Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1968
5
Þjófar og skemmdar-
vargar iðnir um helgina
SEX innbrot voru framin um
síðustu helgi og á einum stað
voru brotnar 4 stórar rúður, en
ekki farið inn. Lítið hafðist upp
úr þessum innbrotum, en mikl-
ar skemmdir voru unnar á flest-
um stöðunum.
Brotizt var inn í vinnuskúr
við Árbæj arskói.a um helgina
og stolið þaðan tveimur hand-
luktutm. Sá, sem þarna var á
ferðinni, braut upp skriíborð og
vann fleiri skemmdir I leit sinni
að fjármunum.
16 ára piltur var staðinn að
verki og handtekinn í Tjarnar-
búð í fyrrinótt. Braut hann rúðu
og kornst þannig inn, en ekki
hafði honum tekizt að fraan-
kvæma neitt frekara, þegar
hann var tekinn.
Aðfaranótt sunnudagisins var
brotizt inn í teiknistofú Sveims
Kjarvals að Ve.sturgötu 3. Þar
var brotiin rúða, en engu stolið.
Sömu nótt var brotizt irm í
geymsluherbergi og skrifstofur
Frímanns Frknannssonar í Hafn
arhúsinu og stolið þaðan um
500 krónum. Þjófurinn stakk
upp lás í útidyrahurð og brauit
upp tvær aðrar hurðir, auk þess
sem hann rótaði mikið til inni
í skrifstofunum.
í gærmorgun voru brotnar
fjórar stórar rúður í húsnæði
Ásbjarnar Ólafssonar að Borgar-
túni 25. Tvöfalt gler var í öllum
gluggunum. Þarna er um hreint
skemmdarstarf að ræða, því
engin merki sáust um að farið
hefðd verið inn.
í fyrrinótt var bnotizt inn í
Sundhöll Reykjavíkur. Fór inn-
brots'maðurinn inn um glugga á
kjallaranum og braut upp hurð,
sem liggur að afgreiðslunnL
Engu var stolið.
Þá var brotizt inn í heild-
verzLun Ágústs Ánmanns að
Klapparstíg 38 í fyrrinótt og
stolið þaðan um 100 krónum í
peningum og einu kartoni af
sígarettum. Olli þjófurinn mikl-
um skemmdum í leit að verð-
mætum.
Ef einhverjir skyldu hafa
orðið varir við grunsamlegar
mannaferðir á framangreindum
stöðum á þeim tíma, sem inn-
brotin og skemmdarverikLn
voru unnin, eru þeir vinsam-
Legast beðnir að gefa sig fram við
rannsóknariögregluna.
„IVIarkmiðíð að halda
lága verðinu framvegis44
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal
við Ragnar Borg hjá tízkuverzl
uninni Guðrúnu og spurði hann
um verðlækkanir á fatnaði, sem
verzlunin hefur auglýst að und-
anförnu. Ragnar sagði m.a,: —
Við höfum í þessari viku veitt
mikinn afsLátt á vörum, sem
við 'keyptum á gamia genginu,
en markmið okkar er að halda
þessu Lága verði framvegis. Á
þann hátt ætluðum við að reyna
að ná verzlun kvenfatnaJðariins
inn í landið. Allir vita að á und-
anförnum árum hefur verið
kieypt mjög mikið af kvenfatnaði
erlendis einkum í Glasgow og
Kaupmannaihöfn. Samkvæmt
þeim söluskýrsium sem við höf-
um virðist svo vera sem konur
hafi í stórum stíl keypt vetrar-
fatnað erlendis að sumrinu en
sala kvenfatnaðar Ihefur verið
miklu meiri hér á landi é vor-
in og veturna en á sumrin.
— Á undanförnum árum hef-
Firmakeppni
Bridgesam-
*
bands Islands
FIRMAKEPPNI Bridgesambands
íslands er hafin. Fyrsta umferð
hefur verið spiluð og eru úrslit
þessi: ,
1. Prentsmiðja Jóns Björnsson
ar, spilari Hilmar Guðmundsson
með 126 stig.
2. Ríkisútvarpið, spilari Lauf-
Ingvarsdóttir með 123 stig.
3. Borgarkjör, spilari Jón Þor
björnsson með 122, stig.
4. ísleifur Jónsson h.f., spilari
Ásbjörn Jónsson með 117 stig.
5. Raflbúð, Domus Medica,
spilari Símon Símonarson mef
116 stig.
6. Kexverksmiðjan Frón, spil-
ari Jónas Halldórsson með 115
stig.
7. Verzl. Árn Pálssonar. spil-
ari Árni Fálsson með 113 stig.
8. Heildverzlunin Heklai, spil-
ari Jakob Ármannsson með 113
stig.
9. Trygging h.f., spilari Reim-
ar Sigurðsson með 113 stig
10. Fasteignaval, spilari Jón
Arason með 111 stig.
Næsta umferð verður á mið-
vikudaginn kemur og hefst kl.
20 í Súlnasal Hótel Sögu.
ur fatnaður erlendis verið ná-
lega helmingi ódýrari en hjá okk
ur en mér virðist að með því
verði sem við höfum nú sé ekki
rúmlega 20% munur á verðinu
hjá okkur og verði í verzlunum
í Glasgow og Kaupmannahöfn.
Mér virðist viðleitni stjórnar-
valda beinast í þá étt að auð-
velda okkur samkeppnina við er
lenda aðila og þá viljum við ekki
skorast imdan að sýna það í
verki að við viljum eitthvað á
okkur leggja. í þessari tilraun
setjum við búðina að veði. en
annaðhvort tekst þetta eða það
tekst ekki. sagði Ragnar að lok-
um.
Skókþing
Reykjovikur
1968
SKÁKÞING Reykjavíkur 1968
hófst í fyrradag. Keppendur
eru alls 77; þar af 22 í meistara-
flokki, 10 í fyrsta flokki, 27 í
öðrum flokki og 18 í unglinga-
flokki.
Meistaraflokknum er skipt í
tvo ellefu manna riðla og tefla
fjórir efstu menn í hvorum riðli
til úrslita um sæmdarheitið:
Skákmeistari Reykjavíkur 1968.
Úrslit í fyrstu umferð urðu
þessi í meistaraflokki. A-riðill:
Björn Þorsteinsson vann Sig-
urð Kristjánsson.
Bjarni Magnússon vann Júlíus
Friðjónsson.
Bragi Kristjánsson vann Hauk
Kristjánsson.
Gylfi Magnússon og Leifur
Jósteinsson gerðu jafntefli.
Biðskák varð hjá Jóni Krist-
inssyni og Frank Herlufsen.
Jóhann Þórir Jónsson sat yfir
í fyrstu umferð.
B-riðill:
Björgvin Víglundsson vann
Hermann Ragnarsson.
Guðmundur Sigurjónsson vann
Sigurð Herlufsen.
Gunnar Gunnarsson vann Jón
Þorvaldsson.
Stígur Herlufsen vann Jónas
Þorvaldsson.
Biðskák varð hjá Benóný
Benediktssyni og Andrési Fjeld
sted en Jón Pálsson sat yfir.
Eisenhower
vinsælnstur
SAMKVÆMT skoðanakönn-
un Gallups er Eiisenhower,
fyrrum Bandaríkjaforseti, sá
maður í heimi, sem Banda-
ríkjamenn dá mest um þessar
mundir. Jöhnson forseti, er í
öðru sæti, og er það í fyrstia
sinn síðan árið 1951, að Banda
ríkjaforseti skipar ekki fyrsta
sæti í slíkri skoðanakön.nun.
Eiserihower var í öðru sæti
árin 1905 og 1966, en hann
komst strax á þennan lista og
farið var að efna til þessarar
könnunar árið 1946. Hér fara
á eítir nöfn tíu efstu svo og
hversu oft þeir hafa komizt
raðir hinna tíu útvöldu:
1. Dwight Eisenhower (22)
2. Lyndon B. Johnson (5)
3. Billy Graham (13)
4. Robert Kennedy (5)
5. Páll páfi (5)
6. Everett Dirksen (2)
7. Richard Nixon (8)
8. George Wallace (1)
9. Ronald Regan (2)
10. Harry Truman (17)
Á síðasta ári leit listinn
svona út:
1. Lyndon B. Johnson
2. Dwight Eisenhover
3. Robert Kennedy
4. Billy Graham
5. Páll páfi
6. U Thant
7. Everett Dirksen
8. George Romney
9. Richard N'ixon
10. Ronald Regan
EBEríkin nnno
807° fiski-
neyzlunnnr
Brússel, 15. jan. NTB.
• FRAM kemur í skýrslu, sem
birt var í Brussel í dag, a3
affildarríki Efnahagsbandalags
Evrópu anna um 80% af fisk-
neyzlu íbúa rík.janna. Þegar
skeldýr og lindýr eru einnlg
mefftalin anna þau sem nemur
um 90% af þörfinni. Fiskneyzla
Efnahagsbandalagsríkjanna nam
á árinu 1966 2.1 milljónum
lesta.
Róið fró
Stokkseyri
Stokkseyri, 15. jan.
TVEIR bátar réru héðan sl. nótt
með líniu. Veiði var firekar treg,
eða tæp 3 tonn Annars eru heima
menn hér fremur vonlitlir með
línuvertíðina vegna hinna miklu
trollveiða, sem átti sér stað héT
rétt upp við landsteinana á sl.
hausti og allt fram í desember.
Héðan munu róa aðeins þrír bát
ar í vetur, en vonir standa til,
að einn aðkomubátur leggi hér
upp, — Steingrímur.
Fengu að meðaltali
5,7 lestir í róðri
ísafirði, 13. janúar.
í YFIRLITI Fiskifélags íslands
um sjósókn og flabrögff í Vest-
firffingafjórffungi í desember
1967 segir svo:
Tíffarfar var heldur risjótt í
desember, þó kom ágætur gæfta
kafli um miffjan mánuffinn og
fengu þá 'margir bátar ágætan
afla. Heildarafli 38 báta, stund-
uffu róðra með línu í mánuffin-
um, var 3593 lestir í 457 róðr-
um, effa um 5,7 lestir aff meffal-
tali í róffri.
í fyrra stundðu 36 bátar róðra
á sama tíma og var heildaraifli
þeirra aðeins 1738 lestir í 302
róðnuim með um 5,8 lestir að
meðialtald í róðri.
Aflahæsti báturinn í mánuð-
inum var Hugrún með 138,2
lestir í 19 róðrum. í fyrra var
Einar Hálfdáns frá Bolungarvík
hæstur með 115,3 lestir í 13 róðr
um.
í heild hefur þes&i haustver-
tið verið erfið til sjósóknar og
afla tregur, sérstaklega framan
af. Var aflinn í októbeir og nóv-
ember 800 lestum minni en á
sama tíma í fyrra, en vegna
betri afla í desember verður
afli mjög áþekkuT bæði árin.
Er heildaraflinn á hauistvertíð-
inni í ár 5387 lestir, en var
5328 lestir í fyrra.
Aflahæsti báturinn á haustver
tíðinni var Heiðrún II, frá Bol-
ungarvik með 297 lestir í 54
róðrum, en í fyrra var Guðný
frá ísafirði aflahæst á haustver-
tíð með 301 lest í 46 i-óðrum.
— H. T.
/Vðalfundur
Skjaldar í
Stykkishólmi
Stykkisihólmi, 13. janúar —
AÐALFUNDUR SjáMstæðisfé-
lagsins Skjaldar. Stykkishólmd,
var haldinn í gærkvöldi. Friðjón
Þórðarson, alþm. rar-ddi þar við
horf þjóðmálanna í dag og tóku
margir til máls að ræðu hans
lokinni.
,í stjórn voru kjörnir: Guðni
Friðriksson, formaður, og með-
stjórnendur: Benedikt Lárusson,
Víkingur Þórðarson. Högni Bær
ingsson, Hörður Kristjón-sson,
Friðjón Þórðarson og Njáll Þor-
geirsson.
Hugmyndin er að árshátíð fé-
lagsins verði haldin í þessum
mánuði. — Fréttaritari.
Fyrsti vertíðarróöurinn
Keflavík, 15. jan.
ÁTTA bátar fóru í sinn fyrsta
vertíðarróffur í gærkvöldi, og
fleiri eru tilbúnir eða aff verffa
tilbúnir, og munu þeir alls verða
um 30 talsins þegar þar að kem-
ur.
Auk þess fóru á sjó átta
smærri bátar, sem stundað hafa
haustveiðar með línu, en hættu
um tíma meðan verið var að
ákvarða fiskverð o. fl. Þess má
einnig geta, að nú í desember
og eftir áramót er óhemju mikil
gegnd af smáufsa upp að land-
steinum í Keflavík allt inn í
Keflavíkurhöfn, svo og inn und
ir Stapa og Vatnsleysuströnd.
Af einhverjum ástæðum eru nú
settar hömlur á veiði þessa, og
var því ekkert að gert að þessu
sinni.
— Hsj.
Rofmagn frd Gnmsdrvirkjun
til Borgnrfjnrðnr eystrn
Egilsstaðir, 11. jan.
í G Æ R var Ieiðin til Borgar-
fjarffar eystra rudd til aff koma
þangað spennum fyrir Héraðs-
og Rafmagnsveitu ríkisins, til
aff hægt væri aff tengja Borgar-
fjörff eystri viff rafmagn frá
Grímsá og díselstöffvar á fjörff-
unum. Tók verkið um 14 tíma.
Rafmagnslínan var lögð í sum
ar, en það er ekki fyrr en nú,
sem ragmagninu verður hleypt
á. Ekki þarf að fjölyrða um það,
að hér er um mikil tímamót að
ræða fyrir Borgfirðinga, sem
hafa bjargazt við rafmagn frá
litilli díelrafstöð til þessa.
— Hákon.
Rækjuveiðin í des.
ísaflirði, 13. janúar.
TUTTUGU og þrír bátar stund-
uffu rækjuveiffar í isafjarðar-
djúpi í desember og var heild-
arafli þeirra 83 lestir, fram til
15. desember, en þá hættu allir
bátarnir veiffum. Heildarafii frá
vertíffarbyrjun er þá orinn 326
lestir. Aflahæstu bátamir í mán
uffinum voru Þórveig meff 5,9
lestir, Dynjandi og Örn með 4,8
lestir hvor.
í Húnaflóa stundu átta bótar
rækjuve ðar. Lönduðu þeir 16,4
lestum til vinnslu á Hólmavík,
en 15,1 lest á Drangsnes. Afla-
hæstu bótarnir voru Víkingur
með 5,9 lestir, Sólrún 4,6 lestir
og Guðrún Guðmun.ds'dúttir 4,9
lestir.
Þeir bátar, sem stunduðu veið-
ar í Arnarfirði hættu veiðuim i
lok nóvember. — H.T.
Nýlegt steinhús
88 ferm. kjallari og tvær hæðir ásamt bílskúr í
Austurborginni til sölu.
Á hvorri hæð eru 3ja—4ra herb. íbúð en í kjall-
ara 2ja herb. íbúð.
Báðar hæðirnar lausar. — Ekkert áhvílandi.
Nánari upplýsingar gefur:
NÝJA FASTEIGNASALAN,
Laugavegi 12. — Sími 24300.