Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 196S Landbúnaðarsýningin '68 Alhliða landbúnaðarsýningar hafa fáar verið haldnar hér á landi. Búfjársýningar hafa aft- ur verið haldnar margar og er talið, að þær hefjist þjóðhátíðar- árið 1874 og voru þær haldnar af og til næstu áratugina helzt í sambandi við meiri háttar sam- komur, einkum norðanlands. Um 1911 verður breyting á fyrirkomulagi búfjársýninga. Þá er farið að aðgreina þær eftir búfjártegundum, og föst skipan kemst á fyrirkomulag hrútasýn- inga með setningu búfjárlaganna 1931 og hafa þær síðan verið haldnar fjórða hvert ár í lands hlutunum á víxl. Svipað skipu- lag er á kúasýningum. Hrossa- sýningar hafa á síðari árum færzt meira í það horf að vera landsfjórðunga sýningar og svo landssýningar, sem hafa vakið at hygli alþjóðar. Um 1920 varð veruleg breyt- ing á rekstri Búnaðarfélags ís- lands. Sigurður Sigurðsson hafði tekið við formennskunni í félag- inu 1919. Hann var mikill áhuga maður um framfarir í búskap, sérstaklega jarðrækt. Hann leit- aði eftir aðferðum til að glæða áhuga almennings í skjótu bragði fyrir umbótum í landbúnaði og meiri trú á landið og gæði þess. Fyrir valinu varð alhliða land- búnaðarsýning, sem þó komst ekki að öllu leyti í framkvæmd, því að hættt var við að halda búfjársýningu vegna samgöngu- örðugleika. Þessi fyrsta land- búnaðarsýning var því aðeins búsáhaldasýning og gekk jafnan undir því nafni. Hún var haldin dagana 27. júní til 3. júlí 1921. Um áttatíu íslenzkir sýnendur áttu hluti á sýningunni og marg ar erlendar verksmiðjur sendu margvísleg landbúnáðarverkfæri. Þarna varð meira af fjölbreyti- legum tækjum en menn höfðu í upphafi gert sér vonir um og var þeim skipað í 11 deildir. A sýningunni störfuðu dómnefndir og gáfu þær umsögn um sýning- argripina. Það er ekki vafi á því, að sýningin hafði mikil áhrif til undirbúnings þeirri tækniþróun, sem varð á árunum á eftir, fram að seinni heimsstyrjöldinni. Skömmu eftir styrjaldarlokin eða á árinu 1946 komu raddir fram frá fleiri aðilum, að nú skyldi komið á alhliða landbúnaðarsýn ingu eins fljótt og auðið^ væri. Stjórn Búnaðarfélags Islands beitti sér fyrir framkvæmd máls ins, og leitaði eftir samvinnu við félög og stofnanir, sem á einn eða annan hátt störfuðu á vegum landbúnaðarins eða í tengslum við hann. Samvinna tókst á milli 22 stofnana land -búnaðarins og skipuðu þessir að ilar 25 manna sýningarráð, sem vann svo að framkvæmd á öll- um þáttum sýningarinnar, en um daglegar framkvæmdir sá fimm manna stjórn ásamt framkvæmda stjóra. Sýningin var haldin dagna 28. júní til 15. júlí 1947. Hún var í 15 deildum og þar fyrir utan stór sýning Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem var haldin í sér húsi á sýningarsvæðinu, og svo sérsýning 60 fyrirtækja. Ennfremur var Reykjavíkurborg með sýningardeild. Á þessari sýningu var allt önnur og betri aðstaða en hafði verið á bús- áhaldasýningunni 1921. Þarna var búfjársýning, sauðfjár, naut gripa og hrossa, og vakti þessi hluti sýningarinnar ekki síður athygli en hinar deildir hennar. Búnaðarsamband Suðurlands hélt stóra og myndarlega land- búnaðarsýningu 1958 á Selfossi, var sú sýning mikið sótt af bændum, einnig úr öðrum lands hlutum en Sunnlendingafjórð- ungi Frumkvæðið að landbúnaðar- sýningunni 1968 kom frá Bún- aðarfélgi íslands og Framleiðslu ráði landbúnaðarins. Þessar stofnanir hafa leitað samstarfs við aðrar stofnanir og félög, sem starfa á landbúnaðarsviðinu. Þetta samstarf er komið á og Sýningarráð hefur kosið sér for mann, Þorstein Sigurðsson á Vatnsleysu, sem jafnfram er for- maður Búnaðarfélags íslands. Þá hefur Sýningarráð kosið fram- kvæmdastjóra og ráði’ð starfs- menn. í framkvæmdastjórn eru: Sveinn Tryggvason framkvænda stjóri og er hann formaður henn ar. Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri, Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri, Pétur Gunn- arsson framkvæmdastjóri og Kristinn Helgason formaður Garðyrkjufélags íslands. Agnar Guðnason, ráðunautur hefur ver ið ráðinn framkvæmdastjóri sýn ingarinnar og aðstoðarfram- kvæmdastjóri Kristján Karlsson erindreki. Arkitekt og aðalskipuleggjari sýningarinnar er Skarphéðinn Jóhannsson og teiknari frá Krist ín Þorkelsdóttir, og hefur hún teiknað merki sýningarinnar. Komið hefur verið á fót 14 nefndum sem hver vinnur á af- mörkuðu sviði. Nefndirnar eru þessar: . Mjóikuriðnaðarnefnd 2. Kjötiðnaðarnetnd. 3. Garðyrkjunefnd 4. Heimilisiðnaðarnefnd 5. Jarðræktarnefnd 6. Verkfæranefnd. 7. Búnaðarhagfræðinefnd 8. Landgræðslunefnd 9. Skógræktarnefnd 10. Tilrauna- og rannsóknar- nefnd. 11. Búfjárræktarnefn 12. Búfjársjúkdómanefnd 13. Hlunnindanefnd 14. Útihúsa- og tæknibúnaðar- nefnd. Eins og upptalningin ber með sér, hefur verið leitast við, að sýningin geti náð yfir sem flest það, er landbúnaðinn varðar. Mikil áherzla verður lögð á að kynna framleiðsluvörur land- búnaðarins svo sem vinnsluvör- ur mjólkurbúanna, vörur frá kjötiðnaðarstöðvunum og ullar- og gæruvinnsluna. Sýnd verður nútímatækni við fiskirækt í ám og vötnum og fisikuppeldi í tjörnum. Sölufélag garðyrkju- manna, Garðræktarfélag íslands og Grænmetisverzlun landbúnað arins mun bæði hafa inni- og útisýningu. Það verða margvís- legar tölulegar upplýsingar í töflum um landbúnaðinn og þýð — til Skólatúnsheintilisins — Annnð órið í röð VrNAHJÁLP, féílag nókkurra bazar félagsins, og spilaklúfbb, f uði. Gefur þá ibv'er kona fiimm- óeigingjarnra kvenna í ænidi- er kemur 'saiman tvils'var í mén-1 tíu krónur í ispiilin, en siíðar er kaffidrylkkja og færa konurnar kajffilbrauðið imeð siér að Iheilman. Spilakl'úlbburinn fær inni Ih/já Konr'áð í Hótel Sögu, Áttfhaga- sal, oig rómuðu þær mijög alla hans fýTÍrgreiðslu. riáðunum, eiginikvenna sendi- ráðsimanna, og nokkurra annarra kvenna, íslenakra, aiflhenti ný- lega féhirði Skúlatún's, Páli Kolbeins, stórgjöf í peningum, 220 þúsund krónur að uppíhæð. Er þetta annað árið í röð, sem konur iþ'essar 'gefa Sfkálatiúni sílíka fúlgu. Skal þesisarri varið tifl. hlú'Sbúnaðar og rúimia. Klon- urnar hafa starfað sarnan í 'fimm til sex ár, og ihafa alls gefið um sex hundruð þúisund krónur til góðgerðarstailfa. Gálfu þær eitit árið aiilan útibúnað í iþvoittaihú'sið í Grimsnesi í Sóllheimuim, annað ár gá'fu þær aú refniistjaM til Land'aikotssipitaía, hið fullkomn- asta er Ihér á landi er. SVio maetti lengi telja. Konurnar afla fjár ins m'eð því að vera í tVeim kliúbbum, saumaklúlbto, sam kem ur sarnan tvigvar í mánuði hjá konu> brezka sen'd'ilherrans, en siíð an er Ihandavinnan settd á jóla- Félagskomiur í Vinahjálp viiff kaffiborðið. Sá- m m llll|t r |f Wtígká w ; |E1Í|11 t ? ***$&%& r ' '2 JS f ing hans fyrir þjóðarbúskapinn í heild. Þessar töflur verða sum ar færðar í listrænan búning til frekari skýringar og til að auð- velda sýningargestum að tileinka sér upplýsingar sem bezt. þá verður þróun búskaparins og breytingar í sveitum frá síðustu aldamótum dregið upp á sama hátt. Það verður söguleg sýning á þeim útbúnaði og verkfærum, sem til eru og notuð hafa verið við framleiðslu landbúnaðarvara á fslandi Ýmsar stofnanir landbúnaðar- ins munu kynna sína starfsemi ítarlega á margvíslegan hátt, bæði með úti- og innisýningu. RannsóknarStofnun landbúnaðar ins verður með ræktunarreiti úti sem komið verður fyrir í nánd við sýningarhöllina. Búnaðarfé- lags fslands mun einnig hafa sýnishorn af túnrækt skammt frá. Garðyrkjufélag íslands sýn ir garð úti. Landgræðslan, Skóg rækt ríkisins og Skógræktarfé- lag íslands munu túlka sína þýð ingamiklu starfsemi á forvitni- legan hátt. Á sýningarsvæðinu úti ætla vélainnflytjendur að koma fyrir glæsilegri véla- og verkfærasýn- ingu. Þar verður meira komið saman á einn stað af þessum tækjum en áður hefur komið fyr ir á íslandi. Þessi þáttur sýning- arinnar er sérstaklega þýðingar- mikill fyrir bændur. Margir bændur munu koma 4 sýninguna og nota þá að sjálf- sögðu tækifærið, sem þeim gefst þarna til að sjá á einum stað þær vélar og verkfæri, sem á boðstólum eru. Öll þessi fyrir- tæki muntí hafa smáskrifstofur á svæðinu, þar sem upplýsingar verða veittar og tekið á móti pöntunum Búfjársýningin verður fjöl- breytt. Það verða byggð hús á útisvæðinu yfir um fimmtíu naut gripi, um fimmtíu hross, fimmtíu sauðkindur og nokkrar geitur. Ennfremur verða þar í húsum alifuglar og svín. Um landssýn- ingu verður ekki að ræða nema þá á hrossum vegna takmark- anna á flutningi á sauðfé og nautgripum á milli byggðarlaga og landshluta vegna sjúkdóma- hættu. Sauðfé og nautgripir verða því aðeins af Suðvestur- landi. Þau hús, sem áætlað er að reisa verða það rúmgóð, að sýningargestir geti athugað bú- féð inni. Úti verður svo sýningar hringur og þar verður búféð (nautgripir og hestar) sýnt við og við. Hrossasýningin verður í þremur þáttum: graðhestar, hryssur og góðhestar. Naut- gripasýningin verður eitt eða tvö úrvalsnaut, nokkrar úrvals mjólkurkýr og kálfar, sem ungl- ingar hafa alið upp og munu leiða kálfana í sýningarhringn- um. f sauðfjátíhópnum verða úr- valskindur og svo afbrigðilegar kindur, hvað snertir lit o.fl. Það verða gyltur með grísi og fleiri tegundir alifugla. Reynt verður eftir föngum að vanda til bú- fjársýningarinnar og búa þann ig að gripunum, að sýningargest irnir geti notið þess að koma í þessa deild sýningarinnar. Fyrir utan það, sem hér hefur verið nefnt, verður fjölmargt, sem vekja mun áhuga. Þarna ætla fjöldi fyrirtækja að kynna sína framleiðsluvörur eða irm- fluttar vörur, sem þau hafa á bo'ðstólum. Þessi þáttur sýning- arinnar eykur fjölbreytni henn- ar, og er til mikils hgnaðar fyr- ir sýningargesti, þannig að þeir geta á einum stað kynnzt því hvað hin og þessi fyrirtæki hafa á boðstólum. Mikið verður sýnt í ljósmyndum og kvikmyndasýn ingar verða á hverjum degi af hinu og öðru sem viðkemur land búnaði Hlutverk sýningarinnar er að kynna þjóðinni landbúnaðinn, eins og hann er nú!. í öðru lagi að styðja að framþróun at- vinnuvegarins, með því að gefa bændum tækifæri til að sjá á einum stað það bezta, sem völ er á í tæknibúnaði á þessu ári, auk fjölmargra annarra upplýsinga, sem þeir geta haft not af. (Frá framkvæmdastjórn land- búnaðarsýningarinnar)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.