Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1968
»;£•>SIM11-44-44
mfíifim
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 e3a 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
fjs=»m*áJuurtsAM
RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022
Nýr sími
23-222
SENDIBÍLAR HF.
Einholti 6.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
AUDVITAÐ
ALLTAF
vj /pd! (nííjia
iiiiiili!!! :::::::::::: iiiiHijiiiiiiiiiii
lAr Áttatáknanir á
Þingvöllum
Egill Sigurðsson á Ala-
fossi skrifar:
„Hinn fyrste dag nóvember-
mána'ðar 1967, kl. 12 á hádegi,
var Kárastaðastíg í Almanna-
gjá lokað fyrir allri umferð
ökutækja. Eins og eðlilegt var
um slíkan stórviðburð, voru
þaa- viðstaddir blaðamerui og
ljósmyndarar, að minnsta kosti
frá Morgunblaðinu. Langar
mig til þess að ræða lítilliega
um grein blaðamanms Morgun-
blaðsins, þar sem hann lýsir
steðháttum. Tel ég hann hafa
verið svolítið áttaviltan.
Hann taián um Ármanrusfell
í austri og segir, að Skjaid-
breiður sjáist sunnan undir
því. Hrafnabjörg segir hann í
suðaustri. Þarna skýtur dálítið
skökku við. Ármannsfell er 1
norðaustur, þó líklega meira
til norðurs, séð frá Kárastaða-
stíg, og Skjaldbreiður er að sjá
norða.ustur af því, — í liklega
um eða yfir tvöfaldri fjarlægð.
Hrafnabjörg eru þó nokkuð
norðan við háaustur; ef farið
er norðaustur með Almanna-
gjá og komið framhjá Öxarár-
fossi spöl'korn, þá eru þau í
rétt austur.
Hafi blaðamaðurinn verið
staddur þarna um eða rétt upp
úr hádegi 1. nóv. sl., og ekki
hafi verið því þykkra loft, þá
hefði hann getað greint rétt-
ar áttir, roeð því að líta tii
sólar, og þótt honum fyndist
annað, bar honum að skrifa
það, sem réttara reyndist við
nánari athugun á landabréfi,
er heim var komið. Svo gat
hann, ef hann þekkÍT Pólstjörn
una, farið austur í björtu veðri
að kveldi dags og fundið rétt-
ar áttir eftir henni
-fc Hvernig liggur
Almannagjá?
Og svo auglýsir vega-
málastjóri í Lögbirtingablaði
8. nóvembeT lokun vegarins
um Kárastaðastíg og vísar til
vegar á norðurbakka Almanna-
gjár.
Almannagjá hefur aðalstefnu
frá suðvestri til norðausturs
og því hæpið að tala um norð-
urbakka hennar.
Þormóðsdalur
Fáum döguim áður fór blaða-
maður Morgunblaðsins með
lesendur sína í ferðalag um ná
grenni Reykjavíkur, og var
frásögn af því að mörgu leyti
ágæt. Hann talaði meðal ann-
ars um dalinn, þar sem Ála-
ofss, Suður-Reykir, Reykja-
lundur og öll sú byggð er í,
en tal'di dalinn nafnlausan.
Svona er það oft, því miður,
— örnefni gleymaist og önnur
ný þá stundum sett í þeirra
stað.
í Kjalnesingasögu er talað
um Helgafell í Þormóðsdal.
Það hefur hann heitið, þegar
sagan var skráð, og sé ég enga
ástæðu til þesis að fella það
nafn niðiur.
it Eldborg á sínum
stað enn
Þá skulum við snúa okk-
ur í aðra átt. Málvenja segir
„suður til Reykjaví'kur“, jafn-
vel auistan af fjörðum, og við
segjum vestux á land (Mýrar
Nauðun garuppboð
eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og innheimtu-
manns ríkissjóðs í Kópavogi verða bifreiðarnar
Y-57, Y-827, Y-1714, Y-2128, R-2147, R-5844,
R-9288, R-10174, R-11742 og R-14999 seldar á op-
inberu uppboði sem haldið verður við Félagsheim-
ili Kópavogs í dag, miðvikudaginn 17. janúar 1968
ki. 15.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Verkamannafélagið Dagsbrún.
|0A6SBR0wj Tillögur
uppstillingarnefndar og trúnaðarráða, um stjórn og
aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1968 liggja
frammi í skrifstofu félagsins frá og með 18. janúar
Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dags-
brúnar fyrir kl. 6 eftir hádegi, föstudaginn 19. þessa
mánaðar, þar sem stjórnarkjör á að fara fram 27.
og 28. þessa mánaðar.
Kjörstjórn Dagsbrúnar.
og Snæfellsnes). I bckinni
„Landið þitt“ eftir Þorstein
heitinn Jósefsison eru villur,
sem þyrfti að leiðrétta í næstu
útgáfuim. Hann talar um Hít-
ará og landið austan hennar og
vestan. Aðalastefna hennar er
þó frá austri til vestuxs, og því
rébt að segja: sunnan hennar
og norðan. Elidborg er flutt úr
Kolbeinsstaðahreppi suður á
Mýrar, en Eldborg stendur enn
á sama stað og hún hefur lík-
lega staðið síðan sennilega
löngu fyrir landnámstíð. Það,
sem segir um myndun henn-
ar og gos þar í Selþórissögu,
er efalítið skáldskapur.: Á
Snæfellsnesi og nágrenni þess
hefur líkiega hvergi gosið, síð
an land byggðist. í Grettis-
sögu segir frá því, er oflátiinn
Gísli ætlaði að vinna sér það
til frægðar að vega Gretti, en
rann, þegar á reyndi, og eiti
Grettm hann frá Fagraskógar-
íjalli norðvestuir yfiT Borgar-
hraun og að Haffjarðaré, þar
tók hann Gísla, en hann hafði
tínt af sér fötin á hlaupumim,
og reif Grettir upp hríslu þar
í hrauninu og hýddi Gísla með
hennL Ef Seljþóri'ssaga væri
sönn, hefur hraunið verið inn-
an við 100 ára, líklega um 70
ára, og trúi því hver sem vi'LL,
að það hafi þá verið svo gróið,
ekki eldra. Þetta var nú útúr-
dúr.
Helgafell og Stykk-
ishólmur
Og skulum við þá nœst
koma við í StyfckishóLmi. Þor-
stieinn segir, að Helgafell í
Þórsneisi sé 5 km. í auistur frá
Stykikishólmi.
Eftir því ætti það að vera
austur á fiirði, einhvers staðar
suður eða suðvestur af Hrapps
ey.
Nei Helgafell er í hásuður
frá Stykkishóimi, sjónlína 4—
5 km, en Mjóifjörður lengiir
veginn svolítið, — hann mun
vera um 6 km, eins og hann
ligguT nú.
Egill Sigurðsson."
Seinar póstferðir
NokkuT bréf hafa Vel-
vakanda borizt, þar sem kvart
að er undan seinum póstsam-
gönguim við útlönd. Með kvart
anabréfunum hafa fylgt bréf
og póstkort, sem póststimnpluð
eru í Englandi 10. til 19. des.
sl. og komu heirn til viðtak-
enda í fyrstu vi!ku janiúar.
Þá hefur Velvakandi séð tvö
jólakort, s-em póststimpluð eru
í Svíþjóð 15. tii 20. desember
1967. Þau bárust inn á heim-
ilið í Reykjavík, sem þau vora
stíliuð á, síðari hluita dags 11.
jan. 1968.
Er þetta nú ekki nokkuð
seint, jafnvel þótt fullt tilli/t
sé tekið til jóla-asarinnar?
it Litirnir á strætis-
vögnunum
Forstjóri SVR, Eiríkur
Ásgeirsson, skrifar:
„í tilefni bréfs Skarphéðins
Jóhannssonar, arkitektis, sem
birtist í dólkum þínum hinm.
11. þ.m., leyfi ég mér að upp-
lýsa, að nýir litir á strætis-
vagnana voru valdir og pant-
aðir fyrir rúmum tveimur mán
uðum, og hef-ur fyrsti hægri
vagninn klæðzt þessum nýju
fötum, sem mörguim finnst
fara honum vel. Ábenditng arki
tektsins er því miður of seimt
á ferðinni.
Frá því ákveðið var, að taka
skyldi upp hægri uimferð hér
á landi, hafa forráðamenm
SVR rætt mikið þessa útlits-
breytingu strætisvagnanna og
verið á eimu máli um, að sjálf
sagt væri að nota þetta gu'llna
tækifæri. Ég hefi á undanförn
um árum á ferðalögum mínum
erlendis viðað að mér gögn-
um, m.a. tekið allmargar lit-
myndir af a 1 menningsvögn.um.
Það var því á sl. hausti, að
10—12 starlsmenn stofnunar-
innar komu saiman og létu í
ljós álit sitt, eftir að hafa skoð-
að litasýnishorn og myndir.
Sýndist sitt hverjuim, eins og
við mátti búast. Flestir urðu
þó sammála uim þá niðurstöðu,
sem nú er fengin með ágætri
aðstoð fagmanns Sameinuðu
Bílasmiðjunnar, Sigurðar Bryn
jólfssonar. Er það von mín að
ctóm-ur aknennings um þetta
litaval verði í samræmi við lit
ina — mildur!
Eiríkur Ásgeirsson".
Klukkurnar í
Landakotskirkju
Velvakanda hefur verið
skýrt fná því, að verið sé að
gera við klukkurnar í kirkju-
turninum, sem gerðar voru að
umræðuiefni sL sunnudag í
dálkunum hér, og munu þær
vonandi hljóma vonbráðar á
ný.
IMORIHI SF. VÉLSMIDJA
SÚÐAVOGUR 26 — REYKJAVÍK — SÍMI 33116
Önnumst alls konar járn og málmsmíði.
Gerum tilboð í stór og smá verk.
Smíðum færibönd, flokkunarvélar, krana, stál-
grindahús o. fl. o. fl.
Sólarkafíi ísfirðingafclagsins
í Reykjavík og nágrenni verður að Hótel Sögu,
Súlnasal, fimmtudaginn 25. janúar kl. 8.30.
Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri Súlnasals,
sunnudaginn 21. janúar kl. 4—6 eftir hádegi. Jafn-
hliða verða borð tekin frá gegn framvísun aðgöngu-
miða.
STJÓRNIN.