Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 196«
15
- ÞAÐ ER
Framhaid af bls. 10
í Nebraska, Oregon og Kaliforn-
íu og ef til vill víðar.
Staðan í helztu forkosningun-
um er sem hér segir:
• Wisconsin, 2. apríl: Mc-
Carthy og Johnson verða einir í
kjöri fyrir demókrata, og horfur
eru á því að McCarthy vinni ó-
tvíræðan sigur og fái stuðning
repúblikana, sem andvígir eru
Víetnam-stríðinu, en þeim er
heimilt að taka þátt í prófkosn-
ingum demókrata. Meira að
segja stuðningsmenn forsetans
segja, að -skoðanir McCarthys
falli í góðan jarðveg hjá íbúum
Wisconsin, og auk þess bendir
ekkert til þess, að Johnson muni
beita sér í kosningabaráttunni
þar.
• Indíana, 7. maí: Þar sem
McCarthy ákvað nýlega a'ð taka
þátt í forkosningunum í Indíana
og Suður-Dakota til viðbótar öðr
um kosningum, sem hann hefur
þegar ákveðið að taka þátt í,
fær Kennedy >ekki tækifæri til
að verða eini mótframbjóðandi
Johnsons í Indíana. Stuðnings-
menn McCarthys eru vel skipu-
lagðir í ríkinu, en skipulagsleysi
ríkir í röðum stuðningsmanna
forsetans. Kennedy hefur enn
ekki ákveðið hvort hann býður
sig fram í Indíana, og kosning-
arnar verða tvísýnar.
• Nebraska, 14. maí: Þar
getur Jonhson unnið fyrsta ótví-
ræða sigur sinn á þessu ári í
be:nni viðureign við andstæð-
inga sína. „Haukar“ standa vel
að vígi í ríkinu, og demókratar
virðast drottinhollir. Frank
Morris, fyrrv, ríkisstjóri, hefur
tekið að sér að stjórna kosninga-
baráttunni fyrir Johnson, og óvin
sældir Johnsons eru ekki það
miklar, að þær geti orðfð vatn
á myllu mótframbjóðanda, hvað
þá ef þeir verða tveir.
• Oregon, 28. maí: í þessu
ríki hafa þeir sem minna mega
sín venjulega náð góðum ár-
angri. Oregon-búar kjósa menn
og fara ekki eftir flokkslínum,
og auk þess ríkir megn andúð á
stríð;nu. En Wayne Morse Morse
öldungadeildarmaðuT hefur var-
að Kennedy við því,x að for-
setinn mundi vafalaust sigra
í forkosningunum í Oregon, ef
um þrfá frambjóðendur verður
að velja þar sem andstæ'ðingar
stiórnarinnar muni klofna.
• Kalifornía, 4. júní: Sá sem
sigrar þar fær stuðning 174 full-
trúa á flokksþinginu í sumar,
svo að mikið er í húfi. En engu
er hægt að spá um úrslitin. —
Demókratar eru margklofnir í
þessu ríki, en hins vegar hefur
Johnson ekki notið stuðnings
neinna skipulagðra samtaka þar
til nú fyrir skemmstu, að það
tókst að stofna samtök til stuðn-
ings honum, en það kostaði mik-
ið erfiði og þjark. í Kaliforníu,
eins og vfða annars staðar, nýt-
ur McCarthy stuðnings margra
gamalla fylgismanna Stevensons
og ungs fólks úr nýju vinstri-
hreyfingunni, en Kennedy kann
að fá fylgi margra þeirra. Ef
Johnson ætti við aðeiná einn
keppinaut að etja, væri hann í
alvarlegum vandræðum. En á
sama hátt og í Oregon hefur
hann góða sigurmöguleika, ef
bæði Kennedy og McCarthy
bjóða sig fram gegn honum.
Útreikningar
Keppnin um stuðning lands-
þingsfulltrúa í 36 ríkjum, þar
sem engar forkosningar eru
haldnar, hverfur alveg í skugga
forkosninganna sjálfra. Fulltrú-
ar þessara ríkja verða þó í
meirihluta á landsþinginu —
1.568 af 2.622 fulltrúum. Og í
sumum forkosningum, sem alls
eru 14, eru frambjóðendur sjálf-
kjörnir, og eru þá gjarnan vin-
sælir heimamenn kjörnir forseta
efni, eins og Stephen Young í
Ohio-ríki, sem njóta mun stuðn-
ings 115 fulltrúa á landsþinginu.
Young er talinn styðja Johnson.
Sigurmöguleikar Kennedys
byggjast á von um, að honum
takist að afla sér stúðnings nógu
margra fulltrúa, aðallega úr ríkj-
um þar sem engar forkosningar
eru haldnar, svo að hann hafi á
bak við sig að minnsta kosti all-
stóran hóp stuðningsmanna á
landsþinginu. Ef stuðningsmenn
hans og McCarthys og nokkurra
„heimamanna" verða nógu marg
ir, má vera að honum takist að
koma í veg fyrir að Johnson
verði kjörinn frambjóðandi við
fyrstu atkvæðagreiðslu, en þá er
hugsanlegt a'ð Kenedy takisí að
^ryggja sér meirihluta í næstu
atkvæðagreiðslu.
Enn sem komið er verður
varla sagt, að stuðningsmenn
hafi hópazt kringum Kennedy.
Formenn flokksdeilda demó-
krata í hinum einstöku ríkjum
eru flestir á bandi Johnsons,
samkvæmt athugunun sem hef-
ur verið gerð, og aðeins þrír
þeirra, formennirnir í New York,
Oregon og Tennessee, hafa vilj-
að lýsa opinberlega yfir stuðn-
ingi við Kennedy. Framboð
Kennedys vakti fyrst í stað að
minnsta kosti skelfingu fremur
en hrifningu meðal þingmanna
demókrata, jafnvel me'ðal þeirra
sem eru vinsamlegir honum. —
, Mörgum datt það sama fyrst í
hug: að hann mundi kljúfa
flokkinn. Margir þingmenn og
starfsmenn démókrata vita að
þeir eiga erfiða kosningabar-
áttu í vændum og að togstreita
milli æðstu forystumanna flokks
ins muni aðeins gera illt verra.
Einnig vita þeir, að forsetinn
getur hefnt sín griimim'ilega, svo
■að eðiilegt er að þeir k’jósi held-
ur að bíða og sj'á hvað setur,
kanna hvort Kennediy nýtur mik
ils fylgis, ganga úr skugga uim
a'fstöðu kjósenda sinn.a og fylgj-
ast með Skoðanakiönnunuim og
næs'tu florikosningu'm. En sikoð-
anir flól'ks í Bandarfkj'unuim eru
svo mjög á reiki unn þessar
m'undir, að skoð.anakannanir
gefa ranga vísbendingu. Vin-
sældir ftoirsetans og Kennedys
'hafa sveiflazt til og frá. Sam-
ik'væmt síðu’stu S’koðanaikiönnun
Galluips, sem birt var fyrir flor-
kosningarnar í New Hampslhire,
voru Jdhns'On og Kennedy hnif-
jafnir með s'tuðning, 41% kjós-
en.da á bak við sig, en vinsældir
Kennedyis hafa aukizt síðan í
janúar, þegar fylgi Jdhnsion var
10% mieira en fylgi Kennedyis. í
haust studdi 51% Kennedy en
39% Jdhnsion. Það getur telkið
leiðtoga dem'óikrata margar vik-
ut eð.a rrtánuði að ákveða hvern
þeir skuili styðja,
Suimiir ha.fa þegar tekið af-
s'töðu. Ridhard Dal'ey borgar-
stj'óri I Chica'go hetfuir Ihei'tið
Jdhnson stuðningi 11« fulltnú.a
síns ríkis. Riahard Huges, ríkis-
stjÓTÍ í New Jersey, befur einnig
■gefið Johnsion tooU'Uistýtfihlýe-
ingu. Sjáltfur varður flonsetinn
að l'á'ta sem engar kosningar séu
í aðeigi og vill sem minnsit um
iþær tala. En al'lt bendir til þess,
að hann miuni enduirskoð bar-
áttuaðlferðir sínar, þótt allt sé
enn á buldu.
NU ER ÞAÐ SVART, MAÐUR!
ÞAÐ ER.....miðsvetrarpróf í skólanum — eða — skurðlæknir í miðri aðgerð — eða flug-
véi að lenda í myrkri og þoku — eða — vitinn á Reykjanesi lýsir ekki — eða — útgerðarmað-
urinn á langlínunni við bankann — eða — áríðandi tilkynning til sjófarenda í útvarpinu —
eða — kannski eitthvað ennþá leiðinlegra: „S teinaldarmennirnir“ að byrja í sjónvarpinu.
OG ALLT í EINU BILAR RAFMAGNIÐ — HVAÐ SKEÐUR NÆST?
Yður, sem hafið á hendi og berið ábyrgð á rekstri svona stofnana, er ljóst hve mikla þýðingu
það hefur að eiga ráð á tiltæku rafmagni, þegar meginstraumurinn rofnar — og það er bara
ekki svo sjaldgæft.
Stundum kemur krap í uppistöður raforkuve ranna, stundum ísing á raflínur, stundum
brotna staurar, stundum er „ónærgætin“ jarðýta í nágrenninu og stundum er það bara
stofnörvggið. Afleiðingin er alltaf sú sama: Þér sjáið ekki lengur til við yðar ábyrgðar-
miklu störf — og stundum liggur lífið við.
Vandinn er þrátt fyrir allt auðleystur — með neyðar dieseí-rafstöð frá MWM MANNHEIM
MOTOREN-WERKE, — MANNHEIM AG í V estur-Þýzkalandi, en það fyrirtæki hefur í ára-
tugi byggt svona stöðvar íyrir hvers konar fyrirtæki, sem byggja öryggi reksturs síns á
áreiðanlegum orkugjafa.
Mannheim neyöar diesei-rafstöð 60 KVA
MWM — MANNHEIM, sem er einn af þekktustu diesel-véla framleiðendum á íslenzkum
markaði, vegna afburða þjónustu sinnar við ísienzkan sjávarútveg, framleiðir neyðarraf-
stöðvar í öllum stærðum og þrem mismunandi tímaflokkum: 1) „samstundis“ rafstöðvar
sem yfirtaka straumframleiðsluna á 0,00 sekúndum: 2) „augnabliks“ rafstöðvar. sem gefa
fullan straum eftir nokkrar sekúndur og 3) „normal“ rafstöðvar, sem ræstar eru af not-
anda, þegar hann óskar eftir varastraum eða til að mæta toppálagi.
Gerið svo vel og leitið frekari upplýsinga hjá vélfræðingi vorum á Vesturgötu 16 í Reykja-
vík — símar 11754, 13280, 14680
ÞAÐ GEFUR BEZTAN ÁRANGUR AÐ TALA VIÐ ÞÁ SEM
REYNSLUNA HAFA.
REYKJAVIK
^tyitrDMítLngiíLoo3 <J<£)irD®©@[ni cii ©@