Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 16

Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANTTAR 1903 Kirkjur og hjörtu STRAUMFALL tímans æðir framhjá áhorfandanum. Flaum uxinn ber meira með sér en hug verði á fest, hvað þá hönd. Það heyrir þvi til undantekn- inganna, þegar einhver verður til þess að draga útúr sérstök fyrirbæri og vekja á þeim at- hygli samferðamanna. — 0 — Eitt af því, sem ég hefi oftar en einu sinni furðaði mig á, er sú árátta sumra annars mætra manna, sem af einkennilegustu og ótrúlegustu ástæðum stand.a gegn og streitast á móti kirkju- byggingum, að ákalla Einar skáld Benediktsson til fulltingis í and- ófi sínu. Er stundum engu lík- ara en að „brúkendum“ Einars finnist ekki þurfa frekari vitna við, og þeir standi með pálmann í höndunum og þyngstu allslherj- arrök. svo ekki verði um villzt, eftir að hafa gnauðað á alkunn- um snillyrðum skáldsins: „Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa, þó hafi þau ekki yfir höfði þak“. Sé síðasti — svo ég viti — sem sigurglaður og öruggur um sinn málflutning varð til þess að hafa þessar frægu ljóðlínur sem mjög áberandi rúsínu í bláenda pylsu sinnar. var sá góði maður Pétur Renediktsson, bankastjó.ri og alþingismaður, í Morgunblað- inu 28. des. s.l. Skrifaði hann viðkomandi grein til enn frekari áréttingar margítrekuðum and- mælum sínum gegn byggingu Hallgrímskirkju á Skólavörðu- hæð — nú síðast stuttu fyrir jól innan veggja alþingis. Mér Þykir þetta þeim mun leiðinlegra með Pétur, sem mér finnst hnn að jafnaði öðrum mönnum skemmtilegri í málflutn ingi sakir hispursleysis, geðríkis og dirfsku. án tillits til málstað- ar. í annan stað hefði ég viljað trúa þvi um Pétur, að „fjár- gleggni" hans birtist frekar í öðru en hamagangi gegn tiltölu- lega smávægilegri fjárhagsaðstoð við eitt myndarlegasta og menn- legasta stórátak, sem þjóðin hef- ir frá upphafi vega staðið að, og standa mun um aldir. óbornum kynslóðu.m til vegsauka og sálu- hjálpar. Og enn má segja: Ég hefði satt að segja haldið, að þjóðbankastjórinn sæi einhvers staðar geigvænlegra útstreymi auranna okkar gegnum „glomp- ur gengdarleysisins" í öllum átt- um heldur en þótt eitthvert brota brot, af þessum möls- og ryðmat væri almennilega fjár- fest til langframa á vegum ekki verri manna en kirkjuhöfðingja og þess hluta þjóðarinnar, sem þeim fylgir að málum. Ég held sem sagt, að Pétur bæði sem peningaráðsmaður, fólksfulltrúi og skattgreiðandi, mætti annars etaðar frekar „sýta sárt og kvíða“. -----O------- Það má að sjálfsögðu deila ó- endanlega um útlit og gerð Hall- grímskirkju, leggi menn áherzlu á það, en ekkert er hún eins- dæmi. að þvi leyti. Ólíkir menn líta ekki sama fyrirbæri sömu augum. Sjá beinlínis ekkert sér- stakt, þar sem aðrir eygja mikið — sumir ljótt eitt, þar sem við öðrum blasir fegurð. Það er sem sagt harla einstaklingsbundið, hvað menn sjá eða hvort þeir yfirleitt sjá nokkuð. Það var ekki að ófyrirsynju. að Jónas spurði: sem frægt er: „Systir góð, sérðu það sem ég sé?“ Það er eins með kirkjur og önnur mannanna verk; þau eru vitanlega í flestum tilfellum ,.börn síns tíma“ og verða að taka dómi eftirkomandanna til lofs eða lasts. Og með tilliti til ára og alda skiptir það sjálfsagt ekki miklu máli, hvort endanleg ákvörðun var tekin áratugnum fyrr eða síðar. Kirkjuútlitið skipt ir hér ekki mestu máli, þótt mik- ilvægt sé, heldur tilgangurinn. ætlunarverkið - möguleikinn, sem skapast til þess, er gera skal í helgidómi um langa framtið. En hvað sem þessu líður, er hitt staðreynd, að svipmót Hallgríms kirkju er fyrir löngu ákveðið af þeim, sem því máttu ráða, og sjálfri bygginguni svo langt á veg komið, að ég fæ ekki betur séð en að það jaðri fullkomlega við beina skemmdarverkastarf- semi að hindra og tefja þetta verk — raunar hvernig sem á er litið með rökum. Hér liggur því vissulega nær að ryðja steini frekr úr götu en í — ekki sízt fyrir kjörna þjóðarleiðtoga og á- byrga valdsmenn. Og svo má ég til með að lok- um að hverfa aftur ölitið að Einari Benediktssyni og viðhorfi hans til kirkna, eins og það birt- ist í hér tilvitnuðum skáldskap hans og öðrum. Ég er nefnilega ekki alveg viss um hugsanlega ánægju hans í samfylgd með þeim, sem ákalla hann sem brjóst vörn í stríði gegn byggingu guðs þjónustuhúsa — einkum stórra — sem óþörfu hégómamáli vegna óumdeilanlegs gildis „hjartn- anna, sem trúa“ og klassiskra orða skáldsins þar um. í fyrsta lagi má benda á það, sem nærtækast er í umræddum orðum Einars. Jafnvel þar segir skáldið svo ekki verður um villzt: »>•••• Þó — (sem þýðir endaþótt, þrátt fyrir að, o.s.frv. hafi þau ei yfir höfði þak“. Einar segir HVERGI — heldur þvert á móti gefur óbeint hið GAGNSTÆÐA til kynna — að hjörtum séu ekki .,musteri guðs“ þótt þau HAFI yfir höfði þak. Þessu má ekki ganga framhjé. Það væri líka harla ótrúlegt um svo stórbrotinn skáldanda og vit- mann sem Einar Benediktsson, að hann hefði ekki gert sér ljóst sambandið milli hins ytra og þess innra — kirkna og hjarta — og þau gagnkvæmu áhrif til ljóss og til lausnar, sem í samspili þeirra eru skilyrði til að skapa. Eða, hver vill gerast til að halda því fram, að musteri kirkna kunni ekki einmitt að hafa áhrif á musteri hjartna jafnvel móta þau og byggja upp? Þannig eru títtumtöluð ummæli skáldsins síður en svo vatn á myllu þeirra. sem berjast gegn því að reisa vegleg hús guði til dýrðar. En ekki þarf að einskorða sig við hinar umtöluðu Ijóðlínur Einars Benediktssonar til þess að komast á snoðir um hug hans og afstöðu í þessum efnum, og eftir- minnilegan skilning á hlutverki og áhrifamætti myndarlegra kirkjubygginga. Hann sagði nefni lega fleira heldut en kirkjubygg- ingaandstæðingum kann að þykja gott. f kvæði sínu „Kirkjan í Mílanó", sem er einn hástemmd- ur og skáldlegur kxfgerðaróður í senn óvenjulegs vitmanns og trú- manns. tekur hann þegar í upp- hafi svo til máls: „Kórinn sveipar bergmál hljóðra bæna; brimhvit enni drjúpa að altars skÖTum". Og endar svo fyrsta erindið af fjórum: „Fyrir steinsins hljóðu hátign standa holdsins myndi’-- blásnar lífsins anda“. Síðan heldur skáldið áfram: „Mann frá manni og ævi eftir ævi andi marmarans mun hjörtum lyfta. — Þótt sig lýðurinn í gleymsku græfi, guðastyttan mun ei svipi skipta. Og þótt ránshönd ræni hörgsins auði, ríkdóm hjartans væri ei unnt að svipta öreigann. sem hreif hinn höggni, dauði, harði steinn — og saddi andans brauði". Og það er síður en svo, að á sé slakað í framhalrtinu: >,Yfir þessum Ijósu, köldu Baldvin Þ. Kristjánsson. línum liggur eins og bjarmi æðri sálar, þar sem fólkið sér af draumi sínum FLEST virðist ógert en fæst gert af því sem gera þarf fyrir 26. maí n.k. ef úr umferðar- breytingu verður. Æfingabrautir. í Svíþjóð voru byggðar flókn ar umferðar-æfingabrautir, þar sem fólk gat æft sig í hægri um ferð fyrir H-dag. Að sjálfsögðu voru þessar brautir þannig gerð ar, að þær höfðu upp á að bjóða mismunandi erfið akstursskil- yrði. Þar voru lögregluþjónar löggæzlumenn og aðrir þeir, er áttu að stjórna umferð eftir H dag, látnir æfa sig í því að s*jórna H-umferð, og læra að leysa úr umferðarhnútum og umferðarflækjum, sem ætíð geta myndazt við viss skilyrði á erfið um umferðaræðum. Eru líkur til þess að búið verði að býggja slíkar æfinga- brautir hér í tæka tíð, til þess að ökumenn og löggæzlulið geti æft sig í hægri umferð við fyrr- nefnd akstursskilyrði? Hvenær ætli þessar brautir verði byggð- ar og hvar? Eiga íslenzkir öku- menn og aðrir vegfarendur og löggæzlulið sem á að stjórna um ferð, kanski ekki að eiga kost á því, að vita hvað hægri um- ferð er, fyrr en búið er að breyta umferðarreglunni? Ætli þetta verði allt kennt bara á pappírnum? Ökuhraði. f Svíþjóð varð að takmarka ökuhraða, bæði í borgum og á þjóðvegum, vegna umferðar- breytingarinnar. Nú, að fjórum mánuðum liðnum, hafa Svíar ekki aflétt þessum hraðatakmörk unum. Að sjálfsögðu voru og eru slík ar hraðatakmarkanir óhjákvæmi leg afleiðing umferðarbreyting- arinnar til þess að auka öryggi umferðarinnar. En í kjölfar þeirra hafa siglt aðrir erfiðleikar, sem ennþá er ófyrirséð hvað muni kosta sænsku þjóðina. T.d. má nefna að það tekur langferðarútur bæði fólks- og vöruflutninga þriðjungi til helmingi lengri tíma að fara sömu vegalengd nú en fyrir umferðarbreytingu. Þetta orsakaði það, að rútu- bílar á langleiðum svo gott sem tæmdust. f stað þess flykktist fólkið í járnbrautarlestir og flug vélar, svo vart var við ráðið. Það gefur því auga leið að þess- ir flutninga aðilar hafa orðið fyrir gífurlegu tjóni. Ef af umferðarbreytingu verð ur hér, þá hlýtur ökuhraði hér að verða takmarkaður með til- liti til þess, og að sjálfsögðu þá mikið meira en í Svíþjóð vegna hins ófullkomna vegakerfis sem við eigum við að búa. Hvað munu þeir segja sem ævi, sem tónn né lituí aldrei málar“. Er nú ekki heldur erfitt að hugsa sér höfund slíkrar lofgjörð ar sem hiöfuðkempu og æðsta- prest þeirra skrýtilega gerðu manna, sem leggja metnað sinn í það að torvelda og gera tor- tryggileg í ýmsum tóntegundum virðingarverða viðleitni þeirra alltof fáu manna er leggja á sig fjárútlát og fyrirhöfn til fram- dráttar óeigingjarnri og háleitri hugsjón í þá átt, við erfið skil- yrði, að skapa íslendingum á- þekka tilbeiðslu- og þakkargerð araðstöðu og skáldið sjálft fann, lifði og lýsti? Og, hvað segja þeir háu herarr, sem oftlega virð ast gamna sér við það að vega og meta steinlímsmagnið í Hall- grímskirkju á Skólavörðuhæð, með það fyrir augum að sjá eftir því, um þessi ótvíræðu orð Einars Benediktssonar í enn sama tilvitnuðu kvæði? þurfa að ferðast með langferða- bifreiðum, ef þeir þurfa að vera þriðjungi til helmingi lengur í hverri ferð eftir breytingu en áður? Hvað munu þeir segja, sem hafa vöruflutninga út um land, ef þeir þurfa þriðjungi til helm- ingi lengri tíma til að flytja sama vörumagn eftir breytingu en áður? Hvað munu bændur segja, ef þeir þurfa 5 bíla til að flytja sama mjólkurmagn á jafn löng- um tíma eftir breytingu og þeir þurftu 3 áður? Svipað hlýtur að gilda með flutninga frá mjólkurbúum til dreifingarstöðva í þéttbýli. Að sjálfsögðu hlýtur þetta einnig að koma niður á allri landbún- aðarvöru, t.d. kjöti, fóðurvöru og áburði. Og allri annarri vöru sem dreift er um landið með bifreiðum. Hvað munu Reykvíkingar segja, ef strætisvagnaferðir sem nú taka 30 mínútur, taka eftir breytingu 50, jafnvel 60 mínút- ur? Hvað þarf þá að fjölga stræt isvögnum t.d. Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar mik- Sjóböð um miðjon vetur SAMKVÆMT upplýsingum Sig- urjóns Ólafssonar vitavarðar í Reykjanessvita hefur lítil breyt- ing orðið á jairðhitasvæðinu. Mikla gufustróka leggur upp af svæðinu og sjólaugin svokallaða. sem er í túnjaðrinum rétt við flæðarmálið er nú 25 stiga heit. Er það óvenjumikill hiti að vetri til, en í sumar var- hitinn í lauginni 18 stig. Sagði Sigur jón að þægilegt vaeri að £á sér sjóbað í lauginni, en sjór renn ur í hana að jafnaði. 200 soltnir Kínu- bændur drepnir Tókíó, 13. jan. AP MOSKVU útvarpið sagði frá því í dag, að 200 kínverskir bændur, sem illa voru haldn- ir af sulti, hafi verið drepnir af herflokkum Mao, þegar þeir risu gegn formanni sín- um í Kwangtung héraði í sl. mánuði. Útvarpið sagði frá þessu á japönsku og kvað atburðinn hafa gerzt í þorpi um 112 kílómetra frá Kanton, höfuð- borg fylkisins, seint í desem- ber. af hans myndum teygar listar-iþorstinn dýpstar skálar, eins og jörð í þrungnum, þungum vindum þráir andardrátt frá himins lindum“. Ég held einhvern veginn, að síðornir andófsmenn Hallgríms- kirkju ættu að leita málstað sín- um fulltingis hjá öðrum frekar en andansmanninum, sem orti þessar Ijóðlínur. f lok kvæðisins hvarflar svo huguT hins stórbrotna skálds til „uppheims-alda“, þar sem ;,augna blikin letrast gulls með stafi“, og segir síðast allra orða: „Þaðan logar bjarmi um steininn kalda“. Ættum við ekki að una því? Og taka tilrnælum sama manns: „Sé eitthvað satt og rétt, sigra því gerðu létt“. Reykjavík, á þrettándanum 1068. ið til þess að fullnægja fólks- flutningaþörfiinni eftir breyt- ingu? Frumvarpið um frestun og þjóðaratkvæðagreiðslu er því bæði eðlilegt og sjálfsagt, til þess að fólk geti sagt til um það, hvort það vill fá yfir sig illa undirbúna og algjörlega óþarfa, hættulega og rándýra umferðar- breytingu með öllu því ófyrir- sjáanlega sem henni kann að fyigja- Hvaða kjósandi mun t.d. trúa því að óreyndu á sinn þingmann að hann verði til þess að neita honum um þennan sjálfsagða rétt, án tillits til þess hvort þingmaðurinn eða kjósandinn er með eða móti umferðarbreyting- unni? Þannig ætti þjóðaratkvæða- greiðsla hér að geta orðið ráð- gefandi fyrir þingið, alveg eins og hún var það á sínum tíma í Svíþjóð. Þó er langtum eðlilegra að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hér, heldur en í Svíþjóð t.d. vegna legu landsins sem ey- lands, og einnig vegna þess að við eigum enga sérfræðinga í umferðarmálum. Ekki skal því heldur trúað að umrætt frumvarp fái ekki þing- lega meðferð, því það yrði sá smánarblettur á yfirstandandi Alþingi sem seint mundi af því þveginn. Reykjavík 10. jan. 1968. Ingvi Guðmunðsson bifreiðastjóri á BSR. Daníei Pálsson bifreiðstj. Bæjarleiðum. Olía fraus jafnvel í leiðslum Bæ. Höfðaströnd, 8. jan, TÍÐARFAR hefur verið mjög höstug frá áramótum og frost. hörkur með því mesta, sem koma hér. Nokkuð hefur borið á því, að hráolíukynding í hús- um hefur ekki fullnægt hitaiþörf og olía jáfnvel frosið í leiðslum. Hofsósingar fá sitt neyzluvatn ofan úr fjalli, um þriggja káló- metra leið. Einhvers staðar á þeirri leið hefur leiðslan bilað er og staðurinn nú næstum vatns laus. Getur verið erfitt að hitta á bilunina vegna frosta og snjóa (Bilunin er nú fundin og við- gerð hefur farið fram). Til þessa hefur gengið illa að balda opinni leið um Strákagöng til Siglufjarðar. Mikið fennir á veginn og hætta kvað vera á snjó flóðum, sérstaklega í Dalaskrið- um. Eftir stórhríð 2. og 3. janúar kom nokkur ís inn á fjörðinn, töluvert stórar spangir og jaka- hröngl á milli Eftir að upp stytti og sunnan gola kom fór þessi ís þó fljótt út af firðin- um, að minnsta kosti í bilL Menn óttast harðan vetur og jafnvel að ís fylli firði — B. J. .Steinsins tign er tær, — og Baldvin Þ. Kristjánsson. Hvað er framundan í umf erðarmálum ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.