Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MTÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1968
11
Stjórnarfrumvarp á Alþingi:
Löggjöf um tollheimtu og
tolleftirlit samræmd
— Mörg nýmœli í frumvarpinu m.a. að
tollgœzlumönnum verði veift
handtökuheimild
t GÆR var lagt fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um tollheimtu
og tollaeftirlit. Er frumvarpið
samið af 4ra manna nefnd er
fjármálaráðherra skipaði 1962
til að endurskoða gildandi lög
og reglur um tollheimtu og
tollaeftirlit. Skilaði sú nefnd
áliti 1963, en á sl. ári fól ráð-
herra annarri 4ra manna nefnd
að endurskoða tiliögur fyrri
nefndarinnar.
Mörg nýmæli eru í frumvarp-
inu eins og það er nú lagt fram.
Gerir frumvarpið m. a. ráð fyr-
ir að tollgæzlumönnum verði
veitt handtökuheimild, toll-
gæzlumönnum verði veittur að-
gangur að verzlunum og vöru-
geymslum, ef ætla má að þar
séu geymdar vörur, sem skotið
hefur verið undan greiðslu
gjalda. Þá verður lögð lagaleg
skylda á skipafélög, að sjá toll-
gæzlunni fyrir nægilegu hús-
rými án endurgjalds, til eftir-
lits með farþegum og áhöfn, en
framkvæmd þessara mála hefur
verið á þann hátt, að flugfélög-
in hafa lagt til húsrými, en skipa
félögin ekki. Segir í greinargerð
frumvarpsins, að rétt þyki að
sama skylda sé lögð á báða
þessa aðila.
Þá eru í frumvarpinu ákvæði
um að fjármálaráðherra geti
ákveðið með reglugerð, að
greiðsla aðflutningsgjalda af
vöru skuli fara fram innan á-
kveðinna tímamarka frá komu-
degi hennar til landsins, eða hún
sett innan sama tíma í tollvöru-
geymslu. Er þetta ákvæði sett
inn í lögin með hliðsjón af því,
að mikil brögð eru að því, að
innflytendur láti vöru sína
liggja í uppskipunar- og af-
greiðsluhúsum í óhæfilega lang-
an tíma. Þá gera lög einnig ráð
fyrir þeim nýmælum, að fjár-
málaráðherra verði heimilað að
veita tiltekinn greiðslufrest á
aðflutningsgjöldum gegn banka-
tryggingu, eða annari jafngildri
tryggingu, svo og því að varan
sé tollafgreidd óg flutt úr vöru-
afgreiðslu innan 20 daga frá
komudegi.
Ennfremur eru í frumvarpinu
ákvæði þess efnis, að komið
verði á fót tollskóla fyrir toll-
verði, enda er gert ráð fyrir
þeim skóla í úrskurði síðasta
Kjaradóms um laun opinberra
starfsmanna. Þá eru taldar upp
í lögunum aðaltollhafnir, eða
þær hafnir þar sem för í utan-
landssiglingum mega hafa fyrstu
og síðustu afgreiðslu hér á
landi, án sérstakrar heimildar.
Auk þeirra nýmæla er hér hafa
verið talin upp felast í frum-
varpinu mörg ný ákvæði sem
sett eru til samræmingar, eða
eiga sér hliðstæðu í lögum ná-
grannalanda okkar.
Heil brigðisnefnd starfi
í hverju sveitarféiagi
— stjórnarfrumvarp um hollustuhœtti og
heilbrigðiseftirlit lagt fram á Alþingi
- UMMÆLI
Framhald af bls. 24.
an þátt í atviinnuleysinu. Ráðið
gegn því væri að gera ráðstaf-
anir til þess að örva sjávarút-
veginn og útflutniingsframleiðsl-
una. — Að lausn þeas miáls hefur
v>erið unnið og er u-nnið þessa
daga, og verða tillögur og grein-
argerðir lagðar fyrir Alþingi um
það strax og efni starnda til,
sagði forsætiisráðlherra.
Síðan sagð: ráðherra: Að öðru
leyti er það auðivitað ljóst, að
slík umhleypingatíð, sem hefur
verið a.m.k. hér í Reykjavík
síðustu vikur hlýtur að leiða til
þess, að ýmis útistörf falla niður
og verða erfiðari. Við þessu er
ekikd auðvelt að gera á okkar
landi. Ég get fullvissað þing-
heim urn það, að ríkisstjómin
muin fylgjast með þessum mál-
um. Ég hef þegar átt viðræður
um það við þann, sem kunnug-
astur er áistandinu hér í Reykja-
vík. Við munum fylgjast með
málinu, og ef efni standa til,
bera fram um það sérstakar til-
lögur, en annars blandast þetta
auðvitað mjög inn í þær ráð-
stafanir, sem gerðar verða til
örvunar útflutningsframleiðsl-
unnar.
Lúðvik Jósefsson (K) var máls
hefjandi um atvinnuleysismálin
er hann kvaddi sér hljóðis u-tan
dagskrár á fundi Sameinaðs
þings í gær. Sagði Lúðvík að
ativinnuleysið hefði verið að
grafa um sig að undanfömu og
færi stöðugt vaxamdi. Það kæmi
sérstaklega illa við menn núna,
sökum þess mikla samdráttar er
orðið hefði hjá atvinnuvegun-
uim. Kvaðst Lúðvík vilja bera
fnam fyrirspurn til ríkisstjórnar
innar, um hvaða viðbrögð hún
hefði áfonmuð til að bægja at-
vinmuleysisvofunni frá.
Er forsætisráðherra hafði
svarað Lúðvík tók til máls Eð-
varð Sigurðsson (K). Sagði hann
að fara þyrfti nær tvo áratugi
aftur í tímann til að finma slíkt
atvinnuleysi og nú væri. Svo
virtiist sem ekki væri hér um
tímabundið ástand að ræða, þar
sem nokkrir þeir er látið hefðu
skrá sig atvimmulausa hefðu
„Nokkrur hug-
leiðingur um
lorm þjóðríkju
og stjórnurlur"
KOMTNN er út bæklingur eftir
Halldór Stefánsson, fyrrverandi
alþingsmann. Nefnist hann
„Nokkrar hugleiðingar um form
þjóðríkja og stjórnarfar“.
Höfundur segir m.a. í eftir-
mála: „Sem fram kemur í þess-
um hugleiðingum, voru þær rit-
aðar á næstliðnu vori. Viðburð-
ir þjóðmála síðan eru alkunnir
óg raska í engu niðurstöðum
þeirra — miklu fremur staðfesta
þær“.
ekki haft vinmu síðan í október.
Þá rædd: Eðvarð um Atvinmu-
leysistrygigingasjóð. Sagði hann
að það væri öflugasti sjóður
lamdsmanna, en ríkisvaldið
skammtaði eigi að síður svo
naumlega úr honum að hjón
fengju aðeins 930,00 kr. á viku.
Á þessu þyrfti að gera lagfær-
imgu. Höfuðatriðið væri eigi að
síður að tryggja grundvöll at-
vinmulífsins.
Jóhann Hafstein dómsmála-
ráðherra, sagð’ að sízt bæri að
gera of lítið úr því atvimnulieysi
sem vart hefði orðið við að
umdanförmu. Atvinnuleysi væri
vandamál sem allir viLdu leggj-
ast á eitt að greiða úr. Ráðherra
sagði, að gæta bæri þess, að at-
vinnuiástamd væ-i nú betra víða
á landmu en það var í haust.
Kvaðst hann þar hafa í huga
Akureyri. Þar væri akveðið að
tvö strandferðriskip yrðu smíð-
uð og ú'yggði það stjrum hóp
manna atvinnu í tvö ár. Auk
þess hefði gemgisfellingin haft
áhrif á þann mikla ullariðnað
sem fram færi á Akureyri og
ætt: han.n nú auðveldar upp-
dráttar en áður. Sagði ráðherra,
að svo virtist að það væri viss-
um aðilum meira gleðief'ni að
geta sagt fná uppsögnum manna,
heldur en að geta þes-s sem gert
hefði verið til aukmimgar at-
viinnuiíf nu,
Ráðherra ræddi siðan málefni
Skipasmíðastöðvarinnar Stólvík
h_f. í Arnarnesvogi. Sagði hanm
að kapp væri lagt á að veita
nauðsynlega fyrirgreiðslu til að
fyrirtækið hefði móg verkefni.
Hefði í því sarmbandi verið
haldnir fundir milli jóla og
nýjárs, auk þess sem leitað hefði
verið til Fiskveiðasjóðs, Iðn-
lánasjóðs og bankanna, uim
fyrlrgreiðálu tii þeirra aðila, er
hyggðu á skipabyggingar. Þá
isagði ráðherra að nú hefðu verið
gerðar ráðstafanir til þess að
niðurlagmingarverksmiðjan Norð
urstjarnan í Hafmarfirði hæfi
rekstur á ný. Það væri stórt
fyrirtæki sem kæm; til með að
veita rnörgu fólki atvinnu. Slæm
'tíð að undamförnu hefði hins
vegar hamlað því að hægt hefði
verið að afla verksmiðjunni
inauðsynlegs hráefnis,
Að lokum tók svo Lúðvík
Jósefsson til máls aftur.
Læknuskoriur
d Norðnustur-
Iundi
MBL. talaði í gær við Sigurð
Sigurðsson, landlækni, og spurði
hann hvernig stæði á með lækna
á Norðausturlandi.
Á Kópaskeri vantar lækni og
á Þórshöfn líka. Sem stendur
í GÆR var lagt fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um hollustu-
hætti og heilbrigðiseftirlit. Frum
varpið er sami'ð af nefnd er heil-
brigðismálaráðherra, Jóhann Haf
stein, skipaði til þess að endur-
skoða eldri lög um heilbrigðis-
nefndir og heilbrigðissamþykktir.
Mörg nýmæli eru í frumvarp-
inu, og m.a. kveðið svo á, að heil-
brigðisnefnd skuli vera í hverju
sveitarfélagi landsins og að kaup-
staðir með 10.000 íbúum, e'ða
fleiri, skuli ráða sér sérmenntað-
an heilbrigðisfulltrúa í fullu
starfi. Komið verði upp nýrri
stofnun, Heilbrigðiseftirliti ríkis-
ins er hafi undir stjórn land-
læknis, yfirumsjón með heil-
brigðiseftirlitinu í landinu.
I nefndinni er samdi lagafrum-
varpið átti sæti Grímur Jónsson,
héraðslæknir í Hafnarfirði, Sig-
urgeir Jónsson, bæjarfógeti í
Kópavogi, Þórhallur Halldórsson,
framkvæmdastjóri heilbrigðis-
eftirlitsins í Reykjavík og Bene-
dikt Tómasson, læknir, og var
hann jafnframt formaður nefnd-
arinnar.
I greinargei'ð frumvarpsins
kemur fram, að nefndin kynnti
sér eftir föngum íslenzka lög-
gjöf, sem varðar á einhvern
hátt heilbrigðiseftirlit, beint eða
óbeint, auk þess sem hún kynnti
sér löggjöf og tilhögun heilbrigð-
iseftirlits í Svíþjóð og Noregi.
í greinargerðinni er ítarlega
rakin núverandi skipan heilbrigð
iseft.irlitsins, löggjafir er varða
heilbrigðiseftirlit og fl. í lok
greinargerðarinnar eru svo
helztu niðurstöður dregnar sam-
an og segir þar m.a., að sum
löggjöf um hollustuhætti og heil-
brigðiseftirlit sé úrelt, e'ða hafi
ekki verið framfylgt.
Sett hafa verið lög og reglur
án nægilegrar samræmingar inn-
byrðis, vegna vöntunar á heildar-
yfirsýn. Heilbrigðisfulltrúar séu
of fáir í landinu, utan Reykja-
gegnir héraðslæknirinn á Rauf-
arhöfn Kópaskeri lí'ka og héraðs
læknirinn í Vopnafirði hleypur
undir bagga á Þórshöfn, en báð-
ir þessir læknar munu aðelns
ráðnir til vorsins, sagði landlækn
ir.
Þá vantar lækni í Egilsstaða-
hérað eystra, en þar gegnir nú
héraðslæknirinn í Egilsstaðahér-
aði nyrðra.
Eins og er standa málin svona,
að það er stöðugt unnið að því
að reyna að bæta úr þessu á-
standi, sagði landlæknir a5 lok
um.
víkur er starf þeirra aukastarf
og í nokkrum kaupstöðum séu
engir fulltrúar þrátt fyrir ský-
laus lagafyrirmæli.
Helztu nýmæli frumvarpsins
eru þessi:
1. Heilbrigðisnefnd skal vera í
hverju sveitarfélagi landsins.
Sveitarfélögum er heimilt að
sameinast um heilbrigðisnefnd
með vissum takmörkunum.
2. Heilbrigðisnefnd skal öll kos
in af sveitarstjórn, þ. e. skylda
lögreglustjóra og héraðslækna til
setu í nefndunum er felld niður.
3. Ákvæði er um vald heilbrigð
isnefnda til stdðvunar á starf-
rækslu eða notkun.
4. Héraðslæknir er gerður fag-
legur ráðunautur heilbrigðis-
nefndar.
5. Heimila má héraðslækni að
sitja heilbrigðisnefndarfund.
6. Kaupstaðir með 10000 íbúum
eða fleiri skulu ráða sér sér-
menntaðan heilbrigðisfulltrúa í
fullu starfi, einn eða fleiri eftir
íbúafjölda. í kauptúnum me'ð 800
íbúum eða fleiri skal ráða heil-
brigðisfulltrúa, en undirbúnings-
menntun og starfstími er ótiltek-
ið. Sveitarfélögum er óheimilað
með vissum takmörkunum að
sameinast um heilbrigðisfulltrúa.
Heilbrigðisnefndir annast, undir
umsjón héraðslæknis, heilbrigð-
iseftirlit, þar sem ekki er heil-
brigðisfulltrúi.
Árshdtíð
Kvenfélags
Akraness
Akranesi, 16. jan.
KVENFÉLAG Akraness hélt árs
hátíð sína sl. sunnudag að Hótel
Akranesi. f tilefnl af henni bauð
félagið öllu eldra fólki í bæn-
urn, en það hefur félagið gert
í yfir í 40 ár. Þarna á Hótel
Akraness voru bornar fram fyr-
inmyndar veitingar og eins voru
ýmiss skemmtiatriði, sem enduðu
með almennum dansleik. Allir
yngri sem eldri skemmtu sér
prýðilega vel. Þess má raunar
geta að bílstjórar Fólksbifreiða-
stöðvarinnar önnuðust ókeypis
alla-n akstur með gamla fólkið,
og hatfa gert það hin síðari áx.
Hótelstjóri og frú hans stóðu
sjálf fyrir framleiðslu veitinga
með miklium myndarbrag.
— hjþ.
7. Komið skal á fót nýrri stofn-
un, Heilbrigðiseftirliti ríkisins, er
hefur, undir stjórn landlæknis,
yfirumsjón með heilbrig'ðiseftir-
litinu í landinu. Hún tekur einnig
að sér yfireftirlit skv. lögum nr.
24/1936, um eftirlit með matvæl-
um og öðrum neyzlu- og nauð-
synj avörum. I staðinn er felld
niður heimild þeirra laga til að
fela yfirumsjónina sérstökum
„kunnáttumönnum". Skv. því
verður starf sérstaks mjólkureft-
irlitsmanns lagt niður. Stofnunin
tekur einnig að sér eftirlit með
gisti- og veitingastöðum skv. lög-
um nr. 53/1963. Starf sérstaks
eftirlitsmanns lagt niður. Stofn-
unin tekur einnig að sér eftirlit
me'ð gisti- og veitingastöðum
skv. lögum nr. 53/1963. Starf
sérstaks eftirlitsmanns verður
því lagt niður.
8. Ráðherrá setur heilbrigðis-
reglugerð fyrir allt landið. Þó
er sveitarfélögum heimilað að
fá settar sérstakar heilbrigðis-
samþykktir sem viðauka með til-
teknum takmörkunum.
9. Heilbrigðiseftirlit ríkisins er
málamiðlunaraðili, ef ágreining-
ur verður milli sveitarstjórnar og
heilbrigðisnefndar, en ráðherra
er fengið úrskurðarvald.
10. Ráðherra er heimilað að
gefa út fyrirmæli skv. tillögu
landlæknis um brýna heilbrigð-
isráðstöfun, ef heilbrigðisnefnd
fæst ekki til að láta málið til
sín taka eða kemur því ekki
fram.
11. Heilbrigðiseftirliti ríkisins
er heimilað að stöðva starf-
rækslu eða notkun í brýnni nauð-
syn og ef málið þolir enga bið.
Heilbrigðisnefnd má skjóta slíkri
ráðstöfun til úrskurðar ráðherra.
12. Úrskurðaraðili er settur, ef
ágreiningur verður milli heil-
brigðisnefndar og annars aðila,
sem fer með sams konar eftirlit.
13. Rannsóknarstofnunum rík-
isins er gert skylt að annast rann
sóknir á sýnishomum.
14. Viðurlög við brotum eru
þyngd.
LEIDRÉTTIIMG
í VIÐTALI við vörð í Sundlaug
Vesturbæjar, sem birtist í Morg-
unblaðinu þriðjudaginn 16. janú-
ar, segir m. a.:
„ og mig minnir, að hann
hafi einnig komið hér með
barnaflokki af Seltjarnarnesi,
sem Hermann Ragnars stóð fyr-
ir“.
Maður með þessu nafni er ekki
til, en líklega mun átt við Her-
mann R. Stefánsson, danskenn-
ara. — Mbl. biðst velvirðingar á
þessum mistökum.