Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968 lega ringulreiðin, sem við niú búum við, er verkalýðssamtök- unum í senn til tjóns og til vanza. Það liggja lagabneytingar fyr- ir þinginu. Laganefnd verðuir því áreiðanlega kosin og vil ég treysta því, að hún taki hlut- verk sitt alvarlega, ðg ég vil vona, að henni auðniist að Ijúka miklu og heilladrjúgu stanfi“. Þetta var þá. VEGNA þeirra umræðna sem urðu á ASÍ þingi, og blaðaskrifa um þær og störtf þingsinis, sé ég ástæðu til að gera frekari grein fyrir afstöðu minni. Á 30. þingi ASÍ í nóvemiber 1966 voru aðalatriði samþykkta í skipulagsmjálum þessi: ,.l. Aliþýðusamibandið verði heildarsamtök verkalýðsins byggt upp af landssamböndum stéttar- félaga ....... 2. Landssamlböndin verði skipulögð eftir starfsgreinum. .. 3. Núverandi sambandsfélög verði aðili að landssambandi viðkomandi starfsgreinar ...... 4. Landssamböndin verði bein ít aðilar að Alþýðusambandinu og þing ASÍ verði skipað full- trúum landssambandanna .... “ Hér er sá grundvöllur er é skyldi byggt. Þegar lokið var afgreiðslu mála á 30. þinginu var ákveðið að fresta þinginu. Var samþykkt að: „Þingið skal hvatt saman að nýju eigi síð- ar en 15. nóvember 1967, og skal verketfni þess það eitt að fjalla um tillögur laga- og skipulagsnefndar og eða breyt- ingartillögur, sem fram kunna að 'koma í sambandi við þær“. Var kosin 28 manna laga og skipulagsnetfnd til að fjalla um miálið milli funda. Úr röðum LÍV áttu sæti í þeirri nefnd Björn Þórihallsson, Guðmundur Garðarsson og Ingimar Bogason. Af þinginu var nefndinni gert að senda öllum samibandsfélög- um meginefni tillagna sinna fyr ir lok marzmánaðar 1967, og skyldu sambandsfélögin ræða og taka afstöðu til tillagnanna eigi síðar en mánuði fyrir fram- haldsþingið. VI. þing Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna, haldið í febrúar 1967, ákvað að hafa þann hátt á um álvktun og um- ræður af hálfu LTV um skipu- lagsmálatillögur ASÍ ,að kosin var á þinginu átta manna netfnd til að fjalla um málið. í þá nefnd voru kosnir á þinginu: Sverrir Hermannsson. Björn Þórhallsson. Guðmundur H. Garðarsson, Böðvar Pétursson, Sigurður Guðmundsson, Björgúlfur Sigurðsson, Óskar Jónsson, Magnús L. Sveinsson. Eftir að milliþinganefnd ASÍ sendi frá sér drög að skipulags- breytingum sl. sumar, tók nefnd LÍV málið til meðferðar. Gerði hún einróma ályktun. í málinu. Bar hún álit sitt undir stjórn LÍV, sem féllst á það einróma og gerði það að sínu. Var álitið sent A9Í með brétfi dags. 25. október 1967 og hljóðaði svo: „Nefndin hefur fjalliað um þær tillögur til breytinga á skipulagi A9Í, sem fyrir liggja, og lýsir hún sig fylgjandi þeim, í meginatriðum. Hún vill þó sér staklega benda á nauðsyn þess, að tími sá verði takmaikaður, sem einstökum félögum verði gefinn til að skipa sér í sér- greinasamibönd. Nefndin væntir þess, að fyr- Irhuguð skipulagsbreyting á AjSÍ, sem gerir ráð fyrir auk- inni starfsskiptingu milli ASÍ og sérgreinasambandanna, verði mjög til að draga úr þeirri fjár hagslegu byrði, sem AStf hetfur verið félögum sínum, um leið og samtökin verði færari um að gegna hlutverki sínu sem samnetfnari íslenzkrar verkalýðs hreyfingar“. Þessi var hin opinbera afstaða LÍV til málsins, en í bréfinu var tekið fram að fulltrúar LÍV á aukaíþingi A9Í hefðu að sjálf- sögðu óbundnar hendur að taka þá afstöðu til málsins sem þeim sýndist. En af því sem nú hefir verið frá skýrt, þarf engann að undra, þótt undirritaður héldi á þinginu faist við fram komna af stöðu. Og þeirri atfstöðu verður að sjálfsögðu ekki hreytt nema sýnt verði fram á að hún sé röng með rökum sem snerta mál efnið sjáltft og ekkert aninað. Að vísu verður að telja, að sundrungarmennirnir í skipu- lagsmálunum hafi beðið allmik- inn hnekki á þingi A9Í í at- kvæðagreiðslunni um hver grundvöllur skipulagsbreytinga A9Í skuli vera. Samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta sú grundvallarstefna, sem mörkuð var í frumvarpi aö lögum fyrir ASÍ, sem fyrir þinginu lá. Á hinn bóginn er ljóst, að slík samþykkt er alls ekki ný og vis ast í því efni til upphafs þessar- ar greinar, þar sem ræðir um samþykktir þingsins 1066. Með störfum aukaþingsins, sem eingöngu skyldi fjalla um Sverrir Hermannsson. hinar mikilvægu skipulags- breytingar, hefir því ekkert á- unnizt. Þvert á móti eru von- ir til þess nú, að umtalsverður árangur náist miklu minni en þær vom áður en aukaþingið var haldið. Það var skylda auka þingsins að ryðja skipulagsmál- unum ákveðna braut fram- kvæmdar. Þess í stað lét þingið við það sitja að endurtaka vilja yfirlýsingar fyrri þinga í mál- inu, og er slfkt vitanlega alveg ónýtt efni. Lærdómarnir sem draga má af þinginu eru þessir: Mi'klU meiri sundrung ríkir um allan framgang þessa lítfshags- munamáls Alþýðusambandsins en mönnum var áður ljóst. Á- stæður til þess eru fyrst og fremst gerbreytt viðhorf ým- issa forystumanna ASÍ til máls- ins, og eru þar í fararbroddi sjálfur forsetinn, Hannibal Valdimarsson, og svo Bjöm Jónsson. Getum verðux ekki leitt að því hér hvað veldur. Þar atf leiðir, að núverandi forysta Aliþýðusambandsins er allsendis ófær um að stýra sambandinu út úr þeirri „skipulagslegu ring ulreið“ sem það er í svo notuð séu orð forseta ASÍ, og vitnað verður til síðari i þessari grein. Út af fyrir sig var mikilvægt að flá þetta staðreynt. Ég minnist þess hráskinna- leiks sem leikinn var á Alþðu- sambandsþingum vegna inn- göngu LÍV í samtökin. Hannibal Valdimarsson var þar mikill leik stjóri. Mér finnst nú sem sú sýn ing falli alveg í skuggann fyrir þeim leik að fjöreggi Alþýðusam bandsins sem hann og kumpánar hans fremja nú. Ekki var betur vitað á A9Í-þingi 1966 en Hanni bal Valdimarsson væri frum- kvöðull að þvi að mynduð yrði ,þjóðstjórn“ í A9Í, einmitt til þess að þoka fram hinum mikil- vægu skipulagsmálum. Þetta mis tókst reyndar, en vitað er hverj ir því réðu. Að vísu tókst Hanni bal að koma sláku natfni á sína nýju stjórn, þótt hrumult gengi, en heldur ekki meir. Þegar tjahl ið var dregið frá á aukaþingi A9Í hötfðu ýmsir aðalleikendurnir heldur betur skipt um gerfi og Hannibal með þeim ólíkindum, að ekkert var eftir nema gogg- urinn og bassinn. Hafði hann forystu um að drepa hinum mik- ilvægu málum á dreif svo mjög, að vandiséð er, hvort brotun- um verður í náinni framtíð kom ið saman. Á þinginu minnti ég forsetann á, að hann hefði eitt sinn lagt svo mikla áherzlu á framgang skipulagsmálanna, að hann hetfði hótað að hætta sem forseti ASÍ, ef ekki yrði ráðin þar bót á. Eins og þingfulltrúar muna, vildi hann mjög undan því víkj- ast, að þetta væri sannleikan- um samkvæmt. Nú hefi ég hinis vegar fundið þessum orðum mín um stað Orðrétt tek ég hér upp ummæli Hannibals Valdimars- sonar í þingsetningarræðu hans á A9í-þingi 1964. Er þau að finna í þingtíðindum 29. þings Alþýðusambands íslands 1964: „Verði undan því vikizt, að tryggja sambandinu fjárhags- legan starfsgrundvöll, ekkert að hafzt til þess að gera samibands- þingin að viðráðanlegri og starf hæfri stotfnun og engar lagfær- ingar gerðar á verstu skipulags- annmörkun Alþýðusamibandsins, hef ég afráðið að biðjast undan endurkjöri sem forseti sam- bandsins. Mig langar nefnilega ekkert til þess, að Alþýðusam- bandið grotni niður í starfsleysi undir minni stjórn og verði van skilastofnun, sem enginn geti átt viðskipti við. Og skipulags- ■<$> GeirharSur með plötuna og Sigurjón með verðlaunagripinn. Þátttaka „Vísis" í tón- listarhátíðinni í Cannes AÐFARANÓTT sunnudags, 21. janúar sl. lagði Kariakórinn Vísir, 47 manna hópur, atf stað frá Siglufirði og var förinni heit- ið til Cannes í Suður-Frakklandi. Hafa varð hraðann á, því að norðan hríð hafði skollið á síðari hluta dags, og var hætta á að leiðin til Sauðárkróks tepptist, en á Sauðárkróki var ákveðið að flugvél frá Loftleiðum tæki hópinn kl. 8 á sunnudagsmorgni. Ferðin þennan 1. áfanga gekk vel og með aðstoð snjóýtu skil- uðu langferðábílar Siglufjarðar- leiðar hópnum til Sauðánkróks í tæka tíð. Þaðan var flogið til Keflavíkurflugvallar og stanzað þar nokkra stund, en kl. 10,30 var 'haldið af stað aftur og nú flogið í einum áfanga til flug- vallarins við Nice, og þar lent eftir 7 klst. flug. Aðdragandi verðlaunaveiting- arinnar er sá, að skömmu fyrir jólin 1966 komu út á vegum Fálkans hjf. 1 Reykjavík tvær hljómplötur sungnar af Karla- kórnum Vísi, önnur platan með 4 lögum, en hin með 14. Hljóm- plötur þessar náðu strax miiklum vinsældum og á rúml. hálifri ári, eða til 1. júlí 1967, mun hafa selzt af stærri plötunni um 3500 ein- tök og mun það vera hæsta sala á íslenzkri hljómplötu hér á landi á þessu tímabilí. Alþjóðasamband hljómplötu- framleiðenda, M.I.D.E.M., veitir árlega verðlaun þeim aðiila í hverju landi, innan sambandsins, sem hefur mesta hJjómplötu- sölu. Að þessu sinni varð það því Karlakórinn Vísir, sem þessi verðlaun hlaut, og í desember- mánuði sl. kom hréf tiil Vísis frá Haraldi Ólafssyni, forstjóra Fálk ans, þar sem MIDEM kunngerði að Vísir hefði hlotið þessi alþjóð- legu verðlaun og jafnframt var kórnum 'boðið til Cannes, kynna sig þar með söng og veita verð- laununum viðtöku. Móttaka verðlaunanna. Þrátt fyrir ýmsa ertfiðleika við að tfara í svo langt og dýrt ferða- lag, ákváðu Vísismenn að taka boðinu. Lagt var af stað, eins og áður getur, þann 21. jan. og kiom- ið heim þann 28. jan., og þá lent á Akureyri og farið þaðan til Siglufjarðar með hinum góð- kunna Drang. Verðlaunaafhendingin fór fnam laugardaginn 27. janúar í Cannes á miklurn hátíðahljóm- leikum í samkomusal, sem tek- ur 1700 manns í sæti. Var hver sæti skipað í þessum stóra sal. Vísir var tfyrstur á dtagskránni, kynnti sig með söng og veitti söngstjórinn, Gerbard Schmiidt, verðlaununum viðtöku. Verð- launin eru marmaraplata, með áletruðu natfni þess, er þau hlýt- ur. Öllu, sem fram fór á þessum hátíðahöldum, var samstundis útvarpað um þrjár útvarpsstöðv- ar í Vestur-Evrópu, þ.e. Monte Carlo, Luxemibourg og Evrópu I. Aúk þess var því einniig sjón- varpað um franska útvarpið, bæði í litum og svarthvítu. Þátttaka í þessari hátíðadag- skrá var talin hafa mikið aug- lýsingagildi fyrir þá, sem þar komu fram, en meðal skemmti- krafta á dagskránni mátti sjá mörg heimsþekkt nöfn. Verðlaun MIDEM-sambandsins voru veitt þeim á þessari lokahátíð og í 29 lönd og komu fulltrúar frá veittu verðlaunum viðtöku. Viikuna frá 21.-28 jianúar var samfelld tónlistarhátíð í Cannes. Voru á hverju kvöldi tónleikar í tveimur samkomiuhú'sum, í öðru klassískir tónleilkar, en í hinu tónleikar atf léttara tiagi. Voru þá hljómleikar hvers kvölds í um- sjá einnar þjóðar, og tónlist þess lands flutt, og komu þar fram úrvals listamenn. Það, sem vakti sérstaka ánægju okkar Vísismanna — auk þess sem nafn Visis var á skemmtiskránni meðal heimis- þekktra skemmtikrafta — var að sjá Ifána íslands þlokta meðal fána stórþjóðanna. Voru fánar þátttökúþjóðanna dregnir að hún á aðalsamkomúhúsinu, og vildi svo skemm'tilega til, að fáni ís- lands var I miðri fánaborginni. Er vafalaust, að þessi þátttaka Vísis hefur verið ánægjuleg og vel heppnuð landikynning. Að lokum vill Kariiakórinn Vísir færa þakkir menntamiála- ráðherra, Gyllfa Þ. Gíslasyni fyr- ir ágæta aðstoð og einnig Har- aldi Ólafssyni, forstjóra, fyrir Framhald á bls. 26. Karlakórinn Vísir á Siglufirffi. Sverrir Hermannsson, formaður UV: AUKAÞING A.S.I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.