Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRIL 1968
Á SUNNUDAGINN:
Lið Dona og Finna í Polai Cub
Danir senda sína beztu Jkörfuknattleiksmenn, sem koma frá
6 félagsliðum
4 Ernst Jensen Falcon 24 ára 180 cm 21
5 Flemming Wich SISU 25 — 183 — 33
6 Birgir Fiala Falcon 23 — 180 — 13
7 Holger Nörby Falcon 24 — 184 — 3
8 Jan Weber EB 22 184 16
9 Torben Klug EB 21 — 186 — 3
10 Jens Kvorning Skovbakken 23 — 187 — 4
11 Egon Juul-Andersen Skovbakken 24 — 190 — 22
12 Ib Petersen Gladsaxe 20 — ' 191 2
13 Alexander Schaumann Virum 22 — 192 ,— 13
14 Peter Freil Virum 20 — 191 10
15 Arne Petersen Gladsaxe 26 — 193 — 33
Meðalt.: 22.8 ár 186.7 Alls 173 landsleikir.
Þjálfari: Torben Starup-Hansen.
Hér a'ð neðan eru upplýsingar um landslið Finna, sem skipað
er leikmönnum úr meistaraliðinu HONKA.
4 Manuno Pennanen 18 ára 193cm 0
5 Jyrki Immonen 22 — 183 — 69
6 Pertti Tuomarla 28 — 185 — 0
7 Seppo Kuusela 34 — 183 — 73
8 Jorma Pilkevaara 22 — 187 91
9 Lars Karell 20 — 191 — 43
10 Jouko Soveri 26 — 191 — 0
11 Kari Rönnholm 22 — 193 — 56
12 Matti Nenonen 33 — 194 — 15
13 Erkki Tarunen 23 — 193 — 0
14 Karj Lahti 21 — 202 — 46
15 Uolevi Manninen 31 — 202 — 102
Meðaltal: 24.7 ár 191.4 cm. Alls: 495 landsleikir. z
Þjálfariá Olli Virtanen.
UMFK og FH drengir
keppa í knattspyrnu
Skozki bikarinn:
Hearts og
Dunfermilne
leika til úrslita
Bobby Charlton skoraði sitt 44
mark tyrir landslið Englands
ENGLENDINGAR sigruðu Spán-
verja með einu marki gegn engu
í landsleik í knattspyrnu á
Wembley-Ieikvanginum fyrir
100 þúsund áhorfendum sl. mið-
vikudag. Leikurinn var fyrri leik
ur þessara landa í keppninni um
Evrópumeistaratitil landsliða.
Síðari leikurinn fer fram í
Madrid þann 8. maí n.k.
England var í sókn mest allan
fyrri hálfleik, en tókst ekki að
skora, utan mark frá Peters á 3.
mín. sem var dæmt af, en vörn
Spánverja sýndi frábæra rósemi
að sögn fréttaritara.
í síðari hálfleik var sama upp
á teningnum, England sótti en
Spánn varðist, nema hvað Spán-
verjarnir brutust nú nokkrum
sinnum úr herkvínni, sérstaklega
var Amaneio virkur í sóknarlot-
um Spánverja. Er fimm mínútur
voru til leiksloka fengu Eng-
lendingar aukaspyrnu utan við
horn vítateigs. Peters sendi
snöggt til Bobby Oharlton, sem
fékk hamið knöttinn, lék á tvo
varnarmenn og sendi knöttinn
með hægri fæti í markið. Þetta
var þrumuskot, óverjandi.
Charlton hefur nú náð Jimmy
Greaves sem markahæsti maður
enska landsliðsins. Þeir hafa skor
að 44 mörk hvor fyrir England.
Aðrir leikir í fjórðungsúrslit-
unum um Evrópumeistaratitilinn
eru milli Frakklands og Júgó-
slavíu, Ungverjalands og Sovét-
ríkjanna og Búlgaríu og ítalíu.
Undanúrslitin fara svo fram á
ítaliu í júní í sumar.
DUNFERMILNE og 'Heart of
Midlothian munu leika til úrslita
um skozka bikarinn í ár. Dunfer-
milne sigraði St. Johnstone í
fyrrakvöld með tveimur mörkum
gegn einu, eftir framlengdan
leik. Hearts sló Morton út með
sömu markatölu og einnig eftir
framlengdan leik. Það var Dun-
fermilne sem sló Celtic út úr
keppninni og Hearts Rangers.
Welska félagið Cardiff City,
sem leikur í 2. deild í Englandi
sigraði Moskva Torpedo í þriðja
leik félaganna sern. fór fram í
Augsburg í V-Þýzkalandi í fyrra
kvöld. Cardiff vann leikinn með
einu marki gegn engu, skoyað
seint í leiknum. Fyrri leikirnir
voru leiknir í Cardiff, 0—6, og
í Tashkent í Uzbekistan, rétt
við kínversku landamærin, 1—1.
Moskva Torpedo gátu ekki leikið
annan leikinn á sínum heima-
velli vegna gífurlegrar fann-
komu. Cardiff er því komið í
undanúrslit í Evrópubikarkeppni
borgarliða og leika gegn S. V.
Hamburg. Annað brezkt félag,
skozka félagið Dundee, hefur
náð jafn langt í Evrópukeppni
bikahhafa er það sigraði F. C.
Zúrich með einu marki gegn
engu í Zúrich í fyrrakvöld. Sam-
anlagt sigraði Dundee 2—0.
KNATTSPYRNUFÉLÖG um allt
land hafa nú síðari ár lagt mun
meiri áherzlu á þjálfun yngri
flokkanna, en nokkru sinnd fyrr.
á fáum stöðum á landi eru jafn
ungir drengir teknir tiT æfinga
og gerist í Hafnarfirði og Kefla-
vík, en þair æfa drengir allt frá
5 ára aldri F'yrir nokkru heim-
sóttu drengir frá UMFK jafn-
aldra sína í Hafnarfirði og háðu
kappleiki við þá í- hinu 47 ára
gamla leikfimishúsi Hafnarfjarð
ar. Er þjálfarar drengjanna
höfðu skipt drengjunum niður
FH-drengurinn er íbygginn á svipinn, enda um að gera að
láta ekki sjá hvað hann hyggst fyrir. Ilonum hefir tekizt að
draga hina þrjá andstæðinga sína yfir á annan helming vall-
arins, og nú er að leika á þá — t.d. er félagi hans rétt fyrir
aftan hann og margt fleira kemur til greina.
Hér er A-lið FH og UMFK í harðri keppni. FH-ingar hafa
sótt, en Keflvíkingur ber sig vel að við að spyrna frá mark-
inu, og þótt FH-ingurinn leggi sig vel fram við að hindra
spyrnuna tekst honum það ekki. (Myndir Kr. Ben.).
í flokka eftir aldri, þá kom fram
að keppa varð í 14 liðum, en 3
drengir keppa í hverju liði, alls
kepptu því 84 drengir þennar,
sunnudagseftirmiðdag — og má
með sanni segja að þröng var
á þingi, í hinu rúmbtla leikfim-
ishúsi.
Keppnin var hin skemmtileg-
asta, báp og fjör og kátína rikti
hvar sem litið var, ekki aðeins
meðal þeirra sem háðu keppni
hverju sinni, heldur ekki hvað
sízt meðal þeirra, sem komu sér
upp í rimlum og tneðfram leik-
vellinum á gólfimu. — Keppend
ur voru óspart hvettir og hert-
ir, en allt fór sam.t fram með
röð og reglu.
Leikirnir voru sem fyrr seg-
ir skemmtilegir og spennandi,
en þó mairkahluttfall hafi verið
lítið, þá sigruðu Keflvíkingarn-
ir með yfirburðum hflutu 19 stig
gegn 9.
Myndin sem hér birtist er af
keppendunum og voru margir
hinna yngstu (5 til 7 áira) að
keppa sinn fyrsta stórleik, en
hvert lið-fékk að leika tvo leiki.
Keflvíkingarn:r fóru sigurglaðir
heim en FH-ingarnir aftur á
móti eru staðráðnir í að rétta
hlut sinn, þegar þeir fara næst-
komandi sunnudag til Keflavík-
ut og keppa við kunningja sína
í UMFK. Ef veður leyfir A-lið
5. fl. úti, en hinir yngri keppa
inni.
Engtand - Spánn 1:0