Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968 3 — Kona Eddoms Framhald aí bls. 1 hug en að hann væri dáinn. Harry elskar sjóinn“, hélt hún áfram. „Hann vildi kom- ast upp á toppinn. Nú ætla ég að reyna að fá hann til að hætta sjómennsku. Ég held að mér muni nú takast það. Ég veit ekki hvernig hann hjargaðist. Mér hefur verið sagt, að menn geti aðeins lif- að í nokkrar mínútur í sjón- um þarna norðurfrá“. Að lok um sagðist hún ekki skilja, hversvegna maður hennar náði ekki í hana heima, því hún hefði ekki farið út fyrir hússins dyr. Faðir Harrys sagði, þegar hann frétti um björgun son- ar síns: „Ég hef verið sjó- maður í 30 ár og þekki sjó- inn umhverfis ísland. Það er kraftaverk að hann er á lífi. Og móðir hans sagði: „Ég var búin að gefa upp alla von um að hann væri Iifandi. Maðurinn minn sagði mér, að það væri engin von“. Koman til íslands. Frú Eddom kom með þotu flug félagsins frá Glasgow, og þegar hún lenti á Keflavíkurfiugvielli var líklega vel á fjórða tug fréttamanna þar sem vildu ná tali af henni. En það var hæg- ara sagt en gert. t samtali sem Mbl. átti við móður Harrys Eddoms, sagði hún þegar hún var spurð hvort hún vildi að sonur hennar færi aftur til sjós: „Nei, það veit guð!“ Brezka dagblaðið „The Sun“ hafði boðið frú Eddom að borga farið til íslands fyrir hana og fjölskyldu hennar, og að auki greitt henni álitlega fjárhæð (um 200 þús. kr.) fyrir að tala ekki við a'ðra fréttamenn. Þetta var kollegum „sona sólarinnar“ ekki alveg að skapi, og í flug- vélinni á leið yfir hafið lá við handalögmálum, því að þar voru margir fréttaþyrstir blaðamenn. Ekki tók betra við þegar frúin steig út úr vélinni því að þar voru enn fleiri fréttamenn fyrir, brezkir og íslenzkir. En digrir „verndarar“ frá „The Sun“ héldu undir arma hennar og aðr ir voru fyrir framan hana og aftan, og skýldu henni eins og þeir gátu fyrir myndavélunum meðan þeir ruddust gegnum þvöguna. Fóru þá orð á miUi sem ekki eru prent'hæf. Vél frá Birni Páls- syni hafði lent í Keflavík rétt eftir að þotan renndi í hlað, og var talið að flytja ætti frúna strax til ísafjarðar. Af því varð þó ekki, hún var drifin upp í lei'gubí1 ásamt fylgdarliði sínu og svo ekið af stað á ofsahraða. Löng l'est fréttamanna fylgdi á eftir, og skilidi ekki við hópimn fyrr en frúin var komin inn í herbergi sitt í Hótel Sögu. Með vélinni frá London kom Hörður Þormóðsson, og sat hann rétt hjá frúnni. Morgunblaðið haifði samtoand við Hörð, sem sagði að samkomulagið hefði ekki verið sem toezt á leiðinni. Fréttamennirnir frá „The Sun“ röðuðu sér í kringum frú Edd- om, og reyndu eins og bezt þeir giátu að hindra aðrai starfstoræð- ur sína í að taka myndir af henni. og ná tali af henni. Hins vegar var þeim sjáifum tíðrætt við hana og tóku af henni mik- inn fjölda mynda. En frú Eddom kom ekki ein hingað til lands. Með henni voru einnig tengdaforeldrar h'ennar, bróðir, og bróðir Harryis Eddoms. Og meðan aðrir frétta- menn börðust um á hæl og hnakka til að ná nokkrum orð- um út úr eiginkonunni, ratobaði fréttamaðux Morgunblaðsins lít illega við móðurina. „Við fengum að vita að hann væri á lífi á þriðjudaginn klukk an sex, þá var hringt til okk- ar frá ísafhði. Rita taiaði íyrst við hann, en knm varla upp neinu orði fyrir gráti. Eg talað: svo við hann og haan sagði: „Ert þetta þú mimma?“ Ég sagði: „Ert þetta þú drengurinn minn?, og svo gat ég ekki sagt meira heldur.“ „Viljið þér að har.n fari aft- ur til sjós?“ „Nei, það veit guð. Hann er líka búinn að lofa R'tu þvi að fara ekki aftur. Morgunblaðið talaði í gær- kvöldi við Geir Zoéga yngri, sem er fulltrúi togaraeigenda hér- lendis, en hann fór til Kefla- víkur ti'l að taka á móti frú Eddom og tojóða henni alla þá aðlstoð sem 'hann gæti veitt, samkvæmt beiðni frá Englandi. En Geir náði aldrei sambandi við hana: „Það var ekki mögu- legt að komast nálægt frúnni fyrir mannþrönginni. Eg reyndi að koma til hennar skilatooðum þess efnis að hún gæti snúið sér til mín, en ég (hef ekkert heyrt frá henni“. Þá var einnig haft samtoand við Úlf Gunnarsson, lækni við sjúkrahúsið á ísafirði og sagði hann líðan Harrys Eddoms mjög góða. Sé nú útlit fyrir að hann verði fluttur til Englands fyrr en áætlað var, vegna þess að annað fólk hefði meiri þörf fyr- ir sjúkranúm. Þess má geta að lokum að blað í Englandi hringdi til Edd- oms í fyrrakvöld og vildi kaupa einkarétt á frásögnum hans. en hann svaraði: „Til fjandans með ykkur“. Rita Eddoms, ásamt ungum bróð ur sínum, snæðir kvöldverð um borð í flugfélagsþotunni. Frúin gat sig varla hreyft fyrirbrönginni sem var í kringum hana. Blaðamennirnir frá „The Sun“ mynduðu um hana skjald borg. STAKSTEINAR Hið fjórhagslega sjálfstæði í áramótahugleiðingu, sem Sig- urður Bjamason, alþingismaður ritar í Vesturland, málgagn Sjálf stæðismanna á Vestfjörðum, kemst hann m.a. að orði á þessa leið: „Sannleikurinn er sá, að við ís- lendingar verðum um skeið að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá að okkur. Þessi litla þjóð vill tryggja stjórnarfarslegt sjálf- stæði sitt, hún vill lifa frjáls og óháð I landi sínu. En það er eikki nóg að Iýsa þessum vilja yfir, við verðum að sýna viljann í verki. Við verðum að gæta hins fjárhagslega sjálfstæðis okkar, í senn einstaklinga og þjóðarheUd. ar. Við verðum að tryggja rekst- ur framleiðslutækja okkar á heil- brigðum grundvelli. Það er elna frambúðarleiðin til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi og kyrr- stöðu. Hver vill kalla atvinnuleysi yfir íslenzkan almenning? s Það segist áreiðanlega enginn vilja. En þá verðum við líka að haga okkur þannig, að við leið- um það ekki yfir okkur til frambúðar". i Stefna Sj álf stæðismanna „Við Sjálfstæðismenn höfum aldrei hikað við að segja þjóð okkar, skýrt og skorinort, að hún verði að miða lífskjör sín við afrakstur atvinnuvega sinna. Við höfum sagt að hækka ætti kaup, þegar vel hefur árað og framleiðslan eykst að magni og verðmæti. Við höfum líka sagt henni hreinskilningslega, að stilla kröfum sínum í hóf, þegar afurðaverð hefur lækkað og framleiðsla dregst saman. Þessi ábyrga hreinskUni hefur ekki alltaf vierið talin okkur til gildis. þvert á móti, hún hefur verið kölluð „fjandskapur við verka- lýðinn". En slíkur málflutning- ur er löngu úreltur orðinn. Mik- ill meirihluti íslenzku þjóðarinn- ar er nú farinn að skilja megin- Aukafundur Stéttarsam- bands bænda hófst í gær AUKAFUNDUR Stéttarsam- bands bænda hófst í Bændahöll í gær. Mun hann fjalla um ástand og horfur í málefnum bænda. Gunnar Guðbjartsson setti fundinn og minntist í upphafi Benedikts Hjartarsonar Líndal, bónda á Efra-Núpi í Húnavatns- sýslu, er lézt á sl. ári. Tóku fund armenn undir með því að rísa úr sætum. Þá gerði Gunnar grein fyrir gangi verðlagsmála landbúnaðar afurða og lýsti tillögum fulltrúa framleiðenda í verðlagsráði landbúnaðarins og hvernig þeim reiddi af. Sagði Gunnar að kjör bænda hefðu versnað sl. tvö ár. bæði vegna slæms árferðis og óhagstæðs verðiags. Hefði skuldasöfnun aukizt og aiit út- lit fyrir að sliku héldi áfram á þessu ári. Þá væru rekstrar- lán og afurðalán og iítil og þyrfti að reyna að fá þau aukin. Seðla- bankinn hefði lofað að útvega 28 milij. kr. til fóðurbætiskaupa á Norðurlandi og væri það vissu lega góðra gjalda vert. Sagði Gunnar, að stjórn Stéttarsam- bandsins myndi leggja fram tii- lögu um þetta atriði. Gunnar Guðbjartsson ræddi einnig horfur í sambandi við útflutningsbætur. Benti hann á, að 1. sept. sl. hefði verið tals- vert magn af kjöti óselt (800 tonn meira en árið áður). Eins hefðu mjólkurvörubirgðir verið talsverðar. Bændur yrðu þvi að flytja út 800 tonnum meira af kjöti nú en í fyrra, auk þess sem slátrað var um 800 tonnum meira nú en í fyrra. Erfiðara væri um markaði, Noregsmark- aður, sem væri tiltölulega hag- stæður, hefði lokazt að mestu og yrði því að flytja meira vestur til Englands fyrix tiltölulega lágt verð. Ræddi hann siðan um áhrif gengisbreytingarinnar og hversu gengishagnaði af land- búnaðarafurðum yrði varið. Þótt gengisbreytingin hefði að vfeu hagstæð áhrif fyrir útflutn- ing landtoúnaðarafurða væri aug ljóst, að verulega vantaði á, að útflutni'ngsuppbætur nægðu til að halda jafnvægi í birgðum landtoúnaðarafuirða. Lagði Gunnar áherzlu é, að fundurinn tæki þetta mál föst- um tökum og reyndi að finna lei'ðir til að hafa hemil á fram- leiðslunni, því að aukin kröfu- gerð á hendur ríkfevalds vegna útflutnings, er gæfi litlar tekjur, sköpuðu mun erfiðari aðstöðu gagnvart neytendum. Þá tók til máls Ingi Tryggva- son og rakti störf yfirnefndar í verðlagsmálum landtoúnaðaraf- urða. Taldi hann að réttur bænda væri ekki nægilega tryggð ur í lögum og yrði að stefna að því, að koma betra lagi á þau atriði. Var fundi þvi næst frestað, en var fram haldið síðdegfe og stendur næstu daga. lögmál efnahagslífsins betur en áður. Samskipti ríkisins og laun- þegasamtaka eru að batna. Nú- verandi ríkisstjórn hefur lagt kapp á að gera þau jákvæðari og eðlilegri. Eiga ekki að stjórna landinu Stéttasamtök eiga ekki aS stjórna landinu. Þau eiga rétt á því að tillit sé tekið til ábend- inga þeirra, þegar þær eru flutt- ar fram af ábyrgðartilfinningu og rökum. Hagsmunir vinnuveitenda og verkalýðs eru ekki andstæðir, heldur sameiginlegir. Það er beggja hagsmunir, að fyrirtækin séu afkastamikil og rekin á heU- brigðum grundvelli. Taprekstur framleiðslunnar skapar ekki at- vinnuöryggi og velmegun heldur atvinnuleysi og bágindi. Þetta eru einfaldar staðreyndir, se*n eru þrátt fyrir allt kjarni máls- ins“, segir Sigurður Bjairnason að lokum í áramótahugleiðingu sinni í blaði vestfirzkra sjálf- stæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.