Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968 17 Guimar BJarnason, Hvanneyri: GÓÐGÆTI EÐA ÓÆTI Aðvörun til svínakjötsframleiðenda Fyrir skömmu hringdi búnað armálastjóri til mín vegna til- mæla frá Pétri Ottesen og bað mig að rita grein í blað eða tíma rit um það vandamál, seni skap- azt hefur á kjötmarkaði Reykja víkur vegna offitunar svína hér á landi. Þótt það sé í öllum tilvikum nokkur aukakostnaður, óþörf út gjöld, að ofala svín, þá er hinn óbeini skaði fyrir svínabændur þó miklu meiri, sem bitnar á þeim þannig að neytendur forð- ast vöruna, hvekkjast oft, þegar þeir fá í matarpakkanumm óæta feiti í stað hins ljúffenga kjöts. Með þessu móti geta framleiðend ur stöðvað hinn öra vöxt á neyslu svínakjöts, sem átt hefur sér stað s.l. 2-3 ár. Vegna vanþekkingar eða vegna kæruleysis í fóðrun eru nokkrdr svínakjötsframleið- endur að skapa þessari fram- leiðslustétt álitshnekk og skaða, sem gæti orðið örlagaríkur fyrir framleiðsluna. Ástæðurnar fyrir of feitu fleski eru aðallega ferns konar: 1. fóðrað er með of stórum dag- skömmtum, eða alisvínin eru látin éta að vild sinni, 2. fóðrað er með fóðri, sem hefur röng hlutföll milli næringar- efnanna prótíns, kolhydrata og fitu, 3. eldis-svínahúsin eru of köld. 4. svínin hafa eðli til að safna of mikilli fitu. Vil ég gera hverju þessara at- riða nokkur skil. 1. Fóðrun svína er ekki vanda söm. Þeir, sem stunda svínakjöts framleiðslu verða að afla sér fræðslu um fóðrun og hirðingu svína, og er þeir hafa tileinkað sér þessa fræðslu, sjá þeir fljótt, að hér er á ferðinni vandalítil framleiðsla, ef réttt er að farið. f BÚFJÁRFRÆÐINNI eru ýtar- legar upplýsingar um flest, sem að svínaeldi lýtur. Menn skyldu því fá sér hana keypta eða leigða Hún fæst hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, sem sendir hana í póstkröfu til hvers sem þess óskar. Auk þess gefa framleiðendur svínafóðurs hér (Fóðurblandan M.R. Samband ísl. samvinnufé- laga) hverjuim sem hafa vill sæmilega nákvæmar leiðbeining ar um r.otkun á því svínafóðri sem þeir framleiða. Mikilvægt er að skammta ná- kvæmlega handa eldissvinunum hvern dagskammmt og gefa hann í tvennu lagi með eigi skemmra millibili en 7 stundum. Svínin eru svo lystargóð, að þau éta mun meira en þau nota til vaxt- ar, ef þeim er gefið að éta frjálst eða þau fá of stóra dag- skammta. Menn geta því með ná- kvæmri fóðrun, t.d. með því að fylgja reglum BÚFJÁRFRÆÐ- INNAR eða þeim reglum, sem blöndunarstöðvarnar láta mönn- um í té, ráðið að nokkru leyti við þennan vanda og hindrað, að svínakjötsmarkaðurinn drag- izt saman. Óblandað maísmjöl er of ein- hæft fóður til að gefa eldissvín- um það eitt, þau þurfa blandað fóður, sem hefur 110-120 g af meltanlegu prótíni í hverri FE, en auk þess nóg af bætiefnum og fóðursöltum í réttum hlutföllum. 2. Það má komast vel af með að fóðra öll svín búsins á tveim- ur fóðurblöndum.Samkvæmt BÚ FJÁRFRÆðlNNI er ráðlagt að gefa fengnum gyltum seinni hluta meðgöngutímans og meðan þær hafa grísi á spena s. k. GRÍSA-GYLTU-FÓðUR Sama fóður skal gefa grisunum frá byrjun, meðan þeir eru á spena og allt til 18-20 vikna aldurs, en Svona lítur skinkan út af vel ræktuðum svínakynjum. eftir það má skipta yfir á hið s. k. ELDISVÍNA-FÓÐUR, sem hefur minna prótín og á að vera ögn ódýrara en hitt. Stundum auglýsa menn prótín- ríkar fóðurblöndur, sem þeir ætlast til að menn gefi eldi- svínum í því skyni að auka kjöt- hlutfallið og draga úr fitunni. Hér er oft um auglýsingabragð að ræða. Hámarksvöxtur fæst af réttu fóðri, en prótín fram yfir það gerir ekkert gagn, en gæti valdið skaða mieð því að trutia efnaskiptin vegna of mikillar þvagmyndunar. GRÍSA-GYLTU FÓðRIð á að hafa 135-145 g af meltanlegu prótíni í hverri FE, um 9 g af kalsíum, 8 g af fosfór, en auk þess þurfa blöndurnar að hafa ríflegt magn af öllum bætiefnum og sporefnum. Mikil vægt er, að líffræðilegt gildi pró te'nanna sé hátt, og sérstaklega vill oft skorta amínósyrurnar lys in, nethionin og tryptophan, ef fóðurblöndurnar eru eingöngu settar saman úr korni, maís og olíukökum. Vel verkað fiskimjöl og undanrenna (undanrennu- duft) eru verðmætustu íblöndun arefni í svínafóðuiblöndur til að tryggja góðan vöxt og lágmark fitu í fleskinu. Ef menn hafa eigi minna en 7% af fiskimjöli í svínafóðri, er öruggt að svínin hafi öruggan vöxt og enginn skortur vesið á amínósýrum. Við höfum hér á landi mikil- væg íblöndunarefni í svínafóð- urblöndur, fiskimjöl og grasmjöl, en af því síðarnefnda ætti ekki að vera undir 10% í fóðrinu til að svínin hafi örugg þrif og hreysti og kjötið fái góðan litblæ. Að öðru leyti má alveg komast af með maísmjöl og mílókorn. Þótt byggið sé talið bezta kornfóðrið handa svínum í Evrópu, þá eru Bandaríkjamenn ekki sömu skoð unar og segjast engan mun finna á fleski framleiddu úr maísmjöLi eða byggmjöli. Einnig segjast Ev rópumenn finna fiskbragð af fleski, sem framleitt sé úr fiski- mjöli, en strandbyggjar finna ekki þetta aukabragð, ef fóðrað er með góðu fiskimjöli i réttum hlutföllum í fóðrinu. Hættuleg- Framhald á bls. 25. Ragnar Kjartansson: af vettvangi I ALMENNRI stjórnmála- ályktun 19. þings SUS, segdr svo um almannatryggingar: Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — fslands er í hópi þeirra þjóða, sem bezt búa að þeim þegnum sínum, er vegna erfiðra aðstæðna þarfnast aðstoðar þjóðfé- iagsheildarinnar til þess að njóta mannsæmandi lífskjara, — eitt af grundvallaratriðum nútímaþjóðfélags er, að allir þjóðfélagsþegnar búi við efnahagslegt öryggi, og álykta: — stuðningur við þá, sem standa höllum fæti í lífs- baráttunni, er bezt tryggð ur með almannatrygging- um, — að draga beri úr, eða leggja niður, ónauðsyn- legri bætur, t.d. fjölskyldu bætur með 1. barni, en efla tryggingu þeirra, sem raunverulega þurfa þeirra við, t.d. einstæðra mæðra, ekkna og aldraðs fólks. Eitt af undirstöðuatriðum þess, að þjóðfélagið geti með sanni kennt sig við menningu og góða siði, er áð sameigin- legt starf þegna þess miði m. a. að því að tryggja afkomu og aðstoða þá, sem sannan- lega eru þess þurfi. Almanna tryggingar eru sá þáttur fé- lagsmálalöggjafar hér á landi, sem m.a. leggja grunn að þessu. Lengst af hafa tvö megin- sjónarmið verið lögð til grundvallar í þessum málum. Annarsvegar hin svokallaða framfærsluregla, sem miðar að því að allir borgarar geti or’ðið aðstoðar aðnjótandi undir vissum kringumstæð- um. Hinsvegar er um að ræða svokallaða tryggingarreglu, sem krefst þátttöku bóta- þegna með greiðslu iðgjalda. Þó unnt sé að greina á milli þessara meginreglna, bland- ast þær þó iðulega saman í löggjöf um þessi efni. Höfuðmarkmið svokallaðs tryggingakerfis hljóta að vera þau, að allir geti búið vfð mannsæmandi kjör, þótt starfsorka þeirra skerðist sök um elli, veikinda eða slyaa, eða þótt heimili missi fyrir- vinnu sína. Hvað þetta snert- ir, en þó sérílagi þegar komið er útí frekari útfærslu kerfis ins, verður mjög að gæta þess að finna hin réttu mörk, þannig að þjóðfélagið stuðli ekki að því áð draga úr sjálfsbjargarhvöt einstakling- anna. Á undanförnum árum hef- ur átt sér stað veruleg efling almannatrygginga, ekki sízt með breytingu laganna 1960. Kom sú breyting að nokkru leyti til vegna gengisbreyt- ingarinnar og til að draga úr hrifum hennar á lífskjörin. Var þá í auknum mæli farið inná braut, sem verður að teljast allumdeilanleg. Er þar átt við aukningu fjöl- skyldubóta, meðal annars með því að taka upp greiðslu með 1. barni. Nú er það svo, að þjóðfélagið hlýtur að taka ýtillit til fjölskyldustærðar og barnafjölda, þegar komið er að því að dreifa sameiginleg- um útgjöldum. Að blanda slíkum málum saman við tryggiugakerfið virðist hins- vegar misráðið og til þess fallið að draga úr skilningi almennings á hlutverki þess, enda virðist mega með góð- um vilja og skilningi, ná sama árangri í tekjujöfnun me'ð því að miða álagningu opinbera gjalda í auknum mæli við fjölskyldustærð. (Ungum hjónum með barn á framfæri finnst það furðulegt þjóðfélag, sem sendir það niður í Tryggvagötu með pen inga, sem þeim er ætlað að innheimta á svipuðum tíma á horni Laugavegs og Snorra brautar). I tímaritið „Félagsmál", gef ið út af Tryggingastofnun rík isins, má sækja ýmsar upp- lýsingar um hið vi'ðamikla tryggingakerfi og tekjujöfn- unarkerfi okkar. í 3. tbl. síð- asta árs er m.a. yfirlit yfir fjárhagsáætlun lífeyristrygg- inga fyrir 1967 og 1968. kerfis, og upplýsinga, sem að framan er getið, verður mín ni'ðurstaða sem leikmanns þessi: Almannatryggingarkerfið á að byggjast á tryggingaregl- unni í aðalatriðum og að hluta til á framfærsluregl- unni, þannig að gamalt fólk, öryrkjar og einstæðar mæð- ur séu undanskilin greiðslu almannatryggingargjalda. Afnema á greiðslur barna- lífeyris með 1. barni, en stór- auka þess í stað greiðslur, sérílagi til einstæðra mæðra, ekkna og gamals fólks. Barnalifeyrisgreiðslum sem slíkum verði hætt, en tillit tekið til barnafjölda við á- lagningu opinberra gjalda, þannig að útkoman verði sú sama og nú er, að undanskil- inni greiðslu með einu bami. Endurskoðun trygginga- kerfisins er tímabær. Nota Endursk. Áætlun 1968 áætlun 1967 Millj. kr. Millj. kr. Fjölskyldubætur ................... 291.2 290.0 Ellilífeyrir .......................... 535.0 553.0 Örorkulífeyrir og örorkustyrkir .... 134.6 139.0 Aðrar bætur .......................... 14)5.0 150.8 Bætur samtals 1.105.8 1.132.8 Kostnaður .............................. 23.5 24.0 Tillag til varasjóðs ................... 22.6 23.3 Útgjöld samtals 1.151.9 1.180.1 (I sama hefti má einnig finna hliðstæðar upplýsingar um slysa-, sjúkra- og at- vinnuleysistryggingar). Af áætluðum 290 millj. til fjölskyldubóta á þessu ári, er 132.7 millj. varið til 1. bams greiðslna. Þar af fara u.þ.b. 52.2 millj. til fjölskyldna með aðeins eitt barn og af því fá einstæðar mæður með eitt barn á framfæri, innan 16 ára aldurs, u.þ.b. 7.4 millj. A grundvelli þeirra sjónar- miða um hlutverk trygginga- verður það tækifæri, sem nú gefst, með því að unnið er að undirbúningi lífeyrissjóðs fyr ir alla landsmenn, til að gera skynsamlegar breytingar á tryggingalöggjöfinni í heild sinni. I sambandi vi'ð slíka breytingu er þó einfallt að leika pólitískan skoUaleik, og er því líklegt, ef vel á að tak- ast til, að skapa verði um slíkt mál samstöðu allra flokka. Reynir þá á ábyrgð þeirra, sem til ábyrgðar hafa verið kjörnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.