn og ég
kom hingað. Og ég talaði við
Pipinelis. Það var allt og
sumt.
Það sem særði mig mest
var framkoma erkibiskupsins,
þegar hann tók embættiseið
af stjórninni, meðan ég var
enn í Grikklandi. Hann var
prestur okkair í mörg ár. Hann
var prestur föður míns og
hann var prestur minn. Hann
sá um trúarlegt uppeldi mitt.
Þegar hann kom hingað til
Rómar fór ég á móti honum
en sagði ekki orð. Hann grét
í tíu mínútur. Ég lét hann
einan um að tala, og hann
talaði og talaði“.
Loks var konungur spurð-
ur að því hvort hann hefði í
byggju að mynda útlaga-
stjórn, ef herstjóirnin yrði
ekki við öllum skilyrðum
hans og ákvæði þar með út-
legð hans.
„Ég hef ekki gert það upp
við mig ennþá“, svaraði Kon-
stamtín.
Stúdentafundurinn og
ályktun um Grikkland
MBL. barst í gær svohljóðandi
fréttatilkynníng frá SHÍ:
Svo sem kunnugt er af frétt-
um, gekkst Stúdentafélag Há-
skóla íslands fyrir kynningar-
fundi um Grikklandsmálið mánu
daginn 15. janúar sl. Sóttu fund
inn á annað hundrað manns, og
var rösklega helmingur þeirra
háskólastúdentar.
f upphafi fundarins bauð for-
maður félagsins, Jón Ögmund-
ur Þormóðsson, fundargesti vel-
komna, og fól fundarstjórn í
hendur Friðrik Sophussyni.
Dagskráin hófst með því, að
Jökull Jakobsson rithöfundur
sagði frá reynslu sinni í Grikk-
landi fyrstu byltingarstjórnar-
dagana.
Þorsteinn Thorarensen rithöf-
unur rakti síðan ýtarlega
stormasama stjórnmálaþróun í
Grikklandi fram að byltingu
herforingjanna, þ.á.m. gömul og
ný átök um konungdæmi og lýð
veldi. Einnig vék hann að hlut-
verki hersins í Grikklandssög-
unni, m.a. í frelsisbaráttunni á
19. öld, svo og í heimsstyrjöld-
inni síðari, og sýndi fram á
styrkleika hans innan ríkisins.
Þá gerði hann grein fyrir að-
dragandanum að borgarastyrjöld
inni og þróuninni eftir hana,
þ.á.m. Lambrakismálinu og As-
pidamálinu, sem áttu m.a. sinn
þátt í því, að herforingjabylting-
in var gerð og hófsömum öflum
ýtt til hliðar.
Sigurður A. Magnússon ritstjóri
las því næst nokkur ljóð grískra
höfunda í eigin þýðingu, þ.ám.
fjögur ljóð eftir Seferis. Þar
að auki kynnti hann nokkur lög
eftir tónskáldið Theodorakis,
m.a. frumgerð að lagi úr kvik-
myndinni Zorba hinum gríska.
Þá sagði Sigurður Guðmunds-
son skrifstofustjóri frá bylting-
ardeginum, þegar lýðræðinu var
útrýmt úr föðurlandi sínu, og
drap í því sambandi á hina vand
legu byltingaráætlun, sem lík-
lega hefur verið samin löngu
áður, e.t.v. í samráði við kon-
ung. Því næst talaði Sigurður
um Papandreou forsætisráð-
herra og afskipti hans af hern-
um, sem leiddu síðar til þess að
konungur vék honum frá. Síð-
ar vék Sigurður að því, að mót-
mæli úr ýmsum áttum hefðu
ekki enn nægt til þess að
hnekkja hinu ómengaða einræði,
sem kæmi m.a. fram í fangels-
unum, ritskoðun og banni við
verkföllum. Þá talaði hann um
það, að lýðræði væri nú nær
eingöngu í Vestur-Evrópu og
ríkjum skyldum þeim. Taldi
hann illþolandi að hafa einræði
á Spáni og í Portúgal, þótt
Grikkland bættist ekki þar á of-
an. Atlantshafsbandalagið væri
a.m.k. enn þá — ráðalaust gagn
vart þessari nýju hættu inan vé
banda sinna. Að lokum minntist
Sigurður á það, að einræðis-
stjórnir gætu bælt niður and-
stöðu innanlands, en hins vegar
ekki eins auðveldlega utanlands,
þótt þær vildu gjarnan komast
hjá mótmælum þaðan. Þess
vegna væri það ekki til einskis,
að stúdentasamtök um þvera og
endilanga Evrópu efndu til
funda mánudaginn ,15. janúar,
heldur stuðningur við lýðræðið
í álfunni.
Að síðustu las formaður Stúd-
entafélags Háskóla Íslands
ályktun stjórnar félagsins, sem
send er dagblöðum og útvarpi
og afhent utanríkisráðuneytinu.
Hljóðar hún svo:
Ályktun stjórnar Stúdentafél.
Háskóla íslands um Grikk-
landsmálið, gerð 15. jan. 1968.
í Grikklandi, sem oft hefur
verið nefnt „vagga lýðræðisins",
var á síðastliðnu ári framið
valdarán í skjóli vopnavald*.
Herforingjastjórnin, sem nú sit-
ur við völd í landinu, hefur fót-
umtroðið mannréttindi griaku
þjóðarinnar. Prentfrelsi og funda
frelsi hefur verið afnumið.
Stjórnmálasamtök hafa verið
leyst upp og grískir borgarar
hnepptir í fangelsi vegna stjórn
málaskoðana sinna.
Af þessu tilefni lýsir stjórn
Stúdentafélags Háskóla íslands
yfir andstöðu sinni við einræði,
í hvaða mynd sem það birtist.
Hún leggur áherzlu á stuðning
sinn við lýðræðisöflin í Grikk-
landi og lýsir yfir samúð sinni
með þeim, sem afarkostum hafa
sætt af hálfu herforingjastjórn-
arinnar. Enn fremur bendir
stjórn félagsins á aukna hættu
á því, að andstæð öfga- og ein-
ræðisöfl hljóti byr undir báða
vængi, á meðan einræðisstjórn
herforingjanna situr við völd.
Stjórn Stúdentafélagsins bein-
ir þeirri áskorun til íslenzkra
stjórnarvalda, að þau herði and-
stöðu sína við grísku herforingja
Framhald á bls. 23.