Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1968 13 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Laugarásbíó Onibaba. Japönsk mynd. Leikstjóri: Kaneto Shindo. Nöfn aðalleikenda: Nobukó Otawa. Jitsuko Yoshimura Kei Sato. Ég hefi það eftir allgóðum heimildum, að Japan verði orðið þriðja mesta iðnaðarveldi heims innan 1 til 2ja ára. Þetta er þeim mun athyglisverðara sem Japan mun vera snauðara að ýmsum hráefnum til iðnaðar, til dæmis finnast þar víst naumast járn eða kol í jörðu. En þjóðin er orðin vel þróuð tæknilega, er dugleg, sparsöm og sérlega fljót að notfæra sér til hagræðis þær nýjungar, sem hún kynnist með öðrum þjóðum. Það þarf þá engan að undra, þótt land þetta sé farið að láta verulega til sín taka á sviði kvikmyndaiðnaðar og japanskar kvikmyndir njóti vaxandi hylli víða um heim. Fer þar sem oftar saman efnaleg framsókn og grózka í listsköpun. Þær japönsku kvikmyndir sem ég hefi séð — ég verð að játa, að þær eru allt of fáar — virðast mér hafa viss samein- kenni, þótt þær séu auðvitað að- skildar af breytilegum efnivið og tæknilegri útfærzlu. Þær sýna ýmiskonar mannlífsfyrirbæri á óhlífinn hátt, eru „sterkar" og gera jafnvel stundum meiri kröf- ur til taugakerfis áhorenda en skarps skilnings. Því hinn misk- unnarlausi tjáningarmáti mynd- anna, lætur ekki ýkjamörgum spurningum ósvarað, nema kafað sé eftir dýpri rökum en almennt mun vera meðal þeirra sem leiða kvikmyndir sjónum. — Þetta hafa ekki verið neinar kross- gátur, sem hylja boðskap innn i dimmu skýi leyndardóms, held- ur opinskáar og beinskeyttar og stundum, eins og sagt var nokk- uð nærgöngular við fínar taugar áhorfenda. Þessi japanska kvikmynd, sem hér verður lítillega kynnt, er vissulega af sterkara taginu. Til dæmis eru þar einhverjar opin- skáustu ástarlífssenur, sem hér hafa sézt í kvikmyndahúsum, Að sumu leyti minna þær á djörustu atriði úr sænskum og dönskum kynlífsmyndum, svo í fljótu bragði kynnu menn að á- lykta, að Japanir hefðu geng- ið í smiðju til þessara þjóða í framleiðslu ástarleikja, næmir sem fyrr á þá framleiðsluhætti erlenda, sem skera sig út að ágæti. Hér ber þó að hafa í huga, að þær kvikmyndir, sem lengst ganga í birtingu náinna kynlífsatriða, hljóta samkvæmt hlutarins eðli að verða alllíkar, hvað þau atriði snertir, og sjálf- sagt því líkari, sem þær eru opinskáari. Þegar gengið er út á yztu nöf velsæmisins í þess- um efnum, þá tekur að þrengjast um tilbrigðaúrkosti, ef menn vilja ekki eiga á hættu að hrapa fram af hengifluginu. En það eru fleiri atriði en dirfska í ástarleikjum og afbrýði sem verka sterkt í þessari mynd. Lýsingar á atvinnuháttum tengdamæðgnanna, sem myrða liðhlaupa á flótta og selja föt þeirra og annan útbúnað sér til lífsframfæris, eru á köflum hroll verjandi.Líkunum kasta þær nið ur í djúpan, þurran brunn, og þangað niður leggja hræfuglar tíðum leið sína til lausnar efna- hagslegum vandamálum sínum. En óttinn við refsingu fyrir drýgðar misgjörðir er djúpstæð ur í þessum frumstæðu mann- eskjum. — Tengdadóttirin hefur snöggtum meira samvizkubit út af því, að leggjast með karl- manni utan hjónabands, en hinu að myrða menn sér til matar. Því verður hún að vonum flemtri slegin, er djöfullinn sjálfum birt ist henni á næturþeli, þegar hún hyggst heimsækja elskhuga sinn og ætlar að hremma hana. Mér finnst ekki ástæða til að rekja náið efnisþráð þessarar myndar enda munu margir verða til að sækja hana, og þeim sem heima sitja, gagnar lítið lausleg rakning söguþráðar. — Hér er um svo sérstæða kvik- mynd að ræða, svo sterka að efni og útfærslu, svo spenn- andi, þótt atburðavettvangur sé þröngur og persónur fáar, að hún mun tvímælalaust vekja mikla athygli ,og umtal. — Hún býr yfir magnaðri austurlenzkri kyngi, sviptir mannlegar hvatir þeim siðræna hjúpi og keisara- klæðum, sem algengast er að í- klæða þær á Vesturlöndum. — Segja má, að allar höfuðpersón- ur sögunnar séu glæpamenn í venjulegri merkingu þess orðs. Hvergi örlar á „góðu fólki“. Áhorfendur sjálfir verða að fara með hlutverk gúða fólks- ins í þessari mynd. s.k. Einbýlishús í Stykkishólmi Húseignin Víkurgata 1, í Stykkishólmi er til sölu. Náuiari upplýsingar gefur Gunnar Jónatansson, Stykkishólmi sími (93) 8119. Megurnarnudd Dömur athugið! Þið sem ætlið að fá fasta tíma fyrir vorið endurnýið pantanir sem fyrst. Innifalið í hvert sinn er hjól, nuddbelti, hitakassi, liandnudd og bað. NUDDSTOFAN, Laugavegi 13 — Sími 14656. (Hárgreiðslustofa Austurbæjar) SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Skólatónleikar í Háskólabíói miðvikudaginn 27. marz kl. 10:30 og kl. 14:00 og fimmtudaginn 28. marz kl. 14:00. Börn, sem eiga áskriftarmiða að tónleikum 27. febrúar komi á tónléikana miðvikudaginn 27. marz kl. 10:30 (ekki fimmtudag 28. marz eins og stendur á miðanum) og börn, sem eiga áskriftarmiða 26. febrúar kl. 14:00 komi nú miðvikudaginn 27. marz kl. 14:00. Aðgöngumiðar að tónleikum fimmtudag- inn 28. marz kl. 14:00 eru seldir i skólunum og í Ríkisútvarpinu Skúlagötu 4. Frá Sjálfstæðis- kvennafélaginu Vörn Konur á Akureyri og í nágrenni. Vörn efnir til sýnikennslu í blómaskreytingum (einkum með tilliti til hátíðisdaganna og ferming- anna fram undan) í SjáHstæðishúsinu miðvikudag- inn 27. marz kl. 14—18. Konur geta mætt hvenær sem er á þessum tíma. Leiðbeinandi Ringelberg í Rósinni Reykjavík. Kaffiveitingar á boðstólum. Allar áhugakonur velkómnar, en félagskonur eru einkum hvattar til að maeta. NEFNDIN. ; jjjj OPAL SOKKABUXUR eru framleidar úr úrvals crepegarni. OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar af stærstu sokkaverk- smiðju Vestur-Þýzkalands. OPAL SOKKABUXUR eru fallegar og fara sérlega vel á fæti. OPAL SOKKABUXUR eru á mjög hagstæðu verði. OPAL SOKKABUXUR seljast þess vegna bezt. Kaupið aðeins það bezta Kaupið OPAL SOKKA og SOKKABIiXUR Einkaumboðsmenn: Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzl. Grettisgötu 6, símar 24730 og 24478. Nýkomið glæsilegt úrval gluggatjaldaefno Dralon, fiberglass, og hin margeftirspurðu ódýru efni, stórisar, margar nýjar gerðir i fjölbreyttu úrvali Áklæði og gluggatjöld Skipholti 17A. — Sími 17563.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.