Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Hörð árás skriðdrekasveit- ar frá N.-Vietnam Búizf við nýrri sókn kommúnisla nyrzt í S.-Vietnam Saigon, 7. febr. (AP) HARÐIR bardagar geisa rétt sunnan við vopnlausa svæðið á landamærum Norður- og Suður-Víetnam. Hafa her- sveitir frá Norður-Víetnam ráðizt þar á mannfáa herstöð Bandaríkjamanna og Suður- Víetnama og beitt þar skrið- drekum í fyrsta skipti í sögu styrjaldarinnar í Víetnam. Þrátt fyrir harðar árásir hefur hersveitum Norður- Boeing-vél hlekkist á í lendingu Víetnam ekki tekizt að ná þessari herstöð, sem nefnist Lang Vei. Lang Vei herstöðin er aðeins sex kílómetrum fyrir vestan landamæri Laos og um 30 km. fyrir sunnan landamæri Norð'Ur- Vietnam á þjóðvegi 9, sem tals- menn bandaríska hersins segja vera eina helztu flutningaleiðina fyrir vopn og vistir frá Norður- Vietnam til skæruliða Viet Cong. Sunnar við þennan þjóðveg er bandaríska bækistöðin Khe Sanh, sem lengi hefur verið reiknað með að gerð yrði árás á um þetta ieyti. William Westmoreland hers- höfðingi, yfirmaður bandaríska herliðsins i Vietnam sagði í fyrri viku, þegar árásir skæruliða á borgir í Suður-Vietnam stóðu sem hæst, að þær árásir væru aðeins upþhafið, næta atriði yrði ný sókn suður frá landamærum Norður-Vietnam áleiðis til Khe Sanh. Virðist þessi spá hans vera að rætast, því Khe Sanh er að- eins 5 km. frá Lang Vei stöð- inni. Ekki er vitað með vissu hve margir hermenn voru staðsettir í Lang Vei, né hve margir hafa faillið, en búizt er við að innan við 25 bandarískir hermenn hafi verið þar og um 300-400 suður vietnamskir hermenn. Talsmenn kommúnista segja að hersveitir frá Norður-Víetnam studdar skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum hafi lagt herstöðina undir sig, en talsmenn stjórnar Suður-Vietnam segja að enn sé barizt úm herí.öðina. Þetta er í fyrsta skipti sem her sveitir Norður-Vietnam beita skriðdrekum í styrjöldinni. Voru það níu rússneskir skriðdrekar, og segja talsmenn bandarísku hersveitanna að fimm þeirra hafi verið eyðilagðir. Síðustu fregnir í kvöld hermdu að árásarsveitunum hefði enn ekki tekizt að taka Lang Vei þrátt fyrir ítrekaðar og mjög harðar árásir. Framhald á bls. 2 Suður-vietnamskur liðsforingi b?r látið barn sitt í fanginu út af heimili sínu eftir að Viet Cong menn höfðu drepið konu hans og börn nóttina áður. Vaneouver, 7. febrúar. NTB-AP. AÐ MINNSTA kosti tveir menn biðu bana og 14 slösuðust, þegar ; kanadískri flugvél af gerðinni j Boeing 707 hlekktist á í lend- ingu á flugvellinum í Vancouver j Heiðrún enn nfundin — litlar vonir um björgun mannanna i dag. Flugvélin rann af flug- brautinni, rakst á fjórar kyrr- staeðar fiugvélar og bifreið og lenti að lokum á skrifstofubygg- ingu. Eldur kom upp í bygging- unni, en farþegum og áhöfn vél- arinnar tókst að forða sér út um neyðarútgang. Slysið varð í niðaþoku. HEIÐRÚNAR II. ÍS 12 var enn leitað í allan gærdag. — Leitað var úr flugvél og af bátum og gengnar voru fjör- ur, aðallega á þeim stöðum, sem vart hefur orðið reka. — Ekkert hefur spurzt til skipsins síðan aðfaranótt mánudags og minnka líkurn- ar á að skipið sé ofansjávar eða einhver hafi komizt lífs af með hverri stund sem líð- ur. — Svo sem getið hefur verið í Morgunblaðinu eru sex ungir menn um borð, þar af faðir og tveir stálpaðir synir hans. Þeir sem eru um borð eru: Rögnvald ur Sigurjónsson, fæddur 24. júní 1915, annar vélstjóri, og er hann hinn eini, sem ráðinn er á bátinn. Hinir piltarnir eru: Páll ísleifur Vilhjálmsson, fæddur 18. ágúst 1936 og er hann skip- verji á vélbátnum Guðmundi Péturs, Kjartan Halldór Kjart- ansson, fæddur 5. september 1944, skipverji á vélbátnum Einari, Ragnar Rögnvaldsson, fæddur 31, október 1949, og bró'ðir hans, Sigurjón, fæddur 28. desember 1959, en þeir eru synir Rögnvaldar vélstjóra, og Sigurður Sigurðsson, fæddur 9. júlí 1951. Rögnvaldur Sigurjónsson er kvæntur maður og á 4 börn. Heima fyrir eru tvær ungar dæt ur. Páll Vilhjálmsson á eitt barn og Kjartan Halldór er kvæntur og á tvö börn. Yngra barnið, stúlka, fæddist í fyrradag. Þá var hvorki ljósmóðir né læknir í Bolungarvík og varð að sel- flytja þau á vélsleða frá ísa- firði, en það mun vera eina farartækið þar vestra, sem unnt er að Sotsr. Allt var á kafi í snjó. Óvíst er hvort leit verður haldið áfram í dag að vélbátn- um Heiðrúnu II, sem er eign Einars Gúðfinnssonar í Bolung- arvik. Skipið er smíðað á Akra- nesi 1963, eikarskip, 154 lestir að stærð, og var þar til fyrir tveimur árum gert út frá Sand- gerði undir nafninu Páll Pálsson GK 360. Trúði ekki að Eddom lífi fyrr en hún heyrði Rita Eddom kom til Islands til að hitta mann sinn dsamt tengdaforeldrum og bróður væri a rödd hans Rita Eddom, nystiginn út úr Gullfaxa. (Ljósm. Mlbl. Kr. Ben.). RITA EDDOM, kona stýri- mannsins á Ross Cleveland, kom til íslands ásamt tengda- foreldrum sínum og bróður í gær og mun í dag fljúga til ísafjarðar og hitta mann sinn, sem þar liggur í sjúkra- húsi. Michael, hróðir Harrys, hafði sagt henni fréttirnir um björgun manns hennar í fyrradag. Hann var staddur á heimili foreldra sinna í Hull, þegar síminn hringdi- Það var símtal frá íslandi. „Og hélt ég í fyrstu, að ver- ið væri að tilkynna okkur að lík Harrys væri fundið“, sagði Michael, „en þá kom Harry í símann. Hann sagði við mig: „Það er allt í lagi með mig, mér líður vel. Farðu til konunnar minnar og segðu henni frá því“. Síðan segir Michael að Harry hafi lýst fyrir lionum björg- uninni, og að hann hefði reynt að ná í konu sína en árangurslaust. Michael fór rakleiðis heim til Ritu. Hún sagði við hann: „Ég trúi þessu ekki fyrr en ég heyri sjálf í Harry. Hálfri annarri klukkustund síðar var hún loks orðin sannfærð. Hún náði símasambandi við ísafjörð og heyrði rödd mannsins síns. — Hið ómögu- lega hafði gerzt, þetta var kraftaverki líkast, Harry var í tölu lifenda. Þau töluðu sam- an í 6 mínútur. Hún gat lítið sagt, en grét. Að samtalinu loknu sagði hún: „Ég trúði ekki að hann hefði bjargazt fyrr en ég heyrði rödd hans. Nú hef ég talað við hann og ég trúi því. Ég veit ekki hvernig mér leið þegar ég heyrði í honum. Ég var búin að, segja að það væri enginn Guð til, en nú trúi ég því. Mér datt ekki annað í Framihald á ble. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.