Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968
7
Hertir þorskhausar á leið austur I sveitir
Þorskhausabaggar á leið yfir Ölfusárbrú.
í Almanak Þjóðvinafélagsins,
1915 sem Tryggvi Gunnarsson
sá um á þeim tíma, skrifar
hann smágrein um þorskhausa,
sem er fróðlegt fyrir okkur nú-
tímafólk, sem flest allt hefur
löngu gieymt hinni fornu list
að rífa fisk úr haus.
Við prentum upp þessa máls-
grein, og breytum engum staf-
krók í henni eða styttum hana,
svo að við, sem nú lifum get-
um séð, hvernig tímarnir og
verðlagið breytist.
Þorskhausarnir.
Þegar ég kom til Reykjavík
ur vorið 1893, var ágætt aflaár,
oft kringum 70—80 I hlut á dag
af stórum þorski. Þorskhausa-
saian varð eftir því. Stórar
þorskhausalestir gengu daglega
frá Reykjavík og suðurströnd
Faxaflóa austur í Árnes— og
Rangárvallasýslur.
Mér blöskraði skammsýni
manna, og sagði við marga, að
þessi kaup og ferðir svaraði
ekki kostnaði, en lestirnar
héldu áfram
Til þess að kynna mér betur
þessi kaup, keypti ég stórt
hundrað þorskhasua herta—-
mér var sagt, að það væri vana-
legur hestburður— og fékk mér
vanan mann til að rífa nefnda
þorskhausa. Hann var við það
lMt dag, en þegar ég viktaði
„Höfðamatinn" úr þessum 120
hausum, þá var hann rúm 16
pd. Mér þótti þetta lítið, keypti
annað stórthundrað þorskhausa
Tryggvi Gunnarsson
bankastjóri.
-----------------------------
og fékk annan til að rífa, en
það fór á sömu leið.
Þótt maturinn úr hestburðin-
um væri lítill, þá var það þó
verra, að hann var varla manna
matur. Ég sá þegar hausarnir
voru þurrkaðir. Fyrst voru þeir
lítið eða ekkert þvegnir og svo
lagðir á grjótgarða, sem þá var
nóg af kringum torfbæi og smá-
hús. Þegar þurrkur og gola var
rauk mold og annað góðgæti af
götunni í hausana, en þegar
rigndi lengi, þá slepjuðu þeir,
og svo má nærri geta, hvernig
baggarnir hafa litið út, þegar
heim kom, eftir rigningu á leið
inni og forugar götur.
Ef gert er ráð fyrir 4 daga
ferð— að heiman og heim—
ofarlega úr Árnes— og Rang-
árvallasýslum til Reykjavíkur
eða verstöðva sunnan við Faxa-
flóa ásamt 1 manni með reið-
hest, þá kostar ferðin á dag
fyrir 5 hesta kr. 6.25, eða í
4 daga 25 kr., og maðurinn
sama tíma. Verð haus'anna kr.
2.40 þetta er samtals 37 kr.
40 a., þó sleppt sé að telja
verkið, að rífa hausana, sem
ég borgaði með kr. 4.50.
Maturinn, sem heim kom af
þessum 4 hestburðum var— segi
og skrifa— sextíu og fjögur pd.
Myndin, hér til hliðar, af
hestinum með þorskhausabagg-
ana er svo há— íslenzk, að
hvergi í heimi er hægt að fá
líka mynd. Hún er orðin gömul,
tekin fyrir mörgum árum, þeg-
ar hesturinn stóð á Ölfusbrú.
Ég hef átt hana síðan, en hef
kinokað mér við að setja hana
í almanakið, og þar með sýna
skammsýni manna. En af því
að ég hef séð í vor, að þorsk-
hausakaupin eru að fara í al-
gleyming aftur, þá læt ég mynd-
ina og það, sem hér er sagt
„bara fljúga“, eins og Hún-
vetningar sögðu. — Tryggvi
Gunnarsson.
85 ára er í dag Ragnheiður
Snorradóttir Njálsgötu 26.
Hún dvelst í dag að Samtúni 40.
Börn eiga ekki heima á götunni
Verndið börnin gegn hættum og
freistingum götunnar og stuSlið
með því að bættum siðum oc
betra heimilislífL
eyja (2 ferðir), Patreksfjarðar, ísa-
fjarðar, Egilsstaða og Sauðárkróks.
l,oftleiðir h.f.:
Guðríður Þorbjarnardóttir er
væntanleg frá N Y kl. 08,30. Heldur
áfram til Luxemborgar kl. 09,30.
Er væntanleg til baka frá Luxem-
borg kl. 01,00. Heldur áfram til
N Y kl. 02.00. Þorvaldur Eirlks-
son fer til Óslóar, Kaupmannahafn
ar og Helsingfors kl. 09,30. Snorri
Þorfinnsson er væntanl. frá Kaup-
mannahöfn, Gautaborg og Ósló kl
00,30.
Skipadeild SÍS: Amarfell fer 1
dag frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur
Jökulfell fer I dag frá Norðfirði til
Grimsby og HulL Dísarfell fór i
gær frá Hornafirði til Norðfjarðar,
Kópaskers, Svalbarðseyrar og Ólafs
fjarðar. Litlafell fer í dag frá R-
vik til Siglufjarðar og Akureyrar.
Helgafell er i Rotterdam. Stapafell
er í Rotterdam. Mælifell er í Odda.
Hafskip h.f.: Langá fór frá Kungs
hamn í gær til Þrándheims Laxá er
í Rotterdam. Rangá er í Reykjavík.
Selá er á leið til Hamborgar.
Skipaútgerð ríkisins: Esja er á
Húnaflóa á austiirleið Herjólfur fer
frá Vestmannaeyjum kl. 21,00 i
kvöld til Reykjavíkur. Blikur fór
frá Reykjávík kl. 13,00 í gær austur
um land til Akureyrar. Herðubreið
er í Reykjavík. Baldur fer til Vest-
fjarðahafna á þriðjudaginn.
Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka
foss fór frá Gautaborg 6. febr. til
Khafnar, Thorshavn og Rvíkur. Brú
arfoss fer frá Kotka 5. febr. til
Evíkur. Fjallfoss er í Keflavík. Goða
foss fór frá Grimsby í gær til Rott
erdam, Wismar og Hamborgar. Gull
foss fór frá Rvík í gær til Thors
havn og Khafnar. Lagarfoss er í
Rvik. Mánafoss er í Rvík. Reykja
foss fór frá Rotterdam 6. febr. tU
Rvíkur. Selfoss fór frá Rvík 3. febr
tU Cambridge, Norfolk og NY.
Skógarfoss fer frá Kralingscheveer
á morgun til Antwerpen, Rotterdam
og Hamborgar. Tungufoss er 1 K
vík. Askja fór frá Rvík í gær til
Reyðarfjarðar, London, Hull og
Leith.
Spakmœli dagsins
Hættulegt er að vera hylltur af
öllum. Hitt er þó enn háskalegra
ef enginn verður til að andmæla.
W. Gladstone.
Pennavinir
Mr. Guy Fourmence, 7 Av. de
L'Europe, Paris, France, biður um
bréfaskipti við íslending, með á-
huga á frímerkjum.
Benjamin Schei, Sofienberg gt.
63 B, Oslo 5, Norway, 22 ára óskar
eftir bréfaskiptum við jafnaldra á
íslandi, sem hafa áhuga fyrir frí
■erkjum. Hann les stærðfræði og líf
fræði við Oslóarháskóla.
Zbigniew Babula, 19 ára gamall
pólverji, Biatystok, ul. Kolejowa,
16 m 59, Polska, óskar eftir bréfa-
skiptum við íslending. Áhugamál:
póstkort, íþróttir, músík.
Mr. Neto, ungur Frakki, 4 Boule-
vard Pape Jean 33III, St. Roche
Nice, biður um bréfaskipti við unga
íslendinga, með framtíðar vináttu
fyrir augum.
Akranesferðir Þ. Þ. Þ.
Frá Akranesi mánudaga, þriðju-
daga, fimmtudaga og laugardaga
kl. 8, miðvikudaga og föstudaga
ki. 12, sunnudaga kl. 4.15.
Frá Reykjavík kl. 6 alla daga
nema laugardaga kl. 2 og sunnu-
daga kl. 9.
Flugfélag íslands:
Millilandafiug:
Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 09:30 í dag. Væn.a
legur aftur til Keflavíkur kl. 19:20 í
kvöld. Vélin fer til Lundúna kl.
10:00 í fyrramálið.
Innanlandsflug:
f dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna-
Ilöfum kaupendur að
2ja herb. íbúð á hæð, helzt í Vesturborginni.
3ja — 4 herb. íbúð á góðum stað í Reykjavík.
5 herb. íhúð í Reykjavík eða Kópavogi.
Skip & Fasteígnir
AUSTURSTRÆTI 18 • SÍiMI 21735 • EFTIR LOKUN 36329
Einbýlishús til sölu
Til sölu er einbýlishús í smíðum á eignarlóð á bezta
stað á Seltjarnarnesi.
Rúsið er 197 ferm. að flatarmáli, 6 herb. auk bílskúrs.
Glæsileg teikning og hagkvæm lán.
Selst fokhelt og múrhúðað að utan.
Skipa- og fasteignasalan ZS',,,.
Eigendur Ford bifreiða
Höfum fyrirliggjandi yfirlímd Ijósker fyrir hægri
handar akstur í eftirtaldar tegundir:
Cortina, Zephyr, Transit, Trader, svo og Taunus,
allar gerðir. — Notið tækifærið og látið útbúa ljósker
yðar tímanlega, fyrir hægri umferð.
Ford-umboðið, Sveinn Egilsson hJ.,
Verkstæðisþjónusta, Iðngarðahverfi.
Verzluuarstarf
Maður á aldrinum 20 til 25 ára óslkast til starfa
í byggingavöruverzlun.
Umsóknir sendist blaðinu merktar: „Verzlunarstarf
— 2994“.
Iðnaðar- eða lagerlmsnæði
er til leigu.
Tii leigu er 260 ferm. götulhæð, 4ra metra laftlhæð.
Hentugt sem lagerhúsnæði.
Þeir sem áhuga hafa á þessu leggi nafn og simanúmer
inn hjá blaðinu fyrir mánudaginn 12/2. merkt:
„BrautarhoH — 2296.
Skipstjóri
vanur veiðum i þorskanet óskast á bát við Faxafióa.
Til'boð leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir þriðjuidags-
kvöld, merkt: „Skipstjóri — 2995“.
BLADBURÐARFOLK
OSKAST
í eftirtalin hverfi
Hringbraut frá 37—91 — Lambastaðahverfi
To//ð v/ð afgreiðsluna i sima 10100