Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968 Lítt þekktur ítali vann fyrsta gulliö í Grenoble Suðurlandamaður hefur aldrei sigrað í 30 km göngu fyrr ÍTALSKUR tollvörður, Franco Nones, 27 ára gamall, vann fyrstu gullverðlaun Ólympíuleikanna í Grenoble. Sigur hans í 30 km göngu kom mjög á óvart — svo mjög, að hann var ekki einu sinni í hópi þeirra göngugarpa, sem „beztu“ rásnúmerin fá, heldur í þeim hópi sem „miðlungsnúmerin" hlutu. Hann er fyrsti maður utan Norðurlanda og Rússlands, sem nokkru sinni hefur hlotið verðlaun í 30 km göngu á Ólympíuleikjum — svo ekki sé talað um gull. — Franco Nones tók forystu þeg- ar í upphafi. Gefnir voru upp millitímar keppenda á 10 km fresti. Hann var nálega hálfa mínútu á undan næstu mönn- um, Finnanum Eero Mæntyr- anta og Norðmanninum Odd Martinsen. Hins vegar voru ekki nema 3 sekúndur á milli þeirra. Mæntyranta, sem kallaður er „sérfræðingurinn" á þessari vegalengd göngu, eftir að hafa England vnnn Skotlnnd 2-1 í G.’ERKVÖLDI fór fram lands- leikur í knattspyrnu milli Skota og Englendinga miili liða skip- uðum mönnum undir 23ja ára aldri. Leikurinn fór fram á Hampden Park í Glasgow. Eng- land vann 2-1. Chivers (Tottenham) skoraði fyrsta markið en Hurt (Hearts) jafnaði. Sigurmarkið skoraði svo March (QPR). Keppni hnfin í skautnhlnupi og íshokkí KEPPNI lauk aðeins í einni grein í Grenoble í gær, 30 km göngu eins og sagt er frá ann- ars staðar. Keppni hófst í lista- skautahlaupi kvenna og þar hef- ur bandarísk stúlka — heims- meistari í greininni — forystu að tæplega hálfnaðri keppni. Einnig var keppt í íshokkí og urðu úrslit þessi: Svíþjóð — Bandaríkin 4—3 Kanada — V-Þýzkaland 6—-1 Sovétríkin — Finnland 8—0 sigrað í henni á öllum stórmót- um síðustu 6 ára, tók mikinn sprett þegar hann frétti þennan millitíma eftir 10 km. Hann sax- aði mjög á forskotið og er 20 km voru gengnir skildu aðeins 4,2 sekúndur að hann og ítalann, en ítalinn hélt forskotinu. Norð- maðurinn var enn rúmar 30 sek- úndum á eftir. Og þá hófst lokasprettur- inn. Erfiðar hæðir eru í brautinni í upphafi síðustu 10 km, en síðan góðar „rennslis- brekkur". Það rann mjög vel hjá ftalanum og betur hjá honum niður á við en flest- um öðrum. Hann hafði einnig frétt um velgengni sína — og blásinn óþekktri sigurvon í brjósti, elfdist hann til átaka og á sama tíma dofnaði von hinna, sem án árangurs höfðu reynt að vinna upp tímamun- inn, sem ítalinn vann í upp- hafi. Frá þeirra sjónarmiði var keppnin búin — og.töpuð. Vonbrigði þeirra drógu þá niður, en sigurvonin efldi ftalann. Varið yhkur d ljósmyndurum DEILAN sem upphófst í Gren- oble á setningardegi leikanna um það hvort heimilt væri að hafa nafn framleiðenda skíða á skíðum keppenda hefur verið leyst. Varð að samkomu'lagi að ekki þyrfti að mála yfir nöfn- in, en til að koma í veg fyrir auglýsingastarfsemi, sem ekki samræmdist Olympiuleikjum var ákveðið að engir skíðamenn mættu láta taka myndir af sér svo að nöfn sæjust á skíðun- um. Ef út af yrði brugðið myndi það varða brottrekstri frá keppni. Og sigur hans var alger yfirburðasigur. Hann var næst- um mínútu á undan Norðmann- inum og finnski „sérfræðingur- inn“ varð enn 20 sek. þar á eftir. Úrslitatímar urðu þessir: 1. Nones Italíu 1:35:38.2 klst. 2. O. Martinsen Nor. 1:36:28.9. 3. E. Mæntyranta Finnlandi 1:36:55.3. 4. Voronkov Sovébl:37:10.8. 5. de Florian ítalíu 1:37:12.9. 6. Laurila Finnl. 1:37:29.8. 7. Tikarainen Finnl. 1:37:34.4. 8. Larsson Svíþj. 1.37.48.1. Ítalía sendi áðeins tvo kepp- endur í þessa grein og má segja að sigur þeirra og frammistaða hafi verið stórkostleg, enda eru þeir vinsælustu menn Ólympíu- bæjarins í Autrans. Mjög gott veður var er gangan hófst og litlu síðar var brautin böðuð sól og aðstæður allar hin- Framhald á bls. 27 íslenzku Olympíukeppendurnir ganga inn á leikvanginn í Grenoble við setningu OL-Ieikana. Fánaberi er Kristinn Bene diktsson en næstur gengur Gísli Kristjánsson fararstjóri. — Símamynd AP. Sá bezti sigraði Hinn óvœnti ítalski sigurvegari er „nœstum44 norrœnn skíðamaður — FY'RST það var ekki Norð- maður sem sigrað gat í 30 km. göngu, þá ert þú sá útlendingur sem ég vildi helzt sjá taka við gullinu, sagði norski göngukapp inn Odd Martinsen við ítalska Odd Martinsen í göngubrautiuni í Grenoble. sigurvegarann sem vann fyrsta gullið á veírarleikunum í Gren- oble. Þeir félagar, Martinsen og Nones hafa álíka lengi keppt á alþjóðamótum en Martinsen með mun meirí árangri — þar til nú. Martinssen sagði, að þegar hann að gengnum 6 km. hefði fengið fréttir um að Nones væri að vinna upp þann tímamun. Jafnvel fréttin um að ég væri vel á undan Mæntyranta gat ekki breytt neinu um, að úti- lokað væri fynr mig að ná Non- es. — Bezti maður keppninnar vann gullið, sagði Mæntyr- anta, Olympíu- og heimsmeist ari eftir keppnina, — um það er enginn vafi. — Ég reyndi það sem ég gat, en að mér tækist að mjókka bilið inilli okkar á miðsvæði keppninnar, hafði ég enga möguleika gegn svo sterkum endaspretti sem Non es bjó yfir. Ég var á góðum Mæntyranta, margfaldur meist- ari varð að láta sér nægja 3. sætið. skíðum, en það rann heldur illa hjá mér í brekkunum nið ur á við. En það er engin af- sökun. Það var sá bezti sem vann, sagði hinn þrítugi meistari þessarar greinar, sem unnið hefur þessa grein. á OL-Ieikjum og heimsmeist aramótum og mörgum öðrum stærri mótum allt síðan 1962. Arsenal og Leeds í úrslitum d Wembley ARSENAL sigraði í fyrrakvöld Huddersfield með þremur mörk- um gegn einu í síðari leik félag- anna um réttinn til að leika úr- slitaleikinn í deildabikarnum á Wembley í næsta mánuði. Fyrri leikinn vann Arsenal einnig, en >á með þremur mörkum gegn tveimur. Seinni leikurinn var leikinn á Leeds Road, velli Huddersfield og jöfnuðu heima- menn stöðu félaganna þegar Leyton skoraði eftir 10 mín. leik. Sarmmels breytti stöðunni í 4-3 (samanlagt) rétt fyrir leikhlé. Þessi staða hélzt út mestallan seinni hálfieikinn, en á síðustu 10 mín. gerði Arsenal út um und- anúrslitin með tveimur mörk- um, Jenkins og McLintock með glæsilegum skalla. Arsenal vann Huddersfield því með 6-3, sam- anlagt. Arsenal hefur ekki leikið á Wembley síðan 1950 er félagið sigraði í bikarkeppninni gegn Liverpool með 2-0. Arsenal leik- ur til úrslita í deildabikarnum gegn Leeds United eða Derby County, sem eiga eftir að leika síðari leik undanúrslita. Leeds vann fyrri leikinn í Derby með 1-0. Leikur Leeds og Derby fór fram í gærkvöldi á velli Derby og vann Leeds 1-0 og verða því Leeds og Arsenal í úrslitunum á Wembley. Stærsti dagur lífs míns - sagði Italinn sem kom öllum á óvart FRANCO NONES var eitt stórt bros, er hann mætti blaðamönnum eftir að úrslit göngukeppninnar í Grenoble voru kunn í gær. Rétt áður höfðu fararstjórar Norð- manna afhent honum afreks- merki norska sambandsins fyrir glæsilegan árangur og góða frammistöðu. Nones sagði, að hann hefði byrjað skíðaæfingar 16 ára gamall og unnið sinn fyrsta sigur í unglingakeppni 1960. Sá sigur hefði orðið sér mikil hvatning og hann hefði ár- lega síðan þá dvalizt Lengri eða skemmri tíma í Svíþjóð, Finnlandi eða Noregi við æf- ingar og sænski þjálfarinn Bengt-Heemann Nilsson mest hjálpað sér — og raunar gert úr sér, það sem hann væri nú. Stærsti sigur hans eor 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1966 Fyrir keppnina hafði hann gert sér ljóst, að ef til viU gæti hann unnið verðlauna- pening, en um olympskan meistaratitil hafði hann ekki þorað að hugsa. Hann kvaðst hafa ætlað að enginn gæti ógn að Mæntyranta, en var einnig hræddur við Odd Martinsen. Nones sagði að 15 km. og 30 km. ganga væri „sitt upp- áhald“ en þegar göngumaður er í góðri þjálfun, skiptir vegalengdin ekki meginmáli, sagði hann. Á æfingum fyrir þessa keppni hefur Nones gengið Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.