Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1968 ALÞIIM GI Lánveitingar til dvalarheimila þvðingamiklar fyrir dreifbýlið 2. umrœða um Byggingasjóð aldraðs fólks UMRÆÐUR urðu töluverðar í Neðri-deild Alþingis í gær þeg- ar frumvarp um byggingasjóðs aldraðs fólks kom til 2. um- ræðu. Ásgeir Pétursson mælti fyrir áliti heilbrigðis- og félagsmála- nefndar, en hún varð sammála um að mæia með samþykkt frumvarpsins óbreyttu. 1 ræðu sinni sagði Ásgeir Pétursson m. a.: Þau lög, sem nú tgilda um byggingasjóð aldraðs fólks, eru frá árinu 1963. Kjarni þeirra er sá, að tekjum af happdrætti dvalarheim-ilis aildraðra sjó- manna skuli varið til lánveitinga til íbúðarbygginga fyrir aldrað fólk. Frumvarp það, sem nú er flutt til breytinga á þessum lögum, stefnir í meginatriðum að þvi, að færa út, gera hlutverk bygg- ingasjóðsins víðtækara, þannig að heimila, að auk lánveitinga til ibúðabygginiga, megi einnig lána úr sjóðnuim til dvalarheim- ila fyrir aldrað fólk. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd varð sammála um það, að mæla með þvi við deildina, að frumvarp þetta yrði samþykkt óbreytt. Það virðist Ijóst, að meginrök- semidin fyrir réttmæti þess að fallast á þessa breytingu, er fóig in í því, að núverandi reglum er augljóslega of þröngt skor- inn stakkurinn, bæði að því er varðar viðhorf til sveitar- og sýslutfélaga og einstaklinganna sjálfra. Sézt það bezt á því, að þvi fer fjarri að smá sveitarfélög eða sýsltúfélög geti leyst vanda aldr- aðs fólks, að því er heimilis- hald umönnun og öryggi varð- ar, með því að byggja yfir það íbúðir. f strjábýlinu kemur hér einnig til takmarkað gjaldiþol sveita- og sýslusjóða en um þá síðarnefndu má segja að bætt hefur verið á þá ýmsum útgjöld um, bæði með löggjöf og á ann- an hátt, án þess að þeim væri séð fyrir sambærile(gum nýjum tekjustofni. Er það mál þó í athugun hjá nefnd, sem ríkiisstjómin hefur skipað. Þeir öldruðu, karlar og konur, sem einku þurfa á því að halda, að þeim sé séð fyrir skjóli, eru einstæðingar, sem ekki eiga að aflögufæra venzlamenn eða eiga sér öruggt athvarf á einkaheim- illum. Augljóst er, að þegar slíkt fólk á í hlut, er hagkvæmt að marg- ir búi saman í dvalanheimili, þar sem unnt er að hafa sameigin- lagt mötuneyti, þvottahús, heil- brigðiseftirlit og margs konar aðra þjónustu, sem veita þarf hinu aldraða fólki Þá má líka minnast að aldr- að fólk er margt félagslynt og hef ég það eftir góðum heiim- ildum, að yfirleitt uni aldrað fólk sér vel í stórum dvalar- heimilum, þótt sú regla sé ekki án undantekninga, frekar en aðrar, enda er alkunnugt, að við íslendingar erum nokkrir ein- staklinsgshyggjumenn að lundar- fari. Þá er á það að líta, að eins og ég sagði, geta sveitarfélög úti á landi trauðla hagnýtt sér hlumn indi núgildandi laga en á hinn bóginn er tekna til happdrættis ins ekki síður aflað út á lands- byggðinni, en hér í þéttbýlinu. Það er því einnig af þeirri á- stæðu sannigjarnt, að færa starfs svið sjóðsins og gefa smærri stöð um kost á því hagræði, sem í því felst að fá lán úr bygginga- sjóði aldraðs fólks. Nú er í þessu frumvarpi lagt til að lán úr byggingarsjóði aldr aðs fólks megi nema ’allt að 20% af kostnaðarverði þeirra og er jafnframt heimilað að veð fyrir þeim framlöigum megi taka í 'heimilunum sjálfum. Jafnframt er lagt til að heimild, um að lánin verði veitt á eftir eða sam hliða öðrum veðlánum, alit að 60% af kostnaðarverði þeirra. Þessi fyrirgreiðsla skiptir aug ljóslega talsverðu máli fyrir þá aðila, sem nauðsynliega þurfa að koma upp dvalanheimiLum úti á landi. Hitt er svo annað mál, að vert er að vekja athygli á því að æskilegt væri að vandlega verði kanniað hvar hagkvæmt og skyn samlegt er að staðsetja slík dvalarheimil fyrir aldrað fólk í landinu. í fyrsta lagi er rétt að koma í veg fyrir eftir því sem efni standa til að þau verði staðsett af handahófi, t.d. eftir hæpinni Ásgeir Pétursson. skipulagsskrá gjafafjár eða erfða gerninga. Það er ekki nóg að byggja dvalarheimil það verður einnig að vera unnt að reka þau á sem hagkvæmastan hátt. Þá þarf og að sporna við þvi að hreppapólitík og metingur ráði staðarvaldi dvalarheimill- anna. Nægir í því efni að minna á staðsetningu sumra félags’heim ilanna, en einsýnt er að stað- setning þeirra hefði surns stað- ar mátt betur takast og víða hefðu mörg sveitarfélög geta sameinast um eitt slikt heimi'li, ekki sízt vegna bættra sam- gangna um landið og aukins bif reiðakosts landsmanna. Þyrfti því nauðsynlega að kanna þörf landsins í heild um siík dvalarheimi'l og reyna að koma þeiim haganlega fyrir og byggja ekki fleiri en unnt er svo að standa undir. Ég vil aðeins geta þess til fróð leiks að hjá okkur í Borgar- firði, þar sem nefnd hefur starf- að að undirbúningi dvalarheim- ilisbyggingar nokkur ér, en ekki getað hafizt handa vegna fjár- skortis, var upprunalega tun það talað að byggja slíkt heimili upp í hérðinu, enda lá fyrir loforð velviljaðs fólks um iland og nœg- an aðgang að jarðhita. Sú hefur þó orðið raunin é, að við eruim orðin sammála um það í nefndinni, að byggja heim- ilið heldur í Borgarnesi. Þar er nægur vinnumarkaður starfs- fólks, heimilið verður þar und- ir handarjaðri læknis og skipu- laig samgangna veldur því að ættmennum og vinum dvalar- Pétur Sigurðsson. heimilisfólks verðuT léttara að koma þangað í heimsóknir, og er sá þáttur þessa máls sýnilega ekki veigaminnstur . Ef menn íhuga kjarna þessa máls, þá munu þeir örugglega gera sér grein fyrir því, að víða um land hafa menn áhyggjur af þeim skorti, sem þar er á dval- arheimiLum fyrir aldrað fólk. Það má ekki gleyma því, að það er einmitt sú kynslóð, sem nú er að skiia af sér, etftir lang- an starfsdag ,sem skiiar okkur, sem yngri eruim, þessu landi betra og biómlegra, en það hef- ur áður verið. Við stöndum öll í þakkarskuid við þá, sem nú eru við aldur og hafa slitið kröft um sinum fyrir land og lýð. En góður vilji einn saman dug ir ekki, það verður að gera ráð- stafanir af opinberri hálfu til þess að koma til móts við óskir þeírra, sem nú eilga rétt á hvild eftir strangan. dag. Það er skuld, sem þjóðinni ber að gjalda og með samþykkt þessa frumvarps, er stigið spor í þá átt. Stefán Valgeirsson mælti fyr- ir breytingartillögu er hanm flyt ur og fjallar hún um að lánveit- ingar til ibúðabyggiwga sitji fyrir lánveitingu ti.1 dvalarheim- ila, geti sjóðurinn ekki fuilnægt eftirspurn eftir lánum. Pétur Sigurðsson sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins gagnrýndi breytingartillögu Stef áns og sagði hann að svo virt- ist sem hlutverkum þeirra væri skipt, þar sem hann legðiist á móti því að fjármagn sem að- eins kæmi til nota fyrir Reykja- vík á næstu árum yrði flutt, til þess að það nýttist betur úti é landsbyggðinni. Síðan sagði Pét- ur m.a.: Það kom fram í framsögu- ræðu minni um málið, að það fé sem hefði þegar runnið til Byggingarsjóðs aldraðs fólks, hefði og væri bundið þar enn og það væri aðeins eimn urnsækj andi um lán úr þéssum sjóði, þ.e. Reykj avíkurbor/g. Við erum ekki að leggja til, að úr þeim mögu- leika verði dregið að Reykjavík- urborg og e.t.v. Akureyri, reisi hentugar búðir fyrir aldrað fólk og fói lán úr sjóði þessum til þess. En ég tók það skýrt fram, að við teidum að þetta fé rnundi nýtast betur með því að veita því til lána til bygginga dvalar- heimila, sem nú þegar eru á rmörgum stöðum í undirbúningi. Það kom t.d. fram hjá framisögu- manni að áhugi er á slíkri bygg- ingu í Borgarfirði, og ég get líka skýrt fiá því að á Akranesi hafa systursamtök þeirra, sem standa að happdrætti dvalarheimi'lis aldraðra sjómanna og Hrafnistu dvalarheimilinu sjálfu, hafa þag ar hafið undirbúning að bygg- ingu sliks heimilis, og ég hef einmitt þeirra vegna svo og vegna Akureyringa og Siglfirð- dniga bent á það, að nauðsynlegt væri fyrir þá að tengja sínar framkvæmidir við framkvæmdir okkar hér í Reykjavík. Þessi samtök eiga ef til viU, vegna nafns sins, möguleika é lánum, sem engir aðrir aði'lar eiga, en þar er átt við einkasjóði sjó- mannastéttarinnar sjálfrar, þ.e. lífeyrissjóði togarasjómanna og undirmanna á farskipum, en sá sjóður hefur komið mjög veru- lega til hjálpar samtökum hér í Reykjavík við byggingar Hrafn istu. Ég hefði álitið, og tók það reyndar fram í framsöguræðu minni, að það, sem að var stefnt með upprunalegu lögunum um Byggingasjóð aldraðs fólks, væri auðvitað mjög æskilegt oig ég styð það heils hugar. Það er þörf á að koma málum þannig fyrir að aldrað fólk geti dvalist sem lengst í því umhverfi sem það hefur starfað í, og með þessu frumvarpi okkar er ekki verið að setja þar neihn hemil á. Hins vegar er þörfin fyrir dvalarheim ili mjög brýn hjá okkur. Hér vantar nú, miðað við þá þörf sem okkur er kunnugt um, 500 ellivistaipláss víðs vegar um landið og það þarf að gera stórt átak í þessum málum, og m.a. með þvl að gefa ákveðnum stöð- Framhaid á bls. 21 Frumvarp til 2. og 3. umræðu FJÖGUR mál voru á dagskrá Efrí deildar i gær, og voru þau öll tekin til umræðu. Dráttarbrautir og skipasmíðastöðvar Stjórnarfrumvarpið um drátt- arbrautir og skipasmíðastöðvar kom til 1. umræðu, en það frum varp fjallar um aufcna lántöku- heimild fyrir umrædd fyrirtæki. Mál þetta hefur verið afgreitt frá Neðri dieild og var að lok- inni umræðu vísað tii 2. um- ræðu og fjárhagsnefndar deild- arinnar. Ættaróðul Frumvarp Odds Andréssonar og Bjartmars Guðmundssonar um breytingu á lögum um ættar óðul var til 1. umræðu í Efri deild. Enginn tók til máls, og var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og landlbúnaðarnefnd- Atvinnuréttindi skipstjórnannanna Frumvarp um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íislenzkum skipum kom til 3. umræðu og var það samþykkt og frumvarp- ið afgreitt til Neðri deildar. Tímareikningur á íslandi Frumvarp um tímareikning á íslandi kom til 2. umræðu og mælti Sveinn Guðmundsson fyr- ir nefndaráiiti. Frumvarp þetta fjailar um, að sami tímareikn- ingur s'kuli gilda á fslandi allt árið. Mælti nefndin með sam- þykkt frumvarpsins, og við at- kvæðagreið'slu var það sam- þykkt og því vísað til 3. um- ræðu. Tveir fundir í Neðri deild Tveir fundir voru haldnir í Neðri deild Alþingis i gær. Á fyrri fundinum var frumvarpið um ráðstafanir til iækkunar rik isútgjalda afgreitt til 3. um- ræðu, frumvarpið um sildarút- vegsnefnd afgreitt til sjávarút- vegsnefndar og 2. umræðu, frumvarp um Byggingasjóð aldr aðs fóil'ks afgreitt til 3. um- ræðu og þingsályktunartillaga um nefnd til að rannsaka ým- is atriði herstöðvarmálsins var afgreitt til nefndar . Sparnaðarfrumvarpið Frumvarpið um lækkun ríkis- ú tg j ald'a, spa rn aðarf rum varpið, var síðan tékið til 3. uimræðu á síðari fundi deildarinnar. Urðu þá töluverðar umræður um miálið og tóku þátt í þeim Matthías Á. Matiesen, formaður fjárhagsnefndar deildarinnar, Vilhjálmur Hjálmarsson, Gísli Guðmundisson, Þórarinn Þórar- insson, Magnús Jónsson fjár- málaráðherra, Guðlaugur Gísla- son, Magnús H. Gíslason og Gylfi Þ. G'íslason, menntamála- ráðherra. Var einkum rætt um breytingu á fyrirkomulagi yfir- stjórma fæðslumála, en sem kunnugt er gerir frumvarpið ráð fyrir, að embætti fræðslumála- stjóra verði lagt niður sem slíkt. í ræðu menntamálaráðherra kom fram, að ekki mundu verða um að ræða breytingar á yfir- stjórn fræðslumála. Hér væri að eins um skipulagsbreytingu að ræða og samræmingu. Sagði hann nú fræðslumálastofnunina starfa á fimm stöðum í borginni og væri ætlunin að færa alla þá starfsemi inn í ráðuneytið. Kvað ráðherra það skoðun sína, að hliðistæðar skipulagsbreytingar þyrfti að gera hjá fleiri ráðu- neytum. Verkamannabústaðir Frumvörp um verkamannabú- staði og húsnæðismálastofnun ríkisins 'komu til 2. umræðu. •Mælti Bragi Sigurjónsson fyrir áliti heilbrigðis- og félagsmála- nefndar, sem lagði til ,að frum- vörpin yrðu samþykkt óbreytt. Bæði þessi frumvörp fjalla um það, að forkaupsréttur gildi á ibúðum, þótt selja verði þær nauðungarsölu. Dýravernd Frumvarpið um dýravernd kom einnig til 2. umræðu. en það fjallar um, að óheimilt verði að reka hvali á land, nema fyrirsjáanlega verði hægt að nýta þá. Mælti Pétur Pétursson fyrir nefndaráliti, en einnig U'I- Guðlaugur Gíslason til máls og sagði í ræðu sinni, að kanna þyrfti bvort ekki væri rétt að banna með öliu að reka hvaili á land, en ef það yrði leytft þyrfti að kanna, hvort ekki væri hægt að viðhafa mannúðlegri meðferð við slálrun dýranna, en að stinga þau með lagvopnum. Þegar sá háttur væri viðhafður, væri alltaf hætta að dýr yrðu særð, en slyppu síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.