Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 23

Morgunblaðið - 17.01.1968, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 17. JANÚAR 196« & Við rákumst á þessa skemmtilegu mynd af „Snjókominu", sem fannst í frumskógum spö nsku Gíneu, en frá honum hefur áður verið sagt hér í Mbl. G órilluunginn er nú tveggja ára, bláeygður og hvítur sem mjöll. Okkur datt í hug, að ef til vill endur fyrir löngu hafi svipaður náttúruviðburður átt sér stað, daginn, sem forfaðir hvíta kynstofnsins kom í heim inn. „Snjókornið“ er nú í dýr agarðinum í Barcelona. Andreas Papandreou kominn til Parísar - HERSTÖÐVAR Framh. af bls. 1 árslok 1971. Þannig verður brezki herinn í Suðaus<tur-Asíu og Persaflóa fluttur buxt fyrir árslok 1971, en herlið það, sem nú er í Hang Kong, verður látið vera þar áfram og ekki faekkað í því, sagði Wilson. —• Við gerum ok'kur ljóst, að þetta hefuir vissa hættu í för með sér, en þannig er ástatt nú, að þessa hættu verðum við að sætta okkur við, sagði Wilson ennfremur. Herinn í Suðaustur- Asíu og Persaflóa verðuir fluttur burt fjórum árum fyrr en gert hafði verið ráð fyirir og þegar því er lokið, munu flugmóður- skip Breta — alls fjögur skip —. verða tekin úr notkun. Þetta þýðir, að Bretland mun þá ekki lengur eiga neinair meiri háttar herbækistöðvar fyrir utan Ev- rópu og Miðjarðarhafið. Ákvörðunin um að afturpanta sprengjuflugvélarnar 50 frá Bandaríkjunum hefur í för með sér 425 millj. punda sparnáð, sem dreifist á 10 ár. Þessar flug- vélar áttu að vera kjarninn í flughernaðarmætti Bretlands eft ir 1975, en nú verður hlutverki hersins á sviði kjairnorkuvopna eingöngu fengið í hendur þeim kafbátum flotans, sem búnir eru Polaris-flugskeytum. Áform Breta um að flýta brottflutningi hers síns frá Suð- austur-Asíu hefur valdið mikl- um og almennum ótta í Malasíu og Singapore. Lýsti Wilson þvi yfir í Neðri málstofunni, að Bretland væri reiðubúið til þess að veita aðstoð þessum tveimur samveldislöndum, að því er varðaði sameiginleg loftvarna- kerfi. Yfirlýsing Wilsons hefur enn- fremur í för með sér, eins og greinir frá að framan, að nú er bundinn endir á ókeypis lækn- ishjálp í Bretlandi. Eftirleiðis verða allir, sem fá lyfseðil hjá lækni, að greiða tvo shillinga og sex pence. Frá þessu eru fá- einar undantekningar. Þá verður áætluninni um skólaskyldu til fullra 16 ára frestað frá 1970 til 1973. Wilson skýrði ennfremur frá enn fleiri sparnaðarráðstöfun- um. Hann skýrði frá því, að öyggðar yrðu færri íbúðir, að útgjöld til vegaframkvæmda yrðu skorin niður og að bæja- og sveitafélög yrðu einnig að draga úir útgjöldum sínum. Ekki verða ráðnir fleiri ríkisstarfsmenn á þessu ári. Ráðstafanir þær, sem hér hefur verið greint frá eru hins vegar aðeins þær helzitu. Enn fleiri munu verða boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. — Það er ekki bara í okkar eigin, heldur einnig í þágu vina okkar og bandamanna, að Bretland geti fljótt og vel tryggt efnahag sinn, sagði forsætisráðherrann. Öryggi okkar er fólgið í Evrópu og við verðum að byggja á Atlantshafsbandalaginu. En Bretland er reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum að svo miklu leyti sem það fjárhags- lega er unnt til þeirra banda- laga, sem landið er þátttakandi í. Menn verða að gera sér það ljóst, sagði Wilson, að án efna- hagslegs styrks, getur hvorki Bretland né bandalög þau, sem við eigum aðild að, ráðið yfir hernaðarstyrk. Það eir ekki bara í þessu landi,) sem við höfum lifað umfram. efni á síðustu árum. Hin raun- verulegu áhrif okkar og völd í þágu friðarins geta nú fengið að vaxa með því að efla þau í þeirri röð, sem raunveruleikinn segir fyrir um. Wilson skýrði einnig frá því, að stjórn hans hefði fullvissað bæði Malasiu og Singapore sem og önnur lönd í samveldinu og bandalagsríki Bretlands, að Brst ar myndu halda uppi almennri hernaðargetu til þe&s að geta framkvæmt hernaðaraðgerðir frá bækistöðvum í Evrópu og brezku eyjunum sjálfum. — Ef við teljum, að kringumstæður krefjist þess, verður unrut að flytja herafla til annarra staða í heiminum þar á meðal í þágu Sameinuðu þjóðanna veg.na að- gerða af þeirra hálfu. Að því er varðaði Persaflóa, sagð'i Wilson, að ríkisstjórnin hefði skýrt stjórnum þeirra landa, er málið varðaði, frá því, að Bretl. myndi framvegis telja það eitt af grundvallar hags- munamálum sinum, að öryggi og velferð þessara landa væri tryggt og ef nauðsyn krefði, þá yrði unnt að senda brezkar her- sveitir til þessara landa þeim ti’ verndar. Brottflutningsáætlunin frá her stöðvum fyrir austan Súez fyrir 1975, sem nú verður færð fram til ársins 1971, m'un hafa í för með sér, að fækkað verður í hernum fyrir 1971 um 75.000 manns og þar að auki um 80.000 manns úr hópi óbreyttra borg- ara, sem starfað hafa í þágu hers ins. Brezku flugmóðurskipin verða tekin úr notkun smám saman og í Gurhka-herdeildinni, en í henni hafa verið 12.000 manns, verður fækkað um 6.000 manns. Útgjöld til varnarmála á tíma- bilinu 1969—1970 munu verða minnkuð um 110 millj. punda og dregið verður enn frekar úr útgjöldum til varnarmála. Innsiglisvörðurinn fer frá Longford lávarður, innsiglis- vöirður, sagði af sér stöðu sinni í kvöld í mótmælaskyni við þá ráðstöfun brezku stjórnarinnar að fresta um tvö ár hinni nýju skólaskipan, þar sem skólaskyld- an verður til fulka 16 ára í stað 15 nú. Við stöðu hans tekur nú Schackleton, lávarður, ráðherra án stjórnardeildar. Longford lávarður, var tals- maður ríkisstjórnarinnar í Efri deild þingsins. Stjórnmálafrétta- ritarar í London telja aflsögn hans ekki koma á óvart, þar sem það var lengi vitað, að hann hafði óskað þess, hvort sem var, að fara úr stjórninni. Vonbrigði og áhyggjur í Washington Vonbrigði og áhyggjur mót- uðu viðhorf embættismanna í Waishington við ræðu Wilsons forsætisráðherra í dag. Var því haldið fram, að áform Breta um að draga úr hernaðarmætti sín- um fyrir austan Súez gæti leitt til þess, að það yrði nauðsyn- legt að endurskoða að nýju hern aðarafstöðu vesturveldanna í mikilvægum hlutum heimsins —• svæðum, þar sem enn er fyrir hendi hætta á auknum áhrifum kommúnista. í London féll sterlingspundið á gjaldeyrismarkaðnum, eftir að Wil'son hafði skýrt frá því, í hverju sparnaðarráðstafanirnar væru fólgnar, en hækkað að nýju, eftir að Englandsbanki hafði tekið af doUaravaraforða sínum og keypt nokkurt magn af pundum. í fréttum frá Washington var haft eftir einstökum embættis- mönnum, að Bretland hefði nú í einni svipan gert ráðstafanir til þess að binda enda á skuld- bindingar sínar fyrir austan Súez en einnig varpað frá sér hagsmunum sínum þar og hyrfi nú af sviðinu sem stórveldi, Bandaríkin höfðu vænzt þess, að Bretar myndu að minnsta kosti vera á verði framvegis í Persa- flóa ,einkum með tilliti til brezku herbækistöðvarinnar í Bahrein, er haft eftir áreiðan- legum heimildum. Af opinberri hálfu í Bonn var látinn í ljós léttir yfir því, að sparnaðaráform brezku stjórnar- innar næðu ekki til Rínarhersins og annarra NATO-hesveita á meginlandinu. Ekki hafði verið birt nein opinber tilkynning í Bonn í kvöld, en haft var efltir háttsettum embættismanni: — vorum viðbúnir hinu versta og okkur er það mikill léttir, að herlið Breta í Evrópu verður óbreytt þrátt fyrir ráðstafanir brezku stjórnarinnar. — Afpöntun sprengjuflugvél- anna 50 af gerðin.ni F-lll mun sennilega leiða til nánari sam- vinnu brezks og fransks flugvéla iðnaðar, var sagt af opinberri hálfu í Frakklandi í kvöld. f hópi fjármálamanna var þvi haldið fram þar, að þessar ráð- stafanir myndu verða góður grundvöllur fyrir aðgerðir til þess að koma efnahags-Ufi Bret- lands á traustan grundvöll á nýj an leik. í hópi fjármálamanna í Sviss var tekið vel í sparnaðarráðstaf- anir Wilsons forsætisráðherra. — Við lítum með ánægju á sér- hverja ráðstöfun, sem getur skap að traust á sterlingspundinu að nýju og styrkt efna hag Bret- lands, sagði talsmaður Svissn- eska bankans í Ziiflich. París, 16. jan. AP-NTB. ANDREAS Papandreou, sem lát- inn var laus úr fangelsi í Grikk- landi um jólaleytið, kom til Parísar í dag og hefur í hyggju, að hann sagði í viðtali við AP, að halda áfram seinna til Banda- ríkjanna. Hann ’ kvaðst mundu halda fund með blaðamönnum - 1500 ENNÞÁ Framh. af bls. 1 Bæirnir Montevago og Gibel- lina urðu harðast úti. í Monte- vago stendur tæpast eftir nokk- ur blettur heill utan aðaltorgið í hjarta bæjarins. Einstöku lask- aðir húsveggir hanga ennþá uppi en annars er bærinn næstum því ein samfelld rúst. Lögreglumenn hafa sagt, að ógerlegt sé að áætla hversu mörg lík kunni að leyn- ast í rústunum en víst sé, að þau skipti hundruðum. AFP hefur eftir einum lög- reglumanna í Montevago, að fyrsti jarðskjálftakippurinn hafi verið snarpur, en við þann næsta hafi bærinn bókstaflega hrunið eins og spilaborg. „í tíu mínút- ur samfleytt heyflðust skruðning ar meðan húsin hrundu, sagði lögreglumaðurinn, og þykkt reykský lagðist yfir borgina, svo að maður sá varla armslengd frá sér. Síðan varð allt hljótt. Herforingi skýrði frá því, að flestir særðir hefðu verið flutt- ir brotl frá Montevago fyrir dag renningu og síðan hefði verið hafizt handa vfð aS grafa lík úr rústunum, en verkið unnizt seint. Hann sagðist hafa fundið þrjár manneskjur látnar í lít- illi fólksbifreið, m. a. lítið barn og aldraða konu og hefði svo virzt, sem konan hefði reynt að skýla barninu undir sér, en svo hefði hrunið yfir bílinn og þau öll dáið. í dag bjargaðist úr rústunum gömul kona, sem hafði legið þar í 28 tíma og var aðframkomin. Verkfræðingar í Trapani segja, að fjarlægja verði 150.000 lestir af grjóti áður en nokkurt yfir- lit fæst yfir manntjón. Eldfjallið Etna gaus mjög í dag, hvað eftir annað og streymdi hraunið 800 metra leið niður fjallshlíðarnar en aska féll yfir nærliggj andi bæi og þorp. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa boðizt til að taka þátt í þjörgunarstarfinu á Ítalíu. Munu bandarísk og brezk skip og flugvélar fara til Trapani með hjúkrunargögn, matvæli og fatn- að.að. Einstaklingar og fyrirtæki hafa einnig boðfð fram aðstoð sína og sent gjafir og tæki tU Sikileyjar. Rauði krossinn hefur skipulagt fjársöfnun og stofnað sjóð, sem einn af stærstu bönk. um Ítalíu stjórnar. Rauði kross- inn í Frakklandi hefur þegar sent 20.000 franka, kaþólsk stofn un sendi tjöld og ullarteppi og aðrar franskar stofnanir hafa sent fatnað og matvæli. Vestur- þýzka stjórnin hefur heitið hjálp og Rauði krossinn í V-Þýzka- landi hefur þegar sent til Sikil- eyjar 100.000 v-þýzk mörk. Hinsvegar hefur Rauði kross- inn í Genf sagt, að ekki verði skipulögð alþjóðleg fjársöfnun að svo stöddu. Italski Raúði krossinn hefur að vísn hafið siöifnun á blóði, peningum og matvælum en eins og stendur, virðist nóg fyrirliggjandi af lyfj- um og hjúkrunargögnum. Það sem fólkið á slysasvæðinu þarfn- ast mest eru tjöld, ullarteppi, niðursoðin mjólk, barnamatur og niðursoðnar kjötvörur, en tal ið er, að í ftalíu séu nægar birgð ir aif þessum varningi til þess að anna mestu þörfinni, Norðmenn hafa sent fulltrúa til ítalíu til að kanna þörfina á aðstoð frá Noregi. síðar í þessari viku og skýra þeim ýtarlega frá ástandinu í Grikklandi. í för með Papandreou voru kona hans, sem er bandarísk, Margaret, fædd Chant, og þrjú barna þeirra hjóna, en elzti son- ur þeirra er við nám í Chicago. Ennfremur var með þeim mó'ðir Papandreous, Sophia, kona for- sætisráðherrans fyrrverandi, er eftir varð heima í Grikklandi. Sagði Andreas, að faðir sinn væri sæmilega haldinn líkamlega en vildi sem minnst um hann ræða að svo stöddu. Andreas Papandreou fékk vegabréf sitt afhent frá grísku etjórninni í gær. Kona hans og börn eru bandarískir ríkisborg- arar og höfðu bandarísk vega- bréf, en hann hafði misst borg- araréttindi sín í Bandaríkjun- um, þegar hann var kjörinn á þing í heimalandi sínu. Banda- rískur borgari hafði hann orðið upp úr 1944, er hann gekk í bandaríska herinn. Papandreou hefur fengið boð frá ýmsum háskólum í Banda- ríkjunum um kennarastöður. Hefur hann ekkert sagt um þa'ð ennþá, hvort hann tekur ein- hverja þeirra, — talið var, að hann mundi e.t.v. setjast að einhvers staðar á Norðurlöndum, en hann sagði í viðtali við AP í dag, að hann mundi vafalaust halda áfram til Bandaríkjanna, þó svo það yrði ekki alveg strax. Lítil telpa slosast á Raafarhöía FIMM ára telpa slasaðist alvar- lega að leik á Raufarhöfn í gær. Telpan, sem heitir Soffía Er- lingsdóttir, var að renna sér á þotiusleða, en missti stjérn á hon um á mikilli ferð, og lenti stúlk an á húsgafl. Var Tryggvi Helga son fenginn með sjúkraflugvél sína, og flutti hann stúlkuna á sjúkraihús á Akureyri. Reyndist hún hafa höfuðkúpubrotnað, en mun nú vera á batavegi. — Einar - LEITIN Framh. af bls. 24 deildinni Ingólfi í Reykjavík leit uðu þeirra Bjarna Kristinssonar og Kristjáns Bernódussonar, og var einkum lögð áherzla á að gamga með sjófjöru. Þá bánust í fyrrakvöld sögusagnir um, að einn mannanna hefði sézt í Grimsnesi fyrir austan fjall, og fór sveit Slysavrnafélagsins á Selfossi til leitar þar, en hún bar engan árangur. — Stúdentafundurinn Framh. af bls. 10 stjórnina og sýni í verki ákveð- inn stuðning við grísk frelsisöfl. Það er skylda íslenzku ríkis- stjórnarinnar að beita áhrifum sínum í samvinnu við aðrar frjálsar Evrópuþjóðir í þá átt að einangra einræðisöfl í álfunni og standa þannig vörð um lýð- ræðið. Að þessu ber að vinna í Evrópuráðinu, innan Atlantshafs bandalagsins, á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og hvarvetna, þar sem tækifæri gefst til þess. Stúdentar gera þá eindregnu kröfu til íslenzku ríkisstjórnar- innar, að hún leiti allra ráða til þess, að frelsi grísku þjóðarinn- ar verði tryggt, lýðræði endur- vakið, stjórnmálaföngum sleppt úr haldi og efnt til frjálsra kosn inga í landinu. (Fréttatilkynning frá Stúdenta- félagi Háskóla íslands).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.