Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 1
32 SfÐUR
Johnson ræðir við U Thant, situr
ráðstefnu í Honolulu
Takmörkun loftárása ekki nócj, segja IM-Viet-
namar. Varað við of mikilli bjartsýni í Washington
New York, Washington, Hanoi
og Saigon, 4. apríl — NTB-AP
JOHNSON forseti gekk í dag
á fund U Thants, aðalfram-
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, í New York,
skömmu áður en hann hélt til
Honolulu til að ræða við
bandaríska embættismenn
sem þangað eru komnir frá
Hreinsanir halda
áfram í Póllandi
Ná nú til verkalýðshreyfingarinnar
Suður-Vietnam. Fundur John
sons og U Thants kom mjög á
óvart og var boðaður með
stuttum fyrirvara. Talið er
víst, að þeir hafi rætt Viet-
nam-málið.
Varsjá, 4. apríl. NTB-AP.
HREINSUNUM í Póllandi vegna
stúdentaóeirðanna, sem geisað
hafa að undanförnu, er haldið
áfram og ná nú til verkalýðs-
hreyfingarinnar. En um leið
birtist í dag í blaði í Varsjá
krafa um að lýðræði verið auk-
ið í landinu.
Að sögn AP hefur níu mönn-
um verið vikið úr flokknum og
embættum sínum. I hópi þess-
ara manna eru Jozef Kutin, að-
stöðarviðskiptamálaráðherra og
Andrzej Gwzdz skrifstofu-
stjóri þjóðþingsins. Þeim er gefið
að sök að hafa látið í ljós skoð-
anir er gangi í berhögg við
stefnu flokksins.
Pólska fréttastofan PAP segir,
að Kutin, sem er Gyðingur, hafi
haldið verndarhendi yfir undir-
mönnum sínum, sem voru kall-
aðir landráðamenn. Einnig er
hann sagður hafa hjálpað börn-
um vina sinna, en þau hafa
teki'ð þátt í starfsemi er beinzt
hafi gegn ríkinu, og útvegað
þeim leyfi til að komast úr
landi.
Að sögn vestur-þýzku frétta-
stofunnar DAP hefur frú Wisla
Pankiewicz, fulltrúi í verkamála-
nefnd verkalýðssambandsins sagt
Framhald á bls. 2
Seinna um kvöldið (í nótt að
íslenzkum tíma), hélt Johnson
síðan til Honolulu með viðkomu
á March-flugvelli, þar sem hann
ætlar að ræða við Eisenhower
fyrrum forseta.
í Washington var í dag varað
við of mikilli bjartsýni á að
síðustu friðartilraunir Johnsons
beri árangur. Hvatt var til þess-
arar varkárni fyrst og fremst
vegna tónsins í yfirlýsingu þeirri
er Norður-Vietnamstjórn gaf í
gær um undirbúningsviðræður
sem svar við ræðu Johnsons á
sunnudaginn, þegar hann bauð
samningaviðræður og fyrirskip-
aði takmörkun loftárása.
Að sögn bandarískra embætt-
ismanna reyna Norður-Vietnam-
ar í yfirlýsingu sinni að sýna, að
Bandaríkjamenn standi á barmi
hernaðarlegs ósigurs. Sumir em-
bættismenn varpa fram þeirri
spurningu, hvort Hanoi-stjórnin
haldi að Bandaríkjamenn séu
reiðubúnir til að gefast upp
vegna innbyrðis sundrungar.
Hinsvegar er yfirlýsingin talir
afar mikilvæg, einkum vegn?
þess að Norður-Vietnamar minrut
ust ekki á fyrri kröfu sína um að
loftárásum verði hætt skilyrðis-
Johnson
laust áður en friðarviðræður
geti hafizt. Hanoi-stjórnin hafi
nú fallizt á viðræður þótt loft-
árásirnar hafi aðeins verið tak-
markaðar.
Framhald á bls. 31
IMartin Luther King myrt-
Memphis, Tennessee, 5. apríl
Einkaskeyti tij Mbl. frá AP í
London.
DR. MARTIN Luther King,
leiðtogi blökkumanna í Banda
ríkjunum, sem fékk friðar-
verðlaunin 1964, var skotinn
til bana í Memphis í kvöld. Að
sögn aðstoðarlögreglustjórans
í Memphis, Henry Lux, voru
tveir ónafngreindir menn
handteknir í námunda við
morðstaðinn, en King var
myrtur þar sem hann stóð á
svölum hótelbyggingar.
Strax og Johnson forseti
frétti um morðið á dr. King,
frestaði hann fyrirhugaðri
ferð sinni til Hawaii, þar sem
hann ætlaði að sitja ráðstefnu
Þessi mynd var tekin á þriðju dagskvöldiff er eldurinn hafði læst sig um St. Pálskirkjuna
í Antwerpen. (Sjá á bls. 3.
með ráðgjöfum sínum um
Vietnam-málið.
Sr. Andrew Young, einn helzti
aðstoðarmaður Kings, sagði, að
skotið hefði hæft King í hálsinn
og niðurandlitið hægra megin.
Ekkert orð heyrðist frá honum
og hann hreyfði sig ekki, sagði
Young.
Strax eftir tilræðíð var dr.
King fluttur í flýti í sjúkrahús,
og skömmu síðar var tilkynnt að
hann væri látinn. Lögreglumenn
vopnaðir rifflum lokuðu anddyri
sjúkrahússins, þar sem mann-
fjöldi hafði safnazt saman á
svipstundu.
King kom til Memphis á mið-
vikudaginn, til þess að stjórna
áframhaldandi mótmælaaðgerð-
um til stuðnings 1300 sorphreins-
unarmönnum borgarinnar, sem
eru í verkfalli. Á fimmtudag í
síðustu viku stjórnaði King mót-
mælagöngu, sem leiddi til
óeirða, þar sem einn maður befð
bana. Önnur mótmælaganga
hafði verið ráðgerð.
Þjóðvarðliðar voru strax
sendir til Memphis, til þess að
bæla niður óeirðirnar í síðustu
viku, en á miðvikudagskvöld
var þeim skipað áð halda á
brott.
Buford Ellington, rikisstjóra,
var þegar skýrt frá tilræðinu
við King, en hann var þá á fúndi
Framhald á bls. 31
Novotny stundar
nú sjálfsgagnrýni
Neitar að hafa áformað byltingu
Cernik tilnefndur forsœtisráðherra
Prag, 4. apríl — NTB —
ANTONIN Novotny, fyrrverandi
forseti og leiðtogi tékkóslóvaska
kommúnistaflokksins. fór í dag
að dæmi annarra rétttrúaðra
kommúnista og stalínista og
gagnrýndi sjálfan sig harðlega
fyrir pólitísk afglöp. Sjálfsgagn-
rýni Novotnys kom fram í ræðu
er hann hélt á fundi í miðstjórn-
inni, en í ræðu sinni neitaði
hann því að hefði boðið út her-
deildir og skriðdrekasveitir í
desember og janúar til þess að
koma í veg fyrir að miðstjórnin
svipti hann starfi aðalritara
flokksins.
Novotny reyndi að gera litið
úr hlul.deild sinni í hinum blóð-
Framhald á bls. 31
Auglýsendur
Þeir, sem ætla að auglýsa í
páskablaðinu, sem kemur út
á skírdag, eru vinsamlega
beðnir að skila auglýsinga-
handTÍtium fyrir hádegi á
morgun, laugardag.
Morgunblaðið.