Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 12

Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 19«« Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: f lausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði mnanlands. ISKYGGILEG ÞROUN í MARKAÐSMÁL UM ær upplýsingar, sem fram hafa komið um stöðu frystiiðnaðarins í sambandi við ákvörðun fiskverðs hafa annars vegar leitt í ljós, að rekstrarafkoma hans hefur verið verri sl. tvö ár en al- mennt var talið áður og hins vegar að markaðshorfur fyrir frystar sjávarafurðir eru nú ískyggilegri en þær hafa ver- ið um langt skeið og hefur frystiiðnaðurinn þó orðið fyr- ir þungum áföllum vegna verðfalls á mörkuðum sínum frá miðju ári 1966. Bandaríkin og Sovétríkin hafa lengi keypt mikið magn af frystum sjávarafurðum frá íslandi og oft hefur verðið á þessum mörkuðum verið mjög hátt. Að vísu hafa enn ekki verið undirritaðir samn- ingar við Rússa um kaup á hraðfrystum fiski en þó virð- ist ljóst, að ekki muni takast að selja þangað jafnmikið magn og áður og að verðið verði lægra en áður. Þá vinna Rússar að því, að stórauka fiskveiðar sínar og stefna jafnvel að því að verða freð- fiskútflytjendur. Jafnframt hefur stóraukið framboð á fiskafurðum valdið því, að markaðshorfur í Bandaríkj- unum eru ótraustar og getur brugðið til beggja vona bæði um verðlag og magn. Bretar hafa á síðustu árum stóraukið framleiðslu á fryst- um fiski um borð í stórum frystitogurum og hefur þessi framleiðsla þrefaldazt á tíma- bilinu 1965—1967. Jafnframt hafa þeir bætt mjög fram- leiðsluaðstöðu sína á Ný- fundnalandi og hyggjast selja fisk þaðan til Bandaríkjanna. Markaðurinn í Bretlandi sjálfu er nú mjög óhagstæður vegna lágs verðlags og aukins framboðs og ennfremur verða íslendingar að greiða þar 10% toll, sem Danir og Norðmenn t. d. sleppa við vegna aðildar sinnar að Efta. Kanadamenn hafa stóreflt og styrkt upp- byggingu hraðfrystiiðnaðar síns, Danir og Norðmenn munu að líkindum leggja vaxandi áherzlu á útflutning til Bandaríkjanna, Pólverjar hafa selt verulegt magn af frystum fiski til Bandaríkj- anna og jafnvel Suður-Afríka og Argentína leggja nú mikla áherzlu á fiskveiðar. Bandaríski markaðurinn er algjörlega háður lögmálum framboðs og eftirspurnar og þetta stóraukna framboð á frystum fiski þar í landi hef- ur óhjákvæmilega óhagstæð áhrif á aðstöðu okkar þar og þá ekki sízt verðlagið. Við stöndum nú frammi fyr ir þeirri óhagganlegu stað- reynd, að framleiðsla á fryst- um fiskafurðum hefur stór- aukizt í heiminum. A þessu stigi er erfitt að segja til um, hvort þetta ástand er varan- legt. Hið lága verðlag á fisk- afurðum kann að stuðla að minnkandi fjárfestingu meðal annarra þjóða í fiskveiðum en slíkt hefur að sjálfsögðu að- eins áhrif á lengri tíma. Vestur-Evrópa er markað- ur, sem felur vafalaust í sér tækifæri til söluaukningar á næstu árum en sölu- og dreif- ingarkerfi þar á frystum fiski hefur ekki byggzt upp jafn ört og fiskframleiðslan hefur aukizt og 15% tollur á okkar framleiðsluvörum í EBE- löndum með nokkrum undan- tekningum þó í V- Þýzka- landi skapar mikil vandamál- Svar íslendinga við þessari stórauknu samkeppni hlýtur fyrst og fremst að vera það, að auka og efla gæði vörunn- ar og leitast þannig við að halda okkar hlut á markaðn- um og halda verðlaginu svo háu sem kostur er, án þess af þeim sökum að skaða sam- keppnisaðstöðu okkar. Það er hins vegar ljóst, að hér er um mjög ískyggilega þróun í markaðsmálum okkar að ræða, sem bætist ofan á þá staðreynd, að nú eru til í landinu birgðir skreiðar, sem nema um 300 milljónum króna og eru óseljanlegar sem stendur vegna borgarastyrj- aldar í Nigeriu og virðist augljóst, að við verðum að breyta veiðiaðferðum okkar á þessari vertíð í samræmi við það. Þessir miklu erfiðleikar blasa nú við í sölumálum okk ar á sama tíma og hraðfrysti- iðnaðurinn hefur orðið fyrir alvarlegum búsifjum vegna verðfalls. Útflutningssamtök- in hljóta að taka þessi vanda- mál mjög föstum tökum og vinna þá alveg sérstak- lega að því að bæta gæði framleiðslunnar, sem nú þeg- ar nýtur sérstakrar viður- kenningar fyrir vörugæði. En með hliðsjón af lélegri af- komu frystihúsanna sl. tvö ár og slæmum horfum í mark aðs- og verðlagsmálum er augsýnilega óhjákvæmilegt að gripið verði til einhverra ráðstafana til þess að bæta stöðu frystiiðnaðarins í land- inu. tLfSl II' rAM IID UriMI V&'J u IAN UK HtlMI Kyrrlátt einkalíf Svetlönu Vinnur oð nýrri bók um Sovétrikin Princeton, New Jersey. SVETLANA Jósepsdóttir Stalín býr nú í góðu yfirlæti í smáborginni Princeton í New Jersey-fylki og nýtur enn lögregluverndar. Talið er að hún vinni nú að bók um Sovétríkin, sem fjaUar um tímabilið frá láti föður henn- ar til þess, er hún gerðist landflótta. Varaforseti útgáfu fyrirtækisins Harper & Row, sem gaf út bók hennar „Tutt- ugu bréf til vinar“, Evan Thomas, sagði fyrir nokkru í viðtali við fréttamenn, að hann gizkaði á, að hin nýja bók Svetlönu hæfist þar, sem fyrri bókin endaði, en taldi það ólíklegt, að Svetlana mundi rita meira um Stalíns- tímabilið en hún gerði í fyrri bókinni. Svetlana Alliluyeva hefur neitað að ræða við frétta- menn eða skýra frá fraimtíð- ariáætlunum sínum hvað rit- störfin snertir. í október sl. skýrði hún frá því í sjónvarps viðtali, að næsta bók sín yrði „gagnrýnni“ á Sovétkerfið en hin fyrri. „Tutbugu bréf til vinar“ hafa ekki selzt eins veil og útgefendur höfðu vonað, en fáar eða engar bækur hafa verið jafn rækilega auglýst- ar fyrirfram. Evan Thomas taldi, að bókin mundi samt sem áður seljast í rúm- lega 100.000 eintö'kum. Hann viðurkenndi, að nokkrar bókaverzlanir hefðu sent út- giáfufyrirtækinu aftur óseld eintök þessarar bókar. Þá upiplýsti hann, að Avon útaáfufyrirtækið hefi keypt vasabókarútgáfurétt á bók- inni á 20.000 dali. Sams kon- ar réttur á vasabókarútgáfu frægra bóka hefur verið keypt/ur á nösíklega 100.000 dali. Ýmisir sérfræðingar í bóka- Svetlana Alliluyeva útgáfu álíta, að údrættir úr bók Svetlönu, sem birtust í blöðum víða uim heim hafi spillt fyrir sölu bókarinnar. Rúmlega 60 dagblöð um allan heim birtu úrdrætti úr bók- inni, sömuleiðis tímiaritið Life. Svetlana býr nú í kyrrlátu, íburðarlausu einbýlishúsi, sem er eign frú Dorothy Berliner Commins, ékkju Saxe Comimins, aðalritstjóra útgáfuifyriirtækisins Random House. Frú Commins er víð- kunn fyrir söfnun á þjóð- iögum barna um allan heiim. Hús Svetlönu er í einu kyrrlátasta hverfi Princeton, skammt frá þjóðveginum, í grænuim skógarlundi. Yfirlögreglustjóri borgar- innar, Peter McCrphan, sagði fyrir nokkr.um vikum, að sér hefði verið tjáð, að Svetlana miundi búa þarna um nokkurt skeið og ef til vill ílendast, ef hún kynni vel við sig. McCrohan sagði, að lögregl- an hefði gert ýmsar varúð- arráðstafanir, en vildi ekki upplýsa í hverju þær væru fólgnar. Sjálfur kvaðst hann hafa séð Svetlönu á gan-gi á Nassau stræt:, sem er mesta umferðargata borgarmnar. „Enginn virtist va.ta henni athygli", sagði hann. „Ég held að hún þurfi ekki að óttaist áreitni af hálfu fólks in,s hér um slóðir." Fram að þessu hefur Svet- lana mjög lítinn þátt tekið í félagslífi. Meðal þeirra fáu sem hún hittix reglubundið í Princeton er George Kennan og kona hans, sem búa í grennd við hana. Kennan var u-m skeið sendi herra Bandaríkjanna í Sovét- ríkjunum og hann ásamt Edward Greenbauim, lögfræð ingi Svetlönu átti mestan þátt í að telja hana á að koma til Bandaríkjanna. Að öðru leyti blandar Svetlana lítt geði við fólk. Hún hefur til að mynda ekki enn hitt að máli sérfræðinga í miáiiefnum Sovétríkjanna við Princeton- háskóLann. Greenbaum hefur sagt um Svetlönu og Líf hennar niú: „Hún ei að velta hLutunum fyrir sér, Hún hefuir engum sagt hvtað hún hefur á prjón- unum. Fólk veit hver hún er og umgengist hana sem venju iegan borgara. Það er það sem hún viil.“ Kristinn KristjánsscMi formaður Snæfells AÐALFUNDUR SjáLfstæðisfé- iagsins Snæfells í Nes- og Breiða víkurhreppið var haldinn að ENDURNÝJUN ÞORSK- VEIÐIFLOTANS 17“ ommúnistablaðið telur það „þorparabragð“ að auk 10% fiskverðshækkunar, sem kemur bæði sjómönnum og útgerðinni til góða er stefnt að því með sérstökum ráð- stöfunum að stuðla að endur- nýjun þorskveiðiflotans. Þessi viðbrögð kommúnistablaðsins eru þeim mun furðulegri, sem það er ótvírætt í hag sjó- manna að þorskveiðiflotinn Arnarstapa sunnudaginn 17. des. sl. Formaður félagsins Björn Emilsson setti fundinn og gaf skýrslu yfir störi félagsins á liðnu starfsári. Kom í ljós að starisemi félags- ins hafði verið umfangsmikil, m.a. í sambandi við alþingis- kosningarnar á sl. sumri. Félag- ið gekkst fyrir fjölmennri og vel heppnaðri skemmtiferð um Breiðafjarðareyjar með m.s. Baldri. Þá stóð félagið fyrir þremur Bingókvöldum, sá um verði endurnýjaður og efld- ur en uppbygging hans hefur óneitanlega setið á hakanum síðustu ár, þegar megin- áherzla hefur verið lögð á byggingu síidveiðiskipa. Þess verður einnig að gæta, að á undanförnum árum hafa sjómenn, sem stunda þorsk- veiðar fengið bættan hag með hækkun fiskverðs, sem stund- um hefur verið greitt af hinu opinbera en á þessum sama tíma hafa ekki orðið breyt- ingar á gengi krónunnar. Ekki er við því að búast þeg- ar gengisbreyting verður að sjómenn geti fengið hækkun, hiéraðsmóit Sjiáifstæðismanna á Snæfellsnesi og fleiri samkom- ur. Þá hafði hag-ur félagsins batn að mjög á árinu. Ný stjórn var kosin og skipa hana nú: Kristinn Kristjánsson H elln- um. formaður, Rögnvaldur Ólafs son Hellissandi, Elvar Sigurðs- son Hellissandi, Hafsteinn Jóns- son Gutfuskiálum og Kristbjörn Guðlaugsson Arnarstapa. sem þeir raunverulega eru búnir að fá áður. Það verður einnig að hafa í huga, að stór- kostleg hækkun fiskverðsins mundi að sjálfsögðu raska mjög tekjuþróun og tekjuhlut föllum í þjóðfélaginu en reynslan sýnir, að nauðsyn- legt er, að sú þróun haldist nokkuð í hendur til lands og sjávar. Heiðarlegra væri af komm- únistablaðinu að tala minna um „þorparabrögð“ í þessu sambandi en fagna hins veg- ar þeirri viðleitni, til endur- nýjunar þorskveiðiflotans, sem mun vafalaust verða sjómönnum mikil kjarabót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.