Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1966 11 Fjárhagserfiðleikar og ðþarfa eyðsla UM ÞESSAR mundir er mikið rætt og ritað um fjárhagslega erfiðleika, sem allstaðar segja til sín. Ríkisstjórnin telur höfuðá- stæðu þessara erfiðleika vera aflabrest og lækkandi verð af- urðanna. Öllum ætti að veru skiljanlegt, að margt hlýtur að fara úr skorðum, þegar verð- ’ mæti útflutningsins lækkar á einu ári um nálega einn þriðja. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar kenna henni hinsvegar um öll vandræði, einnig þessi, og yfir- leitt allt, sem miður fer. Ekki verður því á móti mælt. þegar nánar er athugað, að fieira en aflabrestur og verðfall hafa átt sinn þótt í að skapa núverandi ástand. Kemur þá fyrst til greina hin hóflausa eyðsla og óhóf á öllum sviðum. Ég leyfi mér að minna hér á nokkur málefni, sem eru fjár- hágslegs eðlis, alla varðar og allir stjórnmálaflokkar hafa átt sinn þátt í að móta. Sjónvarpið hefir þjóðin yfir- leitt óskað eftir að fá sem fyrst. Sjónvarpseigendur munu vera fimm þúsund. Auk þess má gjöra ráð fyrir, að til sé all- mikið af sjónvarpstækjum í verzlunum. Sjónvarp uppsett með loftneti mun kosta frá tuttugu til fjörutíu þúsund krónur. Þess utan er stofnkostnaður ríkisins í sambandi við húsnæði, kaup á tækjum, uppsetningu þeirra og dreifingu alla, auk starfsfólks. Heildarkostnaður í sambandi við sjónvarpið mun nú nálgast einn milljarð króna og hækkar stöðugt. Mun meiri hluti 'þessar- arar upphæðar vera erlendur gjaldeyrir. Þetta er fimmtíu þús- und króna skattur á tíu manna fjölskyldu. Ekki er ég að deila á neinn út af þessum útgjöldum. Kröfurnar um sjónvarp voru orðnar svo háværar, að tæp- lega varð hjá því komist að taka þær til greina. Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar, að nægilegt hefði verið að hafa sjónvarpið aðeins 3—4 sinnum í viku. Það hefði orðið nokkru ódýrara og auk þess gjört dagskrána við- ráðanlegri. Annar svirðist fram kvæmd öll hafa verið með hinni mestu prýði og starfsfólkið ein- kenmiletga fljótt að ná tökum á verkefnunum. Þá eru það ferðalögin til út- landa. Ferðaskrifstofurnar haf i haft fyrsta flokks skemmtiferða- skip í förum, þar á meðalflagg- skip rússneska siglingaflotans, til þess að flytja fslendinga fram og tilbaka. Svo eru það flug- vélar og minni skip, eftir því sem bezt hentar hverju sinni. Það er mikið gjört til þess að gylla þessi ferðalög fyrir fólk- inu. Þetta minnir helzt á Vestur fara—agentana í gamla daga. Þeir fengu nokkra dollara fyrir hvern mann, sem skritfuðu sig hjá þeim til vesturfarar. Það er að sjálfsögðu dásam- legt að ferðast til útlanda fyrir þá, sem hafa tíma til þess og efni á því, eru algjörlega frjáls ir ferða sinna og geta því hagað tferðum sínum eftir vild og vita hvað þeir vilja. Þessu er hins- vegar ekki til að dreifa, þegar um hópferðir er að ræða. En það er ekki síður ánægjulegt að ferðast innanlands t.d. upp um heiðar og öræfi á vordegi. Ekk- ert er eins dýrðlegt og vornótt á öræfum í góðu og björtu veðri. Sú tign, fegurð og ró, sem þar ríkir, er áhrifameiri en orð fá lýst. Hópferðalög námsfólks út um a:llan heim, að loknum vorpróf- úm, er óhugnanlegt fyrirbrigði, vegna þess fyrst og fremst, hve mikið slík ferðalög kosta. Nem- endur hafa yfirleitt ekki fullar hendur fjár á vorin og því ekki beinlínis heppilegt að þjálfa þá í að eyða fjármunum. Myndi ekki lærdómsríkara, hollara og líklegra til eflingar manndóms og þroska, fyrir þetta unga og yf- irleitt efnilega fólk, sem á að erfa landið, að ferðast um það undir leiðsögn áhugasamra kenn ara, eða reyndra fararstjóra, sem eru vel kunnugir landinu og Gestur Jóhannsson kunna að meta fegurð þess og tign. Ef rétt er á haldið myndu slík ferðalög verða ógleymanleg og lærdómsrík. Ekki myndu slík ferðalög heldur kosta milljónir af erlendum gjaldeyrL Maður, sem er nákunnugur ferðamálum okkar, hefir sagt mér að ferðalögin til útlanda muni hafa kostað þjóðarbúið, síð astliðið ár, átta hundruð til þús- und milljónir, þarmeð áætlað verðmiæti þess varnings sem ferðalangarnir kaupa erlendis og fá að hafa með sér heim, yfir- leitt tollfrítt. Kvaðst hann undr- ast mjög, hve sumir ferðamenn færu kæruleysislega með pen- inga og virtust hafa mikið af þeim. Um vörukaup ferðafólks ins vildi hann sem minnst tala, Vöru.rnar væru keyptar í smá- söluverzlunum og kaupendur gæfu sér yfirleitt takmarkaðan tíma til vörukaupanma, enda væri val og verð varanna eftir því. Undravert væri, hve sumir söfnuðu að sér miklu af alls- konar vafasömu drasli. Undirbúningur undir H—akst ur hefur þegar kostað mikið og mun heildarkostnaðurinn verða allhár um það lýkur. Ekki verð- ur þetta mál skrifað hjá nein- um sérstökum stjórnmálaflokki, frekar en hin tvö, er að framan greinir. Vegna margenduxtekinna gengisfellinga hefir útkoman fyr ir sparifjáreigendur verið mjög slæm um margra ára skeið, svo ekki sé meira sagt. Það hefir helzt verið þeirra huggun, að þrátt fyrir allt væru hinar verð- litlu sparikrónur þeirra nokkur skonar kjölfesta banknana og þá um leið atvinnuvaganna. Sú skoð un sparifjáreigenda, að stjórn- endur bankanna teldu sér heim- ilt að leika sér að þessum spari- krónum, er tiltölulega ný. Bönk- unum fjölgar ört og eru nú aðalbankarnir sjö. auk útibúa. Seðlabankinn hetfur ennþá ekki byggt yíir sína starfsemL en tal ið er að vegleg höll sé þar á næsta leiti, á dýrum grunni og miklum. Hinir bankamir hafa allir komið sér vel fyrir 1 eig- in húsnæði. Sumar þessara bankabygginga eru alveg nýjar. Þær eldri hafa verið „moderni- seraðar". Yfirleitt virðist starfs- aðstaða í bönkunum vera orðin Framhald á bls. 25 Hafnarfjörður Óskum eftir að ráða nú þegar karlmann eða kvcnmann vanan kjötafgreiðslu. HRAUNVER Álfaskeið 115 — Sími 52690. Góð bújörð Jörðin Bakki í Þingeyrarhreppi er til sölu. Góður fjárstofn (200 ær) og vélar geta fylgt með í kaupunum, ef óskað er. Tún gefur af sér um 500 hestburði. Jörðinni fylgja Veiðiréttindi í Sandá. Allar upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar, Gunnlaugur Sigurjónsson, síma 43, Þingeyri. íbúð óskast Óskum að taka á leigu 4ra herb. íbúð með hús- gögnum. — Upplýsingar í síma 52485. í eftirtalin hverfi BUÐBÍÍRMRFOLR ÓSKASI Lynghagi, Oðinsgata Talið við afgreiðsluna i sima 10100 •••••••••••••••••••« Verzlunariiíisnæði - iðiíaðarliúsnæði TIL LEIGU VIÐ ÁRMÚLA. Upplýsingar í síma 30500 f. h næstu daga. Sumarbústaðaland Verkalýðsfélag á Suðurlandi óskar eftir jarðnæði, er hentugt væri fyrir siunarbústaði. Æskilegt væri að hlunnindi s. 9 silungsveiði eða laxveiði í á, eða vatni — eða jarðhifi fylgdi landinu. Til greina kæmi land á svæðinu fró og með Borgar- fjarðarsýslu til og með Rangárvallasýslu. Ef einhver hefði landi, er til greina gæti komið, þá vinsamlega sendið upplýsingar til afgreiðslu blaðsins merktar: „Sveitasæla — 164“ fyrir 10. apríl næstkomandi. ■-H=> MB sfmi 3-7908 Lestrardeildir undir landspróf. • íslenzka • Stærðfræði • Enska • Danska Úrvalskennarar í öllum greinum. Ath.: Þið sparið dýra einkatíma með því að læra hjá okkur. Innritun allan daginn. simi 3-7908 Athugiö! Breytið verðiítilli krónu í vandaða vöru: Allar vörur á gamla verðinu Húsgagnaverzlun Þorsteins Sigurðssonar Grettisgötu 13 (stofnsett 1918) Sími 14099 leysir vandann . 4.300.— Svefnbekkir frá 2800,— 3500.— 4300.— Svefnstólar, 2ja manna svefnsófar, Símastólar, sjónvarpsborð, teborð, sófahorð, hlómakassar og blómasúlur, rennibrautir, vegghúsgögn, komnióður, skrifborð, skatthol, Saumaborð, eins nianns svefnsófar og m. fl Útborgun 1000 kr. út, 1000 kr. á mánuði. Nj gerð af sófasettum, svefnlierbergishúsgögn. Sjónvarpsstólar. Klæðum húsgögn. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum gegn póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.