Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 2
I 2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1966 Vicount-flugvél fórst á írlandshafi — Óttazt að 61 maður hafi beðið bana Shannon, Rosslare, írlandi, 25. marz. AP. NTB. FARÞEGAFLUGVÉL af Vic- cout-gerð, í eigu írska flugfé lagsins Aer Lingus, hrapaði í írlandshaf á sunnudag og er óttazt að allir sem með vélinni voru, 61 maður, hafi farizt. Tólf lík hafa þegar fundizt svo og brak úr vélinni um það bil átta mílur fyrir utan Ross- lare. Flugvélin var á leiðinni frá Cork á Suður-írlandi til London. Síðast heyrðist til vélarinnar um hádegi é sunnudag, er hún nálg- aðist strönd Wales. Flugstjórinn tilkynnti þá: „Erum í 300 metra hæð, vélin „spinnur" hratt“. Skömmu síðar barst tilkynning frá þýzku flutningaskipi, er kvaðst hafa séð mikla vatnssúlu stíga upp af haffletinum á svip- uðum slóðum og vélin hvarf. Rannsókninni var samstundis beint að því svæði og leituðu flug vélar, þyrlur og skip. Framan af höfðu menn nokkrar vonir um, að einhverjir hefðu komizt lífs af en nú má segja að þær séu að engu orðnar. Talsmaður Aer Lingus sagði í gærkvöldi, að brakið sem fund- izt hefði yrði rannsakað gaum- gæfilega og reynt að finna orsök slyssins. Hann sagði ennfremur, að í vélinni hefðu verið fullkom inn björgunarútbúnaður, svo sem gúmbátar og björgunarvesti og neyðarsenditæki. Fram eftir sunnudegi heyrðust fjögur slík neyðarköll, en áður en hægt var að miða merkin hættu þau skyndilega. Ekkert þeirra líka, sem fundizt hafa voru í björgun arvestum og bendir því allt til að farþegum hafi ekki gefizt tími til að grípa til neinna ráðstaf- ana. Slys þetta er það mesta, sem flugfélagið Aer Lingus hefur orð ið fyrir. Flestir farþegar voru írskir, en einnig nokkrir sviss- neskir ferðamenn, svo og tveir þekktir belgískir íþróttamenn. Panamaforseti rekinn Panama City, 25. marz. AP-NTB. ÞING Panama samþykkti á sunnudagskvöld, að víkja for- seta landsins, Marco Robles frá, eftir að hafa fundið hann sekan um brot á stjórnarskrá landsins með því að skipta sér af stjórn- málum. Robles tilkynnti að hann mundi eigi að síður sitja sem fastast í forsetastóli þar til kjör- tímabil hans rennur út í október n.k. Þingfundinum lauk með því að varaforseti landsins, Max Delvalle, var skipáður forseti landsins. Herflokkar, sem hliðhollir eru Robles handtóku síðan í gær um 300 manns, þar á meðal tvo for- ingja stjórnarandstöðunnar úr Þjóðernislega sameiningar- flokknum. Mikil ókyrrð hefur verið i Panama að undanförnu og að því er AP-fréttast. segir er ekki út- séð um hver eftirleikurinn af að- gerðum þingsins verður. Spánarferöir á vegum L&L FORRÁÐAMENN ferðaskrifstof | unnar Lönd og Leiðir h.f. boð- uðu fréttamenn á sinn fund fyr- ir skömmu og kynntu þeim Spán arferðir, sem Lönd og Leiðir hef ur á boðstólum í ár. Þetta eru 17 daga ferðir, dval- izt er í hálfan mánuð á bað- ströndinni Costa del Sol og á Iheimleiðinni er höfð tveggja daga viðdvöl í London. f þessum ferðum er hægt að velja milli 6 hótela, en lagt er upp í fyrstu ferðina 22. maí og þá síðustu 23. október. í London eru tvær skoðunar- ferðir um borgina, önnur að degi til ,en hin um kvöld. Costa del Sol, eða Sólarströndin, eins og hún kallast á íslenzku, er sjyðsta baðströnd Spánar og íiggur alla leið milli Malaga og Gíbraltar, en í Malaga eru nautaöt haldin reglulega. Þá má einnig fara til Granada og lengri ferðir til Sev illa og Cordoba, auk þess sem boðið er upp á tveggja daga ferðalag til Marokko. Öll hótelin, sem Lönd og Leið u- h.f. bjóða upp á eru í Torre- molinos og allan þann tíma, -sem ferðirnar ná yfir, má nota sjó- inn. Fararstjórar eru Guðmund- ur Steinsson og Svavar Lárus- son og tala þeir báðir spönsku. Ódýrustu ferðirnar eru í maí og byrjun júní, en þær dýrustu í júlí, ágúst og september. Inni- falið í verði eru gisting í tveggja manna herbergjum, fullt fæði, nema á ódýrasta hótelinu, þar er aðeins morgunmatur, og einn ig er aðeins morgunmatur í London innifalinn, skoðunarferð irnar um London, flugfargjaild, ferðir milli flugvalla og hótela, flugvailarskattur og söluskattur. Ódýrasta ferðin kostar frá krón um 7.900 til 15.000 og sú dýrasta frá krónum 9.950 til 17.500, eftir því, hvaða hótel fólk vetLur í Torremolinos. Landfastur ís viö Horn og Sléttu zSIGLIN G ALEIÐIN fyrir Norðurlandi er ógreiðfær orð in vegna hafíss, en sam- kvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar í gær er ís- inn nú landfastur á Horn- ströndum og víða kringum Sléttu. Er siglingaleiðin hættuleg á þessum slóðum. Flugvél Landhelgisgæzlunnar, TF-SIF, fór í ísflug í fyrra- dag og er kortið, sem hér birt- ist, byggt á rannsóknum í því flugi. í fréttatilkynningu, sem Landhelgisgæzlan sendi blaðinu í gær um þetta ísflug, segir á þessa leið: Meginísinn, sem þekur sjö til níu tíundu af yfirborði sjáivar, liggur 50 sjómílur vestur af Straumnesi, 25 sjómílur norð- austur af Hombjargi, 30 sjóimíl- ur norður af Skaga og Siglu- nesi, 15 sjómílur norður af Grímsey, um 10 sjómílur norður af Hraunhafnartanga og 47 sjó- mílur norður af Langanesfonti, en þa beygir ísinn í norðaust- læga stefnu. Mkill rekís er fyrir öllu Norð urlandi, landfastur á, Horn- ströndum og víða kringum Sléttu. Siglingaleið er ógreið- fær og hættuleg, einkum við Horn og Sléttu. I m, i' Tt.-***** Arnulf Overland er látinn — Osló, 25. marz. NTBö NORSKA skáldið Arnulf Överland lézt í gær, 78 ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn þekktasti og merkasti rithöfundur Norðmanna á þessari öld. Amulf Överland. Arnulf Överland fæddist í Kristianssund 27. apríl 1889. Tuttugu og iveggja ára gam- all sendi hann frá sér fyrstu bókina, ljóðasafnið „Den en- somme fest“. Síðan liðu átta ár unz hin næsta „Bröd og vin“ kom út. Alls komu frá hans hendi um 15 ljóðabæk- ur, en auk þess skrifaði hann fjölda smásagna, sem margar hverjar þykja með hinu bezta í norskum bókmenntum, má nefna sögurnar „Gud plantet en have“ og „Den hárde fred“. Tvö leikrit skrifaði hann og auk þess var hann kunnur rit- gerða- og greinahöfundur og eftirsóttur fyrirlesari. Överland lét flest mól til sín taka. Á stríðsárunum barðist hann hatrammlega gegn áhrifum nazista og varð að dúsa í fangabúðum þeirra vegna skoðana sinna. Sfðar beindi hann orku sinni gegn kommúnismanum og var ómyrkur í máli, hvaða stefnu sem hann tók. Hann gegndi trúnaðarstörf um í norsku rithöfundasam- tökunum og var iðulega for- maður þeirra. Um tíma var hann formaður norska PEN- klúbbsins. Arnulf överland bjó síðustu tuttugu ár ævi sinnar í heiðursbústað ríkisins „Grotten“. Þó að Överland brygði sverði sínu hart og títt og bar- átta hans fyrir sannleikanum væri sterkasta aflið í skap- gerð hans og lífsskoðun, hef- ur hann oft verið nefndur „hi'ð einmana skáld“. Hann var uppreisnarmaður og raust hans hafði spámannlegan hljóm. Þessa gætir einnig í verkum hans og þrótt fyrir lýðhylli og grónar vinsældir var hann jafnan einn. Skáld- skapur hans er umfram allt persónulegur. Formið er kristallað og hreint, boðskap- urinn hverfur aldrei í skugg- ann fyrir innantómu orð- skrúði. Margir þekktir norrænir listamenn hafa minnzt Över- lands í dag og lofa snilld hans og sanna list. Ritari sænsku akademíunnar dr. Gierow sagði m.a. að överland hefði verið Norðmaður og skóld að innstu hjartarótum. Þess vegna hafi hann orðið fyrir of sókn nazista og orðið að dvelja í fangabúðum á stríðs- árum. En hann hafi aldrei látið bugazt, baróttuhugur hans hafi alltaf verið hinn sami'. Hann var meira en skáld, hann var heimsmaður og fylgdist vel með öllu sem gerðist í heiminum og var áfjáður í að láta skoðanir sín- ar í ljós. Dr. Gierow segir, að ljóð Överlands muni um ókomna tíð halda nafni hans á lofti. „Raust þeirra mun aldrei þagna“. Arnulf Överland kom til ís- lands fyrir nokkrum árum á vegum „Frjálsrar menningar“ og las þá upp úr verkum sín- um. Tvær bóka hans hafa komið út í íslenzkri þýðingu. A Austurlandi setti niöur mikinn snjó Á AUSTURLANDI setti niður geysiimikinn snjó um síðustu - LEITAÐ 3JA ÁRA DRENGS Framhald af bls. 32 arsveitin IngóLfur og Hjálpar- sveit skáta á vettvang og er aug lýst hafði verið eftir drengnum streymdu sjálfboðaliðar að hvað anæva. í gærkvöldi var Hjólpar sveit skáta í Hafnarfirði einn- :g komin á vettveng með spor- hund. Auk stígvélanna hafði fund- izt húfa í Reykjahiið, en ekki hafði verið staðfest að hún væri af drengnum. Stígvélin voru hins vegar ótvírætt talin af hon- um. Tókíó, 25. marz NTB—Reuter SNARPUR jarðskjálfti varð á japönsku éyjunni Kyushu í nótt og varð mikið tjón á húsum og mannvirkjum, og víða eyðilögð- ust járnbrautarteinar og símalín- ur löskuðust. Ekki er vitað til að manntjón hafi orðið. helgi og urðu allir vegir þar ófærir. f gærmorgun var vinnu- fært þar samkvæmt upplýsing- um Vegagerðarinnar og var þá byrjað að ryðja vegi út fró Egils stöðum og einnig frá Reyðar- firði til Eskifjarðar. Gert var ráð fyrir, að byrjað yrði að moka veginn um Fagradal í dag. Á Suðausturlandi setti einnig niður mikinn snjó, en umhverf- is Höfn í Hornafirði var í gær fært úr Suðursveit og austur í Lón. í fyrrakvöld varð fært til Víkur í Mýrdal og í gær var stórum bílum fært að Kirkjubæj arklaustri .Náðist því mjólkin úr Mýrdals- og Eyjafjallasveit- unum. Færð í Rangárvallasýslu, Ár- nessýslu og um Hvalfjörð til Borgarfjarðar var eftir atvi'kum góð í gær. í dag stóð til að að- stoða bíla á fjallvegum á Snæ- fellsnesi og eins yfir Holtavörðu heiði og Öxnadalsheiði, ef veð- ur leyfir, í gærkvöldi var verið að moka leiðina frá Akureyri til Húsavíkur og eins frá Akureyri til Dalvíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.