Morgunblaðið - 02.02.1968, Side 14

Morgunblaðið - 02.02.1968, Side 14
14 MOEGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRUAR 1908 5333033! Stofnlán landbúnaðarins hafa aukizt verulega — Mikil aukning í fjármunum landbúnaÖarins Innlend skipasmíði rædd á Alþingi ÁSGEIR Bjarnason (F) mælti í gær fyrir frumvarpi, er hann fiytur ásamt fimm öðrum þing- mönnum Framsóknarflokksins, um að lausaskuldum bænda verði breytt í föst lán. f ræðu flutningsmanns kom fram, að lausaskuldir bænda hefðu aukizt mjög í seinni tíð, og að vaxandi hlutfallstala lána bænda væru lausaskuldir í verzl uinurn, bönkum og manna á miUi. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra, kvaðst vilja beita sér fyrir að lausaskuldum bænda yrði breytt í föst lán, ef mögu- leikar þess væru fyrir hendi. Fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar hefði það verið gert á árinu 1962 og þá hefði verið gefin út bankavaxtabréf að upphæð 66 milljónir kr., sem Seðlabankinn síðan keypti. Ráðherra sagði, að það væn rétt að hluti bændastéttarinnar væri með of miklar lausaskuldir, en það stafaði hinsvegar ekki af því að stofnlán væru minni nú en áður. Nefndi ráðherra sem dæmi, að á árinu 1958 námu lnveitingar til bænda samtals 52,7 millj. kr., en á árinu 1965 134 millj. kr., 1966 145 millj. kr. og á árinu 1967 146,7 millj. kr. Hefðu því lánin aukizt um 300% á þessu tímabili. Á sama tíma- bili hefði hinsvegar byggingavísi talan hækkað um 122%, svo aug- ljóst væri að. stofnlán frá Búnað- arbankanum hefðu aukizt mikið. Ráðherra sagði, að frumorsök lausaskulda bænda væri hin Vordingborg Húsmæðraskóli Um 1% tíma ferð frá Kaup- manahöfn. Nýtt námskeið hefst 4. maí. Barnagæzla, kjóla saumur, vefnaður og handa- vinna. Skólaskrá send. Sími 275. VALBORG OLSEN Vélapakkningar De Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, disel Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, disel Thames Trader Mcrcedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Voikswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Brautarholti 6. Sími 15362 og 19215 Hverfisgötu 42. mikla fjárfesting og framkvæmd ir, er þeir hefðu lagt í á síð- ustu árum. Fjármunamyndun í landbúnaði hfði aukizt hröðum skrefum á undanförnum árum og ef miðað væri við verðlag árs ins 1960 kæmi í ljós, að hún hefði verið 288,5 millj. kr. árið 1958 en 377,1 millj. kr. á árinu 1966. Þá ræddi ráðherra um hag bændastéttarinnar og svaraði at- riðum er fram höfðu komið í ræðu Ásgeirs Bjarnasonar. Sagði ráðherra, að bændastéttinni væri Germania sýnir Iands- lngsmyndir Á MORGUN, laugardag, verður fyrsta kvikmyndasýning félags- ins Germaníu á árinu, þar sem sýndar verða frétta- og fræðslu- myndir. Fréttamyndirnar eru nýjar af nálinni frá því í nóv- ember sl. Fræðslumyndirnar verða þrjár. og eru þær allar með einhverj- um hætti landslagsmyndir, allar í litum og allar frá Suður-Þýzka- landi, Bæjaralandi. Er ein þeirra um landið umhverfis Dóná, jarð- fræði þess, landslag og mann- virkjagerð allt frá elztu tímum, er Keitar og Rómverjar sátu þar og höfðu ráð landsins í sinni hendi. Önnur myndin er um salt- vinnslu, venjulegt matarsalt, sem fyrrum var mikil tekjulind kónga og fursta. Við þá vinnsiu var á 16. öld farið að nota rör, svo að hægt var að láta saltlög- inn renna upp í móti. Voru það trjábolir, sem holaðir voru að innan. Slíkan útbúnað eins og vatnsrör þekktu Rómverjar ekki, þess vegna þurftu þeir oft og tíð um að byggja mikil mannvirki, himinháar brýr, til að fá vatn í böðin sín alkunnu. Þriðja fræðslumyndin er frá hátíðahöldum í fjallaþorpi á þess um slóðum. Sýningin verður í Nýja Bíói og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. írsknr námsstyrknr ÍRSK stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til náms við háskóla eða hliðstæða stofn- un á írlandi háskólaárið 1968- 1969. Styrkfjárhæðin er 350 ster- lingspund, en styrkþegi þarf sjálfur að greiða kennslugjöld Styrkurinn veitist til náms í írskri tungu, bókmenntum, sögu eða þjóðfræðum, eða í enskri tungu og bókmenntum. Umsóknir um styrk þennan sendist menntamálaráðuneyt- inu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 15. marz n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit próf- skírteina ásamt tvennum með- mælum og vottorði um kunnáttu umsækjanda í ensku eða írsku. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Frá menntamálaráðuneytinu) lítill greiði með því gerður að vera stöðugt að draga upp dökk- ar myndir af lífskjörum bænda. Það væri ekki a.m.k. til þess fallið að laða unga menn að landlbúnaðarstörfum. Umræðu um málið varð ekki lokið, er fundartími var útrunn- inn. Tekur sæti á Alþingi í GÆR tók Þorsteinn Gíslason, skipstjóri, sæti á Alþingi, í stað Birgis Kjaran, sem verður farar- stjóri íslenzku þátttakendanna í vetrar-olympíuleikunum. Þor- steinn hefur ekki átt sæti á Al- þingi áður. í GÆR var lagt fram á Alþingi nefndarálit frá meirihluta alls- herjarnefndar Neðri-deildar um frumvarpið um frestun á fram- kvæmd hægri umferðar. Leggur meirihlutinn til að frumvarpið verði fellt, en minni hluti nefnd- arinnar, sem enn hefur ekki skilað áliti sínu, mun hinsvegar leggja til að frumvarpið verði samþykkt. Að nefndaráliti meirihlutans standa þeir Matthías Bjarnason, Bragi Sigurjónsson, Jónas Pét- ursson og Pétur Sigurðsson, seg- ir að nefndin hafi boðið á sinn fund fulltrúa frá nokkrum sam- tökum, sem haf mikið látið til sín taka þessi mál, og emnfremur þá embættismenn, sem umferð- armál varða mest. Á þeim fundi hafi málið verið ýtarlega rætt, og nefndarmenn hefðu lagt fram margar fyrirspurnir um gang þessara mála. Fylgjandi hægri umferð Síðan segir í nefndarálitinu: Þeir, sem mættu á fundi nefnd- arinnar, voru fulltrúar frá Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda, Félagi sérleyfishafa, Strætisvögn um Reykjavíkur og Félagi ísl. vegfarenda, lögreglustjórinn í Reykjavík, formaður umferðar- laganefndar, vegamálastjóri, LÚÐVÍK Jósefsson mælti í gær fyrir frumvarpi er hann flytur um smíði fiskiskipa innanlands. Meðlutningsmenn Lú^-víks að frumvarpinu eru Geir Gunnars- son og Jónas Árnason. Frumvarp ið fjallað um að ríkisvaldið skuli koma innlendri skipasmíði til aðstoðar m.a. með því, að fella niður tölla af öllu efni og tækjum til skipanna, og að aukn- ar verði lánveitingar til þeirra aðila sem skipin kaupa. Þingmál í gær Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær mælti Pétur Benediktsson fyrir áliti sjávarútvegsnefndar deildarinnar um frumvarpið um heimiid til handa siglingamála- ráðlherra, að veita Hans Samúels syni stýrimannsskírteini á ís- lenzkum skipum. Mælti nefndin sam'hljóða með samþykkt frum- varpsins og var það afgreitt til 3. umræðu. Þá afgreiddi deildin frumvarp um sölu eyðijarðarinnar Hóls í Ölfusi til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Samþykkt var að afgreiða frumvarp Einars Ágústssonar og fl. um byggingasamvinnufélög til ríkisstjórnarinnar, en heil- brigðis- og félagsmálanefnd deild arinnar, lagði það til, á þeim forsendum, að á vegum ríkis- stjórnarinnar færi nú fram heild arendurskoðun á húsnæðismál- um. í neðri deiid mælti Birgir Finnsson fyrir áliti sjávarútvegs nefndar um frumvarp um ráð- stafanir vegna sjávarútvegsins. Er frumvarp þetta til staðfesting ar á þeim bráðabirgðalögum og hefur áður hlotið afgreiðslu i efri deild. Mælti nefndin með samþykkt frumvarpsins og var því vísað til 3. umræðu. Ágúst Þorvaldsson mælti fyrir frumvarpi um sölu jarðarinnar Þykkvabæjar I í Landbroti. framkvæmdastjóri Framkvæmda nefndar hægri umferðar og full trúi úr dómsmálaráðuneytinu. Allir þessir aðilar, að fulltrúa Félags íslenzkra vegfarenda undanskildum, eru fylgjandi því, að tekin verði upp hægri um- ferð, eins og ákveðið hefur verið. Alþingi þrívegis lýst yfir stuðningi við h-umferð I nefndarálitinu er síðan rakið hvenær hægri umferð hefur verið rædd á Alþingi og hvaða afgreiðslu málin hlutu þar. Kemur fram, að ákveðið var að taka upp hægri umferð árið 1940, en af framkvæmd varð þá ekki vegna hernáms Breta. Á Alþingi 1962-—63 kom fram þingsályktunartillaga er hlaut ekki afgreiðslu, en á Alþingi 1963—64 var miálið tekið upp aftur og þá samþykkt þingsálykt unartillaga með 31:1 atkv., er fjallaði um að Alþingi ályktaði að skora á ríkisstjórnina að láta hefja hið allra fyrsta undir búning að því, að upp verði tek- inn hægri handar akstur hér á landi. í framhaldi af þessari viljayfirlýsingu Alþingis var lagt fram frumvarp 1965 og hlaut það samþykkt í Neðri deild með 24:9 atkv. og í Efri deild með 12:8 atkvæðum. Bjarni Beneðiktsson, forsætis- ráðherra, sagði, að það væri ekki nýtt mál að ríkisvaldið hefði forgöngu í málefnurm skipasmíða iðnaðarins. Á síðustu árum hefði t.d. með aðstoð ríkisvaldsins tek- izt að bæta mjög astöðu skipa- smíðanna og hefðu nokkrar fuli- komnar skipasmiðastöðvar risið upp. Rikið hefði átt beina aðild að flestum þessum framkvæmd- um og ennfremur haft forystu um að afla skipasmíðastöðvunum verkefna. AlHr væru sammáia um nauðsyn slíks iðnaðar hér- lendis, og að undanförnu hefði verið unnið ötullega að því, að þær fengju verkefni við sitt hæfi. Sagði forsætisráðherra, að ríkisvaldið yrði að hafa forystu í þessu máli, og nauðsynlegt væri að kanna til hlítar í hvaða formi sú aðstoð skyldi vera. Guðlaugur Gíslason sagði, að hann hefði á síðasta Alþingi flutt þingsályktunartillögu er fól í sér að skipuð yrði nefnd til að kanna innlenda skipasmíði og hugsanlega aukningu hennar. Sagði Guðlaugur, að leggja bæri áherzlu á að endurbyggja nú bátaflotann sem aflaði hráefnis fyrir frystihúsin. Lúðvík Jósepsson tók til máls aftur og þakkaði undirtektir við málið. Var frumvarpinu síðan vísað til annarrar umræðu og fjárhagsnefndar. Ein umræða Á DEILDAFUNDUM Alþingis í gær var ákveðið, að um fram- komnar þingsályktunartillögur um styrjöldina í Víetnam fari fram ein umræða. Þá var einnig ákveðið að ein um-ræða fari fram um þingsályktunartillögu Geirs Gunnarssonar um rekstur fiski- báta, en tillagan var lögð fram i neðri deild. Leggja sig fram að framkvæmd takizt sem bezt í lok nefndarálits meirihlut- ans segir m.a.: Það er álit okkar, að þegar Alþingi hefur samþykkt lög um hægri handar umferð og undir- búningi að framkvæmd þessara laga er ja-fnlangt komið og raun ber vitni, þá eigi þjóðin að leggja sig alla fram um, að framkvæmd þessa mikilvæga miáls m-egi takast sem bezt, hvað sem líður skoðunum manna um, hvort í þessa breytin-gu hefði átt að ráðast eða ekki. Það er staðreynd, að þegar hefur verið varið miklu fé og vinnu til undirbúnings að um- ferðarbreytingunni, sem væri á glæ kastað, ef frá henni væri horfið. Alþingi hefur, eins og áður er sagt, þrívegis lýst yfir stuðn- ingi við, að hægri handar um- ferð verði tekin upp hér á landi, og hefur í þeim efnum stuðzt við rök þeirra, sem mesta þekk- ingu hafa á þessum málum. Nú, þegar lokastig að undirbúningi þessara framkvæmda er að nálgast er fráleitt að hverfa frá fyrri ákvörðunum. Þess vegna leggjum við til, að frumvarpið verði fellt. Meiri hluti allsherjarnefndar leggur til: Framkomió f rumv. um f rest- un H-umferÍar verði fellt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.