Morgunblaðið - 27.01.1968, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.01.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1968 15 Breiðist Vietnam-stríðið út? Ottazt að Laos og Kambódía dragist inn í ófriðinn AÐ undanförnu hefur gætt auk- ins uggs um, að styrjöldin í Víetnam kunni að brei'ðast út til nágrannalandanna. Fréttir um bardaga í Laos hafa aukið þenn- an ugg. Að því er áreiðanlegar heimildir herma, hefur stjórnin í Laos glatað yfirráðum sínum yfir afar mikilvægu svæði við Nam Bac, aðeins 128 km fyrir norðan Luang Prabang, aðset- urstaðar konungsins í Laos. Yfirvöld í Laos kenna Norður- Víetnammönnum um ósigurinn og segja að flugvélar þeirra hafi ráðið úrslitum í bardögunum. Kommúnistar hafa um langt skei’ð haldið svæðinu við Nam Bac í umsátri, en menn kon- ungssinna gáfust upp eftir harða viðureign, og eru 2.000 þeirra týndir. Fjórar norður-víet- namskar flugvélar réðust á her- sveitir stjórnarinnar, og tvær þeirra voru skotnar niður. Þessir bardagar sýna hve Norður-Víetnammönnum er mik ið í mun að tryggja birgðaflutn- inga sína til Suður-Víetnam. Margt bendir til þess, að loft- árásir Bandaríkjamanna hafi tor veldað mjög þessa flutninga, og hefur nú verið látinn í ljós ugg- ur um að þeir freistist til að gera árásir á Ho Chi Minh- stíginn svokallaða, sem er helzta flutningalei'ð Norður-Víetnam- manna um Laos inn í Suður- Víetnam. Um leið hafa Bandaríkja- menn sakað Norður-Víetnam- menn og hermenn Víetcong um að nota hið hlutlausa ríki Kam- bódíu í vaxandi mæli fyrir griðastað, og benti margt til þess um tíma að Bandaríkja- menn væru alvarlega að hugsa um að veita hermönnum komm- únista eftirför inn í Kambódíu. Viðræður þjóðhöfðingjans í Kam bódíu, Sihanouks 'fursta, og Chester Bowles, sendimann Johnsons forseta, vir’ðast hafa leitt til þess að Bandaríkjamenn hafi hætt við þessar ráðagerðir. Viðræðurnar hafa beint athygl- stjórnina í Hanoi né Beking- stjórnina. Sihanouk lét í ljós ósk um, að Alþjóðaeftirlitsnefndin í Indó-Kína, sem sett var á stofn eftir Genfarráðstefnuna 1954, yrði efld svo að nefndin yrði betur fær um að ganga úr skugga um hvórt hfutleysi Kam- bódíu sé rofið. Hins vegar verð- ur nefndin sjálf að samþykkja að hún verði efld. Pólland á einn fulltrúa í nefndinni, og sá full- trúi virðist ekki vera hrifinn af hugmyndinni. Sihanouk hefur fallizt á a’ð taka til greina tilkynningar frá Bandaríkjamönnum um liðsflutn inga Vietcong og Norður-Víet- nammanna í Kambódíu og rann- saka hvað hæft er í þeim. Ef hann kemst að þeirri niðurstöðu, að ásakanir Bandaríkjamanna séu á rökum reistar, kveðst Si- hanouk ætla að fara þess á leit við hermenn kommúnista, að þeir fari úr landi. Á hinn bóg- inn hét Bowles því, að banda- rískar hersveitir færu ekki inn í Kambódíu til þess að veita her- mönnum kommúnista eftirför. Þó fer tvennum sögum af þessu loforði. Síðan viðræðurnar fóru fram, hafa bandarískir embætt- ismenn sagt, að Bandaríkin hafi ekki afsalað sér rétti sínum til að veita hermönnum kommún- ista eftirför, en hins vegar voni Bandaríkjastjórn, að það reyn- ist ekki nauðsynlegt. Bandaríkjamenn eru að vísu tortryggnir í garð Sihanouks, sem óneitanlega hefur gefið ástæðu til að ætla að hann sé á margan hátt óútreiknanlegur. Hann er sjaldan sjálfum sér samkvæmur. Viðræ'ðurnar hafa ekki leitt til þess, að Banda- ríkin og Kambódía taki að nýju upp stjórnmálasamband, en því var slitið 1965. Tveimur árum áður, í nóvember 1963, hættu Bandaríkin aðstoð þeirri, er þeir höfðu veitt Kambódíu síðan 1955,, og var það gert að béiðni Sihanouks. Þessi aðstoð nam alls 393 milljónum dollara. hann er alltaf tilbúinn að trúa því að erlend ríki sitji á svik- ráðum við Kambódíu, er stefna hans eins mótsagnakennd og raun ber vitni. En stefna Siha- nouks miðast umfram allt vi’ð það, sem hann telur landi sínu fyrir beztu. Um langt skeið var Sihanouk sannfærður um, að kommúnistar mundu bera sigur úr býtum í Víetnamstyrjöldinni. Nú virðist hann aftur á móti vantrúaður á er, a'ð það hafi komiðt eins og reiðarslag yfir Sihanouk, þegar honum var sagt að þrír banda- rískir blaðamenn hefðu fundið Víetcong-herbúðir í Kambódíu í nóvember. Bandaríkjamenn sendu síðan- Sihanouk orðsend- ingu 4. desember með ítarlegum upplýsingum um aðgerðir komm únista í Kambódíu. gerlega hinum löngu landamær- um Víetnam, Laos og Kambó- díu. En árásir á griðarstaði komm- únista mundu fela í sér mikla áhættu og gætu steypt Banda- ríkjamönnum út í stórstyrjöld eða méð öðrum orðum nýja Indó-Kína-styrjöld. Árásirnar gætu orðið til þess, að Banda- ríkjamenn freistuðust til að leysa vandamál Suðaustur-Asíu með hernaðarlegum frekar en diplómatískum ráðum. Hins vegar leikur enginn vafi á því, að Sihanouk fursti og Souvanna Phouma fursti, for- sætisráðherra Laos, hafa þungar áhyggjur af auknum ágangi kommúnista. Sumir telja jafn- vel liklegt, að Souvanna Phouma hafi af ráðnum hug gert meira úr fréttunum um aukinn ágang Sihanouk fursti og Chester Bowles, sendimaður J ohnsons forseta. sigur kommúnista, en hann er sannfærður um, að kommúnist- ar fái fyrr eða síðar yfirhönd- ina í stjórnmálum landsins. Si- hanouk er síður en svo hrifinn af því að kommúnistar verði allsráðandi handan landamær- anna, enda eru Víetnammenn erfðafjendur Kambódíumanna, sem eitt sinn drottnu'ðu yfir stór- um hluta Indó-Kína-skaga, en voru hraktir til núverandi heim- kynna af Víetnammönnum. Til að vega upp á móti áhrifum Allt bendir til þess að hermenn kommúnista muni nota Kambó- díu, og einnig Laos, fyrir griða- staði í enn ríkari mæli á þessu ári en þeir hafa gert til þessa. Bandaríkjamenn segja, að hvorki meira né minna en sex nor’ður- víetnamskar herdeildir hafi leit- að hælis í Kambódíu og komm- únistar hafi komið upp her- stöðvum, hvarvetna meðfram landamærum Kambódíu og Víet- nam. Um 40.000 norður-víet- namskir hermenn hafa það starf að halda Ho Chi Minh-stígnum í Laos opnum og aðstoða Pathet- Lao-hersveitir kommúnista í baráttu þeirra við hermenn Laos- stjórnar. Freistandi er fyrir Bandaríkja- menn að ráðast á þessa griðta- staði kommúnista til þess að koma í veg fyrir að þeir geti notað þá til að hvílast og endur- skipuleggja lið sitt án þess að þurfa að óttast árásir flugvéla Bandaríkjamanna. Segja má, að erfitt sé að knýja fram úrslit í stríðinu nema með því að eyða þessuim griðastöðum, enda trúa fáir því, að unnt sé að loka al- kommúnista í Laos en efni standa til í þeim tilgangi að knýja Rússa til þess að halda aftur af Nor’ður-Víetnammönn- um. Sihanouk virðist einnig hafa auknar áhyggjur af vaxandi ágengni Norður-Víetnammanna og hermanna Víetcong í Kam- bódíu. Það kæmi honum vel, ef Víetnammenn neyddust til að hafa hægar um sig en hingað til, af ótta við að Bandaríkja- menn veiti þeim eftirför. Vera má, að hann telji að þannig geti hann fengið vini sína með- al ráðamanna í heimi kommún- ista til að fá Hanoistjórnina til að virða hlutleysi Kambódíu og tryggt það a'ð orð þeirra hafi tilætluð áhrif. Eins og sjá má, eru vandamálin á landamærum Víetnam-ríkjanna erfið viðfangs og ekki aðeins hernaðarlegs eði- is. Þau verða aðeins leyst inn- an ramma þeirrar stefnu, sem sem bandaríska stjórnin ákveð- ur að fylgja til frambúðar í mál- efnum Suðaustur-Asíu Hernað- arlegar hagkvæmnisástæður geta ekki ráði'ð úrslitum. Sovézkum rúðherra sýnt banatilræði Eitt af útvirkjum Bandaríkjamanna í Vietnam: Con Tliien nálægt hlutlausa beltinu á landamærum Norður- og Suður-Víetnam. inni að Kambódíu og Sihanouk, sem hefur stundað erfiða jafn- vægislist til þess að treysta sjálf- stæði landsins. Bandaríkjamenn virðast vera ánægðir með viðræður Bowles vi’ð Sihanouk fursta, en um leið hefur furstinn gætt þess vand- lega í yfirlýsingum sínum um viðræðurnar að styggja hvorki Bandaríkjamenn eiga erfitt með að leyna því áð þeir dást að Sihanouk, sem tekizt hefur með ýmsum ráðum að halda sjálfstæði þjóðar sinnar, þótt hún sé fámenn og lítils megnug. Ibúar Kambódíu eru aðeins 6 milljónir, og herinn skipaður að- eins 35.000 mönnum, þótt Indó- Kína sé mesta óróahorn heims- ins. Sihanouk hefur sýnt að hann er slóttugur og kænn. Hann er einnig tortrygginn, og þar sem Víetnammanna hefur Sihanouk vingazt við Pekingstjórnina. Nú virðist Sihanouk telja landi sínu fyrir beztu að eiga góð samskipti við Bandaríkjamenn, og gefur það góða vísbendingu um, hvernig Víetnamstríðið hef- ur þróazt. Þótt Sihanouk virð- ist oft tala tungum tveim, virð- ist ástæða til að ætla, að hann hafi sjaldan eða aldrei haft eins miklar áhyggjur af nærveru kommúnista í Kambódíu. Sagt Tolkyo, 24. janúar NTB—AP UNGUR Japani sýndi sovézka aðstoðarforsætisráðherranum Nikolai K. Baibakov banatilræði í Nagoay í dag, en ráðherrann sakaði ekki. Japaninn lagði til Baibakovs með trésverði, en lögreglunni tókst að afvopna hann og tók hann fastan. Hins vegar særðist yfirvaldið í Nag- oya, Mikine Kuwahara fylkis- stjóri, en ekki alvarlega. Atburður þessi gerðist þegar Kuwahara og fteiri japanskir embættismenn kvöddu Baiba- kov á járnbrautarstöðinni, en hann var á förum til Osaka. Kuwahafa bafði kvatt Bafba- kov með handabandi þegar til- ræðismaðurinn ruddist fram úr mannþrönginni á brautarpallin- uim, og réðlist á sovézka ráðherr- ann. Nokkrir Jaapnir og sovézk ir emibæbtismenn gátu klófest hann áðuir en hann gat lagt til ráðherrans, en Kuwaha-ra skrám aðist í þessuim stympingum. Tilræðismaðuninn heitir Toshi tkaa Suridata, 24 ára, og er leið togi hægri sinnaðra æskulýðs- samtaka, Showa, í Nagoya. Hann hafði meðferðis orðsend- ingu, þar sem þess var krafizt að Rússar skiluðu aftur Kúril- eyjum, sem Rússar herbóku 1945. Baibakov aðstoðarforsætiisráð- herra kom til Japanis 16. janúar í 17 daga heimsókn í boði jap- önsku stjórnarinnar. Djakarta, 25. janúar. Rúmlega 50 liðsforingjar úr indónesíska hernum myrtu eða börðu til óbóta 40 Kínverja í Djakarta í dag. Voru þetta hefnd arráðstafanir vegna morðs á ein- um félaga þeirra í kínverska hverfinu í Djakarta í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.