Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 IMorðurlöndin vinna vör- um sínum markað í Japan Við íslendingar kaupum fyrir hundruð milljóna af Japönum en seljum þeim ekkert í staðinn! ER JAPAN framtíðarland fyrir íslenzkar framleiðslu- vörur? Það er spurning sem enginn getur svarað til hlítar. En ef litið er til stærðar landsins (100 millj. íbúa) og hins mikla kaupmáttar, sem þar er að finna þá er ekki fjarri lagi að svara spurning- unni játandi. Hingað til höf- um við íslendingar átt mjög einhliða viðskipti við þetta f jarlæga iðnaðarland. Er ekki kominn tími til þess að koma þeim viðskiptum á heil- hrigðari grundvöll — gera þau tvíhliða, þannig að við seljum Japönum okkar vörur, en kaupum ekki einungis af þeim? Mikill og vaxandi markaffur. Það er nefnilega furðu sérstæð mynd sem blasir við okkur, þeg- ar litið er á viðskipti landanna tveggja. Nær ekkert er flutt út héðan til þessa Asíulands en lengur geta menn varla snúið sér við hér heima nema sjá hvar Þessvegna er vissulega tímabært að spurt sé hvort ekki sé unnt að opna japanskan markáð fyr- ir íslenzkum framleiðsluvörum. Ekki er það sízt svo, þegar frétt- ir berast af því að frændur okk- ar okkar á Norðurlöndum vinna að því öllum árum að treysta fótfestu sína á japanska mark- aðnum, og telja að hann verði æ mikilvægari. Þannig var nú fyrir skömmu haldin mikil skandinavisk vöru- sýning í Tokyo, sölusýning, og þótti hún takast ágæta vel. En þar var ísland ekki með. Á það er beint af kaupsýslu- mönnum á Norðurlöndum að Jap an er nú orði'ð meira fram- leiðslu- og iðnaðarveldi en Sov- étríkin, þótt þar búi ekki nema helmingur þess fólks að höfða- tölu, sem í Sovét býr. Þessi geysilegi vöxtur þjóðartekna Japan á síðustu árum hefur haft það í för með sér að kaup hefur sífellt farið hækkandi í landinu. í kjölfar þess fylgir svo síðan mjög aukinn kaupmáttur alls al- mennings og þar af leiðandi auk- inn markaður fyTir innlendar og erlendar framleiðsluvörur. Því er þáð ekki fráleitt þegar um löndum eigi góða möguleika í Japan. Og hví þá ekki einnig frá íslandi? skulum við fyrst líta lítillega á þáð hverngi viðskiptum okkar íslendinga og Japana er háttað. Allmörg ár eru nú liðin frá því að ísland var opnað fyrir jap- önskum vörum, ef svo má að orði kveða. Síðan hefur þróimin ver- ið sú að æ meir hefur komið til Var vörusýningu þessari komið upp í samráði við vöruhúsið, sem hafði sent fulltrúa sína til þessarra landa áður til að gera innkaup og líta á vörur. Christ- ine Svíaprinsessa opnabi sýning- una við hátíðlega athöfn en við- staddir voru ambassadorar Norð- urlandanna þriggja í Tokyo, am- bassador baron H. Zytphen- Adeler, ambassador Karl Alm quist og ambassador Knut Thommsen, auk Sverre Walter Rostoff iðnaðarmálará’ðherra og forstjórar Mitsukosi vöruhúss- hringsins, Isao Matsuda. Á sölusýningu þessari gat margt að líta m.a. eftirtaldar vörutegundir: húsgögn, borð, lampar úr gleri og keramik, Ur norsku deildinni á vörusýningunni í Tokyo. Þar er áberandi vörur, sem viff íslendingar framleiffum, ullarvörur og keramik. En viff reynum lítiff sem ekkert til aff selja þær þar, þótt eftirspurnin sé mikil. vetna fyrir sér japanskar vörur. i það er rætt að vörur frá Norður- 1 góðum gæffaflokki Áður en við víkjum að því sem Norðurlöndin hafa verið að gera í Japan að undanförnu til þess að auka þar markaði sína Frá opnun viffskiptaráffstefnu SÞ í Nýju Dehli 1. febrúar sl. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ til hægri. Til vinstri er Raul Prebisch, framkvæmdastjóri viffskiptastofnunar Sameinuffu þjóff- anna. UNCTAD — viðskiptaráð- stefnu Sl>. í Dehli að Ijúka Aðallega rætt um hagsmunamdl þróunarlandanna 77 UNDANFARNAR vikur hefur ráðstefna Sameinuðu þjóðanna staðið í Nýju Dehli (UNCTAD). Á ráðstefnuni hafa fyrst og fremst verið rædd málefni þró- imarlandanna og erfiðleikar þeirra í viðskipta- og útflutn- ingsmálum. Flest ríki S.þ. eiga fulltrúa á ráðstefnunni, en nokk- ut sendu ekki sendinefndir, þar á meðal Island. Þróunarlöndin eru nú talin 77 talsins, og hafa þau komið sér upp að nokkru sameiginlegri vfð skiptastefnu, hinni svonefndu Alsíryfirlýsingu, sem undirrituð var á s.l. hausti. Á ráðstefnunni í Nýju Dehli hefur verið helzt rætt um eftir- farandi atriði: Hráefnisverff. Það hefur mikla þýðingu fyrir þróunarlöndin að þau fái sem allra hæst verð fyrir hráefni sín og óunnar vör- ur, svo sem sykur og kaffi. T0 greina hafa komið ýmsar áætlan- ir um að koma á föstu heims- marksaðsverði í sem flestum flokkum slíkra vara, en ýmis þróuð lönd í Vesturheimi hafa lagzt gegn slíkum hugmyndum og talið áð skaðlegt væri þegar til lengdar lætur að viðhalda óraunverulega háu verði á þess- um vörum. Tollaívilnanir. Þá hafa þróun- arlöndin, í samræmi við Alsír- yfirlýsinguna, farið fram á að fá verulegar tollaívilnanir fyrir iðnaðarvörur sínar í þróaðri löndum um 20 ára skeið, án þess að þurfa að veita slíkar tolla- ívilnanir á móti. Þróunaraffstoff. Um 20% af gjaldeyristekjum þróunarland- anna eru erlend efnahagshjálp. kjölfar bílhjólbarðans fylgdu japanskir bílar, íslenzkur fiskur er að miklu fangaður með jap- önskum netum og á svi'ði mynda véla og sjónglerja eru japansk- ar vörur í fremstu röð hér á landi. Frá því fyrir styrjöldina lá það orð á að japanskar vörur væru lélegar að gæðum og ómerkilegar eftirlíkingar oft á vesturlenzkum gæðavörum. Þetta orðspor hvarf þó fljótt, því við íslendingar höfum uppgötv- að það sama og aðrar vestræn- ar þjóðir að japanskar vörur standa nú mjög framarlega al- mennt hvað vörugæði snertir — en ver'ðið er oft miklu lægra en hið sambærilega vestræna. Kaupum, en seljum ekki! Á síðustu árum höfum við flutt inn vörur frá Japan fyrir allt að 300 millj. krónum árlega. Það þýðir að Japan er all mikil vægur viðskiptaaðili okkar, þótt hann sé engan veginn í hópi þeirra mikilvægustu. Þannig voru til íslands fluttar árið 1966 japanskar vörur fyrir alls 264 millj. krónur og á sama tíma- bili í fyrra var þessi tala rétt innan við 267 millj. króna. En hvernig er málum varið með útflutninginn? Árið 1966 seldum við Japönum vörur fyr- ir aðeins 21 millj. króna. En 1967 seldum vi*ð til Japan vörur fyrir aðeins 1.2 millj. krónur. Hvað er það á móts við þær 267 millj. kr sem Japanir flytja til okkar? Nánast eina vörutegundin sem við seljum til Japan eru hrogn, en þar í landi þykja þau hið mesta lostæti, og seljast háu verði. Fryst hrogn seldum við fyrir tæpar 700 þús. kr. og af- gangurinn voru 14 tonn af öðr- _ um matarhrognum söltuðum. ÍI"."Æ!Í *g ~^nmí ! Aðrar vörutegundir finnast ekki á blaði sem talandi sé um. Fyrir landsins af japönskum vörum, í ; glervörur, postulín, keramik- þróunaraðstoðarinnar, m.a. a vegum alþjóðabankans vegna þess að í ljós hefur komið að hagvöxtur þeirra hefur staðnað á undanförnum árum. Er miðað að því að hagvöxturinn í þróun- arlöndunum verði 5% árið 1970. Þá var og á ráðstefnunni lög'ð á það mikil áherzla að hinai- þróuðu þjóðir legðu 1% af þjóð- artekjum sínum til þróunarland- anna. allar aðrar íslenzkar framleiðslu- vörur er því Japan ónumið land. Framtak frænda okkar Norðurlöndin hafa eins og fyrr segir haft mikinn augasta'ð á jap- anska markaðnum. Dagana 24.-29. október efndu Danmörk, Noregur og Svíþjóð til vörusölu sýningar í stærsta og elzta vöru- húsi Tokyoborgar, Mitsukoshi. vörur, minjagripir, skartgripir, leikföng, pípur, burstar, ullar- teppi, selskinnskór, hreindýra- skinn og horn, auk margs kyns matvara svo sem osta, sardína, hrökkbrauðs o.s.frv. Mjög mikil aðsókn var að þess ari vörusýningu Norðurland- anna og fóru 20-30 þúsund gest- ir gegn um sýninguna á hverj- um degi. Áhugi Japana á vörun- um var mikill, eftir því sem norsk blöð segja, og sérstaklega þó á húsgögnum frá Norður- löndum. Ekki sízt átti það þátt í góðri sölu að hér var að miklu um nýjar vörur að ræða, sem Japönum er unnt a'ð kaupa vegna hins vaxandi kaupmáttar í landinu, þótt nokkuð dýrari séu en japanskar. Þar eins og hér hér hefur sérstæð innflutt vara einnig sitt vissa hégómagildL (snob value). Norðmenn fóru fyrst að hugsa fyrir alvöru um japanska mark- aðinn fyrir um það bil 8 árum og hafa síðan unnið mark- visst að því að ná þar fótfestu. Þá fór fram mikil norsk vöru- sýning, einnig í einu stærsta vöruhúsi landsins, Shirokija Department Store í Tokyo. Hef- ur síðan verið unnið að því að selja norskar vörur í landinu, m.a. þær sem a'ð framan er frá greint. Verzlunarfulltrúar Norð- manna í Tokya og sendiráð þeirra þar hefur veitt mikils- verða fyrirgreiðslu í þessum efn- um. Er þess skemmst að minn- ast að fyrir um það bil ári tókst Norðmönnum að selja nokkur hundruð tonn af smjöri til Jap- an, en þeir eiga líka við smjör- fjall að stríða eins og við Is- lendingar. Er ekki ofmælt þótt sagt sé að Norðurlandaþjó'ðirnar þrjár bindi nokkrar vonir við það að geta unnið vaxandi mark- að fyrir iðnaðar- og heimilisvör- ur sínar í Japan á næstu árum, ekki sízt vegna þess hve þær kaupamikið þaðan. Er það lög- mál viðskiptalífs að nokkurt jafnvægi þarf að vera á í kaup- um, svo báðir áðilar séu ánægðir með þau. íslenzkar vörur til Japan. Flestir þeir íslenzku kaup- sýslumenn sem til Japan hafa Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.