Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1968 Gretar Fells, rithöfundur - Minning Fæddur 30. desember 1896. Dáinn 5. marz 1968. Ritning mín er heið og há himinvíddin fagurblá, letruð stjarnaletri, prestur minn er sérhver sé, sem mig gerir betri. Svo kvað Skáldspekingurinn og rithöfundurinn Gretar Fells, sem hér er minnst með nokkr- um kveðju- og þakkarorðum. — Hann gerði sér ljóst að heimur allur er heilög ritning. sem mann inum er ætlað að skilja og skýra. Og hann vissi einnig að heimurinn er eina ritið, öllum opið, sem lætur í té lifandi þekkingu. Margir eru þeir, sem reyna sig við þann ritningarlest- ur, en enigum tekst betur en þeim, sem hefur fegurðareðlið að sjónauka. Sá sem dýrkar hið guðdómlega í opinberaðri feg- urð alheimsins og reynir hvar- vetna að sjá og finna einhvern yndisleiik, hann er á góðum t Helga Valtýsdóttir leikkona lézt í Landspítalanum sunnu- daginn 24. marz. F. h. vandamanna Hulda Valtýsdóttir. t Fósturmóðir mín, Þorbjörg Sigmundsdóttir, frá Garðskaga, andaðist 24. þ.m. á Elliheim- ilinu Grund. Vilhjálmur Þórðarson og fjölskylda. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vfð andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, Guðmundar Björnssonar. Helga Sveinsdóttir, böm, fósturbörn, tengdaböm og bamabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar för, Einars Björns Davíðssonar Kleppsvegi 24. Sigríður Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- fór, Benedikts Þórðarsonar, bónda á Kálfafelli. Ingunn Þórðardóttir, böm, tengdaböm og bamaböra. vegi að finna og opinbera Guð í sjálfum sér. En því minnist ég þessara orða, að án efa má fullyrða að Gretar Fells hafi látið fegurð- ina sitja í fyrirrúmi í sál sinni og að fegurð sú. sem hann dýrk- aði öllum stundum hafi mótað öll hans viðhorf og allt hans líf. Gretar Fells er fæddur 30. desember 1896 í Guttormshaga í Holtum. Foreldrar hans voru séra Ófeigur Vigfússon og Ólafía Ólafsdóttir kona hans. Séra t Þökkum innilega auðsýnda samú'ð við andlát og jarðar- för, Steinunnar Einarsdóttur, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. yfirhjúkrunarkonu Valgerður Jónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Jóns ívars, Hávallagötu 11. Fyrir hönd vandamanna. Rósa Ivars. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar, Guðríðar Guðmundsdóttur frá Múlastöðum Langholtsvegi 102, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson og systur. t Alúðarþakkir flytjum við öllum þeim, fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð og viharhug við fráfall og jahð- arför, Jóns G. Briem sem andaðist 2. marz s.L Guðrún Gunnlaugsdóttir Briem, Zophania og Gunnlaugur J. Briem, Málfríður og Steindór J. Briem, Soffía og Sigurður J. Briem, og barnabörn. Ófeigur var þá prestur í Gutt- ormöhaga, en honum var reitt Landprestakall árið 1900 og sat á Fellsmúla. Ólst Gretar upp í Fellsmúla með foreldrum sínum ásamt bróður sínum, Ragnari, en þeir voru tvíburar. Séra Ófeig- ur kenndi sonum sínum heima til stúdentsprófs, sem þeir tóku árið 1917. Ári seinna las Gretar samanburðartrúfræði og trúar- heimspeki við Kaupmannahafn- arháskóla. Eftir heimkomuna settist hann í lagadeild og lauk kandidatsprófi í lögfræði 1924. Hann lagði þó aldrei stund á lögfræðistörf, heldur vann fyrir sér með kennslu og ritstörfum þar til hann tók við starfi rit- ara landlæknis 1929. Vann hann við það starf síðan í meira en 30 ár. En við hliðina á þessu full- komna ævistarfi, sem Gretar Fells vann af alúð og samvizku- semi, og hver maður hefði verið fullsæmdur af, vann hann þau störf, sem seint munu gleymast og halda nafni hans ódauðlegu meðal mikils hluta þjóðarinnar. Og hefði hann ekki verið starfs- maður í þeim víngarði myndi nafn hans engu lengur munað né starfs hans metið fremur en þúsundanna, sem hér á iandi Ikfa og deyja. Það voru einmitt þessi störf, sem gerðu líf Gret- ars svo sérstakt og inni'haldsríkt og ollu því, að hann vann þjóð sinni meira gagn en velflestir andlegir fræðarar er hún hefur alið og skal þó annarra starf sízt vanmetið. Listrænir eðlis- þættir Gretars gerðu honum auðvelt að veita öðrum skilning á hinum fióknustu viðfangsefn- um, sem hann fræddi fólk um, svo og hve djúpum skilningi og Víðri andlegri sýn hann bjó yfir. — Og þó hefur það ef *il vill verið höfuðforsenda fyrir því, hversu frábærlega þessum ágæta fræðara tókst fræðslan, að hann boðaði ekki annað en það, sem hann sjálfur var maðu’' til að iðka. Hann var sannur mann'kostamaður í daglegu lífi og þess vegna var tekið tillit til þeirrar fræðslu, sem hann fluttL Ekki er mér fært að geta mér til um, hvað mörg erindi Gretar Fells flutti á mannamótum og í ríkisútvarpi, né um bann fjölda ritgerða sem hann sknf- aði eða kvæðL sem hann orti. En eitt er víst, að hann var stórvirkur rithöfundur. Hann ritstýrði tímariti Guðspekifé’.ags ins, Ganglera, í 30 ár, og löng- um skrifaði hann það mest sjálfur og er það eitt geysilegt verk. — En svo mikið sem þyk- ir til um afköst Gretars á rit- vellinum þá er hitt þó einstæð- ara, ef ekki algjörlega einstætt, að aldrei fór hann með þarf- laust hjal. Eða hvar er það að finna í ritverkum Gretars, sem ekki er til einhvers gagns fyrir lesandann og á eitthvert erindi til hans? Hver var svo boðskapur þeirra fræða, sem Gretar flutti og hver var tilgangur hans með fræðslunni. Því er fljótsvarað, að það var boðskapur guðspeki- innar. Hinn bjarti boðskapur um bræðralag mannanna og lögmál lífsins. Sjálfur var Gretar deild- arforseti Guðspekifélagsins hér á landi í 21 ár og mótaði hann starf þess öðrum fremur, en guðspekifélagi var hann í 47 ár og má segja, að guðspeki hefur verið hans hjartfólgnasta mál alla tíð. Hefur og guðspekin gróið og nærst hér á landi und- ir verndarhönd Gretars eins og vorgróður, þar sem speki og vizka hafa haldizt í hendur og leitt manninn til samræmis við hið æðsta og bezta í sjálfum sér. Og það var einmitt köllun Gretars, að leiða meðbræður sína til þess að leita að Guði í sjálfum sér fyrst og fremst. Hann benti okkur guðspeki- nemunum á, að Guð væri að vísu fyrir utan okkur einnig. en þar fyndum við hann naum- ast, fyrr en við hefðum fundið hann í sjálfum okkur. — Þannig birti Gretar okkur rödd guð- spekinnar, röddina, sem óhætt er að hlýða. Ég tel það hafa verið eina af góðum gjöfum forlaganna mér til handa, að hafa fengið að kynnast Gretari Fells, eink- um vegna þess, að mér finnst rann hafa gert mig að betn manni. Þá sögu tel ég að flest- ir, sem honum kynntust. geti tekið undir. f návist hans var ávallt skjól og friður, það bein- línis streymdu frá honum þægi- leg lyftandi á'hrif. Lági, mjúki rómurinn, háttprúða framkom- an, birtan úr augunum og kyrrð in allt þetta var óvenjulega heillandi. Það fylgdi honum vissulega margt, sem ofar er öllum orðum, eitthvað, sem fremur er í ætt við tóna og liti. Nú er þessi boðberi fegurðar- innar og göfugmennskunnar horf inn úr hópi okkgr guðspeki- nema. Nú er heimsókn hans til hins jarðneska sviðs lokið. Við félagar hans og bræður í Guð- spekifélaginu eigum honum margt og mikið að þakka og ís- lenz'ka þjóðin meira en hún veit. Hann hefur reist guðspeki- félögum og þjóð sinni þann lýs- andi vita sem benda mun fram- hjá blindskerjum, sem á sigling- arleiðinni verða í lífinu og vís- ar á hið mjóa sund, sem liggur til hinnar öruggustu hafnar. Væri ekki heimurinn dimmari og villu'gjarnari loguðu ekki slíkir vitar? Tíma sáningarinnar er lokið. Tími uppskerunnar er hafinn. Og hver maður uppsker eins og hann hefur sáð til. Því þarf engan kvíðboga að bera fyrir morgundegi Gretars Fells. Eftirlifandi eiginkonu, Svövu Stefónsdóttur Fells, sem jafn- an var manni sínum hinn góði verndarengill, votta ég innilega samúð. S. Þorkclsson. Soffía Eydís Júlíus- dóttir — Kveðjuorð í DAG fer fram útför mágkonu minnar Soffíu Eydísar Júlíus -dóttir, sem lézt 19. þ.m. eftir stranga sjúkdómslegu. Dísa en svo var hún ætíð köll- uð meðal vina og vandamanna, var fædd á ísafirði 17. sept. 1925. Foreldrar hennar voru Sigur- björg Eiríksdóttir frá Patreks- firði og Júlíus Sigurðsson, prent ari frá Akureyri, sem bæði eru nú látin. Hún ólst upp í for- eldrahúsum og fluttist með for- eldrum sínum til Reykjavíkur 1936 og síðan til Vestmannaeyja, þar sem Júlíus faðir hennar stundaði prentiðn í 2 ár. En síðan flutti fjölskyldan til Reykjavíkur aftur og bjuggu síð an að Vesturgötu 5. Dísa vann í Víkingsprenti á árunum 1942—1947, þótti hún af bragðs vinnukraftur enda hrað- hent, dugleg og áhugasöm og fylgdu þessir eiginleikar henni alla ævi, áð hverju sem hún lagði hendur. Dísa giftist Björgvin bróður mínum 9. sept. 1947. Börn þeirra urðu fimm: Ríkharð, lögreglu- þjónn, 22 ára, kvæntur Guð- rúnu Sólveigu Grétarsdóttur, Björgvin 19 ára, Sigurður Lúth- er 16 ára. Steinar 11 ára og Sólrún 6 ára. Dísa var falleg kona, en þó var ekki minna vert um hennar andlega atgervi, því hún var greind, heilsteypt í skapgerð og aðlaðandi, enda var hún fyrr og síðar vinmörg, því segja mátti að öllum sem kynntust henni þætti vænt um hana. Hún vildi hlúa að öllu og öllum, sem hún náði til, milda og bæta, og allt- af tók hún svari þeirra sem á var hallað. Mest allan sinn bú- skap bjuggu þau í Reykjavík, en fyrir ári fluttust þau austur að Egilsstöðum, þar sem Björgvin tók við starfi póst— og símstöðvarstjóra, en ekki höfðu þau dvalið þar lengi er sjúkdómurinn heltók hana og hún dvaldi hér í sjúkrahúsum af og til þar til yfir lauk. Gott var jafnan að koma heim til þeirra hjóna og alltaf var Dísa tilbúin að hella upp á könnuna, þótt oft væri komið að henni í önnum og hún tafin frá húsverkunum, en það var aldrei fárast yfir því, alltaf sami hlýleikinn og blíða brosið. Sjúkdómur sá, sem varð henni að bana, tók hana mjög geyst, var þó allt gert sem í manna valdi stóð til hjálpar, gekk hún undir marga og stóra uppskurði í Reykjavík, en allt kom fyrir ekki. Þrautir sínar og þjáningar bar hún með miklu þreki og stillingu, var þó víst að hún þráði heitt að fá að lifa lengur og fylgja manni og börnum lengra fram á veginn, ekki sízt dótturinni litlu. En við herra lífs og dauða þýðir okkur mönnunum ekki að deila heldur gleðja okkur yfir lífsins góðu gjöfum og minn- ingunum um góða og glæsilega konu, sem við áttum að vini og samferðarmanni um margra ára skeið. Á þær minningar slær engum skugga þó árin líði og því kveðjum við tengdafólkið hennar hana með hjartans þökkum fyrir allt. Blessuð veri okkur sem eftir lifum minning hennar. Hróbjartur Lúthersson. Þú veittir mér fyrsta vinarskjól og vafðir mig hlýjum örmum. Þú brostir mér hýr og björt scm sól með blíðu frá kærleik vörmium. Og ekkert var sælla, amma mín. en una í faðmi þínum, hlusta á ylmjúk orðin þin óma í huga mínum. Nú pabbi og mamma hvisla hljótt þú horfin sért augum mínum. Og gnátin bjóða þau góða ótt grátandi dremgnum sínum. En bænarljóð mömmu ber til þín að blikandi sólskins ströndum. Þar ert þú í draumi, amma mín, engill í sumarlöndum. Og vorblærinn ljúfur kyssir kinn svo kætir mig geislinn bjarti, þá sé ég þú kemur amma inn í þínu bezta skarti. Framhald á bls. 31 Hjartans þakkir sendi ég öll- um sem að minntust mín á sextugsafmælinu, 19. febrúar. Ingibjörg Jónasdóttir, Yöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.