Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1988 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA þessari ræðu minni lokinni. ■tjg man eftir, að Pierre sendi mér steiktan fisk til hádegis- verðar þennan dag. Ég tók það eins og það var ætlað, það er að segja, sem friðarbón, og át fiskinn, enda þótt ég þyrfti e(kki annað en 'hugsa um mat — þá ætlaði ég aiveg að kafna. Enginn hetfði getað sagt mér þá, að við vorum alveg komin að lausn gátunnar oklkar, né heldur hitt, að þennan sama dag fékk Jim skeyti og lagði út gildru. Að lík í líkhúsi borgar- innar átti eftir að gegna sínu hluitverki við lausn gátunnar. Að ég átti etftir að tala við Margery Stoddard, þetta sama kvöld. Eða, að ég ætti, klu'kkutíma seinna að skjóta á O'Brian og næstum verða honum að bana. Ég hafði nóg að gera þennan dag. Til þess að þurfa ekki að hætta við jólaiboðið, fékk ég leyfi séra Lelands til að hafa það I safnaðarheimilimi. En það þýddi aftur sama sem að taka saman gjafirnar og allt jólaskraut ið og senda það þangað í heim- ilisbílnum. Þetta tók nokkrar ferðir og loks var danssalurinn orðinn auður og tómur. Ég fór inn í snyrtiherbergið til að þvo mér, áður en ég legði af stað heim. Elliott var í vesturgangin- um, þegar ég kom írá þessu. Hann var snyrtilegur að venju, en éi sá ,að hann var þreyttur. Ég spurði hann, hvort ég ætti ekki að biðja um eirtthvað handa honum að drekka. — Jú, ætli ég hefði ekki gott af því, sagði hann. — Allur þessi æsingur......En þér ættuð líka að fá yður eitt glas, ungfrú Abb- ott, þér eruð ekki sérlega burð- ug heldur. — Nei, við erum víst þannig flest, sagði ég. Við settumst niður við arininn í bókastofunni, og hann sagði mér nokkuð atf því, hvernig ástatt væri fyrir Tony. Hann virtist áhyggjufullur, enda þótt hann væri þurrlegur að vanda. Það liti ekki vel út fyrir Tony, sagði hann. Þetta rifrildi þeirra var slæmt. Og svo var þetta með Búddamyndina, og........ — Hvaða Búddamynd? Ég fékk fyrir hjartað þegar hann sagði mér atf Ihenni. Ég kannaðist vel við Ihana, hún stóð uippi á skáp í kínverska her- berginu, þar sem reiður maður gæti verið fljótur að grípa til hennar. En ég ætlaði að taka mannlega á mótL — Hversvegna í ósköpunum ætti hún að taka skammtoyssu, þegar hún fór út að hitta hann? — Lögreglan er ekki viss um, að hún hafi verið úti, þegar hún var slegin. Það var hræðilegt. Ég fékk klU'kknahljóm fyrir eyrun. Þeir héldu að Tony hefðd beðið etftir henni og slegið hana niður, og síðan borið hana út í kuldann, skilið hana þar etftir, farið út í leikhúsið, þurrkað af Búdda- myndinni og skilið hana síðan eftir, þar sem hún myndi ekki finnast tfyrr en í vor, ef þá nokk- urn tírna. — En hvers vegna? sagði ég. — Hvaða ástæðu hafði hann til að myrða hana? Hann ætlaði að skilja við hana, og þá var það alveg óþarfi. Hann hikaði. — Vitanlega var hann reiður. Og auk þess........ jæja, þér heyrið það sjálfsagt nógu fljótt. Hún sagði mér — og sjálfsagt honum lfka — að hún vissi eittfhvað um móður hans Hann var búinn að þjást mikið. Og ekki sagt, að .hann hatfi getað þolað það. Hvorki hann né Tony vissu, hvað þetta var ,sagði hann. Það var leyndarmál Bessie og hún hafði þagað yfir því til æviloka. — Sennilega eitthvert hugarfóst ur hennar sjálfrar, sagði hann og stóð upp til að fara. — Mér skilst, að þér hafið ekki átt trúnað henn ar? — Nei. Hún sagði mér, að hún væri torædd, en ékki við hvað. — Ég hef farið gegn um skjöl- in hennar, sagði hann. — Hún hefir skilið eftir talsvert af reikn ingum, en lítið þess utan, og ekk ert af því mikilvægt. Ef þetta hefur nokkuð verið, þá hetfur það dáið með henni. Ég gekk út með honum. Hann virtist hressari, áreiðanlega af viskíinu og kanski líka að sam- tali okkar. En áður en hann lagði af stað, bað hann mig segja eng- um af þessu samtali okkar. — Ég þarf ekki að taka það fram, að lögreglan mundi grípa það glóðvolgt. Ég kinkaði toara kolli og ég sé hann enn fyrir mér, höfðing- legan, hátíðlegan, setja þennan fína bíl sinn í gang og veifa virðulega hendi um leið og ihann hélt úr hlaði. Ég sá hann ekki oftar lifandi. Þetta var föstudagurinn 22. desemtoer. Bessie hafði verið myrt á miðvikudagskvöld, og réttarhaldið, sem hafði verið frestað, fyrir tilmæli lögreglunn ar, var ákveðið laugardagsmorg- un. í skritfstofu sinni í Beverley var Jim enn að bíða eftir sím- skeyti. Samt var hann ekki iðju- laus. Hann var í samtoandi við Hopper, í njósnaraskrifstofunni í borginni, og útkoman af því var sú, að lítt áberandi maður með lítinn bagga af jólatrjám, hafði skilið þau eftir á auðri lóð gegnt húsi Lydiu, og litli maðurinn, sem hafði elt Bill Sterling, var kominn aftur, frú Watkins til mikillar hneykslunar. — Hvað viljið þér hér? — Ég er að toíða eftir lækn- inum. Er með kvef. Hvernig hef- ur yður liðið uppá síðkastið? — Mér hefur liðið talsvert bet- ur síðan þér fóruð. Ef þér eruð hingað kominn í einhverjum óþverraerindum getið þér farið út. Við kærum okkur ekkert um yður. En hann varð kyrr. Einu sinni gekk hann meira að segja fram í eldhús. — Þetta er þó ekki skorpusteik, sem ilmar svona vel? sagði hann í löngunartón. — Jú, víst er það. Þefið þér vandlega af henni, því að annað fáið þér ekki. Um klukkan sex um kvöldið, var ráðstefna haldin, ekki í skrif stofunni hjá Jim heldiur heima hjá honuim. Menn skildu eftir bíla sína spölkorn frá húsinu og 79 gengu svo þangað. Þarna var Jim, Tony og 0‘Brian. Jafnvel Hopper kom líka, en stóð stutt við og fór síðan, en skildi eftir lykla- ösikjuna, sem fannst í geymsl- unni. Kiukkan sjö skildu menn- irnir .heldur laumulega, gengu létt yfir freðna jörðina, og svo fóru bílar þeirra, hver í sínu lagi upp eftir Hólnum. En aðeins Tony fór til Klaustursins. Hinir st.igu úr bílum sínum á lóð sveita klúbbsins, eða þá á lóð Stodd- ards, þó langt frá húsinu, og enn aðrir hjá Earle. Ég vissi ekkert um þetta allt. Hefði ég vitað það, hefði kannski einu lífi verið forðað, og vissu- lega hefði hann 0‘Brian lirtli ekki þurft að vera mestallan veturinn 1 sjúkrahúsi. 38. kafli. Ég var tilbúin að fara síðdeg- L. 8. FEBRÚAR Hrúturinn 2. marz — 20. aprríl. Hagstætt að leysa frá skjóðunni í dag. Farðu í verzlanir og heimsæktu góða vini. Kvöldið skaltu nota til ritstarfa. Nautið 21. apríl — 21. maí. Gamlir atburðir rifjast upp fyrir þér. Láttu þá ekki raska jafnvægi þínu. Tvíburarnir 22. maí — 21. júni. Gei'ðu skyldur þínar, áður en þú kastar þér út í samkvæmislífið í kvöld. Krabbinn 22. júní — 23. júlí. Nokfcrar tafir verða á ýmsum málum. Eyddu kvöldinu í margmenni, svo að eng- inn vafi leiki síðar á, hvar þú hélzt þig. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Gamalt fólk sýnir þér sérstaka velvild í dag. Láttu vini þína finna, hvernig þér er innanbrjósts. Jómfrúin 24. ágúst — 23. sept. Góðar horfur á framgangi ýmissa mála. Láttu ekki gullið tækfæri ganga þér úr greipum. Vogin 24. sept. — 23. okt. Nú er tækifærri til að gera áætlanir langt fram í tímann. Þú færð góðar fréttir frá fjarstöddum kunningjum. Drekinn 24. okt. — 22. nóv. Búðu þig undir að eiga eitthvað í vara- sjóði. Efldu vináttubönd. Þú hlýtur umbun verka þinna. Gerðu þér dagamun. Bogmaðurinn 23. nóv. — 21. des. Þú skalt ekki falla í þá freistni að vilja rá'ða fyrir öllum hlutum. Bjóddu til þín gestum, eða taktu fjölskylduna með í heim- sókn. Kvöldið verður fjörugt. Steingeitin 22. des. — 20. jan. Rétti tíminn til að skemmta gömlum vin- um. Láttu boð út ganga, svo að allir geti lagt hönd á plóginn. Vatnsberinn 21. jan. — 19. febrúar. Vinnuþrek þitt er í hámarki í dag, svo að þú skalt hvergi slaka á klónni. Hafðu hægt um þig þegar heim kemur. Svaraðu brétfum. Fiskamir 20. febrúar — 20. marz. Þjóðráð að endurskipuleggja alla tilhög- un heima og á vinnustað. Gerðu eitthvað sérstakt fyrir maka þinn, en gorta'ðu ekki af því. is þennan dag, eins og ég hef þegar sagt. Ég hafði fylgt Elli- ott til dyra, og var að fara að sækja kápuna mína og hattinn, þegar síminn hringdi. Mér til furðu, var þetta Margery Stodd- ard. — Ert þetta þú, Pat? Guði sé lof, að þú ert þarna enn. Ég hef eíkki nema eina mínútu, með- an hjúkrunarkonan er að súpa úr tebollanum. Ég þarf endilega að hitta þig. — Hvenær? Ég get skroppið núna strax. — Nei ,ékki strax. Ég vil eng- an láta vita af þessu. En í kvöld. Þú verður að korna. Ég er alveg að verða vitlaus. En komdu ekki með toílinn ,heldur gangandi. Ég vil ekki, að neinn viti af íerðum þínum. — En nætur-hjúkrunarkonan? — Hún er farin. Ég rak hana. En komdu ekki snemma. Bíddu þangað til kyrrð er koTnin á. Ekki fyrr en ellefu. Og seinna, ef þú getur. —■ Ég var nú ekki heppin seinast þegar ég kom þannig. —• Þér verður alveg óhætt. Ég lofa þér því. Hitt var fyrir klaufa skap. —Guð minn góður, ætlarðu að segja mér..... — Ég skal útskýra það allt fyrir þér í kvöld, sagði hún með ákafa. Þarna er hjúkrunarkonan að koma. Ég skal verða niðri í sólarstofunni. Það verður opið. Hún lagði símann snöggt. Ég man ,að ég stóð við sím- ann, óviss og óróleg. Eftir það, hvernig fór fyrir Bessie, langaði mig ekki að aka upp eftir Hóln- um síðla kvölds. Og fyrri reynsla mín á Bænum, var ekki neitt uppörvandi. Svo að Margery vissi þá um það, og það hafði verið kLaufaskapur! En ef hún vissi það, gat hún vitað sitthvað annað, eitthvað, sem ætti að verða uppvíst. Og ef út í það var farið, þá sat hún í miðri súp- unni, með Julian í fangelsi, tal- andi við lögfræðingana sína, reyraandi að komiast út úr þessum köngulóarvef atvika, sem sak- sóknarinn hafði ofið í kring um hann. Það var þá, að ég fékk þá snið- ugu hugdettu að fara alls ekki heim um kvöldið — vera bara í gamla herberginu mínu, þang- að til tími væri kominn að fara til Margery. Það var hægðarleik ur. Herbergið mitt var lokað, að Vísu, en í standi. Það þýddi sama sem að fá engan kvöldmat, en ég hafði ekki verið svöng, dög- um saman. Og það þýddi líka það, að ég varð að segja Gus frá bílnum mínum. Ég opnaði dyrnar í vestur- ganginum og fór út í bílskúrinn. Einn maðurinn var þar að vinna, en Gus sá ég hvergi. Ég sagði manninum að ég ætlaði að verða um nóttina í Klaustrinu, og mér tókst að ná skammbyssunni minni úr bílnumi, án þess að hann sæi. Með byssuna undir kápunni, var ég öruggari. Ég var nætum kát þegar ég fór inn aftur. Hjúin mundu halda, að ég væri farin, en mennirnir í bílskúrnum, að ég væri kyrr. Enginn sá mig þegar ég kom aftur. Þjónustufólkið sat að mat- borðiniu og framantil í húsinu var enginn maður. Ég komst auðveld lega upp stigann og í setustofuna mina. En ég hafði ekki reiknað með því, hve langt var til klukk- an ellefu. Og til að gera iillt verra, þá þóttist ég alltaf heyra einhver annarleg hljóð, allt í kring um mig, og einu sinni var ég svo viss um þetta, að ég opn- aði dyrnar og leit út. En það var bara 0*Brian á leið fram að stig- anum, og hann sá mig ekki. Klukkan tfu var ég orðin vind lingalaus. Ég þorði efcki niður til að ná mér í neina, eða bók til að lesa. Ég var of taugaóstyrk tifl þess að sitja kyrr. Ég gekk um góitf síðasta klukkutímann, og var að því komin að naga á mér neglurnar af eintómri ör- væntingu. En mér leið strax skár þegar ég var komin út úr húsinu. Ég þarfnaðist ekki vasaljóssins míns. f daufu stjömuskinin/u var brautin ein og gulleitux borði, undir lauflausum trjánium. Ég var með byssuna í kápuvasan- um, en ekkert gerðist. Húsið á Bænum var aldimmt og Mairge- ry beið mín í sölarstofunni. Hún opnaði dyrnar og ég skáskaut mér inn, og hún vafði mig örm- um, rétt eins og ég væri síðasta vonin hennar í þessum heimi. - Ég er ekki að gráta, Pat, sagði hún. — Ég er komin ytfir það. — Seztu niður. Þú skelfur. Hvað gengur að, Margery? — Það er út af honum patotoa. Eða stjúpa, öllu heldur. Ég veit ekki, hvað ég á til bragðs að taka, Pat. — Stjúpa þínum? spurði ég eins og bjáni. — Hvað er um hann. Hver er hann? — Evans ,sagði hún. — Evans, Evans. Og ég held, að hann sé orðinn brjálaður. Ég sat kyrr. Ég var of agn- dofa til þess að geta komið upp orði. Var Evans þá loksins miorð inginn okkar? Vissulega hélt Margery, að svo væri. Hún sat þarna í myrkrinu, samanfalflin í teppi úr rúminu síniu, og sagði mér svo söguna, háisri röddu. —' Hann hataði Don, sagði hún. — Enda strauík ég burt með honum. — Eftir að ég strauk, sagðist hann skyldu drepa hann, etf hann sæi hann nokkum tíma aftur. — En Maud? Og nú Bassie? Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja, Margery. — Jú, víst veit ég það, sagði hún þrákelknislega. — Hann hefur verið eitthvað skritinn, al- veg síðan Don dó. Fyrst hélt ég, að það væri af því, að hann héldi, að Julian hefði drepið hann. En nú........ Hún kvað Evans aldrei hafa getað fyrirgefið Don, hvexnig hann hafði reynzt henni. Jafn- vel þegar hún kom aftur og var gift Julian og var setzt um kyrrt, var óvildin enn hin sama. En honum þótti enn vænt um hana, og þegar þau Juliian reyndu að fá hann til að fara úr Klaustr- inu, hafði hann nedtað því. Jufli- an hafði síðan greitt honum hundrað og fimmtíu dali á mán- uði. En hann hafði ekkert kært sig um peninga og lagt þá inn í banka handa telpunum. — Ég skammaðist mín ekkert fyrir hann, sagði hún. — Hann hafði verið mömmu góður og við mig, eftir að hún dó, enda þótt hann ætti ekki heirna hjá okkur. En að viðurkenna hann, hefði getað verið sama sem að ljóstra aftur upp sögunni um okkur Don. Hann var hamingjusamiur — á sinn hátt — og honum leið vel, svo að við létum hann af- skiptalausan. Honum þótti vænt um börnin. Öðru hverju sá hann þau, en þau höfðu enga hugmynd um, hver hann var, en hann var vanur að kaupa smágjafir handa þeim og skilja þær eftir hér og þar. Litlu stúlkurnar kölluðu þetta huldutfólksgjafir, en þær vissu aldrei, hvaðan þær komu. — En svo snernma sumars breyttist hann. Ég held bara, að hann hafi komið auga á Don ein- hvers staðar. Enn sagði hann mér, að hann skyldi drepa hann, etf hann sýndi sig. Hann kann meira að segja að hafa talað við hann — ekki veit ég það. Þeir þekktust. Pabtoi hafði farið til Dons forðum, þegar hann hafði frétt, að ég væri að hitta hann. Og þá hafði hann í hótunum við hann. Það var þessvegna, að við fórum til útlanda. En þegar Don kom atftur til Beverley, fór ástandið að verða alvarlegt hjá þeim. Juflian hætti að geta sofið. Hann fór að ganga um á nóttunni, og velta því fyr- ir sér, hvað gera skyldi. Þá kom morðið til sögunnar og Juflian hélt, að Evans Ihefði tframið það. — Hann þverneitaði þvL Sagði meira að segja, að Juflian hefði gert það, og lét vel yfir því að losna við slíkan óþverra. Það var hræðiflegt. En hver sem sannleikurinn kynni að vera í málinu, var það nauðsyniegt að losna við Evana. Julian hafði náð honum úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.