Morgunblaðið - 02.02.1968, Page 22

Morgunblaðið - 02.02.1968, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1968 Bjarni Kristinsson Valgerður Gísladóttir — Minningarorð RÉTT fyrir aldamótin síðustu, áttu ungar stúlkur, sem uppaldar vonu á fátækari heimilum, ekki margra kosta völ á sviði mennt- unar, sem sjálfsagt þykir að hver ung stúlka í dag fái notið. í þá tið þóttust bændur heppnir, sem áttu gjafvaxta dætur, að koana þeim á góð heimili sem vinnu- konum, það var hámar'k á mennt un kvenna á þeim tíma ,enda var það nokkurs konar skóli fyrir verðandi húsmæður. En Valgerður fékk ekki tíma til að njóta þessa skóla, og var mjög ung send á nágranna heim- ili beint í húsmóðurstarfið og auk þess að standa fyrir heimil- inu, að hjúkra sjúkri húsmóður. Hvort tveggja þetta starf leysti hún af hendi með hinni mestu prýði meðan húsmóðir hennar lifði, og sýnir þetta bezt hinn framúrskandi dugnað hennar og andlegan þroska, sem hún hafði til að bera þótt ung væri að ár- um. Valgerður Gísladóttir var fædd 28/8. 1880 að Gamlahliði á Álftanesi og andaðist 28/1. s.l., og varð því 87 ára að aldri. í des- ember 1899 giftist hún fyrrv. hús bónda sínum, Árna Árnasyni út- vegsbónda frá Hliði, og eignuð- ust þau 5 börn, tvö þeirra dóu ung en tvö misstu þau í blóma úfsins. Arna Gísla um fermingar aldur og Kristínu uim tvítugt, yngsta dóttir hennar, Sigríður, er eftirlifandi. Mann sinn missti Valgerður 1927. Tæpum tveimur árum síðar giftist hún Páli Finn- bogasyni frá Sandfelli í Öræfum, heiðvirðum og góðum manni, en sambúð þeirra varði ekki lengi, því Páll lézt af slysförum árið 1933, þau eignuðust ekki börn. Þegar Valgerður og Árni flutt- ust til Reykjavíkur, bjuggu þau lengst, eða þar til Árni lézt, að Eyjólfsstöðfim við Lindargötu (26) en það var mjög þægilegt fyrir Árna, sem stiundaði smá- bátaútgerð úr fjörunni hjá Kveld úlfi, eins og fleiri nágrannar hans. Valgerður átti stóran kunn- ingjahóp, því ungum og öldruð- um fannst þægilegt að vera í ná- vist hennar. I>ótt stormar lífsins hefðu dunið á henni sýndi hún samferðamönnunum aðeins hinar björtu hliðar lífsins, með dag- farslegu glaðlyndi og prúðmann- legri framkomu. Mikið yndi hafði hún af barnabörnum sínum, sem hún lét dvelja hér sér til skiptis, og á hún miklar þakkir skilið fyrir alla þá umhugsun sem þau urðu aðnjótandi hjá henni. Valgerður var mikil trúkona og las daglega Guðs orð, fyrir utan kirkjugöngur hennar, laðaðist hún mjög að félagsskap KFUK og mætti þar alltaf á sámkomum meðan heilsan entist. Síðustu æviárin dvaldi Val- gerður að Hrafnistu, hjúkrunar- konum og öðru starfsliði sjúkra- deildarinnar eru hérmeð færðar innilegar þakkir fyrir mjög góða og hlýlega umhugsun í veikind- um hennar. I>á skal ekki sízt þakka þeim manni, sem trúlofaður var Krist- ínu dóttur hennar. Hefur hann og fjölskylda hans öll haldið sér- stakri tryggð og vináttu við hana alla tíð. í dag verður Valgerður lögð til hinztiu hvíldar í reit hjá föð- ur sínum, tveimur eiginmönnum og fjórurn börnum. Venzlamenn og vinir hennar, þakka henni ali- ar samverustundirnar sem skilja eftir aðeins glaðar endurminn- ingar. „Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi“. t E. Fæddur 4. febr. 1936 Dáinn 12. jan. 1968 Kveðja frá vinnufélögum. ER við, vinir Bjaria, þessa góða drengs, fréttum hið sviplega frá- fall hans setti okkur hljóða. Eng- inn má sköpurn renna, og þessi ungi imaður er kvaddur brott í blóma lífs síns, þegar framtíðin virtist blasa við honum, og allt léki í lyndi. Bjarni var einstakt prúðmenni, reglusamur og alltaf reið.uibúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Bjarni fæddist 4. feforúar árið 1936 í Kaupmannahöfn, og for- eldrar hans voru Anne Kristins- son (fædd Gitzler) og Kristinn Jón Kristinsson. Árið 1946 flutt- ust foreldrar Bjarna til íslands, og þar missir Bjarni föður sinn árið 1956. Hugur Bjarna hneigð- ist snemma til mennta, og stund- aði hann nám við Menntaskólann á Laugarvatni og lýkur hann stúdentsprófi þaðan árið 1957. Verklegt nám í lyfjafræði stund- aði hann í Danmörku og lýkur fyrrihlutaprófi við Danmarks farmaceutiske höjskole í ágúst 1959, og lokaprófi við sama skóla í júní 1963, og kom heim til ís- lands sama ár. Bjarni var kvæntur Ingibjörgu Þórarinsdóttur frá Dalvík, og eignuðust þau tvo syni, Kristin Jón, sem er á fjórða ári, og Þór- arinn, sem.er tæplega árs gamall. Við, sem þekktum Bjarna viss- um að hann gekk eigi líkamlega heill til skógar síðasta árið sem hann lifði, og mun það hafa flýtt fyrir dauða hans. Konu hans, börnum, móður og t Móðir mín, Ragnhildur Jónsdóttir Bæjarskerjum, Sandgerði, sem lézt 29. janúar, verður jarðsungin frá Hvalsnes- kirkju laugardaginn 3. febr. Athöfnin hefst með bæn að heimili mínu kl. 2 e. h. Fyrir hönd vandamana, Jónas Jónasson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Runólfur Þorsteinsson Berustöðum, sem andaðist 25. janúar sl., verður jarðsunginn frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði laug- ardag 3. febrúar kl. 2.00 eft- ir hádegi. Bílferð verður frá Land- vegamótum kl. 10.30 árdegis. Anna Stefánsdóttir, börn, tengda- og barnabörn. t Jarðarför mannsins míns, Boga Björnssonar Jaðarsbraut 33, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Sigrún Jónsdóttir. t Útför önnu Soffíu Guðmundsdóttur frá Krossnesi, Grundarfirði. fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 3. þ. m. kl. 10.30 f. h. Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför Valgerðar Þorleifsdóttur Höfn, Hornafirði. Ólafur Snjólfsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. Jón Magnússon fréftasijóri frá Sveinsstöðum í Húnaþingi Kveðjuorð trá gömlum vini 1 FÖÐURGARÐI þínum rikti frjálsræði, víðsýni, vitsmunir, igóðvild og gleði. Hver, sem þar dvaldi, hlaut að komast til nokk- urs þroska. í því andrúmslofti liðu þín æskuár. Þú rannst upp sem fífUl í túni. En þótt þú hefðir að vísu vega- nesti gott frá göfugum ættstofn- um þínum og æskuheimili, kom fleira til sem orsakaði það að þú ert nú hverjum manni harm- dauði sem hafði af Þér náin kynnd. Þú varst gæddur óvenjulegri athyglisgáfu og næmleika á öll tilbrigði mannlegs lífs og til- brigði náttúrunnar. — Það mót- aði einmig strax á unga aldri skapgerð þína og andlegt at- gervi. I héraði þar sem lengi hefur viðhaldist stórbrotið fjölþætt sáL arlíf varð skyggnum augum þín- um ekkert mannlegt óviðkom- andi, en þér gafst sú dómgreind, er sá í hverju einu hinn rétta veg. Heitir eru vordagar Húnaþings, enda möngum yljað um hjarta- rætur, og sú gleði átti alla tíð bólfestu í brjósti þínu. — Snarpir eru þeir vindar, sem geisa upp frá Húnaflóa í norðanbyljum, og sem verða til þess að stæla bar- áttuvilja og þá hvöt að gefast aldrei upp í neinni raun. — Slík áhrif gazt þú einnig tileinkað þér, og þótt kuldinn, sem þeirn veðrum fylgir, næði aldrei inn að þínum hjartarótum, var sem styrkur þeirra hefði gætt þig sigrandi mætti, svo þér virtist ekki verða aflfátt í neinni þrek- raun. — Þér gafst hið aðdáan- lega samræmi tilfinninga, vits- muna og vilja, sem gerði þig hverjum manni hugljúfari. Þú áttir ríkan metnað fyrir hönd æskubyggðar þinnar og frændliðs, enda var enginn, sem þekkti þig á unga aldri, í nein- um vafa um frama þinn í fram- Sigríður Jensdóttir Kveðja ÞRIÐJUDAGINN 9. þessa mán- aðar, var til moldar borin Sig- Sjúkrahúsi Blönduóss gefið píanó NÚ rétt fyrir jólin afhenti Sam- band Austur-húnvetnzkra kvenna Héraðsspítalanum á Blönduósi að gjöf píanó til minn ingar um frú Þuríði Sæmundsen og Dómhildi Jóhannsdóttur, báð- ar á Blönduósi, en þær dóu báðar síðastliðið vor. Báðar þess ar konur voru framarlega í sam- tökum Austur Húnvetnzkra kvenna og á sínum tíma studdu þær að byggingu héraðsspítal- ans, en samtök kvenna í sýsl- unni tóku þá virkan þátt í fjár- söfnun r.il spítalabyggingarinnar og hafa ætíð síðan sýnt spítalan- um mikinn velvilja og gefið bæði peninga og muni til hans. ríður Jensdóttir að HJjarðarholti við Búðardal. Með Sigríði hverf- ur persónuleiki, sem þrátt fyrir lífsama og mikil veikindi, hélt sínum æskuþrótiti og sérstæðu jafnaðargeði fram í andlátið. Þeim er þekktu Sigríði, er vel kunnugt um þolgæði og um- burðaryndi þessarar fjölhæfu konu, sem hlaut það hlutskipti í lífinu að lifa tvo eiginmenn sína, og sjö börn af níu. Þrátt fyrir þetta andsrtreymi hélt Sigríður rósemi sinni og meðfæddum kjarki, allt til dauðadags. Mörgum mun dauði Sigríðar sorgarefni, en Sigríður var vin- mörg í lifanda lífi, sem og látin. Á engan hátt nægja þessi fátæklegu orð, til að lýsa þessari konu, eða minnast hennar á verðugan máta, til þess nægja heldur ekki fleiri orð, né held- ur lengri skrif, hennar verður aðeins minnzit með þakklæti og virðingu og ást í hugarheimi eftirlifenda, vinum hennar og vandamönnum . Dætrum hennar, barnabörnum og öðrum ættingjum votta ég dýpstu samúð, svo og vinum hinnar látnu. K. G. öðrum aðstandendum vottum við okkar innilegustiu samúð. Megi hann hvíla í friði. Ólafur Thorlacius Sigurður Bjarnason tíðinni. Og þú varst sá ham- ingjumaður að allar vonir og spár um þiig rættust. Orðstír þinn nær langt út fyrir land- steinana. Hvar sem leiðir þínar lágu gat engum dulizt göfuglyndi þitt eða snilld þín í fram'komu, námi og starfi. Um mannlund þína og direng- síkap sannfærðust allir þínir samferðamenn. Um þær yndis- stumdir, sem þú gafst mér þegar ég átti samleið með þér, ungum sveini, árum saman, ræði ég ekki. Þær geymir þögnin ein. Þær verða aldrei fullþakkaðar. En atltaf frá þeim tímum var opin leið vináttu milli okkar. Þótt með árunum létu fjarlægðir, ys og annir, fundum okkar fækka, þurfti aldrei í átt til þín nema eitt fótrnál — og faðmur þinn var opinn. Tryggð þín var eins og lind, sem aldrei frýs, en streymir sífellt fram, jafnvel undir þykkum ísum. En nú er sköpum skipt. Ævi- sól þín er skyndilega hnigin til viðar og vér allir vinir þínir, sem þekktum þig frá barnæsku, finn- um að eitthvað frá oss sjálfúm er horfið með þér. Og sólrík sveit vor, 'hinn óigleymanlegi góð- heimur norðursins, sem vér allir unnum, harmar fallinn, frækinn son. En þó er sem lífsteinn felist í hinu sára sverði dauðans. Það er hin bjarta minning. Enn munu hollvættir byggðar vorrar halda um hana trúan vörð, þær, sem vor eftir vor, öld fram af öld vekja hina heitu vaxtarþrá barna hennar, sem væru þær boðberar enn æðri máttarvalda. — Mér er sem ég heyri þær hollvættir kalla, fjalla milli, og mæla til þín kveðjuorð- um: „Örugga fararheill átt þú, óskasonur vor og ljúflingur, út á hið huilda haf sem allra bíður. Haf þú þökk fyrir lífsstarf þitt. Þú varst oss miikill merkisberi. Fár bar sannari svip byggðar vorrar.“ Hannes Björnsson. Hjartans þakkir votta ég öllum ættingjum og vinum fyrir gjafir og hlýjar kveðjur sem mér bárust á 70 ára af- mæli mínu. Sigfús Þorleifsson Dalvík. Innilegar þakkir færi ég öllum vinum og vandamönn- um, sem glöddu mig á sjö- tugs afmæli mínu 24. janúar með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. — Guð blessi ykkur öll. Guðrún Guðmundsdóttir, Glæsistöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.