Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FKBRÚAR 1968 25 Svona lítur hryggsteikin út, þegar rétt er alið og Stofninn er góð- ur. (utvarp) Fimmtudagur 8. febrúar. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir. Tónleikar. 7:30 Fréttir. Tónleikar. 7:S® Bæn. 8:00 Morgunleikfimi. Tónleikar. 8:30 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 8:56 Fréttir og ýt- dráttur úr forustugreinum dfg- blaðanna. 9:10 Veðurfregnir. Tónleikar. 8:30 Tilkynningar. Húsmæðraþáttur: Dagrún Krist- jánsdóttir húsmæðrakennari tal- ar um hrogn og lifur. 9:50 Þing fréttir 10:10 Fréttir Tónleikar. 12.00 Hádegisútvarp Dagskráin. Tónleikar. 12:15 Til- kynningar. 12:25 Fréttir og veð- urfregnir. Tilkynningar. 13:00 Á frívafktinni Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óska lagaþætti sjómanna. 14:40 Við, sem heima sitjum Anna Snorradóttir ræðir um börnin og peningana. 15X)0 Miðdegisútvarp. Fréttir. Tilkynningar. Létt íög: Cliff Richard syngur, og hljóm- sveitir CJeorge Martins, Stan Getz og Ladi Geislers leika. 16:00 Veðurfregnir. Síðdegisútvarp. Guðrún Tómasdóttir og Krist- inn Hallsson syngja þrjú lög eftir Jón Ásgeirsson við ljóð úr bókinni „Regn 1 maf' eftir Einar Braga. Bruno Bélcik og sinfóníuhljómsveitin í Prag leika Fiðlukonsert í h-moll, op. 61 eftir Sant-Saans; Vaclav Smetacek stj. 16:40 Framburðarkennsla í frönsku og spænsku. 17 .-00 Fréttir. Á hvítum reitum og svörtum. Ingvar Ásmundsson flytur skák þátt. 17:40 Tónlistartími barnanna Jón G. Þórarinsson sér um tím- ann. 18:00 Tónleikar. Tilkynningar. 18:45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19:00 Fréttir. 19:20 Tilkynningar. 19:30 Sönglög eftir Richard Strauss. Gérard Souzay syngur við und- irleik Dalton Baldwin. 19:45 Framhaldsleikritið „Ambrose í Lundúnum" eftir Philip Levene. Sakamálaleikrit í 8 þáttum. 2 þáttur: Skilaboð til Carlos. Þýðandi: Árni Gunnarsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Ambrose West .... Rúrik Haraldsson Nioky Beaumont Guðrún Ásmundsd Cruikshank ofursti Valur Gíslason Reggie Davenport .... Róbert Arnfinnss George Armstrong — Erlingur Gíslas. Green lögregluforingi ___ Jón Aðils Dyravörður á hóteli .... Flosi Ólafsson Afgreiðslum. á hóteli Þorgrímur E. Dómari í tenniskeppni. Árni Tryggvas. Búðarmaður ..... Árni Tryggvason 20:30 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í Háskólabíói Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Einleikari á fiðlu: Ruggiero Ricci. Á fyrri hluta efnisskrárinnar: a) Kanadiskt Karnival, forleikur op. 19 eftir Britten. b. Symphonie Elspagnole, op. 21 eftir Lalo. 21:30 Útvarpssagan: „Maður og kona“ eftir Jón Thoroddsen Brynjólfur Jóhannesson leikari les (19). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:15 Viðdvöl í Lyngbæ Stefán Júlíusson flytur frásögu- þátt (2). 22:40 Tónlist eftir tónskáld mánaðar- ins, Jón Leifs a) „Vita et mors“, strengjakvart ett nr. 2 op. 26. Kvartett Björns Ólafssonar leik- ur. b) Requiem alþýðukórinn syng ur, Hallgrímur Helgason stj. 23:20 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 9. febrúar. 7 fX> Morgunútvarp Veðurfregnir. Tónleikar. 7:30 Fréttir. Tónleikar. 7:56 Bæn. 8:00 Morgunleilrfimi. Tónleikar. 8:30 Fréttir og veðurfregnir. Tónleilkar. 8:56 Fréttir og út- dráttur úr forustugreinum dag- blaðanna. 9:10 Veðurfrfcgnir. 9:25 Spjallað við bændur. 9:30 Tilkynningar. Tónleikar. 9:50 Þingfréttir. 10:10 Fréttir. Tón- leikar. 11:00 Lög unga fólksins (endurtekinn þáttur/H.G.). 12:00 Hádegisútvarp Dagskráin. Tónleikar. 12:15 Til- kynningar. 12:25 Fréttir og veð- urfregnir. Tilkynningar. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:30 Við vinnuna: Tónleikar. 14:40 Við, sem heima sitjum „Brauðið og ástin“, saga eiftir Gísla J. Ástþórsson; höfundur les («). 15:00 Miðdegisútvarp. Fréttir. Tilflcynningar. Létt lög: Marty Cooper hljómsveitin, Pi- erre Dorsey o,fl., 17ie Platters og Ambrose og hljómsveit syngja og leiika. 10:00 Veðurfregnir. Stðdegisútvarp. Kristinn Hallsson syngur lög eftir Markús Kristjánsson og Þórarinn Jónsson. Tókkneska fílharmoníusveitin leikur „Carnival*, forleik eftir Dvorak; Karel Ancerl stj. Elisabeth Schwarztoof syngur þrjú lög eftir Ricdvard Strauss. Útvarpshljómsveitin í Hamborg leikur „Serenade“, op. 44 eftir Dvorak; Hans Schimidt-Isserstedt stj. Vitya Vronsky og Victori Babin leika Rondio op. 73 fyrir tvö píanó eftir Chopin. 17:00 Fréttir. Endurtekið efni Minningabrot Axel Thorsteinsson rithöfundur talar um Einar H. Kvaran og les úr ljóðum hans (Áður útv. 1«. fm.). 17:40 Útvarpssaga barnanna: „Hrólf- ur“ eftir Petru Flagstad Larssen Benedikt Arnkelsson les (10). 18:00 Tónleikar. Tilkynningar. 18:45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19 K)0 Fréttir. 19:20 Tilkynningar. 1(9:30 Efst á baugi Björn JÓhannsson og Tómas Karlsson fjalla um erlend mál- efni. 20:00 Þjóðlagaþáttur Helga Jóhannsdóttir talar í fjórða sinn um íslenzk þjóðlög og kemur með dæmi. 20:30 Kvöldvaka a) Lestur fornrita JÓhannes úr Kötlum les Lax- dæhi (15). b) Sjóslys við Vestmannaeyjar Frásögn Jóns Sigurðssonar í Veshnannaeyjum; fyrri þáttur. Þórður Tómasson flytur. c) íslenzk sönglög Svala Nielsen og Árni Jónsson syngja lög eftir ýmsa höfunda. d) Jón Finnbogason hinn dul- visi Þáttur eftir Eirík Sigurðsson; höfundur flytur. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:16 Oþelcktur íslandsvinur — Isaac SJiarp Ólafur Ólafsson kristniboði flyt- ur. 22:40 Kvöldtónleikar: Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur I Háskóla- bíói kvöldið áður. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko a) „Don Juan“, sinfónískt ljóð Richard Strauss. b) Rúmensk rapsódía nr. 1 eftir George Enesoo. 23:15 Fréttir 1 stuttu máli. Dag9krárlok. (sjénvarp) Föstudagur 9. febrúar 1968. 20:00 Fréttir. 20:30 í brenniðepli Umsjón: Haraldur J. Hamar. 21:00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Á efnisskrá er m.a. lagasyrpa úr Mary Poppins. Stjórnandi er Páll P. Pálsson. 21:15 Dýrlingurinn Aðalhlutverkið leikur Roger Moore. íslenzkur texti: Ottó Jónsson. 22:05 Poul Reumert Danski leikarinn Poul Reumert rifjar upp ýmis atriði úr ævi sinni og sýndir eru kaflar úr leikritum, sem hann hefur leikið í. íslenzkur texti: Óskar Ingi- marsson. 23:10 Dagskrárlok. — Þátttaka Vísis Fram'hald af hls. 10. mikið undidbúningsstarf vegna ferðarinnar. I>á færa Vísismenn fararstjóranum.frú Láru Zoega, beztu þakkir fyrir ágæta flarar- stjórn og margvíslega fyrii- greiðslu, svo og fjölda mörgum öðrum, er unnu að þessari ferð Vísis. Ferðaskrifstofan Útsýn skipu- lagi ferðina, en Loftleiðir lögðu til farkostinn, sem var flugvélin I>orvaldur Eiríksson. Söngstjóri Vísis er Gerihard Sc'hmidt, en formaður Sigurjón Seem.undsson. í Vísi eru nú um 50 söngmenn. Sigurjón Sæmiundsson er bú- inn að vera í Karlakórnum Vísi í 38 ár og formiaður hans í um 20 ár. Geirharður Valtýsson (Gefhiard Schmidt) hefur verið söngstjóri og stjórnað söngæv- ingium með mikilli prýði undan- farin ár, og er ekiki að efa að vinsældir kórsins nú síðustu ár- in, eru ekki bvað minnst honum að þakka. Karlakórinn Vísir var eini kór irm, sem kom fram á þessari há- tíð, og þótti takast vel ef marka má dynjandi lófaklapp. Kórinn söng Dýravísur, eftir Jón Leifs. Margir hetmisfrægir skemmti- kraftar komu þarna fram og má þar meðal annars nefna Tom Jones og Patelu Clark. Kórfélagar hafa mikinn áhuga á að gefa út nýjar plötur, áður en langt um líður. — Sk. — Góðmeti eða Framhald af bls. 17. ast er að nota feitt síldarmjöl eða feitt karfamjöl. Fiskimjöl frá flökunarverksmiðjum er bezt. Af þessum sökum vil ég eindregið ráðleggja mönnum að nota svína fóður frá innlendum blöndunar stöðvum, ekki sízt vegna þess, að erlendis er oft gert ráð fyrir því, að svínin fái daglega skammt af undanrennu, og er þá ekki eins mikil þörf á nákvæmri sam setninga á aminósýrum í fóður- blöndunum. Undanrennan bætir úr því, sem þar kann á að skorta. Ég vil hér til fróðleiks og gam ans segja frá svínabúskap á drengjaheimilinu á Breiðuvík í Barðastrandasýslu. Ég fékk bréf frá forstöðumanninum í fyrravet ur, sem sagðist ætla að reyna svínakjötsframleiðslu, þótt hann hefði enga reynslu eða þekkingu á því sviði, en hann sagðist ætla að fylgj a nákvæmlega öllum fyr- irmælum BUFJÁRFRÆðlNNAR Nokkrum vikum síðar fékk ég aftur skemmtilegt bréf, þar sem hann sagði frá því með nokk- urri undrun, að hann hefði dag- lega mælt skammtana í svínin og vegið þau vikulega, og þyngd araukning þeirra og framfarir voru svo til nákvæmlega eins og búfjárfræðin sagði fyrir um. Svo um vorið fór hann með grísa- hópinn á bifreið suður í Slátur- félag, og þar vógu þeir í gálga samkvæmt fræðunum og forráða menn félagsins, einmitt þeir menn sem mestan vanda hafa nú af of feitu fleski, báðu um meira af svona vöru, eða svo sagði mér bréfritarinn. Fari menn nú að ráðum hans. Hann keypti svína- fóður Mjólkurfélags Reykjavík- ur, en SIS og Fóðurblandanh.f. framleiða einnig svínafóður eft ir fyrirsögn minni, og tel ég ekki skipta máli við hvern af þessum þrem aðilum menn skipta að því er varðar formúlur fyrir fóðurblöndunum, aðalatriðið er, að í þetm sé frskimjöl. 3. Mikilvægt er að ala svínin i góðum og hlýjum húsum. Helzt þyrfti að hafa upphitun hér í svínahiisum og láta hitann aldrei fara niður fyrir 12 gráður á Celcíus. f stað hára nota svínin fitulagið undir húðinni til hita- einangrunar. f köldum húsum verður þetta fitulag því þykk- ara. Á bakinu ætti spiklagið ekki að vera þykkra en 2,8-3,0 cm, en ekki er óalgengt hér, að þykkt hrygg-spiksins sé allt að 4,0 centimetrum, og oft milli 3,5 og 4.0 cm. Aðeins upphitun hús- anna getur þynnt spiklagið um 0.2-0,4 cm. Annað atriði, sem fylgir oft köldum húsum er hin s.k.hnerrapest, sem fylgir skekktu trýni. Upphitun húsa og hreins- un troga getur alveg bætt úr þessum leiða kvilla. 4. Spiklagið á íslenzku fleski á svo auk þess, sem hér að fram- an er nefnt, talsverðar orsakir í eðliseiginleikum stofnsins. Við fluttum inn á árunum 1900— 1940 aðallega svín af hinu þekkta og góða danska landkyni, en á árunum 1935-40 voru einnig flutt inn svartflekkótt porksvín af enska Berkshire-kyninu Pork- svinum er slátrað yngri en baconsvínum: þau fyrr- nefndu eiga að feggja sig með 40-50 kg. kjötþunga, en hin síðar nefndu með 58-60 kg kjötþunga. Berkshiresvínin vaxa með góð- um hlutföllum milli fitu og vöðva fram til 50 kg kjötiþunga, en eft- ir þann þíma safna þau of miklu spiki og eru þau og blendingar af þeim því óheppileg bacon- svín, en hér er mest um slíka framleiðslu að ræða, þ.e. létt- saltað og léttreykt flesk. Pork- ið er hins vegar óreykt svína- kjöt og meðhöndlað líkt og kindakjötssteikur hér hjá okkur. Nú eru Berkshire-svínin hraust og hafa hraðan vöxt, og af þeim sökum hafa menn hér freistast til að nota svartflekkótt svín til undaneldis. Ég vil nú ráðleggja mönnum, þar sem svo mikið er í húfi, að losa sig alveg við þessi svartflekkóttu svin, og velja til undaneldis svínin með danska eðlisútlitinu, þ.e. löng, framhunn frekar, með langt trýni, breiS aftur yfir sig og lærmikii. Annars þyrftu svínaframleið- endur að mynda með sér félags- samtök og gera þar sameiginleg- ar kröfur til sjálfs sín um aukin vörugæði og skipuleggja ráðstaf anir til umbóta í þessari atvinnu grein, sem nú veltir tugmiljón- um króna og hefur verið í ör- um vexti síðustu árin, Þeirra fyrsta sameiginlega ósk til ráð- herra og yfirdýralæknis verður að fá leyfi til að flytja inn svína sæði, t.d. frá Noregi, til að kyn- bæta innlenda stofninn og rækta burtu öll Berkshire-einkennin. Síðan fyrir 1940 hafa orðið ótrú- lega miklar framfarir á danska og norska svínastofninum vegna kynbóta, og fengizt sæði flutt inn, myndu neytendur fljótt finna mun á kjötgæðunum. í stuttu máli: Menn eiga aS ala svínin með daglega skömmt- uðu heilfóðri þannig, að með jöfnum framförum og vexti nái svinið ca 88 kg lifandi þunga á 25-26 vikum, og þá á kjöt- þunginn að vera 58-60 kg. Þá er spikið eins lítið og eðliseigin- leikar leyfa, ef fóður er rétt blandað og húsin aldrei kaldari en 12 gráður á Celcíus. Ath.: Nokkrar slæmar prent- villur urðu í grein Gunnars Bjarnasonar, „Dropinn holar steininn“, sem birtist í Mbl. 20. jan. sl. — Greinin var hirt leið- rétt í ísafold 31. jan. IMfW!! Gamanleikur Shakespeare, „Þrettándakvöld“ hefur nú ver- ið sýndur 10 sinnum í Þjóðleik- húsinu við góða aðsókn. Næsta sýning leiksins verður n.k. föstudagskvöld. Brynja Bene- diktsdóttir hefur nú tekið við hlutverki Maríu, í Þrettánda- kvöldinu, í veikindaforföllum Margrétir Guðmundsdóttur og mun Brynja leika hlutverk Maríu á næstunni. Aðrir sem fara nieð stór hlutverk i leiknum eru Kristbjörg Kjeld, Rúrik Har aldsson, Bessi Bjarnason, Fhtsl Ólafsson, Ævar Kvaran og Jón- ína Ólafsdóttir. Myndin er af Kristbjörgu Kjeld og Erlingi Gislasyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.