Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968
5
Sumaráætlun F.í.
SUMARÁÆTLUN Flugfélags fs-
landjs gekk j gildi í gær og breyt
ast þá brottfarar- og komutímar
flugvélanna og ferðum fjölgar.
Sumaráætlunin er að þessu sinni
í þrem áföngum og gildir sá
fyrsti frá 1. apríl til 31. maí. Á
þessu tímabili verða daglegar
ferðir til Bretlands og átta ferðir
í viku til Norðurlanda. Til Kaup-
mannahafnar verða ferðir alla
daga og tvær ferðir á föstudög-
um. Til London þriðjudaga og
föstudaga. Til Oslo föstudaga, til
Bergen þriðjudaga og föstudaga
og til Glasgow mánudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga. Til Færeyja
þriðjudaga og föstudaga.
Annar áfangi sumaráætlunar
hefst 1. júní og enda 30. sept.
Þá verða í viku hverri ferðir
sem hér segir: Til Kaupmanna-
hafnar verða flognar níu ferðir
til London fimm ferðir, til Glas-
gow þrjár ferðir, og til Oslo,
Björgvinjar og Færeyja tvær
ferðir, til hvers staðar. Ferðirnar
skiptast þannig. Til Kaupmanna-
hafnar alla daga, en tvær ferðir
á fimmtudögum og föstudögum.
Til London á þriðjudögum, mið-
vikudögum, föstudögum, laugar-
dögum og sunnudögum. Til Glas-
gow á mánudögum, fimmtudög-
um og laugardögum. Til Qsló á
þriðjudögum og föstudögum. Til
Færeyja og Bergen á þriðjudög-
um og föstudögum.
Brottfarartímar til London eru
alla daga kl. 08,00. í ferðum til
annarra ákvörðunarstaða er
hægt að velja um brottfarir að
morgni til eða síðdegis.
Þriðji áfangi sumaráætlunar
er svo októbermánuður. Þá hefur
ferðum fækkað og verða með
svipuðu sniði og í fyrsta áfanga.
Þá verða daglegar ferðir til Bret
lands og átta ferðir til Norður-
landa. Athygli skal vakin á því,
að milli íslands og Færeyja eru
áætlaðar tvær ferðir á viku, en
milli Færeyja og Kaupmamna-
hafnar verður ferðafjöldinn
fimm ferðir á viku þegar flest
er. Ennfremur verða ferðir milli
Færeyja og Glasgow.
(Frá F.I.).
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA
5ÍMI 10*100
EINAIMGRUIMARGLER
BOUSSOIS
INSULATING GLASS
er heimsþekkt fyrir gæði.
Verð mjög hagstætt.
Stuttur afgreiðslutími.
10 ÁRA ÁBYRGÐ.
Leitið tilboða.-
Fyrirliggjandi
RÚÐUGLER
2-4-Ö-6 mm.
Einkaumboð:
HANNES
ÞORSTEINSSON,
heildverzlun,
Sími 2-44-55.
(
Yiceroy Filter.
I fararbroddi.
#.00 “Mætt á skrifstofuna”.
10.15 “Lokið við módel af nýju
hóteli. Slappað af með Viceroy”.
12.00 “Byggingaráætlun rædd á
leið til næsta stefnumóts”.
“Við
brúna með yfirverk-
fræðingi og eftirlitsmanni.
Viceroy fyrir alla”.
17.KI “Áríðandi fundur um nýja
byggingaráætlun ”.
21.30
“Notið skemmtilegs sjónleiks
eftir erilsaman dag-og ennþá
bragðast Viceroy vel”.
Ekki of sterk,
ekki of létt,
Viceroy gefur
bragðið rétt...
rétt hvaða tíma
dagsins sem er!
ALLT MEÐ
EIMSKIP
A næstunni ferma skip vor
til íslands, sem hér segir:
ANTWERPEN:
Skógafoss 10. apríl
Reykjafoss 23. apríl
í Skógafoss 6. maí
ROTTERDAM:
% Skógafoss 13. apríl
j S Goðafoss 17. apríl *
Reykjafoss 26. apríl
Skógafoss 8. m-aí
HAMBORG:
Skógafoss 8. apríl
Goðafoss 22. apríl *
Reykjafoss 29. apríl
Skógafoss 11. maí
LONDON:
Askja 8. aprfl. *
Askja 24. apríl
HULL: (Grimsby)
Goðafoss 11. apríl *
Askja 26. apríl
LEITH:
Askja 29. apríl
Gullfoss 13. maí
NORFOLK:
Fjallfoss 9. apríl *
Selfoss 19. apríl
Brúarfoss 11. maí
Selfoss 31. maí
NEW YORK:
Fjallfoss 16. aprfl *
Selfoss 24. aprfl
Brúarfoss 15. maí
Selfoss 5. júni
GAUTABORG:
Bakkafoss 9. apríl
Tungufoss 2. maí *
Gullfoss 11. maí
K AUPMANN AHÖFN:
Tungufoss 8. april **
Gullfoss 10. apríl
Kronprins Frederik 20. apr
Tungufoss 4. maí *
Gullfoss 11. maí
KRISTIANSAND:
Lagarfoss um 23. aprfl
GDYNIA:
Dettifoss um 2. maí
VENTSPILS:
Dettifoss 24. apríl
KOTKA:
Dettifoss 30. apríl
*) Skipið losar í Reykja- jj
vík og á ísafirði, Ak- ®
eyri og Húsavík.
**) Skipið losar á Reyðar-
firði, Reykjavík, ísa-
firði, Siglufirði, Akur-
eyri og Húsavík.
Skip sem ekki eru
merkt með stjörnu
losa í Reykjavík.
Skip með þægileg rúm
fyrir 12 farþega:
GOÐAFOSS
frá Grimsby, Rotterdam og
Hamborg.
DETTIFOSS
frá Eystrasaltshöfnum.
LAGARFOSS
frá Mo í Ranefjord og
Kristiansand.
Nánari upplýsingar í far-
þegadeild.
ALLT MEÐ