Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968 Hverfisgötn 103. Símj eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sím/14970 Eftir lokun 14970 eSa 8174S SigurSur Jónsson BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f-j=*B/UkiÆIGAm BAUOARARSTiG 31 SfMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholtj 6. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu AU-ÐVITAÐ ALLTAF Höfðum skaða og skömm Þórir Baldvinsson skrif- ar: Fellið minkafrumvarpið. Okkur íslendingum virðist ekki tamt að læra af reynsl- unni. Á alþingi liggur nú frammi frumvarp um leyfi til minkaræktar, sem ekki ætti þar að vera. Við hötfum reynt þessa Bruriavari Verð kr. 198.- með rafhlöðu - lögboðið öryggis- tœki í skip - enn- fremur ómissandi f kyndiklefum, eld húsum, verkstœð- um, o. s. frv. - Núverandi eig- endur athugið að endurnýja rat- hlöðuna einu sinni á ári Heildsala - smásala VERZLtilM O. ELLIIMGSEIM atvinnugrein fyrr og hötfðum aðeins af henni skaða og skömm. Þótt hægt sé að netfna tölu um útflutningsverðmæti loð- dýrabúgarða á Norðtu-löndum, segir það ekkert um rekstrax- hagnað atvinnugreinarinnar, en það er síður en svo að sá rekst- ur hatfi gengið vel í öllum til- fellum. Þvl síður segja þessar tölur til um það hrvers vænta má á ókominni tíð, svo mjög sem loðfeldaframleiðsla er háð duttlungum tizkunnar. öll tízka byggist á breytileika og að því sé kastað á morgun, sem er eftirsótt í dag. Veldur þetta verðsveiflum á markaðinum, sem kemur þá fram í offram- leiðslu þau árin sem eftirspurn dvinar. Ekki er heldur hægt að loka augum fyrir því að fram'.eiðsla allskonar gerfifelda fer sífellt vaxandi með aukinni tækni, og er nú þegar um að ræða haxða samkeppni úr þeirri átt. Svo sem vitað er og náttúru- fræðingar okkar hatfa skýrt í ræðu og riti, eru minkar, sem sleppa úr haldi stórlega hættu- legri en bræður þeirra villtir. Það er einnig vitað, að aldrei verður svo búið um þessa skepnu að öruggt sé. í stór- viðri sem gekk yfir Danmörku á þessum vetri slapp fjöldi minka úr haldi, og var meira að segja sagt fiá því í íslenzk- um blöðum. Hér er margföld slik hætta af náttúrufarslegum ástæðum. Áfok i stórviðrum, bilanir í jarðskjálftum og fann- fengi, svo ekki séu nefnd slys af kæruleysi, drykkjaskap eða hreinum spellvirkjum vegfar- enda, sem sífelt virðast fara í vöxt. Þeir sem muna loðdýra- ræktartímabilið hér, fyrir styrj- Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. Hafnarstræti 11 - Sími 19406 og Einar Viðar, hrl. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaður M ALFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLfÐ 1 • SÍMI 21296 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVII 'IO-IGO LITAVER Barrystaines linoleum parket gólfflísar. Stærðir 10 cm x 90 cm. 23 cm x 23 cm. Gott verð öldina síðustu, geyma ekki þær myndir í huga, sem vekja ánægju eða stolt. Þá, eins og nú, voru ýmsir bjartsýnismenn, sem hömpuðu stórum tölum, ræddu um séraðstöðu okkar og mikla hagnaðarmöguleika fyrir einstaklinga og þjóðarbú. Allt skyldi ganga eftir „kúnstarinn- ar reglum“ og ekki flanað að neinu. Stofnuð var sérstök lánadeild í Búnaðarbanka ís- lands vegna loðdýraræktar og skipaður sérstakur ráðamaður um loðdýrarækt, er skyldi hafa á hendi upplýsinga- og leið- beiningarstarfsemi. Nokkrir menn, sem hófu fyrstÍT þessa starfsemi, högnuðust nokkuð á því að selja lífdýr, en þegar tii kom með sölu úr landi fór að harðna á dalnum. Reyndin varð sú, að leitun var á þeim manni, sem ekki tapaði öllu sem hann hafði laigt í fyrirtækið og þóttist heppinn ef hann slapp með það. Síðan höfum við verið að elt- ast við þennan ógæfusamlega búfénað um byggðir og afrétti í hartnær 30 ár á kostnað lands og þjóðar. Nú loks má telja að unnizt hafi nokkurt jafnvægi í lifnaðarháttum og framtferði þessa meindýrs og skaðsemi á tömdum og villtum fuglum ekki jafn hóflaus eins og var fyrstu árin, þegar svo var komið að í sumum landshlutum heyrðist varla fugi kvaka í mó, en blöð voru full af frásögnum um blóðböð í hænsnahúsum og önnur spellrvirki atf völdum minka. Eigum við nú að sleppa þess- um óþrifnaði á land okkar og dýralíf á ný, vegna hagnaðar- vona nokkurra velmeinandi b j artsýnismanna? Þórir Baldvinsson. ýr Kjósa verðugan fulltrúa og fyrir- mynd í dag svarar Guðlaugur Bergmann bréfi einnar úr Ketflavík, sem spurðist fyrir um fegurðarsamkeppni ungu kynslóðarinnar 1968. Bréf Guð- laugs er á þessa leið: í fáum orðum sagt er til- gangur þessar keppni að benda á kosti ungu kynslóðarinnar og kjósa henni verðugan fulltrúa sem er eins konar fyrirmynd eða tákn fyrir ungt fólk. Við teljum að stúlkur sem taka þátt í keppninni verði að hafa þrjá höfuðkosti. 1. Persónu- leika og er þar innitfalin fram- koma, hegðun og menntun (og fleira er menntun en skóla- ganga). 2. Hætfileika. Þar er átt við einhvern hæfileika sem hægt er sýna. Þetta atriði er einstakt fyrir ungu kynslóð- ina í dag sem hægt er að segja að liíi og hrærist í tónlist og dansi og hefur skilyrði til al- hliða menntunar. 3. Fegurð. Ekki er ætlast ti‘l að stúlk- urnar komi fram á sundbolum heldur klæddar eftir nýjustu tízku og að framkoman sé sem eðlilegust . Stúlkurnar þurfa að vera á aldrinum 15 — 17 ára að báð- um árum meðtöldum. Sú stúlka sem sigrar fer á skóla í Englandi í þrjá mánuðl en að ári að mestum líkindum á Teen Age Unrverse-keppn- ina. Virðingarfyllst f.h. Karnabæjar-tízkuverzl unga fólksins og Vikunnar Guðl. Bergmann. ýt Reisum þennan gosbrunn Essi skrifar: Velvakandi. Vonandi sérðu þér fært að birta eftirfarandi hugdettu í dálki þínum. Mér hefur ætíð fundizt Reykjavík vanta symból. Flest- um öðrum höfuðborgum hefur áskotnazt þetta á liðnum öld- um, má þar netfna Frelsisstyttu New York borgar, Eitftfel-turn Parísar, Hafmeyju Kaupmanna hafnar. Legg ég til, að hér 1 Reykjavík verði reiistur gos- brunnur, sem ætti fáa sína líka. Sannast orða er það skömm að höfuðborg landsins geti ekki státað af neinum slíkum. Heita vatnið er séreinkenni borgarinnar og sá kraftur, er í því býr einkenni landsins. Reisum þennan gosbrunn, eftir tillögum úr undangienginni al- þjóðlegri samkeppni. Sá reyk- ur sem eitt sinn steig hér upp og borgin dregur nafn sitt af er að mestu horfinn. Ef tæknilegir öðrugleikar hindra ekki byggingu þessa brunns í syðri tjörninni, og nægilegt heitt vatn fengist til að sá „brunnur“ gæti gengið með þokkalegum krafti jafnt vetur sem sumar, yrði Reykja- vík merkari etftir. Gæti þetta orðið minnismerk' um 1100 ára byggð íslands og jafnframt Reykjavíkur, tekinn í notkun 1974. Með þökk fyrir birtinguna. ESSI. Y il taka á leigu góða 5 herb. íbúð. Upplýsingar í síma 82570. Reykvíkingafélagið heldur skemmtun í Tjarnrbúð í kvöld kl. 8.38. Karlakór Reykjavíkur syngur. Vilhjálmur Þ. Gíslason flytur erindi Emilía Jónasdóttír skemmtir. Happdrætti. Dans. Nýir meðiimir velkomnir. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.