Morgunblaðið - 17.01.1968, Síða 6
r 6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 196S
Varpaðu frá þér vetrarkvíða
Með hverjum degi hækkar sól á lofti og bjartara verður í mann-
heimum á norðurhjara veraldar. Skyldi vorið vera að koma? Sumir
spyrja þannig um leið og sólarglæta sést.
A þessari mynd, sem K. Bruun sendi okkur og nýlega er tekin,
er einn af vormönnum Islands, en grýlukertin við hlið hans, eru
samt ennþá jafnstór og hann sjálfur.
Þrátt fyrir grýlukertin getum við tekið undir með skáldinu
og sungið við raust:
„Varpaðu frá þér vetrarkvíða,
vorsins er ei langt að bíða,
en því miðar hægt og hægt . , , “
Annast um skattframtöl að venju. Tími eftir sam- komulagi. Friðrik Sigurbjörnss., lögf. Harrastöðum v/Baugsveg. Sími 16941 og 10100.
Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 - Sími 30135.
Skattaframtöl Sigfinnur Sigurðsson, hag- fræðingur, Malhaga 15. — Sími 21826 eftir kL 18.
Gólfteppi Okkar teppi eru ekki ódýr. ust, en ... kaupir þú góðan hlut þá mundu, hvar þú fékkst hann. Álafoss.
Milliveggjaplötur Góður lager, þykktir 5, 7 og 10 cm. Hagstætt verð og greiðsluskilm. Hellu- og steynsteypan sf. við Breið- holtsveg. Sími 30322.
Skattaframtöl Komið strax, því tíminn er naumur. Fyrirgreiðsluskrif stofan, Austurstræti 14, sími 16223. Þorleifur Guð- mundsson, heima 12469.
Fatnaður — seljum Ullarúlpur barna, nankins- buxur, allar stærðir, odelon kjólar o. fl. Allt ódýrt. — Lindin, söludeild, Skúlag. 51, sími 18825.
Klæði og geri við bólstr- uð húsgögn Strandgötu 50. Hafnar- firði, sími 50020.
Útsala í Hrannar- búðunum Skipholt 70 S: 83277. Hafnarstr. 3 S: 11260. Grensásv. 48. S: 36999.
Ný 2ja herb. íbúð til leigu á Melunum. Til- boð sendist Mbl. merkt: „Melur 5116“.
Sendiferðabíll Commer ’65, ekinn 41 þús. km. í góðu lagi til sölu. Skipti á 4ra-5 manna bíl möguleg. Sími 4-11-62 eftir fel. 5 næstu daga.
Aðstoð við skattframtöl einstaklinga. Hús & eignir Bankastrætj 6. Símar 16637 40®63.
Borð Stórt borð, tilvalið sem pökkunar- og sníðaborð. St. 245x124 cm. Uppl. í síma 15418 til kl. 6 og eftir kl. 7. 36588.
Skápur spónlagður með eik, með 50 litlum skúffum og 12. stór- um. Stærð um 210x70x225 cm. Uppl. í síma 15418 til kl. 6. og eftir kl. 7. 36588.
Til sölu Sambyggð trésmíðavéL Upplýsingar í sima 83018.
FRÉTTIR
Verkakvennafélagið Framsókn
minnir félagskonur á spilakvöld-
ið fimmtudaginn 18. jan. kl. 8.30
í Alþýðuhúsinu. — Þriggja kvölda
keppni. Góð verðlaun í boði.
Fíladelfía, Reykjavík
Vakningasamkoma hvert kvöld
vikunnar kl. 8.30. — Ræðumaður:
Victor Greisen, trúboði frá Banda-
ríkjunum. Allir velkomnir.
Kvenfélag
Fríkirkjusafnaðarins
heldur skemmtifund fimmtudag-
inn 25. janúar í Sigtúni. Spiluð
verður félagsvist og fleira. Takið
með ykkur gesti.
Stúdenfar MR. 1958
Stúdentar frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1958
Fundur verður í Leikhús-
kjallaranum fimmtudaginn
25. janúar kl. 20.30. Fundar-
efni: 10 ára jubileum. Mæt-
um öll. — Bekkjarráð.
Kristniboðsvika
á Akranesi
Á samkomunni I kvöld talar
Benedikt Arnkelsson guðfræðing-
ur. Sagt verður frá kristniboði.
Samkoman hefst kl. 8.30 I Akra-
neskirkju.
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma í kvöld kl.
8.30 í Betaníu. Páll Friðriksson
húsameistari og Sigursteinn Her-
sveinsson útvarpsvirki tala. Ein-
söngur. Allir velkomnir.
Kvennadeild
Borgfirðingafélagsins
heldur fund fimmtudaginn 18.
janúar kl. 8.30 í Hagaskóla. Frú
Sigríður Þorkelsdóttir, snyrtisér-
fræðingur, maetir kl. 9.
Systrafélag Keflavíkurkirkju
Fundur verður haldinn í Tjarn-
arlundi fimmtudaginn 18. janúar
kl. 8.30.
Kvenréttindafélag fslands
heldur fund að Hallveigarstöðum
miðvikudaginn 17. janúar kl. 8.30.
Erindi flytur Steinunn Finnboga-
dóttir um ábyrgt ástalíf og fjöl-
skylduáætlanir. Umræður um laga
breytingar. Kaffi. — Félagskonur
mega að venju taka með sér gesti.
Fermingarbörn
í Hallgrímssókn
Séra Ragnar Fjalar Lárusson,
sóknarprestur í Hallgrimskirkju,
biður væntanleg fermingarbörn sín
að mæta til viðtals í Hallgríms-
kirkju miðvikudaginn 17. janúar
kl. 6.
Tilkynning til sóknarfólks
Símanúmer mitt er 16337 og
heimilisfang Auðarstræti 19. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar-
prestur í Hallgrímsprestakalli.
Breiðfirðingafélagið
Fyrsta skemmtikvöld ársins verð
ur haldið í Breiðfirðingabúð.
fimmtudaginn 18. jan. kl. 9. Fé-
lagsvist og dans. Heildarverðlaun,
farseðlar til Kaupmannahafnar
báðar leiðir.
Kvenfélag Kópavogs
heldur fund í Félagsheimilinu,
uppi, fimmtudaginn 18. janúar kl.
8.45.
Mæðrafélagskonur.
Munið fundinn að Hverfisgötu
21 fimmtudaginn 18. jan. kl. 8,30.
Spilað verður Bingó.
Spakmœli dagsins
Mesta undur veraldarsögunnar er
það, með hve miklu þolgæði menn
og konur bera þær byrðar, sem
stjórnendur leggja á fólk að nauð-
synjalausu. — W. E. Borah.
Jesús sagði: Vertu ekki hrædd-
ur, ég er hinn fyrsti og síðasti og
hinn lifandi, og ég var dauður,
en sjá, lifandi er ég um aldir og
ég hef lykla dauðans og Heljaí.
(Opinb. Jóhannesar, I, 18).
í DAG er miðvikudagur 17. janú-
ar og er það 17. dagur ársins 1968.
Eftir lifa 349 dagar. Antoníus-
messa. Árdegisháflæði kl. 6.35.
Upplýsingar um læknaþjónustu i
borginni eru gefnar i síma 18888,
símsvara Læknafélags Reykjavik-
ur.
Slysavarðstofan í Heilsuverndar-
stöðinni. Opin allan sólarhringinn
— aðeins móttaka slasaðra —
sími: 2-12-30.
Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5
siðdegis til 8 að morgni. Auk þessa
alla helgidaga. — Sími 2-12-30.
Neyðarvaktin gSvarar aðeins á
virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5,
sími 1-15-10 og laugard. kl. 8—1.
Kvöldvarzla
í íyfjabúðum I Reykjavík til
kl. 9, sunnudags- og helgidaga-
varlza frá kl. 10—21 vikuna 13.
jan. — 20. jan. er í Vesturbæjar-
apóteki og Austurbæjarapóteki.
Næturlæknir í Hafnarfirði
aðfaranótt 18. janúar er Jósef
Ólafsson, sími 51820.
Næturlæknir í Keflavík.
17. og 18. jan. Kjartan Ólafsson.
Keflavíkurapótek er opið virka
daga kl. 9—19, iaugardaga kl. 9—2
og sunnudaga frá kl. 1—3.
Framvegis verður tekið á móti
þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð-
bankann, sem hér segir: mánud.,
þriðjud., fimmtud. og föstud. frá
kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku-
daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga
frá kl. 9—11 f.h. Sérítök athygli
skal vakin á miðvikudögum vegna
kvöldtímans.
Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík-
ur á skrifstofutíma er 18-222. Næt-
ur- og helgidagavarzla, 18-230.
Skolphrelnsun hjá borginni. —
Kvöld- og næturvakt, simar
8-16-17
A.A.-samtökin
Fundir eru sem hér segir: I fé-
lagsheimilinu Tjarnargötu 3c:
Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21.
Langholtsdeild, í Safnaðarheimili
Langholtskirkju, laugardaga kl. 14.
Orð lífsins svarar í síma 10-000.
[xl Helgafell 59681177 VI. 2.
IOOF 7 = 1491178% = E.I.
RMR—17—1—20—VS—MT—HT.
IOOF 9 = 149117 8% =
Veiðibjölltirnar og Magnús
þinga í Leirulækjarse&i
Þarna eru sjaldséðir gestir í heimsókn hjá honum Magnúsi, sem þá
var lítill, en er sjálfsagt vaxinn úr grasi núna, enda myndin tekin
í júlí 1958 í Irúrulækjarseli á Mýrum.
Þetta eru þrír státnir veiðibjölluungar, sem eru þarna komnir
á þingfund til Magnúsar, sjálfsagt til að ræða vandamál og kveð-
skap Leirulækjar-Fúsa, sem átti hcima þarna í nágrenninu meðan
hann var og hét.
sá NÆST bezti
Sagt var frá því á dögunum í dagblöðunum, að farið væri
einhvers staðar að gefa kúnum dagblöð til fóðurs.
Varð þá manni einum að orði:
„Þar loksins fékk Tíminn neytendur, barasta étinn upp til
agna“.