Morgunblaðið - 26.03.1968, Page 25

Morgunblaðið - 26.03.1968, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1968 25 — Fjdrhagserfiðleikai Framhald af bls. 11 mjög góð og öll þjónusta íbezta lagi. Ætti því í raun og veru að vera sæmilega séð fyrir hag Reykvíkinga, hvað alla banka- þjónustu snertir. Þeir, sem þess -um málum stjórna, virðast hins- vegar vera á annari skoðun. Nú byggja bankarnir hvert útibúið af öðru, út um alla borgina, telja þetta sé nauðsynlegt, vegna núverandi og væntanlegra við- skiptavina til þess meðal annars, að stytta göngu þeirra í sam- bandi við bankaviðskiptin. Vel má vera að heppilegt sé, að nokk ur útibú séu starfandi í borg- inni, auk aðalbankanna, enda séu þau þá vel staðsett og ör- uggt að rúmgóð bílastæði séu og verði nálægt þeim. Hefði helzt þurft að vera frá upphafi ein- hverskonar samvinna um stað- setningu þessara útibúa milli bankanna. Þessar fjarlægðir. sem verið er að tala um í sam- bandi við bankaviðskiptin, skifta mjög litlu máli. Viðskiptamenn bankanna verða yfirleitt að fara í bíl eða strætisvagni og skifta þá nokkrir kílómetrar litlu, nema framtíðar—draumurinn sé sá, að bankaafgreiðsla verði í öðru hverju húsi. Það er sagt að þessi þr.óun, eða öllu heldur öfugþróun í bankamálum, eigi að halda áfram út um allt land, eða sé raunar nú þegar í fullum gangi. Orðrómur er t.d. á kreiki um það, að innan tíðar verði sex bankar staðsettir og starfs- andi í Egilsstaðakauptúni. Ég held, að þeir, sem banka- málum stjórna, ættu að stinga við fæti, hvað útþenslu snertir, að minnsta kosti í bili. Talið er að starfsmenn bankanna séu nú orðnir á annað þúsund. Þjóðin mun una því illa, þegar hún átt- ar sig, að samskonar kapphlaup verði milli bankanna um við- skiptin eins og t.d. hefir verið milli olíufélaganna. Bankaútibúin eru dýr, með nútíminn heimtar. Má gjöra ráð fyrir að hvert útibú kosti millj- ónir, eða jafnvel tugi milljóna, og verulegur hluti af því er erlendur gjaldeyrir. Svo er það starÆsfóilkið. Til bankastarfa verða ekki notaðir nema sæmi- lega færir menn. Það fé, sem notað er til þess að stofnsetja banka eða bankaútibú, hverfur úr umferð og kemur aldrei aft- ur. Það er klipið af því litla og ófullnægjandi fjármagni, sem viðkomandi banki myndi annars hafa handbært óskert til stuðn- ings hinum aðþrengdu atvinnu- vegum, eða þeim, sem eru að basla við að byggja íbúðir og vantar ef til vill ekki nema fimmtíu til hundrað þúsund kró nur þess til að geta gjört íbúðir íbúðarhæfar. Gott væri að Seðlabankinn hefði þessar stað- reyndir í huga þegar hann bygg ir yfir starfsemi sína. Ég hefi leyft mér að draga hér fram nokkra þætti þjóðlífs- ins sem ekki geta talist stjórn- málalegs eðlis, en hafa sogað til sín meira fjármagn úr þjóðarbú- inu heldur en menn, að minni hyggju, almennt gjöra sér grein fyrir. Þegar þannig er komið hag þjóðarinnar, að talið er beint tap á öllum atvinnurekstri og aðal— atvinnuvegimir geta ekki haldið áfram nema með styrk úr ríkis- sjóði, styrk úr þeim sjóði, sem þessir atvinnuvegir standa þó raunverulega undir, þá ættu all ir að geta séð, hvernig ástand- ið er. Þetta ástand ætti að kenna sérhverjum einstaklinig og hverju fyrirtæki, að sóun fjár- muna, í hvaða mynd sem er, verður að teljast með öllu óaf- sakanleg. Verkefni sem kosta tugi millj- arða bíða allsstaðar óleyst. P.S.: Eftir að ég hafði hripað framangreindar línur var hald- inn blaðamanmaifundur í sjón- varpssal, þar sem Dr. Jóhannes Nordal var til andsvara. Virðist nú vera á uppsiglingu einhver skilningur á því að stofnsetning nýrra banka leysi engan vanda í sambandi við fjárhagserfiðleika þjóðarinnar. Gestur Jóhannsson. Á mynd þessari sjást verðlaunapeysumar tvær. Karlmanna- peysan er verk Halldóru Einarsdóttur úr Mýrdal, Guðrún Jónasdóttir úr Garðahreppi á heiðurinn af liinni. Islenzkar lopapeysur eiga mikla framtíð — Úrslit í samkeppni Svo sem kunnugt er, hóf Ála- foss h.f. á sl. ári framleiðslu á hespulopa, og einnig hefur Ála- foss framleitt peysupakkningar af ýmsum gerðum. Munstur lopapeysanna hefur verið í frekar föstum skorðum, en sífallt jukust kröfurnar um meiri fjölbreytni. Var það ráð því tekið að efna til samkeppni um munsturgerð og nýjungar úr hespulopa. Þessi prjónasamkeppni hófst í janúar, og henni er nú lokið fyrir skömmu. Formaður dóm- nefndar var Haukur Gunnarsson í Rammagerðinni. Verðlaununum var heitið, og voru 1. verðlaun 10.000 krónur, en alls voru 10 verðlaun veitt. Ásbjörn Sigurjónsson forstjóri Álafoss boðaði blaðamenn á sinn fund til að kynna þeim úrslitin í þessari samkeppni. Alls bárust til keppninnar 160 peysur. Dóm- nefndin var sammála um að veita 1. verðlaun Halldóru Ein- arsdóttur frá Kaldrananesi í Mýr dal, fyrir herrapeysu með ragl- ansniði. 2. verðlaun, 5.000 krónur hlaut Guðrún Jónasdóttir, Löngu fit 38 í Garða-hreppi, og þá voru veitt 8 önnur verðlaun, hver að upphæð 1000 krón-ur. Ásbjörn Sigurjónsson vakti at- hygli á þeirri staðreynd, að prjónaskapur úr lopa væri orð- inn mjög almennur og gefur Alafoss h.f. mörgum drjúgar tekjur og að auki gjaldeyri í þjóðarbúið. — 40000 lopapeysur voru fluttar út á sl. ári fyrir 20 milljónir króna. Kvað Ásbjönn þessa tölu auð- veldlega vera hægt að fimm- falda. Við röbbuðum stundarkorn við hina 26 ára gömlu heimasætu úr Mýrdaln-um, Halldóru Einars- dóttur, sem hlaut 1. verðlaunin, 10.000 krónur. ,,Ja, ég er ekki gift, og þess vegna prjónaði ég ekki þessa peysu á neinn karlmann, en máski að verðandi eiginmaður minn myndi sóma sér vel í henni. Satt að segja prjónaði ég peysuna í frístundum mínum frá bústörfum við bú föður míns. Þær gefast alltaf nokkrar, þótt nóg sé að gera. Annars hef ég nú ekki alltaf unnið að bústörfum. Ég h-ef h. d. verið á vertíð í Eyjum, van-n í hraðfrystihúsi þar. Ég hafði reglulega gaman af að prjóna þess-a peysu úr hespulopanum, var alls ekki len-gi, og ef það væri til leið- beiningar fyrir einhverjar ,,þá notaði ég prjóna númer 3 og hálft.“ Ásbjörn bað okkur að lokum að skila því, að peysum þátttak- endanna yrði skilað á morgun mánudag, í Álafossi við Þin-g- holtsstræti. Hý kjörbúð KHB d Reyðarfirði Reyðarfirði, 18. marz. f DAG f>ór fraim form-leg opnun kjörbúðar h-já KHB á Reyðar- firði, en það er fyrsta kjör'búð- i-n, seim félagdð opnar. KHB hef- -ur reki-ð verzlun hér um 60 ára skeið, í 20 ár á Egitestiöðum og útibú í Borgarfirði sl. ár. Kaupfélagsstjórinn, Þiors-teinn ©veimssion, opnaði nýju kjörbúð- ina með ræðu, þar seim hann lýsti fra-m(kvæmdu'm. Viðstaddir voru starflsim'enn kaupféla-gsins, ■stjórn KHB, sveitar-stjórn og -sveitarstjóri Reyðarfjarðar, isýsluima'ður S-M'ú-las., útilbúsistj. Landslb. Esklfj. og Bninaðarb. Eg. og kaupfélagsistj. nágrannakaup félaga. Nýja verzlunin er til hiúsa í að alfverzlunarfhúisimu, sem býggt var 1038 og er 100 fenm. að steerð. Ski-pulagningu annaðist Stenior Rönning, en breytinguim stjórnaði Völun-dur Jóftianms-son. Innrétt'img er simlíðuð hj>á Nbr- sys'tem í Osló. Mála-ri var Gísli Sigurðsson, en Guðjón Þórarins- son eá um raflagnir. Frarn- kvæmdir hófust um miðijan jan-ú ar sl. Verzlunarstjóri kjöhbúðarinn- ar er Marinó Siguhbjömsson, en aulk hans vinna þar fjórar stúfk- u-r. Eru selidar í kjörlbúðinni all- ar vörutegund'ir aðrar en bygg- ingavörur og járnvörur, Er gesti-r höfðu skoðað nýju kjörbúðina bauð JÞorsteinn Sveirassion, kaupfélagsstjóri, til veizlu í gistJhúsi KHIB. Voru þar fluttar margar ræður. R-eyðfirðingar fagna að von- iwn þessum áfanga í bættuim við skiptahátbu'm. — Fréttaritari. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Wk f ÞÉR eruð mjög á farands fæti og kunnugur heims- álfunum. Hvað teljið þér vera mesta vandamál heimsins? Heimspekingurinn Will Durant sagði einhverju sinni: „Mesta vandamál vorrar tíma er ekki kommúnismi andspænis einstaklingshyggju, ekki Evrópa andspænis Ameríku, ekki einu sinni austr- ið andspænis vestrinu. Vandamálið miklar er, hvort maðurinn þraukar án Guðs“. Mannkynssagan er frásaga af tilraunum, sem mennirnir gera til þess að lifa án Guðs. Maður- inn er að leitast við að þroska sjálfan sig og vera sjálfum sér nógur í æ ríkara mæli. Hann vill vera óháður Guði og æðri máttarvöldum. En það voru björtu skeiðin í sögunni, þegar Guði var sýnd sú vegsemd, sem honum bar, og boð hans voru virt. Enn virðist heimurinn freista þess að lifa án Guðs. Hinar miklu fyrirætlanir vísindanna, fram- farir í kjarnafræðum, geimáætlanir, risastökkin í læknisfræðinni — af öllu þessu vilja menn draga þá ályktun, að Guð sé fjarlægur og óþarfur. Fyr- ir mörgum eru stjórnarvöldin orðin eins konar guðdómur, enda reyna þau að veita okkur vernd og hjálp, frá því við fæðumst og þar til við erum öll. En vandamálið, sem við eigum við að etja, er þetta, eins og Durant sagði, hvort manninum er bærilegt að lifa án Guðs. Satt að segja ætlar tilraunin ekki að takast sérlega vel, þrátt fyrir allar vísindalegar framfarir. Menn eru þúsund- um saman farnir að endurskoða afstöðu sína. Þeir trúa því, að vegurinn frá Guði endi í vegleysu. Fiat 1500 C ’66 til sölu ekinn 25. þús. km. Sérstaklega fallegur og vel með farinn bíll. Selst með F.M. útvarpi, nýju sætaáklæði og nagladekkjum. Upplýsingar í síma 14034 í dag og næstu daga. Útgerðarmenn T I L S Ö L U : Skrifstofuhúsnæði og geymslurými í nýju húsnæði við Höfnina. Uplýsingar á skrifstofunni. FASTEIGNASALAN, Garðastræti 17. Vélskóíla Til sölu amerísk vélskófla af Köringgerð mjög hraðvirk og dugleg vél. Skipti á stórum og góðum völubíl koma til greina. Sími 34033 — 34333. ÚTBOÐ Landsvirkjun auglýsti 4. marz s.l. í ríkisútvarpinu eftir tilboðum í smíði tveggja 1500—2000 rúm- metra olíugeyma ásamt tveggja kílómetra olíu- leiðslu 8 tommu víðri. Nánari upplýsinðar á skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, sími 38610. Húsmæður — húsmæður Við notum hið fræga BIO-TEX. Komið með þvottinn. — Reynið viðskiptin . Óbreytt verð. — Sækjum, sendum. Þvottaliús Vesturbæjar, Ægisgötu 10, sími 15122.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.