Morgunblaðið - 26.03.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.03.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1968 3 FEGURÐARDROTTNING fs- lands og ungírú Reykjavík 1968 voru kjörnar í Lídó sl. sunnudagskvöld. Ungfrú fs- land 1968 var kjörln Jónína Konráðsdnttir frá Hellis- sandi og ungfrú Reykjavík 1968 varð Helen Knútsdóttir. Sigríður Gunnarsdóttir, for- stöðukona Heilsulindarinnar, sá um keppnina og undirbjó hana, og fór hún ágætlega fram. Maria Ragnarsdóttir að stoðaði Sigriði við að leið- beina stúlkunum fimm, sem þátt tóku í keppninni, í ýms- um atriðum varðandi fram- komu. Stúlkurnar gátu kom- ið i Heilsulindina, þegar þeim hentaði og undirbúið sig und- ir keppnina, með þvi að not- færa sér þá ágætu aðstöðu, sem þar er. Við hittum Jón- ínu og Helen að máli í gær. Jónína er alin upp á Snæ- fellsnesinu og lék sér jöfn- um höndum við marhnúta og sili í þarapollum, við sóleyj- ar og grös í túnjaðrinum og klifraði í klettunum, þar sem huldufólk átti að eiga heima. Fyrir u.þ.b. ári lauk Jónina námi frá Fóstruskólanum og síðan hefur hún starfað sem fóstra að Silungapolli. — í>ú ert barn sveitarinn- ar, Jónína? Frá vinstri: Hrefna Steinþórsdóttir, Helga Jónsdóttir, Jónína Konráðsdóttir, fegurðardrottn ing íslands 1968, Helen Knútsdóttir, ungfrú Reykjavík 1968 og Gunnhildur Ólafsdóttir. Ljósm.: Kristinn Benediktsson. m'j’ög spennandi. Faðir minn sagði okkur krökkunuim margar sögur á þessuim órum og sérstaklega þóttu okkur þjóðsögurnar spennandi. — Hvar igiekkst þú í skóla? — Fyrst var ég í skóla á Hellissandi. Síðan tók ég landspróf í Stykkishólmi og — segir Jónína Konráðsdóttir, 22 ára gömul fegurðardrottning Islands 1968 — Rœtt við tegurðardrottningu íslands 1968 og ungfrú Reykjavík 1968 — Jó, það er ég. Ég mjög skemmtilegt að leika sér þarna. Við krakkarnir fór um í ferðalög, stóðum á klöpp unum og veiddum síli og lék- um okkur í fjöru og túni. Min fyrstu ferðalög voru ti’l að skoða hrauniklettana í Búð- arhrauni og í þainnig ferð heyrði ég fyrst söguna aif Axx ar-Birni og mér þótti hún var a Búðum í Staðarsveit þar til ég var 8 ára, en þá fluttist ég til Heilissands og ég tel mig vera „Sandara”'. — Þú hefur þá væntanlega leikið þér við fjöru og fjall þarna á Snæfellsneisinu? — Ég hefði ekki viijað eiga aðrar bernskustöðvar, það var Helen Knútsdóttir, ungfrú Reykjavík 1968. að fiétta saman ævintýrið og hversdagsleikann og finna heilbrigða lífshamingju. Mað ur má ekki lita allt of al- varlegum augum á sjálfan sig. — Varpar ljómi fegurðar- samkeppninnar nokkri rýrð á áhuga þinn fyrir fóstrustarf inu ? — Nei alls ekki, mér finnst það ekki breyta neinu. Ég hef áhuga á þessu starfi og ég vil vinna að því. Mér lið- ur alveg nákvæmlega eins og áður en ég fór í þetta og hef engan áhuga á að fara til ann arra landa, nema ti þess að sjá mig um. íslands er mitt land. hér er mitt fólk og hér vil ég starfa. Við þökkum Jónínu fyrix spjallið ag kveðjum þessa lát lausu fegurðardís sem trúir á land sitt og sveit. Koibrún Einarsdóttir, fegurð- ardrottning íslands 1966 krýn ir Jónínu Konráðsdóttur. Ljósm. Kr. Ben. var í Kennaraskólanum einn vetur áður en ég fór í Fóstru- skólann. — Þú vinnur núna á vist- heimflinu að Silungapolii? — Já, ég hef verið fóstra þar siðan ég lauk námi við Fóstruskólann í vor. — Varstu strax ákveðin í að fara í keppnina, þegar þú varst beðin ixm það? — Nei, það var ég alls ekki, en ég skal segja þér, að ég fór kannski svolítið af ævin- týraþrá í keppnina. Ég trúi því að ævintýrið verði að vera með í spilinu, það þarf Helen Knútsdóttir er 17 ára gömul og var yngsti þátttak- andinn í keppninni. Helen er fa'drt í Danmörku, en kom 6 ára gömul heim til tslands r'ramhald á bls. 31 Jónína Konráðsdóttir á heimili sínu í Reykjavík, að Bogahlíð 14. STAKSTEINAR í nöp við staðreyndir Kommúnistablaðið veittist fyr ir nokkrum dögum að Sveini Björnssyni, verkfræðing, for- stjóra lðnaðarmálastofnunar ís- lands, vegna teikningar sem birt ist í Morgunblaðinu hinn 4. marz ** sl. þar sem skýrt var hversu lengi verkafólk væri að vinna upp tap eftir verkfall, miðað við það hversu lengi verkfallið stæði og hversu mikil kauphækkunl fylgdi í kjölfar þessa. Teikningu þessa gerði Sveinn Björnsson í sambandi við erindi, er hann flutti á fundi Stú- dentafélags Reykjavikur, um það hvort verkföli væru úrelt og var teikningin birt í fram- haldi af frásögn Morgunblaðsins af þeim fundi. En það er raunar býsna athyglisvert, að kommún- istablaðið skuli fárast yfir því að slíkar upplýsingar koma fram. Vafalaust hefur forstjóri Iðnaðarmálastofnunarinnar ver- ið reiðubúinn til þess að af- henda livaða blaði sem er þessa “■ teikningu, ef farið hefði verið fram á það, en það sem mestu máli skiptir þó er það, að komm- únistablaðinu virðist vera eitt- hvað í nöp við það, að slíkar staðreyndir koma fram. Vissu- lega á verkafólk rétt á því að vita hvað það er að fara út í, þegar efnt er til víðtækra verkfalla og við ákvörðun um það, hvort út í verkföll skuli Ieggja, hljóta verkalýðssamtök- in, félagsmenn þeirra og forustu menn að vega og meta tapið, sem af verkfallinu leiðir bein- iínis fyrir þá og þann ávinning, sem hugsanlegt er að náist. Og það er óneitanlega harla ein- kennileg fullyrðing ,að slik upp- lýsingastarfsemi sé ekki í verk- sviði Iðnaðarmálastofnunar ís- lands. Fúkyrði kommúnista- blaðsins í garð Sveins Björns- sonar, forstjóra Iðnaðarmála- stofnunarinnar eru ekki svara- verð. lðnaðarmálastofnunin hef- ur unnið gagnlegt starf og notið « trausts bæði vinnuveitenda og verkalýðssamtaka svo og annarra aðila og svo mun vafalaust verða í framtíðinni, þrátt fyrir árásir kommúnistablaðsins á forstöðu- mann þessarar stofnunar . Aukin vinnsla sjdvarafurða Lengi hefur verið um það rætt, að nauðsynlegt sé að auka vinnslu íslenzkra sjávarafurða innanlands í stað þess að flytja þær út, sem hráefni að mestu leyti. Margir hafa talið, að með aukinni vinnslu sjáv- arafurða innanlands, væri hægt að skapa traustari grundvöll undir atvinnulíf okk- ar og að í framtíðinni beri ~ að leggja mesta áherzlu í upp- byggingu slíkrar vinnslu. Nauðsynlegt er að þetta mál verði brotið til mergjar bet- ur en gert hefur verið og þá sérstaklega kannað hvernig tollamálum er háttað gagnvart fullunnum sjávarafurðum í lík- legustu markaðslöndunum, því telja má vist, xð hráefni séu mun lægra tolluð erlendis en fullunn- in vara. Verði niðurstaðan sú, að tollmúrar erlendis hljóti óhjá- kvæmilega að takmarka mjög aukna vinnslu sjávarafurða inn- anlands verða fslendingar ann- ars vegar að kanna hvaða at- vinnugreinar aðrar innanlands beri að leggja mesta áherzlu á f til þess að ná á ný auknum og vaxandi hagvexti og í öðru lagi, hvort unnt sé að koma á fót fiskiðjuverum erlendis, eins og gert hefur verið í Bandaríkjum Norður Ameríku, en á öðrum sviðum cn þar er gert. Það ger- ist nú æ algengara erlendis, að atvinnufyrirtæki fjárfesti í öðr- um löndum og geti það treyst markaðsaðstöðu okkar er vissu- lega ástæða til að kanna það mál ofan í kjölinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.