Morgunblaðið - 26.03.1968, Side 28

Morgunblaðið - 26.03.1968, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 196» hófum aftur bréfaskipti okkar eftir stríðið, og því veit ég, að hann var í flughernum og hafði farið oftar en einu sinni árásar- ferðir yfir Budapest. Vitanlega var það ef til vill óhemjuskapur af mér, en mér fannst himinhróp andi til þess að hugsa, að kannski hefði það verið hann, sem send Clemmy til himnaríkis. Mamma þorði ekki að skrifa mér um dauða Clemmy svo að ég frétti ekki um hann fyrr en ein- um tíu dögum síðar, þegar ég kom til Budapest með hóp særðra manna. Þetta var mikið áfall — vitanlega var það, en það einkennilega var, að ég var ekkert gramur út í Englending- ana, né heldur Þýzkarana eða Rússana — nei, heldur var ég uppfullur af meðaumkun með Clemmy, afþví að hún hafði stöð- ugt neitað mér um líkama sinn, og svo átti hann samt sem áður að rjúka upp í reyk. Eins og ég var búinn að segja, leið mér fjandanlega, og nú þegar ég hugsa til þess, held ég að frá- fall Clemmy hafi veitt mér bána- sárið — kom mér alveg út úr öllu jafnvægi. Ég veit ekki, hvernig ég lifði þennan dag af. Ég man óljóst, að ég gekk frarn með Dóná til Nýju—Pest og til baka aftur, en það eru einir tutt- ugu kílómetrar, ef ekki meira. Ég át kvöldverð heima hjá mömmu, sem fór snemma í hátt- inn, afþví að kvöldinu áður höfðu Verið loftvarnarmerki, og því var hún nú þreytt. Eftir kvöldverðinn hlustaði ég á Beet- hovenkonsert í útvarpinu — það var Gieseking með Keisarakon- sertinn — einkennileg tilviljun, afþví að hann var einmitt uppá- haldstónlist Clemmy, og ég hafði gefið henni plötuna á jólunum. Þegar konsertinum var lokið, fór ég upp á loft og uppí hjá Onnu. Læknirinn þagnaði. Það lá ein hver undrunar — og tortryggnis- 22 svipur á andlitinu á honum, rétt eins og hann hefði fengið ein- hverjar æsilegar fréttir. Að minnsta kosti í hálfa mínútu stóð hann og horfði út í bláinn, og hristi höfuðið, eins og með vanþóknun. — Ég hafði varla tekið eftir Önnu fyrr, hélt hann svo áfram, svo að varla heyrðist. — Hún hafði verið þarna eins og hvert annað húsgagn og álíka aðlað- andi og þvottavélin. Og allt í einu var ég kominn upp í til hennar og farinn að elska hana. Mér fannst það alveg fullkom- lega eðlilegt. Hann þagði sem snöggvast en hélt síðan áfram og brýndi raustina: — Hún lét undan mér, þegjandi og hljóða- laust, eins og eitthvert ungt dýr. Halmy gekk að glugganum og starði upp í himininn. Nemetz leit á úrið sitt. Klukkan var hálfeitt. Það voru liðnar fimmtíu og fimm mínútur síðan læknir- inn hafði komið inn til hans í skrifstofuna, svo að ef hann ætl- aði að spyrja hann einhvers, var tími til þess kominn. Hann hugs- aði sig ofurlítið um, en ásetti sér þvínæst að lofa lækninum að halda áfram. Halmy stóð við gluggann og sneri í hann baki. Blómaskáli Michelsen Hveragerði Ný sending af voriaukum stórir og fallegir laukar. Hvergi ódýrari. Bóndarósir 45.00 st„ sérlega góð tegund. Kaktus Dahliur 25,00 st., 6 litir. Pompon Dhliur 25,00 st., 5 litir. Dekorative Dahliur 25,00 st., 6 litir. Anemónur 3/50 st., einfaldar og tvöfaldar. Liljur 4 tegundir 35,00 st. Gladiólur 5,00 og 6,00 st. Gloxinia 7 litir 25,00 st. Hengi-Begonia 5 litir 22,00 st. Begonia tvöföld 20,00 st., 8 litir. Begonia fimbriata 22,00 st., sérkennileg 5 litir. Amarilles 50,00 st. Sent gegn póstkröfu. Michelsen Suðurlandsbraut 70 Reykjavík 31099. Michelsen Hveragerði SÍMI 99-4225. SÍEMENS SUPER SAMEIIMAR MIKINN SOGKRAFT OG SMEKKLEGT LTLIT SMITH & NORLAIMD H.F. Suðurlandsbraut 4 — Sími 38320, Þegar hann sneri sér við, var þessi sami undrunarsvipur enn á andlitinu á honum. — Viljið þér bara trúa mér? Haldið þér ekki, að hún hafi ver ið hrein mey. Hún hafði lengi verið skotin í mér og beðið eftir. að ég svaraði henni í sama. Hún hafði líka misskilið hina og þessa nærgætni, sem ég hafði sýnt henni, eins og silkivasaklút í jólagjöf eða ilmvatnsglas, sem ég hafði keypt handa Clemmy, en hætti við að gefa henni, afþví að við fórum að rífast. Þér verð- ið að muna, að þetta var á Horthytímabilinu, en þó und- ir lok þess, og ég var ennþá ungi herrann í húsinu og hún vinnukonan. Og það hefur lík- lega verið þessvegna, að hún tók mig fram yfir skrílmennin, sem voru að draga sig eftir henni. Mamma hefði í sinni blessuðu auðtryggni ekki tekið eftir neinu ef ekki hefði verið hún systir mín, Daisy, sem með ein- hverri eðlisávísun gat þefað uppi, að eitthvað væri milli okk- ar Önnu. Hún sleppti sér svo fer lega. Hugsa sér, að ungur mað- ur gæti haldið við vinnukonu — það fannst henni versta út- gáfa af kynvillu. Fyrst til að byrja með tók nú mamma léttum tökum á þessu — og ég held næstum að hún hafi verið fegin, að ég skyldi ekki alveg falla saman við það að missa Clemmy, og taldi Önnu vera tiltölulega meinlaust hjálpræði. Fyrst löngu seinna tók hún að gerast á- hyggjufull. Sem sé daginn, sem ég sagði henni, að ég vþri á- kveðinn í að giftast Önnu. Og allt Clemmy vegna. Hún hafði svo þrautvarið meydóm sinn, að ég sagði henni. að ég væri á- hvern ómetanlegan dýrgrip, for- boðinn ávöxt með einhverjum dularfullum mætti, enda þótt hann væri nú ekkert annað en ofþroskað epli, sem var farið að linast og reiðubúið að detta af greininni, fyrir fæturna á fyrsta bezta karlmanni, sem frammhjá færi, á réttri stundu. Halmy þagnaði aftur til að ná andanum og hélt svo enn áfram: — Kannski var það ekki 26 marz HrúturJnn 21. marz — 19. apríl. Þú befur reynt að halda ákveðnu máli leyndu en hætt er við, að einhver fái nasaþef af því og reyni ef til vill að klekkja á þér. Gættu stillingar. Nautið 20. apríl — 20. maí. Tengsli þín við félaga og vini í blóma i dag. Sýndu nákvæmni í starfi þínu og v a n ræ k t u ekki smámunina, þótt þeir virðist ekki skipta ýkja miklu máli. Tviburarnir 21. maí — 20. júní. Sinncu störfum þínum af kappi í dag. Láttu ekki freistast til að eyða of miklum tíma í skraf og innantómt tal. Þegar þú hefur iokið skyldustörfum þinum, skaltu fitja upp á nýju verk- efni. Krabb’nn 21. júní — 22. júlí. Góðar fréttir úr fjarlægð berast þér i dag og skyldirðu fagna þeim af heilum hug. Einhver innri barátta gerir vart við sig og þú skalt grandskoða hug þinn og komast að því hver orsökin er. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að greiða sem mest af lausum skuldum í dag og gera síðan nýjar og betri áætlanir. Vertu gætinn í fjármálum og tefldu ekki í tvísýnu. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Rómantíkin blómstrar í dag og kvöld, ýmis geðhrif gera vart við sig sem þú vildir kannski reyna að bæla niður, en tekst það ekki til fulls. Vogin 23. september — 22. október. Allt virðist ganga að óskum í dag. Njóttu þess að allir sem þú umgengst eru í góðu skapi ok vel upplagðir 1 dag og láttu það hafa áhrif á þig líka. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Góðnr dagur til að gera eitthvað jákvætt fyrir börn þín eða yngri meðlimi fjölskyldunnar. Sinntu áhugamáli þínu í kvöld en farðu ekki út. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þú skalt færa ættingjum þínum gjafir, sem þeir hafa lengi óskað sér, ekki endilega neinar stórgjafir þó. Sinntu fjölskyldu þinni og hafðu samband við gamla félaga. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Innkaup hagstæð i dag. Heimsæktu vini, sem þú hefur ekki séð í nokkurn tíma. Sinntu bréfaskriftum með kvöldinu, og áður en þú ferð í bólið skaltu ganga ú skugga um, að allt sé í lagi 4 heimili þínu hvað öryggi snertir. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Dagurinn ætti að færa þér nokkra umbun verka þinna að undan förnu. Skrifaðu fjarstöddum vini eða ættingja bréf, það mun án efa gleðja þá. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Þér hættir til að vera óraunsær og líta of rómantiskum augum a tilveruna. Gefðu fé til góðgerðarstarfsemi. Bjóddu vinum heim. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.