Morgunblaðið - 27.01.1968, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANUAR ] 968
7
Hálfdán á kvískerjum flytur fyrirlestur
Keldusvín á hreiðri. Algengur fugl í Öræfasveit. Myndina
tók hinn kunni fuglaljósmyndari Bjöm Björnsson.
FYRSTI fræðslufundur Fugla-
verndarfélags íslands á árinu
verður haldinn í dag, laugardag
inn 27. janúar, í I. kennslustofu
Háskólans kl. 4 síðdegis.
Að þessu sinni mun Hálfdán
Björnsson frá Kvískerjum í Ör-
æfum sýna litskuggamyndir úr
héraðinu og skýra þær. Kví-
skerjabræður eru löngu þjóð-
kunnir fyrir mikla þekkingu
sína á hinni lifandi náttúru ís-
lands.
Hálfdán Björnsson hefur gert
náttúru íslands að sérgrein sinni
ef svo má að orði kveða. Eng-
inn íslendingur annar getur stát
að af því að hafa bætt við fugla
fánu íslands nær 50 tegundum,
en einmitt Hálfdán.
Hann á mesta fiðrildasafn í
eigu íslendings. Allir, sem hafa
sér það ljúka lofsyrði á það fyr
ir fjölbreytni þess og vandaðan
frágang. Er ekki að efa, að
margt forvitnilegt komi fram í
erindi Hálfdáns, auk þess sem
sýndar verða myndir frá einu
stórhrikalegasta héraði landsins.
Allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
FRETTI R
Árnesingamótið 1968 verður að
Hótel Borg laugardaginn 10. febr.
og hefst með borðhaldi kl. 19,30.
Minni Árnesþings flytur Helgi
Sæmundsson. — Árnesingakórinn
syngur. — Heiðursgestur mótsins:
Einar Pálsson bankastjóri á Sel-
fossi. Miðar afhentir í suðurdyrum
Hótel Borgar sunnudaginn 4. febr.
milli kl. 3 og 5.
Bænastaðurinn Fálkagata 10.
Kristilegar samkomur sunnudaginn
28. jan. Kl. 11. Sunnudagaskóli AI
menn samkoma kl. 4. Bænastund
alla virka daga kl. 7 e.h. Allir vel
komnir.
K.S.S.
Kristileg skólasamtök. Fundur
verður í kvöld kl. 8,30 að Amt-
mannsstíg 2B. Sagt og sýnt verður
frá skóladvöl í Noregi. Allir vel-
komnir. Kristileg skólasamtök.
Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundur
stúlkna og pilta, 13—17 ára, verð-
ur í Félagsheimilinu mánudags-
kvöldið 29. jan. Opið hús frá kl.
7.30. Frank M. Halldórsson.
Laangholtssöfnuður. Kynnis og
spilakvöld verður I safnaðarheim-
ilinu sunnudaginn 28. janúar kl.
8.30. Kvikmyndir fyrir börnin og
þá, sem ekki spila.
Kristnibobsvikan
f Keflavík
Samkoma í kirkjunni sunnudag kl.
8.30 e.h. Ólafur Ólafsson, kristni-
boði og Þórir S. Guðbergsson, skóla
stjóri, tala. Söngur og hljóðfæra-
sláttur.
Á mánudag: Konráð Þorsteins-
son og Jónas Þórisson tala.
Kristniboðsþáttur.
Skákheimili Taflfélags Reykja-
vikur. Gunnar Gunnarsson teflir
fjöltefli við unglinga í dag kl. 2 I
skákheimilinu að Grensásvegi 46.
T. R.
Kvenfélag Háteigssóknar heldur
aðalfund I Sjómannaskólanum
fimmtudaginn 1. febrúar kl. 8,30.
Fíladelfía, Reykjavík. Vakninga
samkoma sunnudaginn 28. jan. kl.
8. Ólafur Sveinbjörnsson og Hólm-
fríður Hanna hjúkrunarkona tala.
Tvísöngur.
Heimatrúboðið. Almenn samkoma
sunnudaginn 28. jan. kl. 8,30.
Allir velkomnir.
HHjálpræðisherlnn. Laugard. kl.
20.30 Hermannasamkoma. Sunnud.
kl. 11. Helgunarsamkoma. kl. 20,30
Hjálpræðissamkoma. Flokksforingj
arnir og hermennirnir taka þátt í
samkomum dagsins. Allir velkomn
ir. — NB.: Næsta sunnud. byrjar
Æskulýðsvikan. — Heimsókn frá
Noregi.
Færeyska Sjómannaheimilið,
Skúlagötu 18. Samkomur eru hvern
sunnudag kl. 5.
Kristileg samkoma verður í sam
komusalnum Mjóuhlíð 16 sunnud.
kvöldið 28. jan. kl. 8 Allt fólk vel
komið.
Kristnibodssamkoma
í Hafnarfirði
Kristniboðssamkoma í Hafnarf.
verður 1 húsi KFUM, Hverfisg. 15
sunnudagskvöldið kl. 8,30. Litmynd
ir frá Konsó. Ingunn Gísladóttir
hjúkrunarkona talar. Kristniboðs-
deild KFUM og K, Hafnarfirði.
Arthur S. Maxwell, víðkunn
ur barnabókahöfundur og rit
stjóri er staddur hér.
í kvöld kl. 8 mun hann flytja
erindi í Aðventkirkjunni.
Erindið nefnist:
50 ára ævintýri í ýmsum
löndum.
Rangæingar, heilsum þorra laug-
ardaginn 27. jan. í Domus Medica,
hefst kl. 8,30. Mætið vel og takið
með ykkur gesti. — Nefndin.
Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn,
Keflavík, heldur aðalfund fimmtu
daginn 1. febrúar kl. 9 í Æskulýðs
húsinu. Á eftir verður spilað bingó.
Frá Bridgedeild Borgfirðingafél.
Nýlokið er sveitakeppni. Efst varð
sveit Sævins Bjarnasonar. — Ein-
menningskeppni hefst mánudaginn
29. jan. I Domus Medica kl. 8 e.h.
Þátttakendur mæti stundvíslega. —
Allir velunnarar félagsins velkomn
ir.
Boðun fagnaðarerindisins. — Al-
menn samkoma að Hörgshlíð 12,
Reykjavik sunnudaginn 28. jan.
Frá Kvenstúdentafélagi fslands.
Aðalfundur verður haldinn 1 Þjóð
leikhúskjallaranum þriðjudaginn
30. jan. kl. 8,30.
Keflavík
Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn
heldur aðalfund þriðjudaginn 30.
janúar í æskulýðshúsinu kl. 9. —
Bingó verður spilað á eftir.
Kvæðamannafélagið Iðunn
heldur aðalfund sinn að Freyju-
götu 27, laugardaginn 27. janúar
kl. 8 stundvíslega.
Heimilasambandið
Heimilasambandið hefur 40 ára
afmælishátíð þriðjud. 30 janúar.
Nánar auglýst síðar. Enginn fund-
ur mánud. 29.
Kvenfélagið Heimaey
heldur árshátíð sína í Sigtúni
Iaugárdaginn 27. janúar. Tefst hún
með borðhaldi kl. 7 síðdegis.
Kvenfélag Neskirkju býður eldra
sóknarfólki í kaffi að aflokinni
guðsþjónustu kl. 3 sunnudaginn 28.
janúar í Félagsheimilinu. Skemmti
atriði. Allt eldra fólk velkomið.
Kvenfélagskonur, Keflavík
Munið þorrablótið 27. jan. kl. 8,
stundvíslega. Miðar eru hjá Stein-
unni Þorsteinsdóttur, Vatnsnesvegi
21. —
Tilkynning til sóknarfólks
Símanúmer mitt er 16337 og
heimilisfang Auðarstræti 19. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar-
prestur í Hallgrímsprestakalli.
Spakmœli dagsins
Kona, sem giftist listamanni, ætti
að gera sér ljóst, að hún hefur
helgað líf sitt fórnarstarfi.
— Meissonier.
Vísukorn
Illt er kulda frera að fá
er ferðast ísinn vítt um sjá.
Langanesið teygir tá
til að verja og ýta frá.
Kristján Helgason.
Akranesferðir Þ. 1». Þ.
Frá Akranesi mánudaga, þriðju-
daga, fimmtudaga og laugardaga
kl. 8, miðvikudaga og föstudaga
kl. 12, sunnudaga kl. 4.15.
Frá Reykjavík kl. 6 alla daga
nema laugardaga kl. 2 og sunnu-
daga kl. 9.
Hafskip h.f.: Langá fer frá Khöfn
í dag til Gdynia. Laxá er í Bilbao.
Rangá er I Rotterdam. Selá er í
Liverpool.
Skipadeild SÍS: Arnarfell er I
Rotterdam, fer þaðan til Hull, Þor
lákshafnar og Rvíkur. Jökulfell er
á Húsavík, fer þaðan til Eyja-
fjarðahafna. Dísarfell væntanlegt
til Hamborgar á -morgun, fer þaðan
29. til Rotterdam. Litlafell fer frá
Rvík í dag til Þorlákshafnar. Helga
fell losar á Eyjafjarðarhöfnum. —
Stapafell lestar á Austfjörðum. —
Mælifell er í Þorlákshöfn, fer það-
an til Borgarness.
Flugfélag íslands h.f.: Millilanda
flug: Gullfaxi fer til Osló og Khafn
ar kl. 10.00 í dag. Væntanlegur aft
ur til Keflavíkur kl. 19,00 í kvöld.
Snarfaxi fer til Vagar og Khafnar
kl. 11.30 í dag. Kemur frá Khöfn,
Bergen og Vagar kl. 15.45 á morg-
un. Gullfaxi fer til Glasgow og K-
hafnar kl. 09.30 á morgun. Vænt-
anlegur aftur til Keflavíkur kl.
19.20 annað kvöld. — Innanlands-
flug: f dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna-
eyja (2 ferðir), Patreksfjarðar, ísa
fjarðar, Egilsstaða og Sauðárkróks.
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar og Vestmannaeyja.
Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka
foss fór frá Rvík í gærkvöldi til
Moss, Gautaborgar og Khafnar. —
Brúarfoss fer frá Cambridge 29. jan
til Norfolk og NY. Dettifoss fór
frá Klaipeda 25. jan. til Turku,
Kotka og Rvikur. Fjallfoss fer frá
NY 26. jan. til Rvikur. Goðafoss
er á Siglufirði. Gullfoss fór frá
Thorshavn í gær til Khafnar. Lag
arfoss fór frá Aalborg í gær til
Osló og Rvíkur. Mánafoss er 1 Lond
on. Reykjafoss er í Rvík. Selfoss
fór frá Keflavík 1 gær til Patreks
fjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals,
Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarð
ar og ísafjarðar. Skógafoss er I R-
vík. Tungufoss er á leið til Khafn
ar Færeyja og Rvikur. Askja fer
frá London í dag til Hull og Rvík
ur.
Skipaútgerð ríkislns: Esja kemur
til Rvikur í dag úr hringferð að
austan. Herjólfur fer frá Vestm.eyj
um í dag til Rvíkur. Herðubreið fer
frá Rvík í dag vestur um land i
hringferð. Baldur fór til Snæfells-
ness- og Breiðafjarðarhafna I gær-
kvöldi.
Loftleiðir h.f.: Vilhjálmur Stef-
ánsson er væntanlegur frá NY kl.
08,30. Heldur áfram til Luxemborg
ar kl. 09,30. Væntanlegur til baka
frá Luxemborg kl. 01.00. Heldur á-
fra mitl NY kl. 02.00. Þorfinnur
karlsefni fer til Oslóar, Gautaborg-
ar og Khafnar kl. 09.30. Snorri
Sturluson er væntanlegur frá Hels
ingfors, Khöfn og Osló kl. 00.30.
Tveir reiðhestar til sölu 6 og 7 vetra, einnig hey og hluti í hestihúsi. Uppl. í síma 36461. Til leigu góð 4ra herb. íbúð við Sól- velli. Tilboð merkt: „5204“ sendist Mbl. fyrir 31. jan.
Tveir rútubílar til sölu. Uppl. í síma 18285 og 30872. Ung hjón reglusöm og vön veitinga- störfum vilja ta'ka að sér gott mötuneyti eða hliðst. í Rvík eða annars staðar. — Uppl. í síma 81690.
Athugið Óska eftir andlitsgufu- og snyrtistól. Uppl. í síma 15274 frá kl. 1—5 í dag. íbúð til leigu 3ja herb. íbúð til leigu nú þegar, Miðtúni 82.
Góð bújörð í Dalasýsfiu er til sölu. — Semja ber við Sigurjón Sveinsson, sími 52373 eftir kl. 8 næstu kvöld. Til sölu Mercedes Benz 220, árg. ’55. selst ódýrt. Uppl. í síma 36925.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Aðstoð við skattframtöl einstakl- inga. Opið um helgina. HÚS & EIGNIR, Bankastræti 6, sími 16637.
Góð 5 herbergja íbóð
130 fermetrar, til sölu eða í skiptum fyrir góða
3ja herbergja íbúð milliliðalaust.
Svar merkt: „5029“ sendist afgreiðslu Morgun
blaðsins fyrir 1. febrúar.
Vantar húsnæði
fyrir tannlækningastofu.
Símar 12079 og 10699.
r
Ibúð með húsgögnum
óskast til leigu í rúml. eitt ár. Stærð 100—200 ferm.
Rögnvaldur Þorláksson, verkfræðingur
Sími 13997 og 38610.
VIL KAUPA
Veðskuldabréf
5—10 ára. — Upplýsingar sendist afgreiðslu Morg-
unblaðsins fyrir næstkomandi miðvikudag merktar:
„Tækifæri — 5203“.
íbúð v ið 1 ioshpimri
til sölu og sýnis 4ra herb. íbúð á 1 w 1—J Wul 1 W 11 1 1 U í dag og á morgun, 3. hæð við Ljósheima.
SKIP OG FASTEIGNIR, Austurstræti 18, sími 21735, eftir lokun 36329.
Einbýlishús
Til sölu 130 ferm. einbýlishús á Flötunum. Húsið
er málað að utan og jám á þaki og tvöfalt gler
í gluggum. Fulleinangrað að innan. Tvöfaldur bíl-
skúr fylgir. Mjög stór lóð.
SVERRIR HERMANNSSON
Skóavörðustíg 30,
sími 20625, kvöldsími 24515.