Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands.
SPARNAÐUR
■Myfagnús Jónsson, fjármála-
ráðherra, upplýsti í
ræðu á Alþingi sl. mánudag,
að ríkisstjórnin hyggðist
skera niður útgjöld á fjárlög
um um 100 millj. króna til
þess að mæta nýrri tekju-
þörf ríkissjóðs vegna sjávar-
útvegsins. Þessari yfirlýsingu
fjármálaráðherra um veru-
legan spamað í ríkisrekstr-
inum mun tvímælalaust
fagnað af landsmönnum öll-
um.
Svo kann að virðast, sem
100 millj. króna spamaður á
6 milljarða fjárlögum sé
auðveldur viðureignar, en
hafa verður í huga, að við
undirbúning fjárlaga þessa
árs, voru mjög sterkar höml-
ur lagðar á útgjaldaaukningu
hjá einstökum ríkisstofnun-
um. Jafnframt er vemlegur
hluti af fjárveitingum á fjár-
lögum lögbundinn. Það er því
ekki auðvelt verk að skera
útgjöld ríkisins niður um 100
milljónir króna. Það verður
örugglega ekki gert án þess
að einhverjum finnist nærri
sér höggvið og vafalaust
verða margar skoðanir uppi
um það, hvar spara eigi.
Ríkisvaldið hefur eðli
málsins samkvæmt jafnan
sótt auknar tekjur til sinna
þarfa eða annarra í vasa al-
mennings. Nú mun öllum
Ijóst að eins og á stendur
getur almenningur naum-
ast tekið á sig veruleg-
ar nýjar skattabyrðar í
einu eða öðru formi.
Þess vegna hefur ríkisstjórn
in valið þá heilbrigðu leið
til tekjuöflunar *að þessu
sinni að spara á útgjöldum
ríkisins. Líklegt er einnig, að
það sé bæði gagnlegt og
hollt fyrir ríkisbáknið að
verða fyrir slíkum niður-
skurði.
Miðað við það ástand, sem
nú er í efnahagsmálum lands
manna og því miður er útlit
fyrir að verði enn um nokk-
urt skeið, er nauðsynlegt, að
aðrir aðilar fylgi fordæmi
ríkisins í þessum efnum,
sveitarfélög, einstaklingar og
atvinnufyrirtæki, og leiti
allra hugsanlegra leiða til
sparnaðar. Miklu skiptir þó,
að framkvæmdir þessara að-
ila verði ekki nema að litlu
leyti fyrir þeim sparnaði,
heldur verði hér fyrst og
fremst um sparnað að ræða
á rekstrarútgjöldum.
STAÐNAÐAR
HUGMYNDIR
Afstaða Alþýðublaðsins til
almannatrygginga er dá-
lítið einkennileg. Blaðið er
andvígt því, að trygginga-
kerfið verði byggt þannig
upp, að það veiti fyrst og
fremst aðstoð þeim, sem
hennar þurfa við og virðist
leggja alveg sérstaka áherzlu
á, að miklum fjármunum af
almannafé verði varið til
þeirra, sem ekki þurfa á
þeim að halda. Einhvern
tíma hefði slíkur málflutn-
ingur þótt einkennilegur í
málgagni jafnaðarmanna-
flokks.
Það er óhætt að ganga út
frá því sem staðreynd, að
jafnan verður um að ræða
nokkurn tekjumismun í þjóð
félaginu, jafnvel þótt skött-
um sé beitt að einhverju
leyti til þess að jafna metin.
En jafnvel þótt Alþýðublað-
ið hljóti að gera sér grein
fyrir þessum staðreyndum,
virðist blaðið t. d. andvígt
því að auka fjölskyldubætur
til barnmargra fjölskyldna
með lágar tekjur, en ríg-
heldur þess í stað í þær hug-
myndir, að hátekjumenn eigi
að fá fjölskyldubætur til
jafns við lágtekjumennina.
Morgunblaðið lætur les-
endum sínum eftir að meta
hvor skoðunin er heilbrigð-
ari og eðlilegri.
SÍLDARSÖLTUN
¥ umræðum á Alþingi fyrir
nokkrum dögum var at-
hygli vakin á þeirri stað-
reynd, að ný viðhorf hafa
skapazt í söltun síldar vegna
þess hve síldin var langt und
an landi í sumar og staðhæft
að svo yrði einnig næsta
sumar. Jafnframt var bent á
að vinnsla freðfisks hefði á
síðustu árum færzt út á hafið
í vaxandi mæli og athygli
vakin á nauðsyn þess að
skapa aðstæður til síldarsölt-
unar á hafi úti.
Ljóst er að verði síldin
jafn langt undan landi í ná-
inni framtíð og sl. sumar eru
fyrirsjáanlegir miklir erfið-
leikar við síldarsöltun. Það
vandamál er hugsanlegt að
leysa með tvennum hætti,
annað hvort að salta síldina
úti á miðunum eða finna
leiðir til þess að flytja hana
þessa löngu leið, þannig að
hún verði söltunarhæf.
Hér er um geysilegt hags-
munamál fyrir þjóðarbúið að
ræða. Þess vegna er nauðsyn
legt að þessi mál verði tekin
til rækilegrar athugunar nú
þegar en ekki beðið von úr
viti þar til það er um seinan.
Safn tilvitnana úr
30 tungumálum
CITATBOKEN, sjuttontusen
citat frán tettion sprákom-
ráden och fem Srtusenden, heitir
bók sem Mbl. hefur borizt ný-
lega. Eins og nafnið gefur til
kynna er hér um að ræða safn
tilvitnana, sautján þúsund tii-
vitnanir frá þrjátíu tungumála-
svæðum, sem ná yfir fimm aldir.
Útgefandi þessarar miklu bók-
ar er Natur och kultur í Stokk-
hólmi, en ritstjóri verksins skipa
Daniel Andreæ, Johannes Ed-
felt og Paul Fröberg. Auk þeirra
hafa tuttugu og fimm nafngreind
ir aðstoðarmenn ^agt lið að
samningu verksins. í hópi þess-
6. febr. AP.
GEORGE Romney, ríkisstjóri í
Miöhigan ,sem lýst hefur yfir
að hann gefi kost á sér sem for-
setaefni Repúblikanaflokksins
sagði í gær, að bandaríska þjóð-
in yrði að gera sér ljóst, að
stjórn Johnsons hafði blekkt
hana hvað snertir fréttir um
gang stríðsins í Vietnam og töku
bandaríSka njósnaskipsins Pue-
blo.
Ríkisstjórinn sagði, að það
væri óttalegt, að stjórnin væri
annaðhvort ófús eða ófær um
að segja þjóðinni sannleikann
í málunum.
Romney sagði þetta í ræðu,
sem hann hélt hjá Kiwaniklúbbn
um í Nashua. Hann sagði að
stjórnin héldi því fram, að stór-
árás kommúnista á margar stór-
Bonn — NTB.
HEILBRIGÐISYFIRVÖLDIN í
Vestur-Þýzkalandi skýrðu frá
því nýlega, að alls hefðu verið
skráð 2625 börn, sem fæðst hefðu
vansköpuð, eftir að mæður
þeirra höfðu neytt thalidomid-
lyfsins, meðan á meðgöngutím-
anum stóð. Er þetta í fyrsta sinn,
sem kunngerð er opinber skýrsla
um fjölda þeirra barna, sem
fæðst hafa vansköpuð vegna
framangreinds lyfs.
Talsmaður heilbrigðismálaráðu
neytisins skýrði frá því, að 100
börn hefðu beðið slíkt tjón á sál
og líkama, að þau myndu aldrei
geta farið burt af þeim sjúkra-
húsum, þar sem þau dveljast,
gengið í skóla eða orðið aðnjót-
andi neinnar menntunar fyrir
nokkra starfsgrein.
Um 1000 börn muuu verða að
notast við gervilimi, á meðan
þau lifa, sökum þess, að hand-
leggir þeirra eða fætur eru
styttri en eðlilegt er.
Níu framkvæmdastjórar og
ara samverkamanna ritstjórnar
er einn íslendingur, Jóhann
Hjálmarsson.
Bók n er 816 blaðsíður í stóru
broti og efni sett í tvídálka. Tólf
síður, 24 dálkar, eru helgaðir
íslenzku efni. Hæst ber þar Eddu
kvæði, sem ásamt öðrum tilvitn
unum í fornbókmenntir íslenzk-
ar taka yfir tíu bls. Tilvitnanir
í síðari höfunda taka yfir tvær
síður. Yngstur þeirra, sem vitn-
að er til er Tómas Guðmunds-
son, en hann og Sigurður Nor-
dal eru einu núlitfandi íslending-
ar, sem eiga efni í þessari til-
vitnanaibók.
borgir í S-Vietnam hefðu verið
hernaðarleg mistök, en það væri
ekki allur sannleikurinn. Hann
sagði, að þessar árásir bæru vott
um geysilegan stjórnmálalegan
sálfræðilegan styrk andstæðing-
anna og hefðu raskað verulega
trú Suður-Vietnama og Banda-
ríkjamanna þar í landi. Romney
sagði nauðsynlegt, að menn
gerðu sér grein fyrir því, að ó-
vinurinn væri mjög sterkur og
það væri hættulegt að vanmeta
styrk hans.
Um Puebio sagði Romney, að
stjórnin hefði í fyrstu sagt, að
skipið hefði ekki verið í land-
helgi Norður-Kóreu, en á sunnu-
dag hefðu talsmenn stjórnarinn-
ar svo sagt að þeir gætu ekki
lengur ábyrgzt, að skipið hefði
ekki rofið landhelgi N-Kóreu.
sérfræðingar við lyfjaverksmiðj-
una Grúnenthal, sem sendu þetta
taugameðal á markaðinn 1957,
munu verða dregnir fyrir rétt í
Achen í maí í vor, ákærðir bæði
fyrir að valda líkamstjóni af
ásetningi og gáleysi, manndráp
af gáleysi og brot á þýzkum lög-
um um læknismeðul. Af hálfu
ákæruvaldsins er því haldið.
fram, að stjórnendur verksmiðj-
annar hafi vitað vegna læknis-
fræðilegra tilrauna, sem gerðar
höfðu verið, um skaðaáhrif þessa
taugameðals, áður en það var
sett á markað.
Stokkhól'mi. 3. febrúar
— NTB—Reuter —
ALLMARGIR sænskiir þing-
menn hafa eftir hvatningu
„Bræðralagshreyfingarinnar“
borið fram þá tillögu við Nó-
belsverðlaunanefnd þingsins, að
friðarverðlaun ársins 1968 komi
CITAT
SJUTTONTUSEN CITAT
frán trettio sprákomrAden
OCH FEM ARTU6ENDEN
REDAKTION
DANIEL ANDREÆ JOHANNES EDFELT
PAUL FRÖBERG
NATUROCH KULTUR
boken
Efni bókarinnar er raðað eftir
tungumálasvæðum. Tilvitnanir á
latínu, frönsku, þýzku, ensku,
spænsku og ítölsku eru birtar á
frummóiinu jafnhliða sænskri
þýðingu. Aðrar tilvitnanir eru
eingöngu birtar á sænsku. Önn-
ur tveggja tilvitnana í verk
Tómasar Guðmundsson er á
þessa leið:
Ve dem som ej respekterar
den diktning, scvo verklighete
en diktar omkring dem.
Teheran, fran, 6. febr. — AP —
FRÁ hinni heilögu borg, mú-
hameðstrúarmanna Meshed í suð
austur íran, berast þær fréttir,
að frost hafi komizt niður í 30
stig í gær. í Serad, skammt frá
sovézku landamærunum varð
frostið 26 stig.
Mikinn snjó hefur sett niður
um allt íran um helgina og sam
göngur verið erfiðar. Mörg svæði
eru algerlega einangruð.
Sprengju-
tilræði í
Frankfurt
Frankfurt, Þýzkalandi, 3 febr.
— AP —
LÍTIL heimatilbúin sprengja
sprakk fyrir utan útibú banda-
rísks fyrirtækis, sem framleið-
ir napalm, í Frankfurt í dag og
^ur voru brotnar í húsi þar
sem bandarísk ræðimannsskrif-
stofa og menningarmiðstöð eru
til húsa.
Skömmu áður en árásir þess-
ar voru gerðar höfðu stúdentar
við háskólann í Frankfurt hvatt
til „baráttu gegn herstöðvum
bandarískra heimsvaldasinna“.
Við skrifstofu sovézku her-
málasendinefndarinnar í Frank-
furt hafði lögreglan mikinn við-
búnað þegar vinstrisinnar af-
hentu mótmæli vegna réttarhald
anna í Moskvu í málum rifchöf-
unda og annarra menntamanna.
hangendur konungs.
í hlut Alkirkjuráðsins.
Áður nöfðu nokkrir aðrir þíng
menn sænskir sett formlega
fram þá tillögu, að ítalski um-
bótafrömuðurinn og frðarsinn-
inn Danilo Dolci fengi friðar-
verðlaim Nóbels við fyrsta tæki
færi.
Romney gagnrýnir
stjórn Johnsons
Nashua, New Hampshire,
Fórnarlömb thaliodomjd-lytsins
2625 í V-Þýzkalandi
— Hundrað börn sjúklingar œvilangt
Alkirkjuróðið íái friðorverðlaun