Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 14

Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 196« Skúli Jóha nnesson Dönustöðum - Kveðja F. 26. febr. 1900. D. 7. jan. 1968. HANN var fæddur að Sauðhús- um í Laxárdal 26. febr. 1900, sonur hjónanna Jóhannesar Jó- hannessonar og Ingibjargar Þor- kelsdóttur. Þegar hann var tveggja ára að aldri, fluttist hann til Daða Halldórssonar og Viktoríu Kristjánsdóttur frá Vig- ur í ísafjarðarsýslu. Þar ólst hann upp til fullorðinsára. Þegar Daði hætti búskap árið 1922, tók Skúli við jörðinni og hefur búið þar síðan, nema um tveggja ára skeið, er hann brá búi, árin 1929—31, og flutti þá t Móðix okkar, tengdamóðir og amma, Filipía Margrét Þorsteinsdóttir, fyrrum húsfreyja að Ölduhrygg í Svarfaðardal, andaðist sunnudaginn 14. janúar. Börn, tengdabörn, barnabörn. t Maðurinn minn, Jón Eyjólfsson, kaupmaður, andaðist að Hrafnistu 15. jan. Sesselja Konráðsdóttir. t Móðir okkar, Hólmfríður Kristófersdóttir, andaðist að sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar aðfaranótt 16. jan. Börn hinnar látnu. t Jarðarför litla drengsins okk- ar, Auðuns Franz Jónssonar, fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 19. jan. kl. 10.30 fyrir hádegi. María Óskarsdóttir, Jón Albert Jcnsson, Ingvar Albert Jónsson. t Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og sonur, Jóhann Straumf jörð Hafliðason, Bólstaðahlíð 33, Rvík, lézt fimmtudaginn 11. þ. m. Jarðarförin fer fram föstudag- inn 19. þ. m. frá Fossvogs- kirkju kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Valgerður Sigurtryggvadóttir og aðrir aðstandendur. til Reykjavíkur. Árið 1925 kvæntist Skúli Lilju Kristjáns- dóttur, dótturdóttur Cýrusar Andrésssonar frá Hellissandi. Börn þeirra: Viktoría, Daði, er lézt af slysförum í Svíþjóð 23. ágúst 1953, 21 árs að aldri, Sig- ríður, Sólrún, Ingibjörg, Guðrún og Iða Brá. Þegar Skúli byrjaði búskap á Dönustöðum voru margar þúfur í Dönustaðatúni, þótt Daði Hall- t Útför móður okkar, Sigrúnar Kristjánsdóttur, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. jan. kl. 15. Hulda G. Ólafsdóttir Getz, Hannibal Guðmundsson, Guðmundur f. Guðmundsson, Kristján Jóhann Ólafsson, Ólafur Einar Ólafsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna G. ísaksdóttir frá ísafirði, sem lézt að heimili sínu, Laugavegi 27 B, 10. janúar, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn þann 18. janúar kl. 1.30 e. h. Blóm vinsamlegast afþökk- uð, en þeim sem vildu minn- ast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnaböm. t Þökkum innilega sýnda sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför Guðmundar Ásmundssonar fyrrum bónda á Efra-Apavatni. Jóhanna Kr. Guðmundsdóttir, Snorri Laxdal Karlsson, Þorsteinn Collier Guðmundsson, Elín Bjömsdóttir, Ásmundur Guðmundsson, Jóhanna Þorkelsdóttir, Amheiður Guðmundsdóttir Geir A. Björnsson, Ágúst Karl Guðmundsson, Ástríður Hafliðadóttir, Valur Guðmundsson, Þórdís Skaptadóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhanna Kr. Guðmundsdóttir og bamabörn. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM HVERNIG útskýrið þér það, að 19. kapítulinn í II. Konungabók og 37. kapítulinn hjá Jesaja eru alveg eins? Þér veitið þessu fyrst og fremst athygli, af því að þetta er heill kapítuli, en ekki aðeins eitt einstakt vers. Einstök vers eru líka oft á fleiri en einum stað. Svipað er að segja t. d. um Sálm. 14 og Sálm. 53, smávegis munur á orðalagi, en annars alveg eins. í raun og veru skýrir þetta hvað annað. Sú er að- ferð Ritningarinnar. Þetta er ekki gagnslaus endur- tekning, en miklu fremur hitt, að einn hluti Biblí- unnar er útskýring á öðrum. Fólk leitar sér of oft skýringa utan Ritningarinnar á ýmsu því, sem Ritn- ingin sjálf útskýrir bezt. I II. Pétursbréfi 1, 20 eru orð, sem einatt eru misskilin. Þar er bent er á, að enginn Ritningar- spádómur verði útskýrður af sjálfum sér. Það tákn- ar, að í Biblíunni er ekkert einangrað né sundur- laust, heldur í tengslum og samhengi við allt ann- að, er þar stendur. Þetta er eina leiðin til skiln- ings á Biblíunni. Mörg ringulreiðin orsakast af því, að fólk viðurkennir þetta ekki. Notið sjálfa Ritninguna til þess að skýra Ritning- una. Lára Guðbrandsdótti dórsson væri búinn afl slétta þar mikið, miðað við skilyrði þeirra tíma, þegar véltæknin var ekki komin til sögunnar. En eftir fá ár voru allar þúf- ur horfnar, og nú á síðari árum stækkaði Skúli túnið að mun. Lambeyrarnar gerði hann að túni og lét einnig rifja í sundur móastykki fram og niður á mel- unum. Fjárhús og hlöðu reisti hann á sínum fyrstu búskapar- árum og steinhús byggði hann, þegar gamli bærinn brann. Einnig reisti hann rafstöð knúða vatnsafli til Ijósa og suðu. Nú síðustu árin girti hann stóra hagagirðingu. Kynni okkar Skúla byrjuðu snemma, enda nágrannar um 40 ára skeið. Ekki mun ég hafa komið oftar á aðra bæi í fram- dalnum á þeim árum, en að Dönustöðum, nema að verið hafi að Sólheimum. Oft var það líka á vetrum, að ég var dag og dag hjá Skúla, ef hann þurfti að fara eitthvað áð heiman. Ekki var það heldur ósjaldan, að ég væri í vinnu á Dönustöðum vor og haust, einn eða tvo daga í senn. Alltaf þótti mér gaman að vinna hjá Skúla, því hann var jafnan léttur í máli, og margt þurftum við að ræða. Á þeim árum sem mæðiveikin herjaði, hjó hún ekki minnsta skarðið í bústofn Skúla á Dönu- stöðum, þar í framdalnum. Ég dáist að því enn í dag, hvað Skúli tók skaða sínum stór- mannlega, um hann talaði hann aldrei, svo ég heyrði. Og aldrei vissi ég hvað skaði hans var mikill, þótt ég væri kunnugur á Dönustöðum. En eitt vissi ég, að hann var mikill. Marga gesti bar að garði á Dönustöðum á fyrri árum, bæði lengra að og frá næstu bæjum, og var öllum tekið með rausn. Það var þeim báðum hjónum sameiginlegt. Að síðustu vil ég færa eftir- lifandi konu Skúla og börnum innilega samúðarkveðju mína, með þökk fyrir liðna tíð. Jóh. Ásgeirsson. t Innilegar þakkir fyrir au'ð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, Kristjáns G. Bjarnasonar, Þingeyri. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Hjartar Gunnlaugssonar, Stykkishólmi. Sesselja Kristjánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og útför systur minnar, Guðríðar Ágústu Jóhannsdóttur, Framnesvegi 57. Sérstakar þakkir vil ég færa þeim er unnu með henni að félags- og velferðarmálum. Einnig læknum og hjúkrunar- konum Borgarspítalans, — Heilsuverndarstöðinni. Guðbergur Jóhannsson. LÁRA er farin bak við „tjaldið" dásamlega og er aftur farin að starfa af fullum krafti að hjálpa þeim sem bágt eiga bóðum meg in við „tjaldið", sem í rauninni er ekkert tjald aðeins litill þröskuldur til að stíga yfir. Því miður eru það mjög fáir sem gera sér grein fyrúr að svona er það og þess vegna er lífið hjá flestum meir eða minna neikvætt. t Móðir okkar Lára Guðmundsdóttir Hringbraut 87, er andaðist 10. þ. m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. jan. kl. 10.30. Svana Runólfsdóttir, Valgarð Runólfsson, Sverrir Runólfsson, Kjartan Runólfsson. t Þökkum hjartanlega sýnda samúð og hlýju við andlát og jarðarför Þorgeirs Ólafssonar, Isafirðl. Jóna Jónsdóttir, börn og tengdasonur. Það sem nútímamaður hugsar aðallega um í dag er þrennt, peningar, skemmtanir og hvíld. Hvað eru það margir í dag sem hugisa um aðra? Hver gerir sér grein fyrir að einhverju leyti hvað framundan er? Nei nú hugsar hver um sjálfan sig. En það er nú svo að ef maður reynír að iétta und ir með öðrum á einn eða annan hátt þá kemur það þúsundfalt til baka. Það er alveg stórfurðulegt hve fáir hafa komizt í snertingu við það rétta og dásamlega lif, líf, sem aldrei endar og alltaf kemur aftur eins og grasið og blessuð blómin. Það er furðulegt hve fáir skilja það, þvi miður. En það var ekki nauðsynlegt að kenna Láru ne'tt um lífið, en hún fékk líklega meir í lífsgjötf heldur en flestir aðrir bæði hvað snerti lífsinis sýn og guðstrú. Hún var fátæk á veraldarvísu, en átti það sem of fáir eiga, trúna á það góða og trúna á rétt- lætið — og hún gat allbaf gefið. Aldrei var neinn vafi á, hjá henni hvar vegurinn dásamlegi lá og þanrn veg sýndi hún mér Framhald á bls. 15. Hugheilar þakkir fyrir heim- sóknir, blóm og góðar gjafir í tilefni af 85 ára afmæli mínu 8. janúar sl. Guð blessi ykkur öll. Jódís Árnadóttir, Austurbrún 6. Innilegar þakkir færi ég öll- um sem glöddu mig og sýndu mér hlýhug á 70 ára afmæli mínu 11. janúar. Guð veri með ykkur öllum. Kristbjörg Jónsdóttir, Karlagötu 6.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.