Morgunblaðið - 02.02.1968, Side 24

Morgunblaðið - 02.02.1968, Side 24
24 MO'RGUNBl.AÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 19«! Ölafur Björnsson héraðslæknir - Minning J>AÐ var þungbær frétt, er barst austur í Rangárþing, föstudaginn 19. janúar, sú frétt, að Ólafur Björnsson,' héraðslæknir á Heliu væri látinn. Það er ekki ætlan mín með þessum örfáu línum að rekja ævi- feril Ólafs Björnssonar, heldur á þetta fyrst og fremst að vera vinarkveðja. Þó skal þess aðeins minnst, að Ólafur Björnsson var fæddur 14. nóvember 1915 í Vestmannaeyj- um og voru foreldrar hans hjón- in, Björn H. Jónsson, skólastjóri og Jónína ÞórhaUsdóttir. Fékk ÓlafuT úr foreldrahúsum gott veganesti ósvikins menningar- arfs. Kvæntur var ólafur Kat- rínu Eliasdóttur, hinni mætustu kon.u, og lifir hún mann sinn. Þeim hjónum varð fjögurra ’barna auðið, þriggja sona og einnar dóttur, og eru börn þeirra öll 'hin mannvænlegustu. Kynni okkar Ólafs Björnssonar hófust með komu minni í Rang- árvallahrepp sumarið 1&64. Fann ég þegar í honum mann, er væri í óvenjuríkum mæli að mínu skapi. Og frekari kynni staðfestu það rækilega, þvi mér fannst Ólafur alltaf vaxa með nánari kynnum. Frá honum stafaði þeirri mannlegu ’hlýju, er yljaT um hjartarætur. Ólafur Björnsson var stál-' greindur maður og snjall í við- ræðum. Naut þá sín vel hæfileiki hans að skýrgreina oft og tíðum flókin efni einkum þau er hitu að starfsgrein hans, læknisfræð- inni. Þar var hann veitull fræð- ari Ég gæíi vart hugsað mér heiibrigðari og réttari afstöðu nokkurs héraðslæknis til starfs síns en hjá Ólafi Björnssyni. Þar var ábyrgðarkenndin og skyldan fyrst af öllu. Og enginn hefði verið honum fúsari að leggja sinn skerf af mörkum, þar sem líknar var þörf. Mun hann og oft hafa lagt feikna hart að sér við sjúkravitjanir, eins og löngum hefur orðið hlutskipti héraðs- lækna á voru landi. Ólafur Björnsson bar fyrir brjósti ríkan metnað fyrir hönd stéttar sinnar. Og sá metnaður fólst fyrst og fremst í því, að læknarnir litu ætíð á starf sitt sem þjónustu, þjónustu við þá sem eru hjáiparþurfi, án tillits til þess hversu troðin pyngjan er. Ólafur naut og mikils álits starfsbræðra sinna, enda vaT hann um hrið í stjórn Lækna- félags íslands. Eins og að likum lætur var Ól- afur Björnsson einkar vinsæll í héraði sínu, bæði sem læknir og maður. Ein bezta sönnun vin- sælda hans var veizlufagnaður, er þeim hjónum var gerr á fimm- tugsafmæli Ólafs, fyrir röskum tveim árum. Komu þar saman hundruð manna að samfagna þeim, og voru fjölmargar ræður fluttar. Var þeim öllum sameigin- legt þakklæti til afmælisbarns- ins. A þessum fáu árum hefi ég átt fjölmargar ánægjustundir á heimili Ólafs og Katrínar, þeirra fagra menningarheimili. Og ávallt fór ég þaðan auðugri en ég kom, auðugri af góðum minn- ingium. Síðast naut ég þar veit- ullar gestrisni á Þrettándadags- kvöld. Ólafur var þá mjög ve: hress og sízt gat nokkurn grun- að, að stundin stóra væri svona nærri. Fyrír öll kynni mín og okkar hjóna af Ólafi Björnssyni og heimili bans færum við hugheilar þakkir. Ég færi svo eiginkonu hans og börn.um, svo og aidraðri móður, dýpstu samúðaróskir minar og fjölskyldu minnar. Megi Guðs líkn styrkja 'þau og umvefja í þungum harmi. Megi birtan frá krossinum Krists hrekja alla skugga á braut. Megi gleðin sanna á ný taka sæti, þar sem Ireginn nú ríkir. Guð blessi minningu góðs drengs. Stefán Lárusson. Sextugur Þórleifur Bjarnason Við Þórleifur Bjarnason hitt wmst fyrst sumarið 1931. Hann var þá aðeins 23 ára gamall, en hafði í tvö ár stundað barna- kennslu fyrst verið farkennari í Önundarfirði, en siðan fengið vitneskju um það, að lausar vær þrjár kennarastöður á ísafirði, hafði hug á að sækja þar um og vildi ræða við mig um það mál. Ég spurði hann fljótlega um ættir hans og uppruna, og sagð- ist hann vera Homstrendingur, móðir sín héti íngibjörg Guðna- dóttir, Kjartanssonar, bónda í Strandasýslu. Kvaðst hann vera fæddur hinn 30. janúar árið 1908 í Hælavík og uppalinn þar hjá afa sínum. Það lyftist á mér brúnin. Ég hefði heyrt margt sagt frá Hornströndum og g hafði kom ið á Hornvík oftar en einu sinni, hafði lesið um Hall á Horni og syni hans. kannaðist við Stíg á Homi og Elías og hafði verzlað við Betúel í Höfn og heyrt hann lesa meistara JÓN. Þá hafði ég og veriS með í því að sækja svartfuglsegg í sjávar- hamra Hornbjargs og dregið í fjögur sumur margan fisk á færi mitt á bæði dfúp- og grunn- miðum undan Homströndum. Okkur Þórleifi kom saman um, að við værum úr kunnustu galdrasveitum landsins, annar Homstrendingur, en hinn úr Arn arfirði, og brátt tókum við að ræða um þjóðleg fræði og sér- kennilega menn og segja hvor öðrum sögur. Ég komst brátt að raun um, að Þórleifur kunni vel að segja frá sérkennilegum mönn um og ennfremur, að hann mundi mörg gömul orð og orðtök, kunni og að hérma róm, svip og lát- bragð manna og var gæddur ó- venjulegu skopskyni. Þá heyrði ég einnig að hann hafði lesið flest, sem nokkurs var vert í ís- lenzkum bókmenntum fornum og nýjum - og var kunnugri rímum og kenningum og heitum í kveð- skap en nokkur annar maður á hans aldri, sem ég hafði hitt Og nú er skemmst frá því að segja, að við ræddum lengi dags, og áður en við skildum var I ég ákveðinn í að vinna að því að hann fengi kennarastöðu á fsafirðL Á því reyndist engin fyrir- staða. Fékk Þórleifur öll atkvæði í skólanefnd ísafjarðarkaupstað- ar. Hann var Síðan kennari við barnaskólann á ísafirði til 1943 og við gagnfræðaskólann til sama tíma frá 1938, nema hvað hann stundaði nám í Kennaraháskól- anum danska 1984-1935, Árið 1943 varð hann námsstjóri á Vesturlandi, og hefur verið það síðan. En heimili átti hann á ísafirði ailt til ársins 1953, að hann fluttist suður á Akranes. Þar hefur hann verið búsettur upp frá því. Þórleifur reyndist ágætur kennari, og var aðal- kennslugrein hans saga. Hann gegndi og ýmsum trúnaðarstörf- um á ísafirði og rækti þau öll af röggsemi, lagni og samvizku semL Hann hefur og unnið sér mikið traust sem námsstjóri, og hefur honum komið þar að góðu gagni sú óvenjulega mannþekk- ing, sem hann er gæddur, ásamt víðtækri reynslu og skapfestu og glöggskyggni á mismun stórra og smárra máisatriða. Þórieifur kvæntist árið 1935 Sigríði Hjartar, dóttur Friðriks Hjartar, skólastjóra, fyrst í Súg andafirði, en síðan á Siglufirði og AkranesL Þau hafa eignazt fjögur börn eina dóttur og þrjá sonu. Dóttir þeirra, Þóra, nam bókasafnsfræði í Noregi og varð bókavörður á Akranesi, en gift- ist síðan norskum lækni. Syn- irnir, Horður, Friðrik Guðni og Björn, hafa allir lokið studentsprófi eins og raun ar Þóra - og stunda framhalds nám, Hörður í Þýzkalandi,en hin ir hér heima. Sigríður er góð kona og greind og myndar- og margur átt góða og glaða stund á heimili þeirra. Með okkur Þórleifi tókst t.-aust vinátta, og urðu sam- skipti okkar mikil og margvís- leg þau 15 ár, sem við báðir áttum heima á ísafirði, og jafn- an síðan höfum við hitzt annað veifið, eftir því sem aðstæður hafa leyft. Fyrst og fremst höf- um við rætt bókmenntir, en báð- ir höfum við haft allvíðtækan áhuga á öllum menningarmálum, félagsmálum og almennum þjóð- málum - og ennfremur á persónu leika viðhorfum og starfi þeirra samtíðarmanna okkar innlendra og erlendra sem hafa látið veru- lega til sín taka, og hafa skoð anír okkar oftast verið mjög á einn veg í öllum aðalatriðum. Þá hefuT það verið okkur mikil og góð skemmtun að rifja upp sög- ur og sagnir frá liðinni tíð af mönnum og atvikum og þetta ver ið okkur betri skemmtun en flest annað. Ég hef hér að fram an getið þess að Þórleifur er gæddur naemu skopskyni - og ennfremur góðri frásagnar- og hermigáfu, enda hefur hann sýnt það á leiksviði, að hann er góður leikari, - þótti til dæmis leika séra Sigvalda með ágætum þegar leikritið Maður og kona var sýnt á AkranesL Þá er að geta að nokkru rit- starfa Þórleifs Bjarnasonar. Fyrsta bók hans, Hornstrendinga bók, kom út árið 1943, og var ein hin merkasta bók þess árs, enda að mörgu sérstæð. Þá hef- ur Þórleifur gefið út skáldsög- umar Og svo kom vorið, Hvað sagði tröllið og Tröllið sagði, smásagnasafnið Þrettan spor og bemskuminningarnar Hjá afa og önnu. Hann hefur og skrif- að kennslubók í íslandssögu fyr ir Ríkisútgáfu námsbóka - og loks nokkrar smásögur í blöð óg tímarit og sömuleiðis allmargar greinar um ýmis menningarmáL Sumar smásögur Þórleifs eru meðai þeirra snjöllustu, sem skrif aðar hafa verið hér á landi á síðustu áratugum. en veigamesta skáldverk hans er hinar stóru samstæðu skáidsögur Hvað sagði tröllið? og Tröllið sagði, en þar er enn í smíðum síðasta bindið - um eyðingu Hornstranda, - Það mun eiga að heita: Mannaþefur í helii mínum .... Þessar sögur lýsa iífi þriggja kynslóða í hin- um þröngu víkum Hornstranda, iífsháítum og iifskjöruTn, körlum og konum í önn og stríði dags- ins og þá jafnt í hörmun sem ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM AUSTURBÆ JARBÍ Ó ALDREI OF SEINT. (Never too late). Þ EIR sem gerðu þessa mynd, byrjuðu á að ganga út frá því að það værf eitthvað broslegt við það, að fólk eignist börn, þegar það er orðið miðaldra. Nú er það einu sinni svo. að flestar konur eru færar um að eignast börn fram undir fimmtugt og karl- menn gjarnan lengur. Það getur því varla talist neitt einkenni- legt, þó að af og til fæðist barn hjá fólki, sem komið er um fimmtugt, og því síður getur það talizt neitt fyndið. Þar sem öll sniðugheit þessarar myndar byggjast á því að þetta sé broslegt, hefur hún lítið við að styðjast. Segir sagan frá Lam- bert-hjónunum. Hún er um fimm tugt (Mauren O’Sullivan), pen kona og viljug til verka, hann um sextugt, ríkur og nískur timb urkaupmaður, geðstirður og þver í skapi (Paul Ford). Hjá þeim búa dóttir þeirra (Connie Stevens) og hennar mað ur (Jim Hutton), sem starfar í thnburverzluninni, og virðist að- allega vera notaður til að gamli maðurinn hafi einhvern að skamma, Uppeldi dótturinnar hef ur verið þannig háttað, að hún umgengst móður sína eins og hálfgerða þjónustustúlku og verð ur óguriega reið, þegar loks er minnztt á það að hún geti hjálpað til við heimilisstörfin. Snemma í myndinni kemur í ljós að eldri frúin er ófrísk. Verð ur öllum illa við, þegar hún seg- gleðL Eru í þessum bókum sér- stæðar cg eftirminnilégar atburða - og mannlýsingar, og því spái ég- og ég hef stundum reynzt sannspár - að þessar sögur verði mun meira metnar í framtíðinni en margt eða jafnvel flest sem mest hefur verið af gumað hin síðustu árin, og víst er um það, að vel var hlýtt á Þórleif, þá er hann las Hvað sagði tröllið í útvarp, enda er hann snjail upplesarL £g iæt svo þessum fáu orðum mínum lokið, en þakka Þórleifi langa og trausta vináttu og konu hans ágæt kynni og mikla risnu og óska ég þeim hjónum langs lífs og góðrar heilsu og börnum þeirra góðs gengis. Guðmundur Gíslnson Hagalín. k har eð grein þessi barst blaðinu ekki tímanlega til birt- ingar'á afmæli Þórleifs, birtist hún nú. ir frá þessu. og eru viðbrögð fjöl skyldunnar öll hin hundslegust. Manni er þó greinilega gefið til kynna að þetta eigi allt að vera sniðugt. Líður nú fram eftir kvikmyndinni þannig að karlinn gerir korau sinni og tengdasyni lífið leitt, dóittirin gerir öllum lífið leitt og myndin verður stöð- ugt ófyndnari. Til að reyna að koma ein- hverju lífi í hlutina er stungið inn borgarstjóra í söguna, sem leikinn er af Lloyd Nolan, ágæt- um leikara, sem gerir þarna sitt bezta. En enginn má við margn- um. Allt er á móti homi-m, og þó efni myndarinnar verst, þannig, að hann breytir litlu. Þær mæðgur taka sig nú til og gerast báðar dónaiegar og and- styggilegar við menn sína, sem á að vera sniðugt, svo að þeir fara saman á fyllerí, sem á líka að vera sniðugt. Upp úr þessu strýkur svo ó- léftta eldri frúin að heiman, mað- ur hennar eltir, þó að varla geti hann hafa verið búinn að sofa vel úr sér, og skyndilega fellur ailt i ljúfa löð. Hann verður geð- góður. Tengdasonurinn verður alit í einu sniilingur í rekstri timburverzlana og dóttirin skán- ar eitthvað, í það minnsta geng- ur hún mannvesalingnum ekki eins til húðar við að reyna að gera hana ófríska, sem á vist lí-ka að vera sniðugt. Það enu til brosleg augnablik, en þau eru alltof fá til að rétt- læta allt smekkleysið og ruglið. FÉLAGSLÍF Víkingur, knattspyrnudeild. Meistaraflokkur og 1. fl. -r- Æfingatafla í febrúar: Þriðju- daga kl. 7, útiæfing. Föstu- daga kl. 8,30, inniæfing. Sunnu daga kl. 1,30, útiæfing. Á úti- æfingu eru menn beðnir að mæta með útiæfingargalla og hreina strigaskó. Nýir félagar velkomnir. — Þjálfari. ÍR-ingar, skíðafólk. Dvalið verður í skálanum ua helgina. Skíðakennsla sunnudag bæði fyrir eldri og yngri. Veitingar í skálanum. Ferðir verða frá Félagsheimili Kópavogs kl. 1,30 frá Um- ferðamiðstöoinni kl. 2 og 6 á laugardag og sunnudag kl. 10 f, h. — Stjórnin. Golfklúbbur Reykjavíkur. Æfingar fyrir meðlimi og aðra áhugamenn um golf. Mið vikudaga og föstudaga kl. 20 til 21,30 í leikfimisalnum á Laugardalsvellinum. Kennsla á staðnum fyrir þá, sem þess óska. Æfinganefnd. - t.O.C.T. - Stúkan Freyja nr. 218. Fundur í kvöld kl. 8,30 í Góðtemplarahúsinu. Kosnimg og innsetning embættismanna. Kaffi eftir fund. — Æt. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA síivii io*iao 2 ski ifsíofulierbcrííi lil leisu O o í Miðbænum. Laus nú þegar. Íslenzk-Ameríska h.f. Kirkjuhvoli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.